Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 B 27 Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri Sjávarafii 1994 SENN ER árið 1994 liðið og eins og venja er við slík tímamót er staldrað við og litið yfír farinn veg. Árið 1994 er um margt sérstætt ár í sögu íslenskra fiskveiða, botn- fiskaflinn hefur ekki verið minni síðan um 1975 og þorskaflinn hefur ekki farið undir 200 þús tonn frá 1951. Sjá töflu. Auk þessa afla hafa íslensk skip veitt um 35.350 tonn af fiski í Barentshafi og Svalbarðasvæðinu (Smugunni), mest af þeim afla er þorskur. Verðmæti Smuguaflans er áætlað 2.370 milljónir og er þá miðað við meðalverð á afla eins og það er hérlendis. Þá má ætla að um 2-3.000 tonn af rækju hafi ver- ið veidd af íslenskum skipum á Flæmingjagrunni við Nýfundnaland og má áætla verðmæti þess afla um 450 m kr. Þá ber þess að geta að til viðbótar þessu hafa erlend skip landað hér á landi um 71.000 tonni af fiski, en helmingur þess var loðna (35.444), en um 15.900 tonn voru þorskur og þar af var 2.900 tonnum landað af erlendum skipum í eigu íslendinga. 27/12 ’94, FÍ. Ef skoðuð er meðfylgjandi tafla frá Fiskifélagi íslands sem sýnir afla okkar íslendinga sl. níu ár og áætlun fyrir árið 1994 sést að áætl- aður heildarafli íslendinga verður árið 1994 um 1.490 þús. tonn. Afl- inn er þó öðruvísi samansettur en áður og má þar benda á að botnfisk- ur er aðeins 504 þús. tonn á móti 574 þús tonnum í fyrra (1993) og 698 þús. tonna árið 1988 og 585 þús. tonna árið 1992. Því hefur afli í þessum fisktegundum dregist verulega saman og er mesti sam- drátturinn í þorskinum. Þetta er þriðja árið í röð sem þorskafli fer undir 300 þús. tonn og fyrsta skipt- ið um árabil sem þorskaflinn fer undir 200 þús. tonn og hefur slíkt ekki skeð síðan árin 1942, 1948 og 1951, en þá varð þorskaflinn 182.274 tonn (1942) og 195.319 tonn (1948) og 197.975 tonn (1951), en síðan komu mun betri aflaár í þorski eftir það og er meðal- þorskafli íslendinga á síðustu 50 árum um 280 þús. tonn á ári. Á móti þessum mikla samdrætti í þorskveiðum hefur hins vegar rækjuveiðin margfaldast á nokkrum árum, þannig hefur rækjuveiðin rúmlega tvöfaldast á síðustu fjórum árum og tæplega þrefaldast á síð- ustu tíu árum. Þannig virðumst við ætla að veiða um 71 þús tonn af rækju í ár á móti um 25 þús tonn- um 1985 og verður þetta ár algert metár í rækjuveiðum okkar íslend- inga. Veiðar á karfa hafa verið tals- vert' í sviðsljósinu í ár og er annars vegar um að ræða veiðar á hefð- bundnum miðum og hins vegar veiðar í úthafinu langt suður á Reykjaneshrygg. Veiðarnar á hefð- bundinni slóð við landið hafa geng- ið treglega og er uppi mikil umræða um að of nálægt fiskistofnunum sé gengið og í því sambandi hafa ver- ið gerðar ráðstafanir til að loka stórum svæðum fyrir veiðum á karfa. Tölur sýna einnig að dregið hefur úr veiðum á þessari fiskislóð og hefur aflinn minnkað um 8 þús. tonn frá fýrra ári og er nú svipaður og á árunum 1986-7. Úthafsveið- arnar hafa gengið til muna betur og er um rúma tvöföldun að ræða milli ára eða úr 20 þús. tonnum ’93 í 47 þús. tonn á þessu ári, eða aukn- ing um 27 þús. tonn. Fiskifræðing- ar áætla að fiskistofninn 6é í góðu gengi enda veiða fjölmargar aðrar þjóðir úr þessum stofni og er ætlað að óhætt sé að taka um 150 þús. tonn á ári úr djúphafskarfastofnin- um, það eru því miklir möguleikar fyrir íslendinga að veiða þama og ekki síst eftir að aðrar þjóðir hafa sýnt okkur að ekki er um árstíða- bundnar veiðar að ræða eins og haldið var í upphafí. Loðnan veidd- ist vel í upphafi árs og er vetrarver- tíðin síðasta ein sú besta frá upp- hafi og ekki spillti fyrir að verð á afurðum var með hæsta móti og veður var einnig mjög gott. Sumar- vertíðin brást hins vegar alveg og einnig haustvertíðin þannig að heildarveiðin á árinu hefur dregist saman og er sá samdráttur um 187 þús. tonn. Heildaraflinn á árinu 1994 er áætlaður 1.490 tonn og hefur lækkað um rúm 200 þús tonn, ef litið er til samdráttarins í loðnu- veiðum má segja að þessi samdrátt- ur sé að stæstum hluta vegna loðn- unnar, en þær dragast saman um 187 þús. tonn, þó má ekki gleyma 81 þús. tonna samdrætti í þorski, en á móti kemur aukning í karfa og rækju, það er því forvitnilegt að líta á áætlað verðmæti aflans á árinu. Verðmæti aflans er áætlað um 46 milljarðar króna, miðað við óslægðan físk upp úr sjó. Á árinu 1993 varð heildaraflinn 1.699 þús tonn og verðmæti hans um 49,8 milljarðar króna. Þannig hefur afla- magnið dregist saman um 12,3% en verðmætið aðeins minnkað um 7,6% milli ára og endurspeglar þetta bæði samsetningu aflans, þ.e. stærri hluti aflans er verðmeiri fisk- ur eins og rækja svo og hitt að markaðsaðstæður hafa verið hag- stæðar og fiskverð því hreinlega hækkað á sumum tegundum. Talið í dollurum nemur verðmæti aflans 656 milljónum en það nam 739 milljónum árið 1993. Því er um 11,2% samdrátt að ræða milli ára. Sé miðað við SDR var virði aflans 529 milljónir árið 1993, en 1994 er það áætlað um 458 milljónir eða um 13,4% minna en í fyrra. Tekið skal fram að miðað er við meðal- gengi jan./nóv. bæði árin. Fyrir utan þessar tölur eru veiðar á al- þjóðlegum hafsvæðum s.s. í „Smug- unni“ og á „Flæmingjagrunni" en á báðum þessum hafsvæðum hafa íslendingar verið við veiðar og má ætla að aflinn úr Smugunni sé orð- inn rúm 35 þús. tonn og verðmæti hans m.v. fisk upp úr sjó á meðal- verði hér innanlands sé um 2.370 milljónir kr. Tölur um rækjuna á Fiæmingjagrunni eru því miður ekki tiltækar, en þar er um nokkur þúsund tonn að ræða og má ætla verðmæti þar í hundruðum milljóna m.v. hráefni upp úr sjó. Ef verð- mæti þessi eru reiknuð með vinnslu- virði um borð þar sem flest þeirra skipa sem hafa stundað þessar veið- ar eru vinnsluskip hleypur verð- mætið á nokkrum milljörðum og er það kærkomin búbót fýrir utgerðina og þjóðarbúið í heild. Á síðustu árum hefur fyrir alvöru verið hafinn innflutningur á hráefni til fisk- vinnslu hér á landi og á þessu ári hafa erlend fiskiskip landað á ís- landi um 71 þús. tonni af físki, þar af er um helmingur loðna eða 35.444 tonn. Rækja er um 4.600 tonn og úthafskarfi er um 12.300 tonn en þessar físktegundir koma hingað mikið til umskipunar en ekki til vinnslu, þó eitthvað verði alltaf eftir. Ljóst er að yfir 20 þús. tonn af fiski hafa komið beint til fiskvinnslu hérlendis frá erlendum fiskiskipum og þar af er þorskur um 16 þús. tonn. Af þorskinum er hlutur erlendra fiskiskipa sem ís- —lendingar eiga að mestu eða öllu leyti um 2.900 tonn. Þessi umsvif hafa skapað ótal störf bæði í þjón- ustu og í vinnslu sjávarafurða og er ekki lítil búbót fyrir þjóðina. Andvirði útfluttra sjávarafurða áætlar Fiskifélagið að verði um 86,6 milljarðar króna á árinu. Árið 1993 nam verðmæti útflutnings sjávarafurða 76,1 milljarði króna. Það hefur því aukist um 13,8% milli ára og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verðmæti þessa útflutnings er áætlað nema um 1.235 milljónum dollara en það jafn- gildir nærfellt 9,5% aukningu frá því í fyrra. Þá var verðmætið um 1.128 dollarar. Sé miðað við SDR hefur útflutningsverðmætið einnig aukist, en nú um 6,9%. Það að aukn- ing verður í útflutningsverðmætum miðað við þann samdrátt sem verð- ur í magni fiskaflans milli ára, skýr- ist að hluta með svokölluðum Rús- safiski eða fiski sem keyptur er til landsins frá erlendum veiðiskipum, eins og minnst hefur verið á hér áður, en það hefur verið ein leið vinnslunar í landi til að mæta minna hráefnisframboði. Þá hefur almennt orðið verðhækkun á fiskafurðum og virðist sú hækkun halda áfram enn um sinn. Eins og drepið var á hér í upp- hafi má segja að þetta ár hafi markað nokkur spor í sögu sjávar- útvegsins, bæði í því tilliti að vinnsl- an hefur sótt í sig veðrið og tekið upp í verulegum mæli þær aðferðir að þíða upp hráefni og vinna, auk þess að flytja inn fisk til vinnslu. Einnig að útgerðir hafa sótt á fjar- læg mið í mun ríkari mæli en áður. Þá hafa athafnamenn í sjávarútvegi aukið samvinnu við erlenda aðila í sjávarútvegi um allan heim og selja nú ekki aðeins þann fisk sem Islend- ingar veiða heldur einnig fyrir aðrar þjóðir þannig að sú vara kemur aldrei nálægt íslandi en við njótum afraksturs verslunarinnar með hana. Framundan er nýtt ár og er ljóst að sjávarútvegurinn verður að taka á öllu sem til er svo hann komist yfír þann þröskuld sem framundan er, þar sem fiskveiðikvótar hafa aldrei verið minni hér við ísland og mikil óvissa ríkir um loðnuveiðar á komandi vertrarvertíð. Ekki er þó ástæða til að horfa svartsýnn til framtíðar, þar sem við eigum dug- mikla sjómenn, verkafólk ' og at- hafnamenn sem munu í sameiningu bregðast við og leysa þann vanda sem upp kemur hveiju sinni. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og horfi bjartsýnn til fram- tíðar. Bjami Finnsson, formaður íslenskrar verslunar Bjartsýni o g batnandi starfsum- hverfi ÁRIÐ 1994 hefur í verslun eins og hjá ýmsum fleiri greinum ein- kennst af aukinni bjartsýni. í fyrsta sinn um margra ára skeið hefur örlað á bata og þar með vexti í ís- lensku efnahagslífí. Þess hefur verslun notið og nýjar tölur stað- festa veltuaukningu frá fyrra ári, bæði í smásölu og heildverslun. Atvinnuleysi hefur hins vegar sett nokkurn skugga á þennan bata og skilið eftir djúp sár í þjóðarsálinni. Þrátt fyrir það er ástæða til að horfa fram á veginn með bjartsýni. Meðal vestrænna þjóða almennt má sjá merki þess að efnahags- kreppa undanfarinna ára sé á und- anhaldi, sem skilar sér fljótt hjá þjóð sem byggir afkomu sína að stærstum hluta á útflutningi. ís- lensk fyrirtæki hafa nýtt hin mögru ár til aukinnar hagræðingar í rekstri og þannig náð fram lægri rekstrarkostnaði á sama tíma og minna magn af sjávarfangi er farið að skila okkur meiri tekjum en áður. Umhverfi verslunar er sífellt að breytast í heiminum. Markaðssvæði stækka stöðugt með auknum við- skiptasamningum. Undanfarin ár hafa orðið gífurlegar breytingar með tilkomu EES, ESB og NAFTA og nú um áramótin munum við upplifa eitt stærsta skref, sem verslun milli þjóða hefur tekið, með gildistöku GATT. Áhrif þessa munu birtast í byltingarkenndum breyt- ingum á milliríkjaverslun á komandi árum. Hér á íslandi hefur hik og varkárni einkennt afstöðu manna til þessara umfangsmiklu breyt- inga. Margir kjósa að standa til hliðar, óákveðnir og bíða átekta. Slíkt getur ekki gengið til lengdar. íslenska þjóðin verður að ákveða hvar hún vill marka sér bás í breyttu viðskiptaumhverfí heimsins. Með þeirri ákvörðun standa og falla hagsmunir verslunarinnar í landinu og þar með hagsmunir þjóðarinnar í heild. Vaxandi samkeppni hefur ein- kennt þróun verslunar hér innan- lands undanfarin ár og ný sam- keppnislög hafa gjörbreytt því landslagi sem fyrirtækin starfa í. Á sama tíma hafa ýmsir stórir aðilar á markaðnum náð undirtökum í krafti stærðar sinnar. Vekur það meðal annars upp spurningar um hvort hin nýju samkeppnislög sem við höfum sniðið eftir löggjöf ná- grannaþjóða okkar, gagnast í svo litlu samfélagi sem ísland er. Öllum er enn í fersku minni bóksala fyrir nýliðin jól og sú umræða sem því fylgdi. Heilbrigð samkeppni er nauðsynleg, en það er jafn áríðandi að allar leikreglur séu virtar til fullnustu. En samkeppnin er ekki eingöngu innbyrðis milli fyrirtækja hér á landi. íslensk verslun á í vaxandi samkeppni við verslun í nálægum löndum. Sú samkeppni hefur leitt til umtalsverðrar verðlækkunar hér á landi. Islenskum innflytjendum hefur tekist að semja um lægra verð og hagræðing í íslenskri smá- söluverslun hefur undirstrikað þann árangur enn frekar. Þennan árang- ur má meðal annars greina í vax- andi verslun erlendra ferðamanna á íslandi. Þar er á ferðinni vaxtar- broddur sem nauðsynlegt er að hlúa að. Þar þarf að stilla saman krafta verslunar og annarra aðila ferða- þjónustunnar. Síðastliðið haust var efnt til sam- stillts átaks félaga og fyrirtækja í verslun undir kjörorðinu Tryggjum atvinnu - verslum heima. Tilgang- urinn var fyrst og fremst að vekja þjóðina til umhugsunar um þann virðisauka sem býr í verslun og< mikilvægi þess að hann verði til hér á landi. Umræðan í kjölfar þessa hefur verið afar jákvæð. Það er mikilvægt að íslensk verslunarfyrir- tæki haldi vöku sinni og minni lándsmenn reglulega á þá atvinnu- sköpun sem býr með verslun og þjóðhagslegt gildi þess að fjármun- ir þeir, sem verslunin skapar, nýtist hér innanlands. Nú um áramótin eru kjarasamn- ingar lausir. Þeim sem bera ábyrgð á framgangi komandi samninga er mikill vandi á höndum. Það jafn- vægi sem ríkt hefur milli kaup- gjalds og verðlags má ekki riðlast. Félög launþega hafa kynnt hug- myndir um starfsgreinasamninga og þær hugmyndir verða skoðaðar af fullri alvöru. Breytingar á vinnu- tilhögun og lengri vinnutími í versl- un er hins vegar talsvert áhyggju- efni. Ljóst er að þar þarf að fínna nýjar lausnir sem allir aðilar geta sætt sig við. Það sem íslenskt verslunarfólk, vinnuveitendur og launþegar, geta sameinast um til framtíðar er að standa vörð um verslunina sem at- vinnugrein, m.a. með því að stór- efla menntun fyrir verslunarfólk. Talið er að um 20 þúsund manns starfi við verslun hér á landi og í samanburði við mörg nágrannalönd okkar er sú tala í lægri kantinum. Því er ljóst að enn búa mörg at- vinnutækifæri í versluninni. Versl- unin er einnig mjög opin og lifandi atvinnugrein sem fylgist vel með öllum nýjungum og hræringum í mannlegu samfélagi. Þannig hefur verslunin oft verið útvörður ýmissa framfaramála og látið til sín taka á mörgum ólíkum sviðum. Nægir að nefna umhverfismál; endur- vinnslu og endurnýtingu verðmæta, þar sem samtök verslunarinnar hafa látið mikið til sin taka á undan- förnum árum. Verslunin nýtur um margt sér- stöðu hér á landi. Hún stendur og fellur með eigin ákvörðunum og nýtur engra opinberra styrkja. ís- lensk verslun hefur hingað til stað- ið af sér miklar breytingar á ytra og innra umhverfi. Þetta ásamt batnandi starfsskilyrðum og sífellt aukinni þekkingu verslunarfólks, gefur fullt tilefni til að ætla að framtíð verslunar á Islandi sé björt. Fiskifélag íslands: Aflatölur 1985-1994 Endanlegar tölur 1985-1993 og áætlun 1994. Allar tölur em í þúsundum tonna, m.v. óslægðan fisk Áætlað Heiti f.teg 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Þorskur 323 366 390 376 354 334 307 267 251 170 Ýsa 50 47 40 53 62 66 54 46 47 58 Ufsi 55 64 78 74 80 95 99 78 70 62 Karfi 91 86 88 94 92 91 96 94 96 88 Úthafskarfi 0 0 0 0 1 4 8 14 20 47 Steinbítur 10 12 13 15 14 14 18 16 13 12 Grálúða 29 31 45 49 58 37 35 32 34 27 Skarkoli 15 13 11 14 11 11 1i 10 13 12 Annar botnf. 13 13 20 23 20 22 27 28 30 28 Botnf. alls 585 632 684 698 693 674 654 585 574 504 Humar 2,4 2,6 2,7 2,2 1,9 1,7 2,2 2,2 2,4 2,2 Rækja 24,9 36,2 38,6 29,7 26,8 29,8 38,0 46,9 53,0 71,4 Hörpudiskur 17,1 16,4 13,3 10,1 10,8 12,4 10,3 12,4 11,5 8,2 Síld 49 66 75 93 97 90 79 123 117 128 Íslandssíld 0 0 0 0 0 0 0 0 0 21 Loðna 993 895 803 909 650 692 256 797 940 753 Annað 0,4 3,4 7,7 10,4 9,9 2,5 4,6 2,3 0,9 2,2 Heildarafli 1.672 1.651 1.625 1.752 1.489 1.502 1.044 1.569 1.699 1.490

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.