Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 26

Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 26
26 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ og flutningaskipum á þessu ári og tæpum 3 þús. tonnum hafi verið landað af erlendum fiskiskipum í eigu íslendinga. Þrátt fyrir þennan innflutning á hráefni dugar það engan veginn til að mæta þeirri miklu skerðingu sem orðið hefur í þorskveiðum á þessu ári. Undan- farið hefur orðið vart nokkurrar tregðu hjá rússneskum útgerðum að selja okkur þorsk til vinnslu hér á landi. Því verður vart trúað að Norðmenn standi á bak við þessar viðskiptaþvinganir þrátt fyrir deil- una um veiðar Islendinga í Barents- hafi. Innflutt hráefni, einkum þorskur, er farið að skipta verulegu máli fyrir íslenska fiskvinnslu, en hátt hráefnishlutfall oft á tíðum skapar ekki nægilega framlegð fyr- ir vinnsluna. Hlutur innlendrar fiskvinnslu í ráðstöfun botnfiskaf- lans hefur lækkað undanfarinn ára- tug. Fyrst í stað varð útflutningur á ísfiski í gámum þess valdandi en síðar komu frystitogararnir til sög- unnar. Á þessu ári hefur orðið ánægjuleg breyting í þessum efn- um. Frystitogarar hafa í stóraukn- um mæli sótt í úthafsveiðar og stefnir í að um helmingur af afla þeirra á þessu ári verði utan físk- veiðilögsögunnar. Þá hefur enn dregið úr útflutningi á óunnum fiski, einkum þorski, og er nú svo komið að eingöngu um 2% af þorsk- aflanum fari út með gámum og siglingum fiskiskipa. Samdráttur í botnfiskafla á undanförnum árum kemur fyrst og fremst fram í minni þorskafla, sem hefur minnkað um rúm 200 þúsund tonn á sjö árum. Það er því mjög sláandi að mest skuli hafa dregið úr þorskafla milli áranna 1993 og 1994 eða um 80 þúsund tonn skv. upplýsingum Fiskifélags íslands. Þessar tölur undirstrika vandann, þó svo að rúmlega 30 þúsund tonn hafi veiðst af þorski í Smugunni og aukning hafi orðið á innfluttum þorski til vínnslu hér á landi. Sem fyrr eru hráefniskaup langstærsti útgjalda- liður fiskvinnslunnar og hefur mest áhrif á það hvernig til tekst um reksturinn hveiju sinni. Lækkun skulda og fjármagnskostnaðar íslenskur sjávarútvegur skuldar tæplega 110 milljarða nú um ára- mótin ef tekið er mið af útreikning- um Hagdeildar Seðlabanka íslands. Heildarskuldir hafa staðið í stað en mjög hefur dregið úr fjárfesting- um í sjávarútvegi á þessu ári. Mörg fyrirtæki hafa notfært sér afkomu- batann til lækkunar skulda. Einnig skiptir samsetning skulda eftir er- léndum myntum miklu máli vegna þess að þrátt fyrir óbreytt meðal- gengi krónunnar á þessu ári hefur verðgildi einstakra mynta, svo sem bandaríkjadollars, breyst töluvert á árinu og hefur það leitt til lækkun- ar erlendra skulda í sjávarútvegi. Tæp 60% af skuldum sjávarútvegs- ins eru í erlendum myntum og rúm- lega 40% í ísl. krónum. Þá hefur vaxtaþróum innanlands verið hag- stæð á árinu og hafa þær aðgerðir sem gripið var til í vaxtamálum fyrir rúmu ári skilað verulegum árangri í lækkun vaxta fyrir fólk og fyrirtæki. Samtök fiskvinnslu- stöðva hafa metið áhrif innlendrar vaxtalækkunar á afkomu sjávarút- vegsins í heild á um 1.000 milljón- ir króna á þessu ári. En það voru ekki eingöngu vaxtalækkanir í bankakerfinu á þessu ári. Nokkrir bankar og sparisjóðir hafa tekið upp nýja kjörvaxtaflokkun á af- urðalánum til fiskvinnslunnar. Nú er það ekki óeðlilegt að bankastofn- anir leggi misjafnt mat á fyrirtæki með hliðsjón af eiginfjárstöðu og sölukerfi þeirra á afurðum. Þessar breytingar hafa orðið til þess að afurðalánavextir til fískvinnslunn- an hafa hækkað. Er slíkt með öllu óþolandi. Kjarasamningar og útlitið framundan Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út nú um ára- mótin. Viðræður við Verkamanna- sambandið, um sérmál fiskvinnsl- unnar, hófust í nóvember sl. Eink- um hefur verið fjallað um kaup- tryggingasamninga í fiskvinnslu og starfsfræðslu í greininni. Mörg fiskvinnslufyrirtæki eiga erfitt með að halda uppi samfelldri vinnslu vegna samdráttar í þorskafla und- anfarin ár. Þó að nokkur þeirra hafi reynt að brúa bilið að nokkru með kaupum á innfluttu hráefni dugar það ekki til. Þeir kjarasamn- ingar sem framundan eru verða án efa mjög erfiðir viðfangs. Nokkrar væntingar eru uppi í þjóðfélaginu og umræðan um að botninum sé náð, og framundan bjartari tíð, gerir eftirleikinn ekki auðveldari. Flestir vilja sjá áframhaldandi stöð- ugleika með lítilli verðbólgu, lágum vöxtum og minnkandi atvinnuleysi. En á sama tíma eru uppi kröfur um miklar launahækkanir hjá sum- um hópum og virðast þeir gefa lít- ið fyrir stöðugleika undanfarinna ára. Launakjör eru mjög misjöfn hér á landi eins og víðast annar- staðar. Hækkanir á lægstu launum, án þess að þær hafi áhrif upp launastigann, er leið sem margir vilja sjá en mjög erfitt verður að ná sátt um nú, þó svo það hafi að nokkru tekist í síðustu kjarasamn- ingum. Kjarasamningar á almenn- um vinnumarkaði eiga að marka launastefnuna, en ekki einstaka samningar ríkisvaldsins við ýmsa starfshópa í þjónustu þess. Umdeild lög um Þróunarsjóð sjávarútvegsins tóku gildi á miðju þessu ári. Þar er m.a. gert ráð fyr- ir að innheimta þróunarsjóðsgjald af fiskvinnsluhúsum frá ársbyijun 1995. Þá er heimildarákvæði um úreldingu á fiskvinnsluhúsum, enda stuðli slíkt að aukinni hagkvæmni í greininni. Nokkrar umsóknir og fyrirspurnir hafa borist um úreld- ingu fiskvinnsluhúsa. Stjórn sjóðs- ins hefur enn ekki mótað vinnuregl- ur en þess er að vænta að þær liggi fyrir á næstunni. Umræðan um tengsl Islands og Evrópusambands- ins náði hámarki nú í haust er kom að þjóðaratkvæðagreiðslum í EFTA-ríkjunum sem sóttu um inn- göngu í ESB. Það var eins og EES-samningurinn væri alveg gleymdur hjá ýmsum aðilum hér á landi. Þá var ruglað saman okkar eigin bönnum við eignaraðild út- lendinga í veiðum og frumvinnslu í íslenskum sjávarútvegi og tengsl- um okkar við ESB. Þetta eru tvö sjálfstæð mál og þrátt fyrir að Samtök fiskvinnslustöðva hafi ályktað gegn ESB aðild þá styðja þau breytingar á löggjöf um er- lenda fjárfestingu í íslenskum sjáv- arútvegi. Aðlaga þarf lögin þeim raunveruleika sem við búum við eftir að almenningshlutafélög með mjög dreifðri eignaraðild hafa risið upp í sjávarútvegi og verði tak- mörkuð, óbein eignaraðild erlendra aðila heimil í slíkum tilvikum. Framtíð EES-samningsins er nú trygg og er mjög mikilvægt að þau tollfríðindi sem áunnist hafa glatist ekki við inngöngu Svíþjóðar, Finn- lands og Austurríkis í ESB. Þá skulum við vona að Alþingi stað- festi GATT-samninginn um fijáls- ari heimsviðskipti nú fyrir áramót- in. Nú um áramótin er nokkur óvissa um sjávaraflann og afkom- una á næstu misserum. Nær engin loðnuveiði á haustvertíðinni setur kvíða að mörgum um framhald veiðanna í vetur. Loðnuveiðar og vinnsla á síðustu vetrarvertíð, ekki síst loðnufrysting, eiga stóran þátt í bættri afkomu margra fyrirtækja á þessu ári. Þar fóru saman mikil framleiðsla og hátt afurðaverð. Hefðbundnar botnfiskveiðar og vinnsla hafa verið rekin með um- talsverðum halla og vegur þar þyngst samdráttur í þorskafla. Það er vandséð hvernig fyrirtæki sem byggja afkomu sína nær eingöngu á þorskinum komist í gegnum þá erfiðleika. Þrátt fyrir þessa óvissu hefur margt jákvætt verið að ger- ast í íslenskum sjávarútvegi á und- anförnum misserum sem fær mann til þess að leyfa sér örlitla bjart- sýni um afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja á árinu 1995. Að lokum sendi ég öllum sem starfa við sjávarútveg, og lands- mönnum öllum, bestu nýjárskveðj- ur. , , Einar Sveinsson, formaður Verslunarráðs íslands Tímamót á árinu 1995 VIÐ UPPHAF ársins sem nú er senn á enda, lét ég í ljós þá von að á árinu 1994 yrði vörn snúið í sókn í íslensku efnhagslífi. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Verð- bólga er vart mælanleg, útflutning- ur þjóðarinnar hefur aukist, við- skiptajöfnuður er jákvæður og tek- ist hefur að halda vöxtum niðri. Þetta, ásamt því að skattaumhverfi og löggjöf er vinsamlegra atvinnu- rekstri en áður, hefur gert það að verkum að atvinnulífið er byijað að rétta sig við eftir nokkurra ára lægð. Flestar hagstærðir hafa þannig þróast í rétta átt, ef undan er skil- inn rekstur ríkissjóðs. Fjárlagahall- inn á næsta ári er áætlaður um 8 milljarðar, sem er litlu lægri upphæð heldur en á síðasta ári. Á síðustu 10 árum hefur samanlagður halli verið um 80 milljarðar á núgildandi verðlagi. Skuldasöfnun hins opin- bera hefur verið veruleg og um tí- undi hluti ríkisútgjalda fer í að greiða vexti af skuldum hins opin- bera. Þetta er svipuð fjárhæð og nemur kostnaði við rekstur skóla- kerfisins. Á aðalfundi Verslun- arráðsins í febrúar síðastliðnum var fjallað um „raunhæfan niðurskurð ríkisútgjalda“. Þar voru kynntar til- lögur vinnuhópa, skipuðum stjórn- endum úr atvinnulífinu, um 12 millj- arða niðurskurð ríkisútgjalda. Halli ríkissjóðs er áhyggjuefni fyrir at- vinnulífið, enda spennir hann upp vexti og gerir nýja sókn í atvinnu- málum erfíðari. Háir vextir eru m.a. orsök þess að fjárfesting hérlendis hefur dregist verulega saman. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að hag- vöxtur og atvinnutækifæri framtíð- arinnar eiga að vaxa af fjárfestingu nútíðarinnar. Ef umskipti verða ekki í þessu efni, verður þjóðin að horf- ast í augu við viðvarandi atvinnu- leysi. Á árinu 1995 verður að tryggja þann stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum og einnig verður að draga úr ríkisútgjöldum. Fram- undan eru bæði kjarasamningar og þingkosningar og hvoru tveggja getur ógnað þessum markmiðum. ðábyrgir kjarasamningar og eyðslu- samir stjórnmálamenn gætu á skömmum tíma eyðilagt árangurinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Á árinu verða þannig tímamót, ann- að hvort föllum við í gamla farið í efnahagsmálum eða hefjum nýja framfarasókn í átt til bættra iífs- kjara. Sú sókn mun byggja á því að íslendingar auki samkeppnis- hæfni sína. Islensk fyrirtæki verða að fá eins góðan heimanmund frá stjórnvöldum og hægt er, til þess áð standa sig í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Þetta geta stjórnvöld gert með því að varðveita stöðug- leika, hóflegum álögum á fyrirtæki, skynsamlegum breytingum á lög- gjöf, vel uppbyggðu menntakerfi og afnámi einokunar og hafta. Á við- skiptaþingi Verslunarráðs íslands í upphafi næsta árs verður fjallað um starfsumhverfi og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þar munu vinnuhóp- ar ráðsins kynna tillögur sínar, auk þess sem bandarískur prófessor við Harvard-háskóla, Bruce Scott, mun Ijalla um samkeppnisstöðu íslands gagnvart öðrum þjóðum. Á árinu 1995 verða tímamót í alþjóðlegum viðskiptum. í upphafi ársins tekur nýr GATT-samningur gildi. Samningurinn mun auka við- skipti á milli þjóða og er spáð að árlegur vöxtur heimstekna verði um 270 milljarðar dollara á ári. Beinn ávinningur íslendinga af samningn- um kemur fram í formi lægri tolla og afnámi viðskiptahindrana á sjáv- arafurðir og vörur tengdum sjávar- útvegi. Til viðbótar opnast ný svið, sem hafa verið lokuð og ber þar helst að nefna þjónustu, sem hingað til hefur ekki fallið undir GATT. Nú opnast þessi markaður og ljóst er að víða er þörf fyrir aukna þjón- ustu, einkum í löndum þriðja heims- ins. Alls munu rúmlega 120 ríki eiga aðild að GATT og fjölmenn ríki á borð við Rússland og Kína hyggja á aðild. Það er mikilvægt að stjórnvöld fullgildi samninginn hið fyrsta, til þess að íslensk fyrir- tæki geti nýtt þau tækifæri sem hann býður upp á. Hér mun reyna á samkeppnishæfni og hugkvæmni íslendinga sjálfra, en framtíðarhag- vöxtur mun fyrst og fremst ráðast af aukningu í útflutningi. Nú þegar hafa íslensk fyrirtæki sýnt hvers þau eru megnug á nýjum mörkuð- um, í Rússlandi og Kína, og GATT- samningurinn býður upp á enn fleiri möguleika. Ef íslendingum tekst að ná í sinn hlut af tekjuaukningu í heimsviðskiptum þá er um 13 millj- arða íslenskra króna að ræða. Mun- ar um minna fyrir þjóðarbúið. Fyrir smáþjóð eins og íslendinga, sem er jafn háð milliríkjaviðskiptum, er aukið viðskiptafrelsi sérstaklega mikilvægt. Það er jafnvel enn mikil- vægara að leikreglur séu virtar og óháðir aðilar skeri úr deilumálum. íslensk stjórnvöld eiga að taka auknu frelsi í viðskiptum fagnandi og kappkosta að efna alþjóðlega samninga. Það hefur verið of al- gengt viðhorf að líta svo á, að ein- ungis útlendingar þurfi að fara eftir slíkum samningum, en við gætum leyft okkur að finna smugur og lagakróka til að hindra frelsi í við- skiptum. Þessi viðhorf eru vonandi á undanhaldi, enda bitna hömlur og hindranir verst á okkur sjálfum; neytendur þurfa að greiða hærra verð en ellá, íslensk framleiðsla missir tengslin við kröfur markað- arins, eða í versta falli, að erlendar þjóðir grípi til gagnaðgerða gegn íslenskri vöru eða þjónustu. Þetta er hér gert að umtalsefni vegna þess að í tvígang á þessu ári not- færði Verslunarráðið sér réttindi EES-samningsins og bar fram- kvæmd íslenskra stjórnvalda undir Eftirlitsstofnun EFTA, eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum íslenskra stjórnmála- og embættismanna. í báðum tilvikum sá Eftirlitsstofnun ástæðu til þess að gera athugasemd- ir. Stærsta viðskiptaheild heimsins og sú sem á í mestum utanríkisvið- skiptum er Evrópusambandið. Sam- bandið er stærsti viðskiptaaðili ís- lendinga en um 70-75% af inn- og útflutningi fer til aðildarríkja sam- bandsins. Frá og með áramótum gerðust íslendingar, ásamt öðrum EFTA-þjóðum, aðilar að innri mark- aði Evrópusambandsins, en þá tók EES-samningurinn gildi. Auk að- gangs að innri markaðnum felur samningurinn í sér samvinnu á fleiri sviðum, s.s. varðandi félagsmál, neytendavernd, umhverfismál, ferðamál og rannsókna- og mennta- mál. Nú þegar EES-samningurinn hefur verið í gildi I eitt ár, eru þær miklu deilur sem voru um fullgild- ingu hans, þagnaðar. Ljóst er að hrakspárnar um að útlendingar kæmu og keyptu upp landið eða erlent vinnuafl myndi flykkjast hingað, áttu ekki við rök að styðj- ast. Samningurinn hefur þvert á móti auðveldað íslenskum launþeg- um að fá vinnu erlendis og fyrir- tækjum að markaðssetja vöru sína. Enginn stjórnmálaflokkur hefur það heldur á stefnuskrá sinni að segja samningnum upp. Verslunarráð íslands studdi ein- dregið EES-samninginn á sínum tíma. Innan ráðsins hafa undanfarin ár verið miklar umræður um Evr- ópumálin. Elftir að hafa kynnt sér þessi mál til hins ítrasta hefur Versl- unarráðið lýst þeirri skoðun sinni að það telji hagkvæmast fyrir ís- lendinga að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. Afstöðu sína bygg- ir ráðið á bæði pólitískum og efna- hagslegum rökum. Sífellt fleiri mál- um, sem snerta ísland, mun í fram- tíðinni verða ráðið til lykta á vett- vangi Evrópusambandsins. Án að- ildar hafa íslendingar takmörkuð áhrif á gang mála, þrátt fyrir EES, en með aðild hefðum við áhrif frá því að hugmynd kæmi fram og uns ákvörðun lægi fyrir. Auðvitað gera allir sér grein fyrir því, að ísland verður ekki stórveldi innan ESB. Hinsvegar eru áhrif þeirra sem eru til staðar yfirleitt meiri en þeirra sem eru fjarverandi. Raunverulegt fullveldi felst í því að eiga aðild að ákvarðanatöku sem varðar hags- muni þjóðarinnar. í því sambandi er rétt að minna á, að EES-samn- ingurinn er „lifandi samningur" sem er ætlað að þróast og breytast. Ákvarðanir um breytingar verða teknar innan ESB og önnur ríki EES verða að fylgja með, ef sá samning- ur á ekki smám saman að falla úr gildi. Efnahagslegu rökin fyrir aðild Islands eru margvísleg. Þrátt fyrir tollafríðindi EES-samningsins er enn til staðar töluverður viðskipta- kostnaður vegna ýmiskonar skýrslu- gerðar og landamæraeftirlits, e.t.v. á bilinu 1-2 milljarðar. ESB hefur gert yfir 1.000 viðskiptasamninga við ríki í þriðja heiminum, sem við fengjum aðild að. ísland þætti álit- legri fjárfestingarvalkostur fyrir er- lenda fjárfesta og ætia mætti að festa yrði meiri í efnahagsstjórn. Sjávarafurðir eru ekki hluti af sjálf- um EES-samningnum, heldur var gerð sérstök bókun um sjávarút- vegsmál. Sú bókun kann með tíman- um að þróast okkur í óhag ef afla-' samsetning breytist. Því til viðbótar má nefna, að ESB getur beitt mark- aðsskipulagi sínu og neyðarákvæð- um í EES-samningnum gegn fisk- innflutningi okkar, ef aðstæður horfa þannig við. Með gerð EES- samningsins gengust Islendingar undir lagaákvæði ESB sem snertu þann samning. Fróðir menn telja að þar með hafi íslendingar tekið í lög um 75% af „reglugerðarfargani" ESB. Telja verður ljóst að samning- ar okkar um aðild myndu fyrst og fremst snúast um sjávarútvegsmál. Sjávarútvegsstefna ESB hefur verið haldið að þjóðinni sem grýlu í fjölda ára, án þess að þær umræður hafi alltaf verið málefnalegar. Um þetta er það, að segja að aðildarsamning- ar einstakra ríkja við ESB jafngilda Rómarsáttmálanum og verður slík- um ákvæðum yfirleitt ekki breytt nema með samþykki viðkomandi ríkja. Tvennt mælir einkum með því að íslendingar geti náð hagstæðum aðildarsamningi á sviði sjávarút- vegs. Annars vegar hin mikla þýðing sjávarútvegs fyrir land og þjóð og hins vegar sú staðreynd að hin sam- eiginlega fiskveiðistefna ESB snýst um sameiginlega stofna, en okkar fiskistofnar eru fyrst og fremst staðbundnir. Hér skal ekki farið nánar út í efnisatriði aðildarsamn- ings að ESB, enda eru slíkir samn- ingar flókið lagalegt fyrirbæri. Það er hins vegar skoðun Verslunarráðs- ins, að mögulegt sé að tryggja hags- muni íslensks sjávarútvegs í aðildar- samningi. Að minnsta kosti séu hagsmunirnir það miklir, að rétt sé að láta á slíkt reyna í aðildarviðræð- um. Ýmsir kunna að spyija hvort að umræða um aðild að ESB sé tímabær. Svarið er hiklaust já. Ef litið er til síðustu 5 ára í Evrópu er ljóst að margt hefur breyst á stuttum tíma. Enginn ástæða er til að ætla, að annað verði uppi á ten- ingnum á næstu 5 árum. Aðildar- ríkjum sambandsins mun fjölga og mikilvægi þess mun aukast. Viðræð- ur um aðild geta staðið yfir í 2-4 ár, en fyrst verður að fá Evrópusam- bandið til að hefja slíkar viðræður, en það hefur ekki reynst öllum auð- sótt. Það er því ekki seinna vænna fyrir okkur að byija heimavinnuna, og hefja undirbúning siíkra við- ræðna, éf íslendingar vjlja eiga kost á aðild um aldamótin. Á árinu 1995 munu því verða tímamót í Evrópu- umræðunni á Islandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.