Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 12
12 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ásdís Stefánsdóttir fór í hjarta- og
lungnaaðgerð í Gautaborg
Heilsan stærsti
lottóvinningurinn
Morgunblaðið/Jón Trausti Guðjónsson.
GOÐINN lá í briminu 150 m frá ströndinni og utar en Bergvíkin og gengu 8-9 m öldur yfir stýris-
húsið sem upp úr stóð, þar sem mennirnir sex höfðu bundið sig.
Omar Sigtryggsson bjargaðist ásamt 5 félögum sínum af Goðanum
Vemdarhönd í Vöðlavík
EINN stærsti atburður ársins var
björgunarafrekið í Vöðlavík,
þegar þyrlusveit vamarliðsins tókst
að bjarga sex skipveijum af Goðanum,
sem höfðu þá í meira en níu klukku-
stundir beðið bundnir við leifamar af
brúnni í sjógangi og kolvitlausu veðri.
Þá hafði einn skipveija tekið út. Að-
stæður vom ógnvænlegar. Vegna veð-
urs og annarra aðstæðna var ekki
hægt að bjarga mönnum af sjó eða
landi og máttu þyrlur vamarliðsins
ekki koma andartaki síðar.
Einn skipveija, Ómar Sigtryggs-
son, sagði í símtali við blaðið að þama
hefði æðri máttur verið yfir þeim.
Hann tryði því að allt væri fyrirfram
ákveðið. Sjálfur var hann á vakt í
brúnni með Geir heitnum Jónssyni,
sem tók út með öðru brotinu.
Þegar fyrsta brotið reið yfír fór
hann niður til að ræsa skipveija.
Skipstjórinn, Kristján Sveinsson, fór
strax upp í brú. Þá kom annað brot-
ið, braut hurðir og hreinsaði allt.
Kristján stóð á stjómborða, en brotið
kom á bakborða, opnaði stýrishúsið
eins og sardínudós og sleit Geir af
stýrinu og var hann þó enginn auk-
visi. Feigum verður ekki forðað, eins
og Ómar segir. Geir var með þeim í
þessari einu ferð, annars var hann á
Bylgju frá Vestmannaeyjum. Sjálfur
var Ómar niðri þegar seinna brotið
reið jrfir. Allt myrkvaðist og hann
hafði náð í vasaljós og farið niður í
vél með Niels. „Það var heppni yfir
okkur Nielsi þegar hann sló á stjóm-
borða, því þá kom gusa á ásrafalinn
og hann sprakk í tætlur en engin
brot lentu í okkur. En við komumst
ekki aftur upp stigann. Þá lagðist
hann á bak og við komumst upp. Það
var mikið lán,“ segir Ómar. Þetta er
í íjórða skiptið sem vemdarhendi er
yfir honum. Brot skall yfír Þormóð
goða við Hvarf er hann var 14 ára,
í annað skipti fór hann út með troll-
inu á Pétri Halldórssyni og inn aftur,
á Vailanesinu GK tók hann út með
færinu á drekanum og gat skorið það
frá sér og enn bjargaðist hann.
„Æðri máttarvöld héldu þarna yfir
okkur verndarhendi," áréttar hann.
Það hefði ekki verið sú ró og jafnaðar-
geð yfir okkur allan tímann án þeirr-
ar handieiðslu. Ifyrst gátum við hafst
við í herbergi skipstjórans, en þegar
fór að fylla sagði hann að við skyldum
fara út og þar hlekkjuðum við okkur.
Kristján er einhver albesti maður sem
ég hefi verið með til sjós, svo klár
og pottþéttur í öllu. Alltaf rólegur og
svo góður mórall með honum. Það
var þama í alla þessa níu tíma.“
Ómar segir að þeir hafí aldrei misst
vonina, þótt ýmsar hugsanir fljúgi
um hugann. „Veðrið var svo vitlaust
að maður efaðist um að þyrla kæmist
á staðinn. Þar til þeir í landi gáfu
okkur merki með því að veifa hand-
leggjunum eins og þyrluspöðum, en
það gerðu þeir ekki fyrr en þeir voru
vissir um að stóru bandarísku þyrlurn-
ar vom að koma. Og bandarísku
þyrlumennimir leystu björgunina af
hendi af ótrúlegri list miðað við hve
veðrið var bijálað," segir hann.
Eftir að búið var að hífa þá tvo
og tvo upp og selflytja í land, reyndi
önnur þyrlan að fara með Ómar og
Niels undir læknishendur og tókst að
lenda við sjúkrahúsið á Norðfirði.
Ómar kveðst vera með sykursýki og
þar sem hann fékk engan morgun-
verð náði hann heldur aldrei að
sprauta sig. Því sótti svo á hann höfgi
þarna á brúnni. Hann hafði líka farið
i hjartaaðgerð í hitteðfyrra og raunar
Kristján skipstjóri líka. En honum
varð ekki meint af, nema hvað hann
missti sex kíló, sem hann segir hina
skjótvirkustu megmnaraðferð.
Ómar kveðst hafa farið á sjóinn
síðan, á varðskipið Óðip, en hefur líka
verið á vinnuvélum. „Eg stefni á sjó-
inn,“ sagði hann ákveðið. Bætir við
að gott hafí verið um jólin heima hjá
litlu dótturdótturinni og dótturinni,
sem búa hjá honum. Móðir hennar
er látin, svo þær hefðu mikið misst
ef hann hefði ekki komið aftur.
AÐ FÁ heilsuna er stærsti lottó-
vinningur sem hægt er að fá,“
segir Ásdís Stefánsdóttir úr Garðin-
um. Hún hafði beðið í meira en fimm
ár eftir nýju hjarta og lungum þegar
kallið barst frá Sahlgrenska-sjúkra-
húsinu í Gautaborg snemma að
morgni 9. september.
Ásdís er fædd með hjartagalla og
hafði hann haft þau áhrif á lungun
að skipta þurfti um bæði líffærin.
Fyrstu þijú árin beið Ásdís eftir líf-
fæmm frá Bretlandi en hún og eigin-
maður hennar Sveinbjörn Reynisson
höfðu beðið eftir líffærum í gegnum
Sahlgrenska-sjúkrahúsið í Gauta-
borg í rúm tvö ár morguninn örlaga-
ríka þegar hringt var frá sjúkrahús-
inu. Ásdís segir að hringt hafí verið
fyrir klukkan átta um morguninn og
þau Sveinbjörn hafi verið í fasta-
svefni á heimili sínu í Gautaborg.
Eftir hana fór hröð atburðarás af
stað. Áður en varði var aðgerðin
hafin og um klukkan eitt var Svein-
birni tilkynnt að hún hefði gengið
vel. Einni og hálfri klukkustund síðar
var Ásdís komin niður á gjörgæslu-
deild.
„Ég var ótrúlega heppin“
„Eg fór svo að vakna þegar ég
var tekin úr öndunarvélinni um
klukkan hálfsjö um kvöldið," segir
Ásdís. Hún segist hins vegar ekki
muna mikið eftir legunni á gjör-
gæsludeildinni. „Ég var mikið deyfð
og eiginlega hálfdópuð. Maður man
svona óljóst eftir einum og einum
punkti. Áuðvitað man ég að Svenni
var þarna. Svo kom systir mín og
maðurinn hennar,“ segir hún.
Eftir fyrstu vikuna tók við hrað-
stígur bati. „Ég var alveg órúlega
heppin með hvað allt gekk vel,“ seg-
ir Ásdís. „Nú þegar er ég farinn að
ganga dálítið. Við göngum hérna upp
á hæðirnar og förum niður í bæ.
Áður var ég alltaf í hjólastjól," bæt-
ir hún við. En bíður hún eftir að
gera eitthvað sérstakt sem henni var
ekki kleift áður. „Ég veit ekki hvort
það er eitthvað sérstakt en ég gat
til að mynda aldrei gengið um og
skoðað náttúruna almennilega. Nú á
ég það allt eftir. Reyndar á ég eftir
að prófa svo margt og ég nefni sem
dæmi að fara á skíði. Ég fékk líka
badmintonspaða í jólagjöf.“
Lýðveldisafmæli á íslandi
Litarháttur Ásdísar er ekki lengur
með bláleitum blæ. Hún stundaði
æfingar fimm sinnum í viku fyrir jól
og verður þijá'daga í viku í regluleg-
um æfíngum eftir jól. Hina virku
dagana tvo er mælt með útivist og
göngu. Ásdís og Sveinbjörn halda
þslensk jól í Gautaborg og segist
Ásdís búast við að þau flytjist aftur
til íslands þegar mesta hættutímabil-
ið, tæpt ár, er liðið eða með farfugl-
unum í vor eða sumar. Hún segir
að árið 1994 eigi eflaust eftir að
standa uppúr í minningunni alla ævi
vegna aðgerðarinnar. Engu að síður
nefnir hún að Islandsheimsókn í til-
efni af 50 ára afmæli lýðveldisins
hafi líka verið minnisstæð. Hún ger-
ir heldur ekki mikið úr því að þau
hjónin hafí ekki komist á aðalhátíðar-
svæðið fyrr en að verða níu um kvöld-
ið. Þau hafí bara hlustað á dag-
skrána í útvarpinu í bílnum á leiðinni.
Morgunblaðið/Stefanía Eyjólfsdóttir
SVEINBJÖRN og Ásdís í Gautaborg nú í haust.
Utsalan hefst þribjudaginn
3. janúar kl. 9.00
—VEridÍstÍlUlL_
0
v/Laugalæk, sími 33755