Morgunblaðið - 31.12.1994, Page 8
8 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
þeirra og gildismat. Eitt einkenni
alþýðunnar á 19. öld var að hún
var menntuð. En hvers vegna ætli
það sé? Sigurður telur ástæðuna
m.a. felast í erfiðleikunum sem herj-
uðu á fólkið. Dauðinn var sífellt
nálægur og hjó oft stór skörð í fjöl-
skyldur. Hver hjón gátu gert ráð
fyrir því að missa eitthvað af böm-
um, ekki aðeins á fyrsta ári heldur
alveg fram undir fermingu. Sam-
kvæmt t.a.m. vitnisburði Indriða
Einarssonar, leikritaskálds, sem var
einn 15 systkina, hvarflaði varla
að honum að hann kæmist yfir
barnaveikisaldurinn og yrði 14 ára.
Einnig var, að sögn Sigurðar, fólki
beitt svo stíft til vinnu að lesturinn
var nánast eina dægrastyttingin.
Skýringin á hinu almenna læsi
gæti því legið í lönguninni til að
gleyma hversdagsáhyggjunum og
fá óskir sínar uppfylltar í heimi
bókmenntanna. Þar gátu menn ver-
ið hetjur og ranglát yfirvöld fengu
makleg málagjöld.
íslendingasögumar voru einmitt
slíkur heimur, enda má segja að
þær séu þráðurinn sem bindur hinar
íslensku aldir saman. Alþýðan las
íslendingasögunar, að mati Sigurð-
ar Gylfa, m.a. til að leita sér að
fýrirmyndum. Unga fólkið hugsaði
þegar það glímdi við erfiðleikana:
„Hvað myndi Gunnar á Hlíðarenda
'eða Egill Skallagrímsson gera?“
Hetjur Islendingasagnanna kenndu
fólki að taka því sem að höndum
bar með æðruleysi. Það var í raun
aðeins um tvennt að velja; að taka
á heiminum líkt og Bjartur í Sumar-
húsum, eða brotna og verða undir.
Alþýðan sótti því að öllum líkindum
styrk sinn í hetjur bókmenntana og
vonaðist eftir betri tíð.
Vitnisburður sjálfsævisagnanna
styður þetta og sýnir að skipta
hafi mátt íslendingum í tvo hópa:
Sjálfstæða einstaklinga sem létu
ekkert buga sig, hvorki dauða ann-
arra né erfiðar aðstæður og hins-
vegar einstaklinga sem bognuðu
undan oki hversdagsins og urðu
undirstéttin í landinu.
Er æskan ekki einkamál
hvers og eins?
í spumingaskránni er spurt um
heimanám barna, t.d. „A hvaða
aldri byijaðir þú að lesa og hvernig
fór kennslan fram?“ „Til hvaða ráða
var gripið ef börn slógu slöku við
lærdóminn?" „Lásu böm íslenskar
fornsögur á aldrinum 5-10 ára?“
„Telur þú að íslendingasögurnar
hafi haft áhrif á lífsviðhorf þitt sem
barn, hvernig komu áhrifin fram?“
Einnig er spurt um lestur þjóðsagna
og ævintýra, um bókakost á heimil-
inu o.s.frv.
En kemur okkur þetta nokkuð
við? Skiptir það máli hvaða dagblað
var keypt á heimilið, hvaða lög voru
sungin á æskuheimili svarenda eða
hvernig fataþvottur fór fram? Er
þetta ekki einkamál hvers og eins?
Sigurður Gylfi er ekki á því. Hann
er viss um að væntanlegir svarend-
ur spurningaskrárinnar séu sam-
mála því að ef við skiljum ekki fyr-
ritíðarmenn, getum við ekki heldur
skilið samtiðina og öðlast framtíð-
arsýn. Segja má að hann hafi sér-
stakar mætur á kynslóðinni sem
upplifði æsku sína á fyrsta fjórð-
ungi aldarinnar, því hún átti for-
eldra sem stóðu frammi fyrir vali.
Þetta val hafði aldrei áður staðið
til boða í íslandssögunni. Fólkið
stóð frammi fyrir knýjandi spurn-
ingu: Á ég að setjast að í heimahér-
aði eða á ég að flytja á mölina? Það
var m.ö.o. rót á þjóðinni vegna
þessa.
Lífsferilsrannsóknir
Sigurðar Gylfa
Spurningaskrá þjóðháttadeildar-
innar er víðfeðm og spurt er spurn-
inga sem einar og sér virðast lítjl-
vægar eins og „Hve oft þvoðu heim-
ilismenn sér um allan líkamann?"
„Kváðust börn og fullorðnir á?“ Eða
„Hvað leið langur tími frá andláti
til jarðarfarar?" En svörin við þeim
veita upplýsingar til að fylla upp í
stærri sögu og styðja eða ekki kenn-
ingar um alþýðusöguna. Sigurður
Gylfi fékk fyrst áhuga á þessari
sögu eftir að hafða skrifað ritgerð
um Rögnvald Olafsson, sem oft er
nefndur fyrsti íslenski arkitektinn.
Hann safnaði síðan efni í aðra rit-
Eg vil deyja líka. Ég vil deyja
líka.“ „Kannski þú fáir
það,“ anzaði móðir mín.
Annað sagði hún mér ekki
til huggunar," vitnaði sjálfsævisögu-
ritari á síðustu öld og annar skrifaði
að honum kæmi varla til hugar að
hann næði 14 ára aldri. Svona vitnis-
burðum safnar þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafnsins, en á hennar vegum
er nú verið að senda út spurninga-
skrá um líf og dauða æskunnar í
dreifbýli og þéttbýli á 20. öld.
„Telur þú að dauði nákominna
ættingja hafi haft umtalsverð áhrif
á lyndiseinkunn þína? Fannst þér
sem þú stæðir eftir ein(n) eða þótti
þér mótlætið styrkja þig?“ Þessi
spurning er ein af 110 sem þjóð-
háttadeildin er að senda út til 500
einstaklinga sem eru 70 ára og eldri.
Markmiðið er að afla heimilda um
hversdagslíf frá bernsku og æsku-
dögum þessa fólks sem valið er úr
þjóðskránni. Þjóðháttadeildin hefur
í 30 ár sent út spurningalista um
ýmiskonar efni en heimildamenn
hafa aldrei áður verið valdir með
slembiúrtaki úr þjóðskránni. Krist-
ján Eldjám forseti hóf þetta starf
og nú eru til um 200 þúsund skrifað-
ar síður frá svarendum um ólíkleg-
ustu hluti, m.a. huldufólk. En hver
ætli sé tilgangurinn með að afla nú
heimiida um hversdagslífið á fyrsta
fjórðungi 20. aldar?
Fyrsti fjórðungur aldarinnar er
afar merkilegur vegna breytinganna
sem urðu á íslensku þjóðfélagi og
þeir sem eru 70 ára og eldri sitja
uppi með reynslu sem innan við 10
prósent af þjóðinni hafa lifandi vitn-
eskju um. En það er líka annað sem
hangir á spýtunni: Mikið hefur verið
fjallað um stjórnmála- og hagsögu
og sögu ýmissra stofnana þjóðfé-
lagsins, en það vantar bækur um
alþýðufólkið og hversdagslífið.
Hvemig upplifði fólk stofnanir eins
og kirkjuna, hvernig hugsaði það og
hvaða langanir bærðust með því?
Hvemig brást það við umskiptum
eins og að flytja á mölina? Hvernig
höfðu sögulegir atburðir áhrif á lífs-
feril þeirra? Þetta eru spurningar
sem avonefndir félagssagnfræðingar
hafa áhuga á að leita svara við.
Er eitthvað að marka
sjálfsævisögur?
Sigurður Gylfi Magnússon er fé-
lagssögumaður og nýútskrifaður
doktor frá Pittsburg í Bandaríkjun-
um. Fræðasvið hans er alþýðumenn-
ingin á íslandi á 19. og 20. öld. Það
kom því í hans hlut að semja spurn-
ingaskrána um hversdagslífið fyrir
þjóðháttadeildina. Svarendur eru
beðnir um að rifja upp bernsku sína
og eru minningamar flokkaðar í
átta hluta; ytri aðstæður, heilsufar,
vinnu bama á aldrinum fimm til tíu
ára, heimanám barna, menntun og
vinnu 10 til 14 ára bama, ferming-
una, árin eftir ferminguna, dauðann
og daglegt líf.
Það má velta því fyrir sér hvort
fólk á efri ámm geti rifjað upp
raunsanna mynd af æsku sinni. Sig-
urður Gylfi telur svo vera. Hann
telur að einstaklingar geri upp líf-
skeið sín með reglulegu millibili og
geymi síðan þetta uppgjör í minn-
ingunni. Kynslóðin sem upplifði
fyrsta ijórðung aldarinnar hefur
fyrir löngu fest æsku sína í minni
með slíku uppgjöri og svör þeirra
muni því gefa góða mynd af henni.
Sigurður Gylfi hefur á undanförn-
um árum verið að rannsaka sjálfsæ-
visöguritun, en hún felst í því að
einstaklingur tekur sig til og skrifar
ævisögu sína sjálfur. Sjálfsævisögu-
ritari skrifar einfaldlega það sem
hann telur vega þyngst í lífi sínu,
óháð því hvað aðrir telja. Ævisögur
á hinn bóginn sem eru skrifaðar af
utanaðkomandi aðila em verk
tveggja manna. Sigurður segist
hafa greint hundruð sjálfsævisagna
niður í einstök lífsþrep þeirra sem
þær skrifa. Hann ber þær svo sam-
an við þær breytingar sem eiga sér
stað í þjóðfélaginu á sama tíma.
Einnig er hægt að bera saman sjálf-
sævisögur þéttbýlisfólks og dreif-
býlisfólks.
Engin bylting á hugsunarhætti
Ein af uppgötvunum Sigurður
er að það hefur ekki verið eins
mikill munur á hugsun og hátterni
Dauðinn og
daglegt líf
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins
hefur sent út spurningaskrá til 500
einstaklinga, sem eru 70 ára og eldri,
um líf og dauða æskunnar í dreif-
býli og þéttbýli á 20. öld. Markmiðið
er að afla heimilda um hversdagslíf
frá bernsku og æskudögum þessa
fólks. Gunnar Hersveinn kynnti sér
málið og ræddi meðal annars við dr.
Sigurður Gylfa Magnússon og Árna
Bj örnsson þjóðháttafræðing.
SIGURÐUR Gylfi Magnússon
dreifbýlis- og þéttbýlisfólks og
menn hafi viljað vera láta. Hann
telur að menningarlegur styrkur
bændasamfélagsins hafi einnig gert
vistaskipti fólks úr sveit í bæ auð-
veld. Þau vom vandalítil vegna þess
að breytingarnar sem urðu á 20.
öld kröfðust ekki afgerandi um-
skipta í hugsun fólks. Hann segir
að íslenskir sagnfræðingar hafi lagt
of mikla áherslu á fábreytileika og
efnahagslegan einfaldleika bænda-
samfélagsins á 19. öld og á stórstíg-
ar framfarir á 20. öld. Það varð
engin bylting á hugsunarhætti í
upphafi 20. aldar, m.a. vegna þess
að alþýðumenningin var ekki háð
efnahagslegum breytingum. Fólk
hugsaði áfram á svipuðum nótum
þrátt fyrir alla nýju togarana.
Sigurður hefur komist að þessari
niðurstöðu með því að rýna í hug-
arfarssöguna, en það er gert með
því að lesa vitnisburði einstaklinga
um skoðanir sínar, hegðun og til-
fínningar. Þessi vitnisburður glatast
ef hann er ekki skráður í sjálfsævi-
sögur, dagbækur og persónuleg
bréf. Svörin við spurningaskrá þjóð-
háttadeildar geta því orðið framtíð-
inni fjársjóður, mikilsverð heimild
til að skilja og draga réttar ályktan-
ir um kynslóðina sem ólst upp á
þessum merkilega fjórðungi.
Hvers vegna las alþýðan
Islendingasögnrnar?
Saga alþýðunnar hefur verið van-
metin á íslandi og saga valdhafanna
ofmetin, því eins og valdamenn
höfðu áhrif á fólkið, hafði fólkið
áhrif á valdamennina, heimsmynd