Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER1994 B 9 BÖRN með gullin sín. UNGT barn í þvottabala, e.t.v. á milli 1910 og 1920. BLAÐSÖLUSTRÁKUR við Reykjavíkurliöfn um 1930. KONUR og stúlkur að störfum. Þær kemba, spinna og ptjóna. DRENGUR við vinnu. Hann breiðir mó á þurrkvöll. gerð og fór inn í eitt af þeim húsum sem Rögnvaldur teiknaði og reyndi að grafast fyrir um hvernig fólkið sem þar bjó lifði lífinu. Húsið var Skólabrú 2, en þar er nú skjala- og bókasafn Alþingis. Sigurður hélt svo verkinu áfram og í bók sinni „Lífshættir í Reykja- vík 1930-1940“ bregður hann upp mynd af fimm fjölskyldum; tveimur velmegandi, tveimur vel bjargálna og einni sem lifði við örbirgð — en segja má að þeim hafí ekki verið fisjað saman sem ólust upp við slík kjör og komust heilu og höldnu gegnum baráttuna. Ahugi Sigurðar á hversdagslífinu viðhélst, því eftir MA-gráðu í sagn- fræði tók hann að viða að sér efni í doktorsritgerðina með lestri sjálf- sævisagna og annarra persónulegra heimilda. Rannsóknaraðferð hans felst í því að skoða lífsferil einstakl- inganna og sjá hvernig þeir breyt- ast á mismunandi aldursskeiðum — og hafa sjálfir áhrif á sinn eigin þroska. Skuggi æskuáranna Það er greinilegt að Sigurður hefur áhuga á dauðanum. Ástæðan fyrir því er að dauðinn var hluti af daglegri hugsun fólks og miklu nær því andlega en nú tíðkast. Dauðinn var oftlega miðdepill lífsins. Sigurð- ur spyr 24 spurninga í skránni um dauðann og margar þeirra innihalda nokkrar smærri spurningar. Ungbarnadauði á seinni hluta 19. aldar var þungur kross fyrir marg- an manninn að bera að sögn Sigurð- ar og hafa sjálfsævisöguritarar fjallað um reynslu sína þegar þeir á unga aldri horfðu upp á dauðann hrifsa til sín bræður þeirra og syst- ur, og óttann sem slíkir atburðir bærðu í bijósti fólks. Dauðinn hafði því mikil áhrif á viðhorf fólks til lífsins og hvernig það upplifði sjálft sig. Sigurður nefnir vitnisburð Guð- rúnar Guðmundsdóttur því til sönn- unar. Hún var ein 10 systkina, en 5 þeirra dóu á unga aldri. Frásögn hennar hefst heima, eða þegar hún Fjársjóður þjóðhátta- deildar ARNI Björnsson, þjóðháttafræðingur, er forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns. Hann segir að uppruna deildarinnar megi rekja til þess að mönnum hafi smám saman orðið Ijóst að ekki væri nóg að safna hlutum á Þjóðmii\jasafnið og hafa þá til sýnis. Það þyrfti líka að vera hægt að útskýra hvernig þeir höfðu verið notaðir og besta leiðin til að komast að því væri að spyrja gamalt fólk. Á 100 ára afmæli Þjóðminjasafnsins árið 1963 fékk það þjóðháttadeildina í afmælisgjöf frá ríkis- stjórninni og síðan hefur átt sér stað skipuleg söfnun heimilda um þjóðhætti á íslandi. Frá stofn- un deildarinnar hafa 86 spurningalistar um lýsing- ar á lífsháttum, venjum og vinnubrögðum verið sendir út. Sem dæmi má nefna að í einni skránni er spurt um trú fólks á skapgerðareiginleikum manna eft- ir útliti: enni, augum, eyrum, nefi og spékoppum. Þar er einnig spurt um vörtur og trú á þeini og ráð til að losna við þær. Spurt er jafnvel um ráð við hiksta, hnerra og geispa. I annarri er spurt um máltíðavenjur, fjölda máltíða og hvað var haft í hvert mál. í þeirri þriðju um gestrisni o.s.frv. Þannig hefur á 30 árum safnast saman fjársjóð- ur vitnisburða í hirslur þjóðháttadeildarinnar um hugsun og hátterni horfinna kynslóða. Tvær BA-ritgerðir, ein magisters-ritgerð og tvær dokt- orsritgerðir hafa verið unnar upp úr þessum gögnum. Árni segir að það kosti oft töluverða fyrirhöfn ÁRNI Björnsson að afla góðra heimildamanna. Hann segir það oft einkenna áreiðanlegasta fólkið að það telji sig ekki hafa neitt að segja nema það sem allir viti. Aðrir óttist um minni sitt, en það er oft á mis- skilningi byggt, því æskuminningarnar geti verið kristaltærar þótt skammtímaminnið sé brigðult. Það getur stundum verið nokkurt vandamál að ná til heimildamanna sem af ýmsum ástæðum eiga bágt með að tjá sig skriflega, að sögn Árna. En í tilefni af ári aldraðra 1982 tókst að fá fjár- veitingu frá heilbrigðismálaráðuneyti í 5 ár og var hún notuð til að spyrja fólk á dvalarheimilum víðsvegar um landið um daglegt líf í bernsku þeirra. Árni segir að þessi viðtöl hafi tekist sérlega vel og vildi hann gjarnan láta halda þeim áfram ef fjárveiting fengist á ný. Viðtölin voru sem sál- ræn styrking og upplyfting fyrir aldraða. Segja má að þau hafi eflt sjálfsvirðingu þeirra, en það er einmitt í samræmi við markmið umönnunar á dvalarheimilum. Alls var rætt við 1.200 vistmenn og ítarleg viðtöl tekin við um 600. Það var einnig eftirtektarvert að stúdentarnir sem unnu að viðtölunum öðluðust nýja sýn á þau Iífskjör og lifnaðarhætti, sem eldri kynslóðir höfðu búið við og unglingum nútímans þykja oft harla ótrúlegir. Það má því segja að þetta hafi breytt viðhorfi margra þeirra til aldraðra. Arni segir spennandi að sjá hvernig til takist með nýju skrána um hversdagsleika barna fyrr á öldinni, því aldrei áður hafi heimildamenn þjóð- háttadeildar verið valdir með slembiúrtaki úr þjóðskránni. heldur á yngsta systkini sínu og Bergur, 8 ára gamall bróðir henn- ar, verður snögglega bráðkvaddur í rúmi sínu. Eftir að hafa áttað sig á hvað hafði gerst féll hún algjör- lega saman: Ég æddi um gólfið með barnið í fanginu og staglaðist kjökrandi á því sama upp aftur og aftur: „Ég vil deyja líka. Ég vil deyja líka.“ „Kannski þú fáir það,“ anzaði móðir mín. Ánnað sagði hún mér ekki til huggunar. Síðan var sent eftir föður mínum og Bergur lagður til. Ekki sá ég foreldra mina gráta, og sjálf grét ég ekki lengur. Að þessu loknu fóru foreldrar mínir að sá í kálgarðinn, en ég skilin eftir með barnið inni hjá lík- inu. Þessi litli vitnisburður hefur gildi og segir mikla sögu. Hann vekur líka upp margar spurningar og jafn- vel kenningar. Sigurður nefnir að komið hafí fram tilgáta um að hinn mikli barnadauði hafi orðið því vald- andi að fólk hikaði við að bindast börnum sínum sterkum tilfinninga- böndum. Hann er ekki sammála því og getur ekki séð stuðning við þessa tilgátu í þeim heimildum sem hann hefur skoðað. Hann leggur áherslu á að þrátt fyrir harða lífsbaráttu hafi foreldrar sýnt ákveðna um- hyggju. HoII og góð sjálfsævisöguritun Hvert smáatriði í svona vitnis- burði getur verið nokkurs virði, en Sigurður Gylfi telur það einnig hverjum manni hollt og gott að rita vitnisburði. Sjálfsævisöguritun hjálpar fólki að gera upp lífsþrep sín og það upplifir jafnvel sjálft sig upp á nýtt. Ritunin hefur líka þann kost að vera skemmtileg. Þeir sem lentu í slembiúrtakinu fá spurningaskrána senda, en Sig- urður hvetur aðra sem hafa áhuga á henni að hafa samband við þjóð- háttadeildina. Eina skilyrðið er að vera orðinn 70 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.