Morgunblaðið - 26.01.1995, Page 2

Morgunblaðið - 26.01.1995, Page 2
2 B FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Grand Hótel Reykja- vík opn- að í mars STEFNT er að því að opna hótelið við Sigtún 38 þar sem áður var Hótel Holiday Inn seinni hluta marsmánaðar und- ir nafninu Grand Hótel Reykja- vík. Fram að þeim tíma verður unnið að endurbótum á hótelinu og er málningarvinna þegar hafín. Skipt verður um teppi á göngum og sameign ásamt því að nokkrrar endurbætur verða gerðar á herhergjum. Þar þarf að skipta um gardínur, rúm- teppi, borðplötur ásamt því að hurðir verða plastlagðar. Hótelstjóri á Grand Hótel Reykjavík er Bjarni Ásgeirsson en hann er jafnframt hót- elstjóri á Hótel Reykjavík við Rauðarárstíg sem að hluta er í eigu sömu aðila. Mótttöku- stjóri er Jóhann Sigurólason, sem var áður í sama starfi á Holiday Inn. Góðar bókanir Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög góðar bókanir hefðu borist fyrir maí, júní, júlí og ágúst hefðu borist frá því hinir nýju eigendur tóku við hótelinu fyrir tveimur vik- um. Þar væri að einhveiju leyti um að ræða bókanir sem önnur hótel hefðu orðið að vísa frá en hótelið nyti einnig að sumu leyti góðs af því að hafa verið undir merki Holiday Inn áður. Þá væri búið að fullbóka hótel- ið kringum heimsmeistara- keppnina í handknattleik sem haldin verður í maí. „Ég er mjög bjartsýnn á að nýtingin verði allgóð í sumar enda þótt hótelið sé ekki lengur inn í flestum ferðabæklingum og getum því ekki treyst á stöðuga sölu.“ Fjármálaráð- gjöf utan af- greiðslutíma SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hefur ákveðið í samráði við starfsmenn sína að lengja af- greiðslutímann með því að hafa afgreiðsluna á 2. hæð á Skóla- vörðustíg 11 opna til klukkan 18.30 alla fimmtudaga. Á þessum tíma verður aðallega veitt fjármálaráðgjöf en ekki al- menn afgreiðsla. Munu þjónustu- fulltrúar og einn af yfirmönnum annast fjármálaráðgjöf, greiðslu- mat vegna fasteigna- eða bfla- kaupa og gera greiðsluáætlanir varðandi greiðslujöfnunarreikn- inga. Brimborg hlutskörpust í bílaútboði Ríkiskaupa ALLS bárust tilboð frá ellefu fyrir- tækjum í útboði Ríkiskaupa á bif- reiðum sem opnað var sl. mánudag. Ríkið áætlar að kaupa um 130 bif- reiðar í 23 flokkum á þessu ári og reyndust níu fyrirtæki eiga lægstu boð í þessum flokkum. Útboðið fór fram að undangegnu forvali á Evrópska efnahagssvæð- inu. í útboðinu voru tilteknar bif- reiðagerðir valdar til þátttöku og var þeim sem uppfylltu sambærileg- ar notkunarþarfir raðað saman í flokka. Viðkomandi bílaumboðum var síðan boðið að gera tilboð og verður skipt við lægstbjóðanda í hveijum flokki. Fram kemur í frétt frá Ríkiskaupum að eftir sé að yfir- Samið um að Brimborg taki við umboði fyrir Ford og Citroen fara tilboðin og meta endanlega ávinning af útboðinu en almennt þyki hafa tekist vel til. Ekki feng- ust frekari upplýsingar hjá Ríkis- kaupum um boð einstakra fyrir- tækja. Lægsta boð í níu flokkum Hins vegar segir Egill Jóhanns- son, markaðsstjóri Brimborgar hf., að fyrirtækið hafi verið hlutskapast í útboðinu. Það hafi sent inn tilboð í 13 flokka bifreiða og átt lægsta tilboð í 9 flokkum. Þarna sé um að ræða 42 bíla af 130 bílum sem boðnir hafi verið út. Kvaðst hann eiga von á því að fyrirtækið fengi þessi viðskipti enda væri það yfir- lýst stefna í útboðinu að taka lægsta tilboðinu. Brimborg bauð bæði fram Ford, Volvo og Daihatsu- bifreiðar í útboðinu. Endanlega var gengið frá samn- ingum á þriðjudag um að Brimborg tæki við umboðinu fyrir Ford og Citroen af Globusi. Að sögn Jó- hanns Jóhannssonar, hjá Brimborg, er reiknað með því að fyrirtækið taki formlega við þessum umboðum um næstu mánaðamót. Hann sagði að ekki yrði lögð nein áhersla á sölu Citroen fyrr en á árinu 1996 en þjónusta við eigendur þessara bíla yrði auðvitað veitt frá upphafi. Aftur yrði ráðist í markaðsátak til að auka sölu á Ford þar sem mikl- ir möguleikar væri fyrir hendi. Þar væri um að ræða breiðari línu en í þeim bíltegundum sem fyrirtækið hefði haft á boðstólum hingað til. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er líklegast að Bílheimar taki við umboði fyrir Saab-bifreiðar af Globusi. ÚR verslun Hagkaups í Kringlunni. Velta Hagkaups árið 1994 var tæpir 12 milljarðar. Gefa út skrá yfir hæstu greiðendur NÚTÍMA samskipti hf. í Kópavogi hafa gefið út skrá yfír 14.000 hæstu greiðendur útsvars á íslandi eftir að lögfræðingur fyrirtækisins komst að þeirri niðurstöðu að opin- ber birting á þeim upplýsingum væri heimil samkvæmt gildandi skattalögum. Tölvunefnd hafði lagst gegn birtingu skrárinnar í tölvutæku formi þegar fyrirtækið hugðist gefa hana út í nóvember á fyrra ári. Tölvunefnd sagði nei Hermann Valsson hjá Nútíma samskiptum sagði að fyrirtækið væri þegar búið að selja fyrsta ein- takið af skránni í riti, en eftir væri að taka afstöðu til þess hvort skrá- in yrði líka gefin út á tölvutæku formi, sem gæti verið á sveig við anda laganna. Tölvunefnd sagði 21. nóvember í svari við fyrirspurn Nútíma sam- skipta að „sala eða önnur afhending úr skrám á nöfnum og heimilisföng- Um tiltekinna hópa einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða félaga [er] óheimil án starfsleyfis sem Tölvu- nefnd veitir.“ Þar sem fyrirtækið hefði ekki aflað starfsleyfis Tölvu- nefndar væri útgáfa skrárinnar eins og henni væri Iýst óheimil. í greinargerð lögfræðings Nú- tíma samskipta, Jóhannes Alberts Sævarssonar, segir hins vegar að ekki verði annað séð eri að með lögum frá 1984 hafi verið lögfestur grundvöllur fyrir opinberri birtingu á upplýsingum um álagða skatta sem fram kæmu í álagningarskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta. Verslun Veltuaukning Hag- kaups um 1,3% ífyrra HEILDARVELTA Hagkaups hf. að meðtöldum virðisaukaskatti nam alls 11.600 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 11.453 milljónir árið 1993. Þetta er um 1,3% veltuaukning en í því sambandi þarf að taka tillit til lækkunar virðisaukaskatts af matvælum í byijun ársins 1994. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Hofs, móðurfélags Hagkaups, voru jafnmargar Hag- kaupsverslanir í rekstri á árunum 1993 og 1994 en áætlað væri að selt magn hefði aukist um nálægt 3,5% milli ára. Miklatorg hf. sem rekur Ikea verslunina í Holtagörðum var með um 1.060 milljóna veltu í fyrra samanborið við 842 milljónir þannig að aukningin er 26%. Vart þarf að taka fram að þessi aukn- ing skýrist af flutningi verslunar- innar í Holtagarða í ágúst. Ragnar Atli sagði að fyrirtæki innan Hofs hefðu notið góðs af stöðugleikanum í efnahagslífinu og lágri verðbólgu. Þau ættu jafn- an erfítt með að bregðast við auk- inni verðbólgu í efnahagslífinu vegna þess hversu þau væri undir ströngu verðlagseftirliti frá sínum viðskiptavinum. * * Uttekt ráðgjafarfyrirtækisins Islandskosts á mötuneytum hins opinbera Hægt að spara 200-300 m RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ íslandskostur hf., sem unnið hefur að úttektum á rekstri nokkurra mötuneyta hjá ríki og sveitarfélögum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að ná fram 200-300 milljóna króna sparnaði á ári á þessum lið með breyttum_ vinnubrögðum. Fram kemur í frétt frá íslandskosti að í mötu- neytum ríkis og sveitarfélaga séu afgreiddar að meðaltali 22 þúsund máltíðir á degi hveijum allan ársins hring. Áætlar fyrirtækið að þessi rekstur kosti um þijá milljarða króna á ári en þar af sé hráefniskostnaður 2 milljarðar. Hægt að fækka vinnustundum um 30% Þá segir að með raunhæfum aðgerðum sé yfirleitt hægt að auka verulega á hagkvæmni í heildarrekstri mötuneyta og stóreldhúsa. Sér- staklega eigi þetta við um hráefnisinnkaup, nýt- ingu hráefnis og vinnuskipulag starfsfólks. í mörgum tilvikum sé unnt að fá ákveðnar vörur á mun hagstæðara verði en verið hefur með því að skipuleggja innkaup lengra fram í tímann og bera saman verð á vörutegundum og svo verð á milli verslana. Auk þess séu dæmi um að hægt sé að fækka vinnustundum um allt að 30% með því að taka upp nýtt vaktafyrirkomu- lag, bæta nýtingu á húsnæði o.s.frv. Islandskostur hefur annast ýmiskonar ráðgjöf í tengslum við mötuneytisrekstur fyrirtækja og stofnana. Hefur fyrirtækið m.a. þróað sérstakt hugbúnaðarkerfi í samstarfi við Hugbúnað hf. í Kópavogi fyrir mötuneyti eins og greint hefur verið frá í viðskiptablaði. Hægt er að setja upp uppskriftir í kerfínu, stilla upp áætlunum, mat- seðlum o.s.frv. Þetta kerfi er hægt að sam- tengja við bókhaldskerfi og kassakerfí. AGA-bréf- in seldust á tveimur dögum ÖLL skuldabréfín í 200 millj- ón króna útboði sænska fyrir- tækisins AGA seldust upp á tveimur dögum, að sögn Guð- mundar Haukssonar forstjóra Kaupþings hf., sem hafði umsjón með útboðinu. „Þarna voru á ferðinni bréf sem henta mjög vel inn í verð- bréfasafn margra hér á landi,“ sagði Guðmundur. „Þetta er í fyrsta sinn sem menn eiga þess kost á að kauþa bréf í íslenskum krón- um þar sem skuldarinn er álitinn jafn traustur og ríkis- sjóður Islands og það á betri kjörum en ríkissjóður íslands býður.“ Guðmundur sagði að menn hefðu átt von á að útboðið hlyti góðar viðtökur. Það hefði vakið athygli vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem erlendur aðili byði út skuldabréf í íslenskum krón- um. Hann byggðist ekkert síður við að annað slíkt útboð myndi fá góðar viðtökur, jafnvel þó nýjabrumið væri farið af, þegar menn hefðu fengið reynslu af þessum við- skiptum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.