Morgunblaðið - 31.12.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 B 5
Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins
Fólk í fyrirrúmi
1.
ER UNNT að varðveita efna-
hagslegan stöðugleika? Er ný þjóð-
arsátt nauðsynleg forsenda við nú-
verandi aðstæður?
Það er unnt að varðveita efna-
hagslegan stöðugleika ef stjórnvöld
hafa nægan vilja og kjark til. Sá
stöðugleiki sem við búum við í dag
grundvallast á þjóðarsáttinni frá
1990.
Aðilar vinnumarkaðarins sýndu
mikla framsýni með því samkomu-
lagi. Þó blikur séu á lofti í kjaramál-
um vegna mikillar kjaraskerðingar
er vonandi að reynslan af þessum
samningum leiði í ljós að hagsmun-
ir launþega og atvinnurekenda fara
að miklu leyti saman. Kjarabætur
eru best sóttar í þróttmikil fyrir-
tæki.
Að undanförnu hefur félagslegt
óréttlæti aukist til muna og at-
vinnuleysi er mikið og fer vaxandi.
Engin framlenging á þjóðarsátt er
möguleg nema fýrir liggi að tekist
verði á við þau mál í alvöru. Ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar í skatta-
málum hrökkva hvergi nærri til að
skapa nýjan grundvöll fyrir nýjum
kjarasamningum. Launþegar sætta
sig ekki við þær hugmyndir sem
þar koma fram. Hætt er við að
kjarasamningar dragist því á lang-
inn. Fjárfesting í atvinnulífinu er
sáralítiLog margt bendir til að at-
vinnuleysi aukist enn frekar. Mark-
visst átak í atvinnumálum og kjara-
jöfnun er því forsenda fyrir efna-
hagslegum stöðugleika á komandi
árum. Við höfum fjarlægst þær
hugmyndir og sáttfýsi sem þjóðar-
sáttin 1990 byggði á, en ríkisvald
og aðrir sem að málinu koma mega
einskis láta ófreistað til að koma á
friði og jafnvægi á ný.
2.
Er ísland að einangrast þegar litið
er til þróunar Evrópumála og norr-
ænnar samvinnu?
ísland er ekki að einangrast í
Evrópu en ýmsar hættur blasa við
sem verður að bregðast við. Með
inngöngu þriggja
Norðurlanda í ESB
mun norræna sam-
starfið breytast. Þessi
lönd verða uppteknari
við Evrópusamstarfið
en norræna samstarf-
ið. Það er því nauðsyn-
legt að byggja brú á
milli norræns sam-
starfs og Evrópusam-
starfsins. Eftir því sem
víðtækara samstarf á
sér stað á norrænum
vettvangi þeim _ mun
sterkara fyrir ísland
og Noreg. Það mun
skipta_ sköpum um
hvort ísland og Noreg-
ur fjarlægist nágrannalöndin að það
takist að gefa norrænu samstarfi
innihald sem er áfram áhugavert
fyrir Danmörku, Svíþjóð og Finn-
land. Ef það tekst geta Norðurlönd-
in í sameiningu haft mikil áhrif á
þróun mála í Evrópu. íslendingar
og Norðmenn verða að vera mjög
samstíga til að tryggja hagsmuni
sína og samstaða þjóðar okkar er
mikilvæg fyrir ráðið.
Framsóknarflokkurinn telur að
aðild að ESB komi ekki til greina.
Sjávarútvegsstefna ESB er óásætt-
anleg fyrir Islendinga. Hún er snið-
in fyrir þjóðir þar sem sjávarútveg-
ur er rekinn sem annars flokks at-
vinnugrein og lifir á styrkjum og
niðurgreiðslum. Slíkt kerfi myndi
eyðileggja höfuðatvinnuveg þjóðar-
innar. Við getum aldrei fallist á að
aðalatvinnuvegur okkar sé með-
höndlaður á öðrum forsendum en
helstu atvinnugreinar annarra
þjóða. Þjóðveijar og Bretar gætu
aldrei fallist á að iðnaður væri rek-
inn á scjmu forsendum og sjávarút-
vegur í þessum löndum.
Islendingar þurfa hins vegar að
styrkja stöðu sína verulega að því
er varðar samstarfið í Evrópu. Við
þurfum að gera þá kröfu að eiga
aðild að ýmsum nefndum og ráðum.
ESB hefur skuldbundið sig til að
hafa samráð við okkur
á ýmsum sviðum. Úr
því samráði mun draga
verulega þegar hinar
EFTA-þjóðirnar ganga
inn. Úr þessu þarf að
bæta með beinni aðild
íslands að ráðum og
nefndum ásamt sterk-
ara norrænu samstarfi.
Norðmenn hafa þegar
farið af stað með
margvíslegar kröfur á
þessu sviði en lítið hef-
ur orðið vart við það
frá ríkisstjórn Islands.
Ef ekki tekst vel að
endurskipuleggja sam-
starfið við ESB og við-
halda sterku norrænu samstarfi
með beinni tengingu við Evrópu-
samstarfið er vissulega hætta á að
ísland geti einangrast.
3.
Ber að koma á jöfnum atkvæðis-
rétti landsmanna, og hvað er viðun-
andi niðurstaða í viðræðum flokk-
anna um breytingar í þeim efnum?
Gallinn á núverandi kosningafyr-
irkomulagi er ekki aðeins ójafn at-
kvæðisréttur' heldur er kerfið svo
flókið og ruglingslegt að fáir skilja
það. Þannig er kjósandi í Reykjavík
sem kýs flokk sem þar hefur mikið
fylgi oft á tíðum að tryggja veru
þingmanna annarra kjördæma á
Alþingi. Aðferðin um jöfnuð á milli
flokka hefur orðið til þess að kosn-
ingafyrirkomulagið er meingallað.
Ekki er hægt að tryggja jafnan
atkvæðisrétt landsmanna nema
með því að gera landið að einu kjör-
dæmi. Ég er andvígur einu kjör-
dæmi vegna þess að ég tel að með
því væri verið að ijúfa tengsl milli
kjósenda og þingmanna. Ég er
þeirrar skoðunar að ekki eigi að
breyta núverandi kjördæmaskipan.
Sérhvert kjördæmi á að hafa grund-
vallarrétt en það er mjög álitlegt
að allt að heimingur þingmanna
verði kosinn á landslista. Það er
viðunandi niðurstaða að sérhvert
_ Halldór
Ásgrímsson
kjördæmi hafi aldrei færri en þijá
þingmenn en þau fjölmennari fleiri.
Með því að kjósa um það bil helm-
ing þingmanna á landslista ætti sér
stað mun meiri jöfnun en er í dag.
Kosningar eiga að vera persónu-
legri en nú er og kjósendur verða
að geta ráðið meiru um uppröðun
á lista.
Ég get fyrirfram ekki sagt til
um það hver er viðunandi niður-
staða í viðræðum flokkanna um
þessi mál. Sjónarmiðin eru ólík. Því
er ekki gott að segja hvað kemur
út úr viðræðunum. Ég tel það
grundvallaratriði að niðurstaða í
einu kjördæmi hafi ekki áhrif á nið-
urstöðu í öðru. Kosningar eiga ekki
að bera með sér svip happdrættis.
Fólk á að geta gert sér grein fyrir
hvaða frambjóðendur það er að
styðja. Ég efast t.d. mjög um.að
fólk sem hefur kosið Sjálfstæðis-
flokkinn í Reykjavík hafi gert sér
grein fyrir því á undanförnum árum
að það hefur verið að senda marga
þingmenn úr öðrum kjördæmum á
þing.
4.
Hver verða helztu baráttumál
flokks þíns í kosningunum í vor?
Alvarlegasta meinsemd þjóðfé-
lagsins í dag er sívaxandi skulda-
söfnun heimilanna sem mörg
standa frammi fyrir gjaldþroti og
upplausn. Þetta ástand markar djúp
sár og enginn veit hvort nokkurn
tima tekst að græða þau. Þúsundir
manna ganga atvinnulausar, per-
sónuleg gjaldþrot eru daglegt brauð
og biðstofur félagsmálastofnana
eru fullar af fólki sem ekkert þráir
frekar en verk að vinna. Skyldurnar
við þetta fólk hafa verið vanræktar.
Við framsóknarmenn höfum
ákveðið að ganga til næstu kosn-
inga undir kjörorðinu ,Fólk í fyrir-
rúmi“. Með því viljum við ítreka
skyldurnar við fólkið í landinu og
að stjórnmál snúist um fóik. Við
leggjum áherslu á að okkur ber að
sinna sérhveijum einstaklingi og
fjölskyldu. Við verðum að búa svo
um hnútana að hver og einn geti
trúað því að hann eigi möguleika í
samfélaginu. Fjölskyldurnar sem
nú beijast í örvæntingu við ört vax-
andi skuldir verða að fá tækifæri
til að geta staðið í skilum og halda
saiúan. Þær verða að fá möguleika
til að lifa innihaldsríku lífi og leggja
sitt að mörkum til þjóðfélagsins.
Við teljum að framkvæma þurfi
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands
Spurning um ábyrgðartil-
finningu og heiðarleika
í.
ER UNNT að varðveita efnahags-
legan stöðugleika? Er ný þjóðarsátt
nauðsynleg forsenda við núverandi
aðstæður?
Já - það er unnt að varðveita
stöðugleikann ef pólitískur vilji er
fyrir hendi. Það er spurning um
ábyrgðartilfínningu og heiðarleika.
Allir sem að málinu koma vita hvað
í húfi er.
Ástæðan fyrir því að það er unnt
að varðveita stöðugleikann er sú að
gengisskráningin er hagstæð ís-
lenskum fyrirtækjum, sem geta því
nýtt sér sóknarfæri jafnt á erlendum
mörkuðum sem á heimamarkaði.
Það eina sem vantar til að hnykkja
á efnahagsbatanum og festa stöð-
ugleikann í sessi er nýir kjarasamn-
ingar. Kjarasamningar sem stuðla
að kjarajöfnun munu eyða skaðlegri
óvissu um framtíðina. Fyrirtækin
bíða átekta um ákvarðanir um nýjar
fjárfestingar, sem batnandi hagur
og ný sóknarfæri kalla á. Nýjar fjár-
festingar er það sem okkur vantar
til að útrýma atvinnuleysinu. Það
er kjarni málsins.
Ég sé einkum tvær Ieiðir til þess
að festa stöðugleikann í sessi og
skila raunverulegum kjarabótum til
þeirra, sem mest þurfa á þeim að
halda. Annars vegar er að nýta
efnahagsbatann, bætta afkomu fyr-
irtækja, með því að semja um krónu-
töluhækkun á lægstu laun, sem
deyr út eftir því sem ofar dregur í
launastiganum. Þessi leið reynir
fyrst og fremst á samstöðu og sið-
ferðisþrek verkalýðshreyfingarinn-
ar. Hins vegar geta stjórnvöld stuðl-
að að lækkun verðs á lífsnauðsynj-
um með því að stilla vemdartollum
við gildistöku GATT-samningsins í
hóf. í þessu efni ber að taka sann-
gjarnt tillit til hagsmuna jafnt fram-
leiðenda sem neytenda með það að
leiðarljósi, að heilbrigð samkeppni
er að lokum beggja hagur.
Varðveisla stöðugleikans er öllum
í hag og lífsnauðsyn þeim sem bera
þunga greiðslubyrði vegna skulda.
Hitt er jafn ljóst að efnahagsbatann
verður að nýta til að bæta kjör
þeirra, sem verst eru settir. Þeir eru
verst settir sem minnst bera úr být-
um og þeir sem skulda. Hvorir
tveggja eiga allt sitt undir því að
stöðugleikinn haldist. Þetta vita
launþegar af sárri reynslu. Þetta
þekkja atvinnurekendur í þaula.
Þetta er öllum stjórnmálamönnum
ljóst, hvort heldur er í stjóm eða
stjórnarandstöðu. Þess vegna er
þetta að lokum spurning um ábyrgð-
artilfinningu og heiðarleika gagn-
vart sjálfum sér og öðrum.
2.
Er ísland að einangr-
ast þegar litið er til
þróunar Evrópumála
og norrænnar sam-
vinnu?
Þvi miður er flest
sem bendir til að svo
sé. Þijú Norðurland-
anna hafa markað sér
framtíðarstefnu innan
vébanda Evrópusam-
bandsins. íslahd er
spyrt saman við Nei-
landið Noreg i eins kon-
ar míni-EFTA sem hef-
ur miklu minni burði til
að tryggja áhrif á
framkvæmd EES-
samningsins en áður, meðan við
nutum tilstyrks Norðurlanda- og
Alpaþjóða í því samstarfi. Við stönd-
um verr að vígi til að hafa áhrif
innan fjölmargra alþjóðastofnana,
t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
eða innan væntanlegrar Alþjóðavið-
skiptastofnunar (GATT) en áður,
vegna þess að Norðurlöndin koma
ekki lengur fram sem sameiginlegur
hópur.
Ef við lítum til Vesturheims, þá
leggja Bandaríkin og Kanada nú
aukna áherslu á fríverslun við Mið-
og Suður-Ameríkuríki. Bandaríkin
ætla að gera fríverslun-
ársamning næst við
Chile en fríverslun við
Mexíkó tók gildi um
s.l. áramót, við gildis-
töku fríverslunarsamn-
ings Norður-Ameríku
(NAFTA). í framtíðinni
munu Bandaríkin líta
æ meir til Asíu- og
Kyrrahafsríkja og hafa
ákveðið að stefna að
friverslunarsamning-
um við þau ríki. Við
getum því búist við
harðnandi samkeppni á
Bandaríkjamarkaði á
næstunni fyrir íslensk-
an útflutning. Á þess-
ari stundu er ekki einu sinni vitað,
hvort þeim álitshnekki fyrir land og
þjóð verði forðað að Island verði
utanveltu við hina nýju Alþjóðavið-
skiptastofnun, sem tekur til starfa
nú um áramótin á grundvelli niður-
stöðu Úrúgvælotu GATT-samning-
anna.
Við þurfum því ekki annað en að
líta á landakortið og hugsa fáein
ár fram í tímann. Fyrr en varir verð-
ur Evrópusambandið orðið að alls-
heijarsamtökum lýðræðisríkja í
Evrópu, sem tekur ekki einungis til
viðskiptasamstarfs heldur einnig
Jón Baldvin
Hannibalsson
mjög umfangsmikla skuldbreytingu
sem geri fólki kleift að standa í
skilum.
Við leggjum mikla áherslu á upp-
byggingu atvinnulífsins. Við viljum
endurskipuleggja stofnanakerfi at-
vinnulífsins m.a. með því að breyta
Byggðastofnun í atvinnuþróunar-
stofnun og gera hana að samstarfs-
vettvangi atvinnulífs, launþega,
sveitarfélaga og ríkisvalds. Við telj-
um jafnframt nauðsynlegt að örva
fjárfestingu í atvinnulífinu með
meiri þátttöku einstaklinga og líf-
eyrissjóða og beita skattalegum
ívilnunum í því skyni. Við viljum
breyta Iðnþróunarsjóði í styrktar-
og áhættulánasjóð með þátttöku
annarra íjármálastofnana. Við telj:
um líka mikilvægt að stórauka
markaðsstarf erlendis og örva er-
lenda fjárfestingu hér á landi.
Við viljum ekki hækka skatta og
teljum nauðsynlegt að hækka ekki
ríkisútgjöldin. Við teljum mögulegt
að ná niður ríkissjóðshallanum með
auknum hagvexti á næstu árum,
þannig að honum verði eytt á næsta
kjörtímabili. Við teljum mögulegt
að skapa svigrúm upp á 3 milljarða
til að sporna við félagslegu órétt-
læti í þjóðfélaginu. Við teljum skatt-
svik og önnur fjármálasvik mikið
vandamál í þjóðfélaginu og munum
leggja mikla áherslu á að þau mál
verði tekin föstum tökum á næsta
kjörtímabili.
5.
Hvaða stjórnarmynstur telur þú
æskilegast að kosningum loknum?
Við munum fyrst og fremst beij-
ast fyrir því að koma núverandi
ríkisstjórn frá. Ef við fáum til þess
nægilegan styrk stefnum við að því
að mynda næstu ríkisstjórn á ís-
landi. Við teljum eðlilegt að ræða
við núverandi stjórnarandstöðu um
myndun ríkisstjórnar að loknum
kosningum. Við viljum mynda ríkis-
stjórn sem viðheldur efnahagsleg-
um stöðugleika og hefur burði til
að takast á við ríkisfjármál, at-
vinnuuppbyggingu og félagslegan
jöfnuð.
Við munum ganga óbundnir til
kosninganna og eins og oft áður
er ekki hægt að fullyrða hvernig
næsta ríkisstjórn verður skipuð.
Klofningur Alþýðuflokksins skapar
enn meiri óvissu í því sambandi
enda lítið vitað um áform Þjóðvaka
á þessari stundu.
öryggis- og varnarmála. NATO er
smám saman að breytast í tvíhliða
samstarf Bandaríkjanna og Kanada
annars vegar og Évrópusambands-
ins hins vegar, sem vinnur nú að
mótun sameiginlegrar evrópskrar
varnarmálastefnu innan vébanda
Vestur-Evrópusambandsins. Aðild
að Evrópusambandinu er skilyrði
fyrir fullri aðild að VES. Staða ís-
lands innan NATO mun einnig
breytast ef stækkun bandalagsins
til austurs verður hrint í fram-
kvæmd eins og nú er yfirlýst stefna
bandalagsins. í höfuðborgum Evr-
ópu er nú opinskátt talað um að
Bandaríkin muni draga herlið sitt
frá Evrópu; spurningin sé ekki hvort
heldur hvenær.
Flest ber því að sama brunni:
Staða íslands er veikari en hún var
fyrir nokkrum misserum og áhrif
okkar fara þverrandi. íslendingar
geta ekki slegið því á frest mikið
lengur að gera upp við sig, hvar
þeir vilji skipa sér í sveit í framtíð-
inni þannig að viðskipta- og örygg-
ishagsmunum þjóðarinnar verði
borgið á óvissutímum sem framund-
an eru. Það verður eitt stærsta
málið sem bíður ákvörðunar á næsta
kjörtimabili.
3.
Ber að koma á jöfnum atkvæðis-
rétti landsmanna; hvað er viðunandi
niðurstaða í viðræðum flokkanna
um breytingar í þeim efnum?
Jafn kosningaréttur, án tillits til
búsetu, efnahags, kynferðis, mennt-
unar eða þjóðfélagsstöðu er með
réttu grundvallarregla lýðræðis og
þingræðis. Stjórnarskrá lýðveldisins
Islands og kosningalögin eru því
brot á grundvallar mannréttindum
þegna í lýðræðisþjóðfélagi.
Tillögur Alþýðuflokksins, seinast
áréttaðar og rækilegar rökstuddar