Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Islenska lýðveldisins minnst í Austurríki Frá Gudrunu Lange: í TILEFNI af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins voru haldnar tvær hátíð- ir í Austurríki, nánar tiltekið í Bad Aussee (í nánd við Bad Ischl), þar sem hinn mikli íslandsvinur Josef Calasanz Poestion (1853-1922) fæddist. Poestion var m.a. bókavörður, þýðandi, skáld og bókmenntasögu- höfundur. Hann þýddi bæði íslenskar fornbókmenntir og nútímabók- menntir og skrifaði málfræðibækur og bókmenntasögu um íslensk nú- tímaskáld sem enn þykja afreksverk í þýskumælandi löndum. Mikið af óbirtum bréfaskiptum hans við ís- lensk skáld og lærða menn er geymt í Bad Aussee, svo og ferðasaga hans í handriti um fyrstu íslandsferðina. Frú Erika Selzer í Bad Aussee hefur skráð öll rit Poestions svo að almenn- ingur geti haft aðgang að þeim. Til að heiðra Poestion og minnast um leið íslands hafa menn innréttað Poestion-herbergi í átthagasafni Bad Aussee og einnig komið fyrir minn- ingartöflu á nýuppgerðu húsi hans. Þátttakendur í þessum hátíðarhöld- um 11. júní og 5. nóvember 1994 voru m.a. af hálfu hins Austurrísk- íslenska félags Helmut Neumann, aldursforseti þess, og Hans Dostal, formaður, en af háifu Félags íslend- inga í Austurríki Haraldur Jóhanns- son. Helmut Neumann las upp ís- lensk kvæði í þýðingu Poestions og Hólmfríður Jóhannesdóttir söng þau við píanóundirleik Marínar Gísladótt- ur-Neumann. Helmut Neumann flutti við það tækifæri einnig fyrir- lestur um þýðingu Poestions fyrir austurrísk-íslensk tengsl. Fyrri hátíðarhöldin voru undir vernd frú Dr. Schubrig, konsúLs ís- lands í Vínaborg, en þess má geta sérstaklega að hún hefur árum sam- an séð um rausnarleg hátíðarhöld fyrir íslendinga, bæði 17. júní og 1. desember ár hvert. Á aðalfundi hins Austurrísk- íslenska félags, 16. nóvember sl., bárust fréttir þess efnis að setja ætti á laggirnar upplýsingastofnun við Landsbókasafn - Háskólabóka- safn um bókmennta- og tónlistar- , söguleg tengsl Islands og Austurrík- is á 19. og 20. öld. Á þessum sama fundi hélt undirrituð fyrirlestur um „Friðþjófs sögu“ sem telst til fyrstu þýddu rita Poestions úr forníslensku. Megi hin íslensk-austurrísku tengsl dafna lengi og vel! GUDRUN LANGE, lektor í íslensku við háskólann í Vínarborg. Tilboð sem ekki er hægt að hafna Frá Finnboga Hallgrímssyni: „YÐUR er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Dav- íðs.“ (Lk. 2:11.) Hefur þú hugleitt þessi orð af dýpstu einlægni og hve mikla þýðingu fæðing Jesús Guðsson- ar hefur fyrir okkur? Því fagnaðarer- indið, krossfestingin og upprisa Krists til eilífs lífs okkur til handa er dýpsti sannleikur mannlegs veruleika. Þegar syndin kom í heiminn þá dó hið beina samband okkar við Guð. Maðurinn hélt áfram að syndga og varð fráhverfur Guði. Illskan, fég- ræðgi, öfundin héldu innreið sína og kapphlaupið hófst að fá mest út úr veraldlegum hlutum sem að lokum leiðir aðeins til upplausnar og dauða. Það sjáum við í valdagræðgi, stríð- sógnum, vaxandi ofbeldi, eiturlyfjum ásamt öllu því sem höfðar til lægstu hvata okkar. (Meira að segja tilefni jólanna hefur gleymst í kaupæði, stressi, jólasveinum o.fl. Sannkölluð Mammonshátíð sem leitt hefur marga til gjaldþrots 0g andlegs skipbrots.) Yfir þessu fráhvarfi okkar mann- anna grætur „hinn lifandi Guð. Því hefur hann reynt að leiða okkur aft- ur til sín með því að gera við okkur blóðsáttmála og má lesa um það sem rauðan þráð í gegnum alla Biblíuna. í gyðingdómi Gamla testamentisins var blóði gallalausra fórnardýra út- Það getur skipt sköpum með skotelda og blys, að gleyma aldrei glyrnum því að glappaskot er slys, öllum koma að óvörum og fyrr en nokkurn varir og ekki er að vita nema á spít- ala þú farir. hellt á friðþægingardaginn mikila. Þó gat það blóð aðeins hulið synd mannsins en ekki afmáð. Hinn fullkomni blóðsáttmáli sem Guð gerði við okkur mennina var með Jesúm Krist sem meðalgangara. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jh 3:16.) Kristur vísar m.a. til blóðsáttmálans í síðustu kvöldmáltíðinni er hann segir: „Þetta er blóð mitt, blóð sátt- málans, úthellt fyrir marga til fyrir- gefningu synda. “ (Mt. 26:28). Jesús Kristur er fullkominn og gallalaus eins og fórnardýrin urðu að vera. Þann sem þekkti ekki synd gjörði hann að synd vor vegna til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum. (2. Kor. 5:12) Þegar blóði Krists var úthellt á krossinum þá rifnaði fortjald musterisins sem var tákn þess að sáttmálinn væri fujl- komnaður. Syndin var afmáð. Öll okkar bölvun og synd var negld á krossinn með Kristi. Hann greiddi skuldabréfið að fullu fýrir okkur. Hann dó fyrir okkur. Syndin hefði tortímt okkur, en hann tók hana á sig og dó. Þetta var leiðin til hjálp- ræðis og eilífs lífs okkar til handa. Hugsið ykkur, hann kom til jarð- arinnar fullkominn og syndlaus, kenndi okkur allt sem fagurt er og gott, vísaði okkur leiðina til Guðs og hvað kærleikurinn er mikils virði, meira að segja bað hann Guð að fyrirgefa þeim sem negldu hann á krossinn. Enda sagði Jesús að enginn ætti meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Fyrir alla þá undursamlegu hluti sem hann framkvæmdi í orði og verki var hann hrakyrtur, smánaður, pínd- ur og krossfestur. Með upprisunni vann hann lokasigur fyrir okkur. Leiðin var opnuð til eilífs lífs og náðar Guðs. Jesús réttlætti okkur fyrir Guði en til þess að við getum notið alls þess sem Kristur gerði fyr- ir okkur verðum við að trúa á hann af öllu'hjarta, láta hann búa í okk- ur. Það er eina skilyrðið. Trú á Jesús innifelur réttlæti. Hann réttlætti mig og þig fyrir Guði. Það kostaði mig ekkert en það kostaði Jesúm lífið. Kærleikur Krists til okkar er svo mikill að hann þráir að búa í hjarta okkar og leiða okkur til alls hins besta í lífinu. Skrefið .til Jesú er auðvelt og ein- falt en það er erfitt að sannfæra því veraldlegir hlutir og lystisemdir eru svo margar og freistandi að menn gleyma andanum. Mjög margir eru afvegaleiddir, m.a. af nýaldartrú, FFH o.fl. enda varaði Kristur við þessu þegar hann sagði að margir falskristar kæmu í hans nafni og gerðu undur og stórmerki. Jesús er sigurvegari lífsins, því reyna hin svörtu tortímandi öfl með öllum ráð- um að koma í veg fyrir að við fáum að njóta sigurs lífsins yfir dauða. Ekki er nóg að segjast trúa heldur verður að taka sér bólfestu í hjart- anu. Finnst ykkur ekki að Jesús eigi skilið að fá tækifæri hjá ykkur til að sýna hvers hann er megnugur? Til að stíga yfir þröskuld efans til trúar á frelsarann þarf aðeins djörf- ung til að taka þetta litla skref — sem jafnframt er risaskref — því þá öðlast maður dýpsta sannleika mann- legs skilnings á Guðríki og vilja hans. Innri friður og óumræðanleg gleði flæðir um í hjartanu og ljós lífsins verður áþreifanlegt. Því hvet ég alla að opna hjarta sitt án fordóma og efasemda og segja: „Jesús er Drott- inn. Ég trúi að Jesús sé sonur Guðs. — Ég trúi í hjarta mínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum vegna réttlætingar minnar. Því með hjart- anu er trúað*til réttlætis og með munninum til hjálpræðis. Ég játa hann nú sem Drottin minn.“ Einlæg bæn til Jesú mun skila sér. Jesús lofar og fullyrðir að ef þú trúir og afneitar honum ekki muntu öðlast líf í fullri gnægð. Með Jesúm í fylgd með þér ertu á sigurbraut og átt kröfu um fyllra og gleðiríkara líf. Jesús lofar einnig að allt sem við biðjum í bæn í hans nafni muni upp- fyllast vegna trúarinnar. Jesús vill að þér líði vel, sért heil- brigður, hafír vinnu, húsnæði njótir efnahagslegrar velgengni og sért glaður og kærleiksríkur. Hann hefur keypt okkur undan öllu oki. Hann hvetur aila þá sem erfiði og þunga eru hlaðnir að koma til sín og hann muni veita þeim hvíld og bera byrð- arnar fyrir okkur. Ekkert er honum ómögulegt þar sem Guð gaf honum allt vald á himni og jörðu. Hugleiðið hversu einfalt það er að ganga Jesú á hönd. Hver vill ekki fá allt fyrir ekkert nú á dögum? Aðeins tvö tilboð eru í gangi — eilíft líf með Jesú Kristi eða dauði án hans. Valið ætti að vera auðvelt. Friður í stað kvalar — ljós í stað myrkurs — líf í stað dauða — frelsun í stað ánauðar — ríkidæmi í stað fátæktar. Stærsta og óeigingjarnasta gjöf sem nokkurn tímann hefur verið gefin mannkyninu er eilíft líf sem Jesús Kristur afhenti okkur í kær- leika sínum. Að lokum: Jesús er hér, hann vill finna þig. Ef þig vantar hjálp eða vilt kynna þér málin geturðu t.d. komið í Orð lífsins á Grensásvegi 8. Þar er opið hús fyrir alla á fimmtudögum kl. 20.30 og á sunnudögum kl. 11.00. FINNBOGI HALLGRÍMSSON, Lindarsmára 3, Kópavogi. Nicotinell nikótínplásturinn virkar allan sólarhringinn s ■i Ef þú ætlar þér að hætta að reykja þá getur Nicotinell nikótínplásturiim gert gæfumuninn. Nicotinell nikótínplástur kemur í veg fyrir þörf líkamans fyrir nikótín alla klukkutíma sólar- hringsins og losar þig þannig úr vítahring vanans. Nicotinell plásturinn er til í þremur styrkleikum og fæst í apótekum án lyfseðils. Lestu vel leið- beiningar og holl ráð sem fylgja Nicotinell plástrinum. Nicotinell er plástur sem inniheldur nikótín og er ætlaður sem hjálparlyf til að hætta reykingum. Notist eingöngu af fullorðnum. Plásturinn skal líma á hárlausa og heila húð. Skömmtun: Fyrir þá sefh reykja 20 sígarettur á dag eða meira: 1 plástur með 21 mg á sólarhring daglega í 3-4 vikur, því næst 1 plástur með 14 mg á sólarhring, daglega í aðrar 3-4 vikur og að síðustu plástur með 7 mg á sólarhring, daglega í 3-4 vikur. Fyrir þá sem reykja minna en 20 sígarettur á dag: 1 plástur með 14 mg á sólarhring daglega í 3-4 vikur og meðferðin cndar á plástrinum sem inniheldur 7 mg á sólarhring, daglega í 3-4 vikur. Meðferð skal ekki standa lengur en í 3 mánuði. Ekki skal setja plásturinn á sama stað dag eftir dag, heldur finna annan stað ó líkamanum. Kláði og roði á húð geta gert vart við sig undan plástrinum. í einstaka tilfellum geta komið fram auka- verkanir sem tengjast nikótínáhrifum plástursins, þ. e. höfuðverkur svimi, svefntruflanir og ógleði. Rétt er að ráðfæra sig við Iækni eða lyfjafræðing ef þessi óþægindi verða veruleg eða viðvarandi. Fólk með kransæðasjúkdóma, og blóðrásartruflanir, sem og þcir sem fengið hafa heilablóðfall ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir byrja að nota plásturinn. Nikótín getur dregið úr fósturvexti. FramleiðaiHli: Ciba - (íeigv ,\( í. Hasel. Svlss. Imill\l jandi oj4 liand- hali matkaðsUvlis: Stcfán Thorareiisen h.f., Síiliiiniila 32, Hejkjavík. síini! 91- (1S0044. P&Ó hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.