Morgunblaðið - 07.02.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 07.02.1995, Síða 12
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Leikmenn New York Knicks máttu sætta sig við tap í Orlando Hittu aðeins úr vítum í framlengingunni Reuter DAN Schayea og Charles Barkley hjá Phoenix berjast um knöttlnn vlð Otls Thorpe hjá Houston, í leik sem lelkmenn Houston fögnuðu slgri. Phoenix og Orlando eru með bestan árangur í NBA-delldinnl. SKIÐI / HEIMSBIKARINN Tíundi sigur- inn hjá Tomba SHAQUILLE O’Neal var með 41 stig og tók 15 fráköst þeg- ar Orlando vann New York Knicks 103:100 eftir framleng- ingu íæsispennandi leik í NBA-deildinni í körfuknattleik ífyrrinótt. Heimamenn höfðu forystuna allan tímann, voru með 15 stiga forystu í þriðja leikhluta og þegar mínúta var til leiksloka var munurinn sjö stig. Patrick Ewing, sem gerði 38 stig og tók 13 f ráköst fyrir Knicks, var atkvæðamikill und- ir lok venjulegs leiktíma og jafnaði 98:98 þegar 10 sek. voru eftir, en illa gekk hjá gest- , unum íframlengingu. Þeir hittu ekki úr 10 skotum en Ewing setti tvö vítaskot niður. Það dugði skammt og Orlando er ásamt Phoenix með besta árangurinn ídeildinni. _ að var stuð í þessu í lokin,“ sagði Pat Riley, þjálfari Knicks. „Við byrjuðum ekki al- mennilega að beijast fyrr en í seinni hálfleik en hittnin í framlenging- unni var ekki nógu góð til að sigra.“ O’Neal sagði að sigurinn hafi verið geysilega mikilvægur. „Við höldum New York í ákveðinni fjar- lægð. Það var varnarleikur okkar í framlengingu sem gerði gæfu- muninn.“ Leikmenn Houston Rockets léku við hvern sinn fingur í Phoenix og unnu 124:100. Hakeem Olajuw- on var stigahæstur gestanna með 28 stig en Vernon Maxwell og Sam Cassell gerðu sín 19 stigin hvor. „Þegar þeir hitta úr þessum þriggja stiga skotum sínum er nær ómögulegt að sigra þá,“ sagði Charles Barkley um mótherja sína sem skoruðu úr 12 þriggja stiga skotum. Barkley hefur leikið frá- bærlega að undanförnu og leikið við hvern sinn fingur eftir að hann náði sér fullkomlega eftir meiðsli. Houston hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og sigrað í síðustu fjórum leikjum með 19,3 stiga mun að meðaltali. „Þetta var okkar bolti,“ sagði Rudy Tomj- anovich, þjálfari gestanna. „Þetta er kerfið okkar, hugsun og það sem við viljum. Þegar við spilum svona hef ég á tilfinningunni að við getum sigrað alla. Það skiptir öllu að spila sterka vörn, fá ekki stig á sig eftir hraðaupphlaup og láta mótheijana þurfa að fara í gegnum fimm menn, en láta síðan boltann ganga í sókn- inni.“ Þetta var annað tap Phoenix í síðustu 12 leikjum. Barkley var með 24 stig og Danny Ainge 23 en hann skoraði úr sex þriggja stiga skotum. Dan Majerle, sem hefur verið með 17,6 stig að meðal- tali í leik, fékk engan frið og gerði þijú stig. Seattle vann Miami 136:109 og var þetta 10. útisigur liðsins í röð sem er met hjá félaginu, Shawn Kemp var stigahæstur með 26 stig en liðið hefur sigrað í 14 af síðustu 16 leikjum. Billy Owens var með 21 stig fyrir heimamenn. Charlotte vann Washington 111:105. Alonzo Mourning var með 26 stig og tók 10 fráköst fyrir heimamenn, en Larry Johnson skoraði 16 stig, tók níu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Juwan How- ard var atkvæðamestur gestanna með 23 stig. Scottie Pippen fór fyrir Chicago með 35 stig og 11 fráköst í 97:93 sigri gegn Golden State. Tim Hardaway skoraði 28 stig fyrir Golden State og Chris Gatling 23 en Donnie Nelson stjórnaði liðinu í öðrum leiknum í röð vegna veik- inda föður síns. Boston átti ekki í erfíðleikum með Minnesota og vann 115:82. Dee Brown og Greg Minor voru með sín 23 stigin fyrir heimamenn en Isaiah Rider 18 stig fyrir Minne- sota. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 ALBERTO Tomba hélt sigur- göngu sinni áfram í heimsbik- arkeppninni í alpagreinum um helgina. Keppt var í stórsvigi í Adelboden í Sviss og þar vann hann tíunda sigur sinn á tímabil- inu og setti persónulegt met. Hann hefur nú tæplega 500 stiga forskot í stigakeppninni og virðast fáir geta ógnað sigri hans þar. Tomba var með næst besta tímann á eftir Norðmanninum Harald Strand Nilsen í fyrri umferð stórsvigs- ins. En eins og svo oft áður stóðst enginn honum snúning í síðari um- ferðinni. Jure Kosir frá Slóvenlu keyrði vel síðari umferðina og skaust upp í annað sætið, en Nilsen varð að gera sér bronsverðlaunin að góðu. „Mér finnst eins og ég sé að brenna upp,“ sagði Tomba. „Ég hef nú verið í toppæfingu í næstum þijá mánuði. Ég er ekki viss um að ég nái að halda þetta út allt tímabilið." Hann sagði að sigurinn væri vissu- lega ánægjuefni, sérstaklega eftir vonbrigðin að heimsmeistaramótinu hafi verið aflýst í Sierra Nevada, en þar stefndi hann á fyrsta sigur sinn í heimsmeistaramóti og hafði undir- búið sig sérstaklega fyrir það. Hann hafði lýst því yfir að hann gæti hætt með góðri samvisku eftir HM- sigur. „Nú þarf ég að fara að hugsa þetta allt upp á nýtt og spurningin er hvort ég verði ekki að mæta næsta keppnistímabil líka.“ Hann sagði um möguleikana á sigri í stigakeppn- inni: „Ég hef verið svo nálægt sigri áður og alltaf misst af lestinni í síð- ustu mótunum svo það of snemmt að gera sér of miklar vonir.“ BORÐTENNIS íslenska liðið sigraði alla mótherjana ÍSLENSKA landsliðið í borð- tennis sigraði alla andstæð- inga sína i Evrópudeild lands- liða sem fram fór í Liechten- stein um helgina. í fyrsta leik sigraði ísland landsUð Guern- esey 6-1, síðan Jersey 5-2, Liechtenstein 6-1, Mðu 5-2 og loks úrslitaleikinn við Mðltu 7:0. íslenska landsliðið var skip- að eftirtöldum: Evu Jósteins- dóttur, Guðmundi E. Stephen- sen og Ingólfi Ingólfssyni, úr Víkingi og Kjartani Briem, sem leikur með dönsku liði. Þjálfari landsliðsins er Sví- inn Peter Nilsson. KORFUBOLTI Slaktí Selja- skóla IR-ingar áttu ekki í vandræðum með að sigra lið Snæfells í Selja- skóla í gærkvöldi, lokatölur: 76:62. Leikurinn var illa leikinn af báðum lið- Benediktsson um' ¥kmenu fóru skrifar ser mJ°g hægt í oll- um aðgerðum í fyrri hálfleik og var lítið skorað. ÍR byij- aði þó betur og náði fljótlega tíu stiga forystu, en Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu til þess að komast inn í leikinn og það tókst þeim undir lok fyrri hálfleiks. í leik- hléi munaði þremur stigum, 35:32, ÍR í hag. Meiri hraði var í leiknum í síðari hálfleik. Snæfellingar byijuðu betur og þeir héldu í við ÍR-inga fyrstu fimm mínúturnar. Eftir það tókst leikmönnum IR að keyra örlítið upp hraðann og gera út um leikinn, þó enginn glæsibragur hafi verið þar á. Það setti talsvert strik í reikning- inn hjá Snæfellingum að Tómas Hermannson, meiddist á ökkla fljót- lega í síðari hálfleik, en hann hafði fram að því leikið einna best af leik- mönnum Snæfells. John Rhodes og Jón Örn Guð- mundsson voru bestir hjá ÍR. í liði Snæfells var Raymond Hardin best- ur. En víst er að bæði liðin geta leikið miklu mun betur en þau sýndu í gærkvöldi í Seljaskóla. Ljóslaust ÞEGAR sex mínútur og fjörutíu sekúndur voru liðnar af leik ÍR og Snæfells í Seljaskóla í gær- kvöldi slökknuðu öll ljós í saln- um nema við neyðarútgangana. Mjög brösuglega gekk að kveikja á ljósunum að nýju þvi lekaliðsrofinn fyrir salinn sló út jafn óðum og búið var að slá honum inn. Eftir tíu mínútur, og talsvert stapp, tókst að fá ljósin í salnum til þess að loga. Þá gat leikurinn hafist að nýju. Leikmenn fengu örlítinn tíma til þess að hita upp en síðan var haldið áfram þar sem frá var horfið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.