Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 6

Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 6
6 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ á flokksþinginu í júní s.L, eru þess- ar: Landið verði allt eitt kjördæmi. Kosningaaðferðin verði hlutfalls- kosningar með persónuvali. Komið verði í veg fyrir varasama fjölgun flokka með skilyrði um lágmarks- fylgi til þess að listar fái úthlutað þingsætum. Þetta eru einu tillögumar sem settar hafa verið fram um lausn á núverandi misrétti og mannrétt- indabrotum sem uppfylla þær kröfur sem almenn samstaða er um. * Allir hafa jafnan atkvæðisrétt án tillits til búsetu. * Þingstyrkur flokka verði í sam- ræmi við kjörfylgi þeirra. * Kosningakerfið lagar sig sjálf- krafa að breytingum á búsetu. Það þarf ekki að hringla með það á fárra ára fresti. * Það dregur úr fyrirgreiðsluspill- ingu og örvar þjóðarsamstöðu frem- ur en hrepparíg. * Það sameinar kosti einmennings- kjördæma og listakosninga með því að auðvelt er að bjóða upp á per- sónuval. Unnt er að raða frambjóð- endum á sama lista eða veija þing- mannsefni af mörgum listum. * Kerfið er einfalt og öllum auðskil- ið. * Fækkun þingmanna er auðveld í framkvæmd. * Kerfíð er líklegt til að greiða götu kvenna og ungs fólks til áhrifa. * Kerfið mun fækka sendisveinum sérhagsmuna á þingi og hækka staðal stjómmálamanna. Með því að tryggja kjósandanum persónuval, annaðhvort á lista þess flokks sem kjósandinn kýs eða að kjósandinn geti valið þingmannsefni af mörgum listum er komið í veg fyrir hættu á auknu flokksræði, sem helst hefur verið talið þessum tillög- um til foráttu. Það er misskilningur að þessum tillögum sé stefnt gegn hagsmunum landsbyggðarinnar. Stjómmála- flokkunum verður það áreiðanlega keppikefli að ná fótfestu og fylgi um land allt. Flokkamir em því lík- legir til þess af eigin hagsmuna- ástæðum að bjóða upp á frambjóð- endur með staðarþekkingu í hérað- um og skírskotun vítt og breytt um landið. Það vill oft gleymast að mis- vægið er ekki aðeins á milli lands- byggðar og þéttbýlis heldur einnig á milli landsbyggðarkjördæmanna innbyrðis. Þetta er eina heildstæða lausnin sem stenst til frambúðar. Allir aðrir kostir sem nefndir hafa verið til sögunnar era smáskammtalækning- ar sem kalla á eilíft hringl með sjálft kosningakerfið. Það er óþolandi. Miðað við dapurlega reynslu af hrossakaupum flokksforystu og þingmannahópa við seinustu breyt- ingar á kjördæmakerfinu þarf nú að gera almenningi ljóst hvað flokk- amir vilja ekki í þessu máli. Alþýðu- flokkurinn mun ekki taka þátt í pólitískum hrossakaupum í þessu máli sem felur það í sér að sam- þykkja stjómarskrárbreytingu sem verður úrelt þegar hún á að taka gildi að fjóram áram liðnum. Þá væri verr af stað farið en heima setið. 4. Hver verða helstu baráttumál flokks þíns í kosningunum í vor? Eftir átta ára stjómarsetu á erf- iðum tímum hlýtur Alþýðuflokkur- inn að leggja verk sín undir dóm kjósenda. Jafnaðarmenn eru stoltir af þvl að flokkur þeirra hefur ekki látið erfiðleikana buga sig heldur haft þrautseigju og úthald til að sigrast á þeim. Þetta hefur verið erfið varn- arbarátta en hún hefur borið óum- deildan og ótvíræðan árangur. Ár- angurinn lýsir sér meðal annars í eftirfarandi: Öfugt við gengiskollsteypur og óðaverðbólgu fyrri ára, einkum í kjölfar aflabrests, ríkir nú stöðug- leiki og festa í íslensku efnahagslífi sem aldrei fyrr. Verðbólgan er horf- in. Framfærslukostnaður heimil- anna hefur í fyrsta sinn í lýðveldis- sögunni ekki hækkað um tólf mán- aða skeið og matvælaverð hefur lækkað. Þjóðin er hætt að lifa um efni fram vegna þess að viðskipta- jöfnuður þjóðarbúsins við útlönd verður hagstæður þrjú ár í röð. Það þýðir að skuldasöfnun þjóðarbúsins hefur verið stöðvuð, þótt hið opin- bera haldi áfram að safna skuldum. Vaxtabyrði skuldugra heimila og fyrirtækja hefur minnkað sem svar- ar 8 milljörðum í auknu ráðstöfun- arfé á ári. Skuldir fyrirtækja fara minnkandi og afkoma batnandi en það dregur úr atvinnuleysi og skap- ar innstæðu fyrir bættum kaup- mætti. Samkeppnisstaða útflutn- ings og samkeppnisgreina er betri en verið hefur áratugum saman. Hagvöxtur er að glæðast eftir sjö ára stöðnun - jafnvel hnignun. Nýjustu tölur staðfesta að atvinnu- leysi er í rénun. Samdráttur í þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum hefur komið I veg fyrir að stjómarflokkamir næðu því markmiði sínu að koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Þar veldur mestu tekjubrestur vegna samdráttar og aukin útgjöld vegna baráttunnar við atvinnuleysið. í aðdraganda kjara- samninga hefur ríkisstjórnin gefið tóninn um atvinnuskapandi aðgerðir til skamms tíma; nýsköpun í at- vinnulífi, markaðssókn og örvun fjárfestingar með yfirlýstum breyt- ingum á sjóðakerfí og skattalögum. Auk þess hefur ríkisstjómin beitt sér fyrir aðgerðum sem stuðla að tekjujöfnun, t.d. með framlengingu hátekjuskatts, afriámi tvísköttunar lífeyrisgreiðslna, hækkun skattleys- ismarka, samstarfí við lánastofnanir og lífeyrissjóði um skuldbreytingar vegna greiðsluerfiðleika lántakenda húsnæðiskerfisins, og frekari að- gerðum til jöfnunar húshitunar- kostnaðar. Það sem á vantar til að festa stöð- ugleikann í sessi og örva nýfjárfest- ingu og atvinnusköpun er samstaða um kjarasamninga sem tryggi kjarabætur án kollsteypu og lækkun á verði lífsnauðsynja með vaxandi samkeppni á grandvelli GATT- samningsins. Alþýðuflokksmenn munu I þessari kosningabaráttu leggja áherslu á að flokkur sem skilar jafn miklum árangri við erfíð- ar aðstæður verðskuldi traust - fremur en þeir sem eingöngu þríf- ast á óánægju eða leitast við að véla til sín fylgi með fagurgala, gylliboðum og skrumi. Þessar kosningar munu snúast um atvinnuna og lífskjörin. Baráttu- mál Alþýðuflokksins á næsta kjör- tímabili verða m.a. þessi: Að byggja á nýfengnum stöðug- leika nýtt framfaraskeið í atvinnulíf- inu til þess að útrýma atvinnuleysi. Að nýta efnahagsbatann til þess að jafna lífskjörin í samvinnu ríkis- valds og verkalýðshreyfingar. Að vinna að samstöðu um aðildar- umsókn að Evrópusambandinu og tryggja þannig framtíðarhagsmuni þjóðarinnar á sviði atvinnu- og efna- hagsmála sem og öryggismála. Það mun einnig festa stöðugleikann í sessi til frambúðar með lækkun verðlags á lífsnauðsynjum. Að nýta kosti þess samstarfs við helstu markaðsþjóðir okkar til þess að laða erlent fjármagn og tækni- kunnáttu til samstarfs við íslenska aðila um uppbyggingu fjölbreyttara atvinnulífs. Að festa í sessi með afdráttar- lausum hætti lagaákvæðin um sam- eign þjóðarinnar á fískimiðunum og að tryggja þjóðinni sanngjarnan af- rakstur auðlindarinnar. Einnig verð- ur að koma í veg fyrir að forrétt- indaaðilar nái að kasta eign sinni á auðlindina eða nýta hana í einka- þágu með því að veðsetja hana í þágu eigin atvinnurekstrar. Að tryggja að við framkvæmd GATT-samninganna verði sann- gjamt tillit tekið til hagsmuna neyt- enda jafnt sem framleiðenda þannig að heilbrigð samkeppni leiði til lækkaðs vöruverðs innanlands. Að halda áfram endurskipulagn- ingu ríkisfjármála með það fyrir augum að draga úr ríkisútgjöldum um leið og velferðarkerfið er nýtt með markvissari hætti til tekjujöfn- unar með breyttri forgangsröðun útgjalda, sem dæmi um það verði megin áhersla lögð á aukin gæði skólastarfs og áætlunum um það fylgt eftir með auknum fjárveiting- um á forgangssviðum. 5. Hvaða stjómarmynstur telur þú æskilegast að kosningum loknum? Það stjórnarmynstur sem líkleg- ast er til að tryggja framgang þeirr- ar stefnu sem að framan er lýst. Jóhanna Sigurðardóttir, oddviti Þjóðvaka Atvinna, jöfn- uður, velferð í. ER UNNT að varð- veita efnahagslegan stöðugleika? Er ný þjóðarsátt nauðsynleg forsenda við núverandi aðstæður? Það er fyrst og fremst fyrir tilstuðlan launafólks að tekist hefur að tryggja efna- hagslegan stöðugleika og bætt rekstrarum- hverfi atvinnulífsins á umliðnum árum. Ár- angurinn sjáum við m.a. í lágri verðbólgu, vextir hafa lækkað, viðskiptajöfnuður er hagstæður og fyrirtækin hvert af öðru skila hagnaði og minnka skuldir sínar. Nú er boðað að botni efnahagslægðarinnar sé náð, efna- hagsbati sé framundan og að landsframleiðsla og þjóðartekjur muni aukast á næsta ári. Sá skuggi sem yfir þessu hvílir, er að þessi árangur hefur kostað miklar fómir Iaunafólks m.a. með gífurlegri skattatilfærslu frá launafólki til atvinnurekstrarins til að sporna gegn atvinnuleysi og með því að þrengt hefur verið að velferðarkerfinu. Því var það eins og blaut tuska framan í launafólk, að í síðustu fjárlögum ríkisstjórn- arinnar, þar sem boðuð er upp- sveifla og bati í efnahagslífinu, að skert er þjónusta, kjör og aðbúnað- ur aldraðra, fatlaðra og atvinnu- lausra og annarra sem höilum fæti standa í þjóðfélaginu, en stór- eigna- og hátekjufólki hlíft. Skattastefna ríkisstjórnarinnar sem endurspeglar skattaparadís fyrirtækja og fjármagnseigenda skal áfram standa, þrátt fyrir efna- hagsbatann, en skattaklyfjarnar áfram lagðar af fullum þunga á þá sem síst skyldi. í vaxandi sam- keppni við aðrar þjóðir er fjárfesting í mennt- un lykilatriði. En bat- inn er ekki nýttur til þeirrar nýsköpunar í atvinnulífinu sem fjár- festing í menntun er. Á sama tíma og þrengt er að heilbrigð- is- og menntakerfinu og aðbúnaði þeirra verst settu éra þeir sem peningana eiga í þjóðfélaginu áfram undir verndarvæng stjórnvalda. Það virðist bannorð á stjórnarheimilinu að skattleggja 160 milljarða peningalegar eignir hátekjufólks, sem margt er með 40-50 milljónir í skattfijálsum pen- ingalegum eignum, skattur er af- numinn af stóreignafólki með yfir 8 milljónir í tekjur og 20 milljón króna skuldlausar eignir, sem í ofanálag fá líka 500 króna raun- hækkun á persónuafslætti á næsta ári, en sú fjárhæð er það eina sem kemur uppúr skattapakka ríkis- stjórnarinnar til láglaunaheimil- anna. Það er vissulega eitt brýnasta verkefnið framundan að skapa þjóðarsátt um að varðveita stöðug- leikann, en um það verður aldrei friður, ef beita á þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðar í fjárlögum fyrir næsta ár og fram kemur einn- ig í skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna misbýður þjóðinni. Það telst hvorki stjórnlist né réttsýni að viðhalda stöðugleikanum með því að halda fjölda heimila í land- inu undir fátækramörkum í kjör- um, en viðhalda á sama tíma auð- söfnun á fárra manna hendur og misrétti í tekjuskiptingunni. Samhugur og samheldni mun ekki ríkja hér á landi, ef skipta á þjóðinni upp í tvær þjóðir og ekk- ert á að gera til að breyta skipt- ingu þjóðarkökunnar þrátt fyrir efnahagsbatann. Slíkt leiðir til upplausnar, ekki samstöðu, slíkt leiðir til stéttaskiptingar og sun- drungar meðal þjóðarinnar. Því er það forsendan fyrir áframhaldandi þjóðarsátt um að varðveita efna- hagslegan stöðugleika, að taka á misréttinu í eigna- og tekjuskipt- ingunni og jafna hér lífskjörin, eins og ný stjómmálahreyfing fólksins hefur boðað. 2. Er ísland að einangrast þegar litið er til þróunar Evrópumála og norr- ænnar samvinnu? Það er engin ástæða til að ótt- ast einangran þegar litið er til þró- unar Evrópumála eða norrænnar samvinnu. - íslendingar eiga að taka þátt í samfélagi þjóðanna á jafnréttisgrundvelli. Á grundvelli samninganna um EES og GATT þarf að halda áfram samningagerð við aðrar þjóðir og aðlaga EES samninginn breyttum aðstæðum en EES og GATT samningarnir um viðskipti og tollamál eru mjög mikilvægir fyrir atvinnu- og efna- hagsmál þjóðarinnar. Islendingar eru aðilar að flestum alþjóðasamtökum sem skipta máli fyrir okkur. Þar má nefna .SÞ og undirstofnanir þess eins og Al- þjóðavinnumálastofnunina og GATT, Norðurlandaráð, Atlants- hafsbandalagið, EES, Evrópuráð- ið, EFTA, OECD og Vestur-Evr- ópusambandið svo eitthvað sé nefnt. Framtíð íslendinga er fólgin í sjálfstæðri ákvarðanatöku sem byggir á réttlætis- og mannrétt- Jóhanna Sigurðardóttir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður þingflokks Samtaka um Kvennalista Kvennalistinn vill kjarajöfnun 1. AÐGERÐIR ríkis- stjórnarinnar til að viðhalda efnahagsleg- um stöðugleika era fyrst og fremst hugs- aðar fram til kosn- inga. Vöxtum er hald- ið niðri með handafli og með óheftri lána- fyrirgreiðslu til hús- næðiskerfísins. Halli ríkissjóðs á kjörtíma- bilinu stefnir í 45 millj- arða króna. Slík skuldasöfnun bætir ekki efnahagsástand- ið. Hin svokallaða þjóðarsátt var í raun það að almenningur í landinu tók á sig að ná niður verðbólgunni. Þær byrðar komu ekki jafnt niður á alla. Á þessum tíma hefur bilið milli ríkra og fátækra sífellt verið að breikka. Atvinnureksturinn verður að taka sinn hluta af þeim byrðum sem búið er að setja yfir á launafólk, ann- ars verður engin sátt um framvindu mála. Góð samvinna við verkalýðshreyfinguna ér forsenda þess að við- halda efnahagslegum stöðugleika. 2. íslendingar hafa alltaf haft góð sam- skipti við þjóðir Evr- ópusambandsins og vilja hafa það áfram sem_ og við aðrar þjóð- ir. ísland er ekki að einangrast í Evrópu frekar en önnur EFTA-lönd. Þar erum við á sama báti og Norðmenn og Svisslendingar. Það gleymist oft í umræðunni að Sviss valdi að standa utan hins Evrópska efna- hagssvæðis og enginn óttast þar efnahagslega einangrun þó þeir hafi ekki EES-samninginn. Við sitj- um uppi með þann samning og verðum því að gera eins gott úr j honum og mögulegt er. Æskilegast ; væri að breyta honum í tvíKliða samning, því hann er á margan ' hátt gallaður. Stærsti annmarki j EES-samningsins er að hann brýt- j ur í bága • við stjórnarskrána og I yfírbygging stofnana í tengslum við hann er of viðamikil. Hinar i Norðurlandaþjóðirnar stefndu á inngöngu í Evrópusambandið þeg- ar EES-samningurinn var gerður, það er ekki nýtilkomið. Norræn samvinna hlýtur óhjákvæmilega að breytast, en ég tel að sú samvinna sé mikilvægust á menningarsviðinu og í umhverfismálum, og þar gilda I engin tilbúin landamæri. 3. Jafn atkvæðisréttur getur verið með ýmsu móti. Alþingi í dag spegl- ar jafnvægi milli flokka á lands- vísu, eins og stefnt var að með síð- ustu breytingum á kosningalögun- Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.