Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Nýjasta hugmyndin við verkefnaútflutning er að nýta reynslu og sambönd stjómenda á efri ámm Ráðgjöf til sölu íslendingar búa yfír mikilli þekkingu á sviði sjávarútvegs og jarðvarmatækni. íslenskir sérfræðingar hafa þó átt erfítt með að hasla sér völl sem ráðgjafar á þessu sviði erlend- is. Þar er skorti á fjármagni ekki síst um að kenna. Hanna Katrín Fríðriksen ræddi við nokkra aðila um þennan vaxtarbrodd íslensks atvinnulífs, verkefnaútflutning. Framlög íslands til þróunar- og neyðaraðstoðar 1994 og 1995* Bein framlög Þróunareamvinnustofnunin Fjárlög 1994 þás. kr. ** 147.000 Fjárlög 1994 USD** 2.105.942 F^járlög 1995 þús. kr. 160.600 Fjárlög 1995 USD** 2.332.268 i Háskóli SÞ (Jarðbitaskóli (UNU) ** 28.500 408.295 32.000 494.711 ] Aðstoð við Palistínumenn á svæðum Israei 36.000 515.741 33.900 492.303 | Þróunarhjáip SÞ (UNDP) 21.200 303.714 19.800 287.540 1 Bamahjálp SÞ (UNICEF) 10.300 147.559 9.700 140.866 | Matvæla og landbónaðarstofnun SÞ (FAO) 8.700 124.637 7.700 111.821 ] Flóttamannastofnun SÞ UNHCR 5.000 71.631 5.000 72.611 j Alþjóðanefnd Rauða krosains ICRC 3.000 42.978 3.000 43.567 ] Aðstoð'SÞ við Palestfnska flóttamenn UNRWA 1.100 15.759 1.100 15.974 | Þróunarq. SÞ fyrir konur UNIFEM 1.100 15.759 2.100 30.497 ] Neyðarsjóður SÞ, UNDRO 530 7.593 500 7.261 ! Matvælaáætlun SÞ WFP 500 7.163 500 7.261 ] Sjóður SÞ vegna fómarl. pyntinga UNVFVT 250 3.582 400 . 5.809 i Alþjóðamatvælabirgðasjóðurinn IEFR 200 2.865 200 2.904 ] Mannöðldasjóður SÞ. UNFPA 200 2.865 200 2.904 j Suður-Afríkusjóður SÞ UNTFSA 100 1.433 100 1.452 ] Fíkniefnaeftirlit SÞ UNDCP 100 1.433 100 1.452 r¥enntunar- ogþjálf. f. S-Afríku, UNEPTSA 100 1.433 100 1.452 ] Kynþáttamisréttisnefnd SÞ., CERD 20 287 50 726 í Ými8 neyðaraðstoð*** ** 19.000 272.197 19.000 275.922 ] Samtals 282.900 4.052.863 296.050 4.299.303 Hluta- og stofnfjárframlög [ Alþjóðabankinn IBRD ** 4.000 2.006 4.000 2.006 ] Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) 87.000 43.631 87.000 43.631 Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) ** 23.000 11.535 40.000 20.060 ] Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, IMF/ESAF ** 40.000 20.060 50.000 25.075 Samtals 154.000 77.232 181.000 90.772 ] Þróunaraðstoð alls Hlutfall af vergri landsframl. (%) 436.900 0,10 4.130.095 477.050 0,10 4.390.075 • Þróunaraðstoð til A-Evrópu og fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna ekki meðtaiin. ** Framlög í USD umreiknuð m.v. gengisfors. fj&rlaga 1994 (69,8025 ISK) og 1995 (68.86 Verkefnaútflutningi má í grófum dráttum skipta i tvennt, annars vegar flár- festingaverkefni og hins vegar ráðgjafaverkefni. Síðan þarf að greina á milli verkefna í þróunar- löndum og iðnaðarlöndum enda er markaðssetning á þessum tveimur markaðshlutum gjörólík. íslenskt stjómvöld hafa sett á lag- gimar tækniaðstoðarsjóði við Al- þjóðabankann og Evrópubankann. í báðum tilfellum er það skilyrði að íjármunirnir sem íslenska ríkið legg- ur til í þessa sjóði verði einungis nýtt til þess að kaupa þjónustu ís- lenskra ráðgjafa til verkefnis sem viðkomandi banki velur. Tveir tækniaðstoð- arsjóðir Ríkisstjóm íslands og Alþjóða- bankinn gerðu með sér samning árið 1990 um sérgreindan og aðskilinn ráðgjafasjóð sem er í vörslu bank- ans. Markmiðið er að auka möguleika íslenskra sérfræðinga á að fá skammtímaverkefni, sérstaklega á sviði jarðhita og fískveiða hjá Al- þjóðabankanum og systurstofnunum hans. fsland lagði fyrst í sjóðinn 75.000 dollara eða um fímm milljónir króna við stofnun 1990. Árið eftir var bætt við um þremur milljónum króna. Árið 1993 var svo aftur bætt í sjóð- inn um ljórum milljónum eða 50.000 dollumm. Átta íslenskir ráðgjafar hafa fengið styrki úr sjóðnum til 12 verkefna, mest á sviði sjávarútvegs. Tækniaðstoðarsjóður var stofn- aður við Evrópubankann árið 1992. Tilgangurinn var að gera bankanum kleift að kaupa tæknilega ráðgjöf til landa í mið- og austur-Evrópu. Aðal- lega skal nota sjóðinn til að ijár- magna verkefni á sviði fískveiða og fiskvinnslu auk orku og umhverfis- mála. Sjóðnum er eingöngu ætlað að fjármagna vinnu íslenskra ráð- gjafa. Við stofnun voru greiddar til hans 50.000 ecu eða um íjórar milljónir króna og aðrar 50.000 eeu voru greiddar á næstu tveimur árum. í desember 1994 var samþykkt að bæta 100.000 ecu í sjóðinn með þremur jöfnum greiðslum og var sú fyrsta í árslok 1994. Ráðgjöfum komið á framfæri Finnur Sveinbjömsson, skrifstofu- stjóri hjá iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, sagði í samtali við Morgun- blaðið að tilgangur með stofnun sjóð- anna tveggja væri að koma íslensk- um ráðgjöfum á framfæri erlendis. Þeir fengju reynslu og sambönd og yrðu vonandi síðar ráðnir til annarra verkefna. Hverjir ákveða hvaða verkefni eru styrkt úr þessum sjóðum? „Það er ákveðið hjá bönkunum tveimur, sem hafa umsjón með sjóð- unum,“ sagði Firinur. „Segjum sem svo að þar sé verið að meta jarðhita- verkefni á Kamtsjatka. Þá er farið í ákveðinn sérfræðingalista þar sem íslendingar eru meðal annarra. Það hjálpar svo til við valið að ísland er með tækniaðstoðarsjóð sem gæti greitt a.m.k. hluta af kostnaðinum." Aðspurður hvað kæmi íslending- um á sérfræðingalista bankanna sagði Finnur að menn yrðu sjálfír að eiga frumkvæðið. „Úti í London er t.d. starfandi íslendingur, Gunnar Viðar, sem getur verið mönnum inn- an handar með þessi mál. Þetta er langt frá því að vera einfalt mál, enda eru þessir ráðgjafalistar mílu- langir. Upphafíð er venjulega þannig að þessir ráðgjafar reyna að þróa verkefni í samvinnu við stjómvöld í viðkomandi landi á starfssvæði bankans. Síðan koma þessi sömu stjómvöld verk- efnunum á framfæri við Evrópubankann." Virkir-Orkint Til þessa hafa tvö verkefni verið styrkt úr tækniaðstoðarsjóði íslands við Evrópu- bankann. Og í báðum tilfellum er um að ræða verkefni sem tengjast Virkni-Orkint hf. Fyrra verkefnið, sem fólst í hagkvæm- isathugun á Kamt- sjatka, var fjármagn- að að hluta úr tækniaðstoðarsjóðn- um, en að meginhluta af japönskum aðilum. Finnur sagði ánægjulegt að þar hefði tekist, með framlaginu úr sjóðnum, að laða að verulegt viðbót- arframlag. „Hjá Virkni-Orkint hafa menn staðið sig verulega vel og eru komnir með gott orð á sig. Vonandi verður það til þess að þeir fái fleiri verkefni erlendis án þess að fjármagn frá okkur þurfí að koma til.“ Síðara verkefnið var lítið yfírlits- verkefni á jarðhitanýtingu í Georgíu sem var að öllu leyti fjármagnað úr tækniaðstoðarsjóðnum. „Með þess- um tveimur verkefnum var sjóðurinn nokkum veginn tæmdur, í bili a.m.k.,“ sagði Svavar Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Virkis-Ork- int, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfðum sóst eftir áframhald- andi verkefni í Georgíu, en viðbrögð- in hjá Evrópubankanum vom á þá Ieið að það væra það litlir peningar í íslenska sjóðnum að nauðsynlegt væri að bjóða verkefnið út. Þeir hafa nú auglýst eftir ráðgjöfum til þess að vinna fullkomna hagkvæmnisat- hugun og mér er sagt að það verði fjármagnað úr öðram sjóðum en þeim íslenska. Við höfum í samvinnu við nýsjálenskt fyrirtæki óskað eftir að vera með á skrá yfír þá sem fá að bjóða í verkefnið þegar þar að kem- ur, því við fréttum að það ætti að fjármagnast að hluta til úr nýsjá- lenska sjóðnum við bankann." Svavar sagði ennfremur að það væri mjög jákvætt að búið væri bæta fjármagni við íslenska tækni- aðstoðarsjóðinn. „Það bara þyrfti að vera meira enda er aðgangur að fjár- magni veigamesti þátturinn í þessu, ásamt reynslunni. Sjóðir annarra þjóða era iðulega stærri en okkar og þar af leiðandi lendum við oft undir. Verkefnin era oft of stór til þess að það sé hægt að fjármagna þau úr íslenska sjóðnum. Ef t.d. Jap- anir eða ítalir beita sér geta þeir haft ansi mikil áhrif á að verkefnin fari til þeirra.“ Hver er ávinningurinn fyrir Islend- inga að íslenskur aðili, t.d. Virkir- Orkint, fái svona verkefni? „Við eram t.d. með verkefni í Kína sem Norræni fjárfestingarbankinn og Norræni þróunarsjóðurinn fjár- magna. Þar erum við með öll inn- kaup utan Kína og vonandi getum við keypt hluta hér á íslandi. Þó er að miklu leyti um að ræða búnað sem ekki er framleiddur hér á landi. Að að komast í þá stöðu að gera öll inn- kaup fyrir svona aðila er þónokkuð mál og gefur ýmsa möguleika. Þetta getur haft margföldunaráhrif," sagði Svavar. Þegar rætt er um íslenska tækni- aðstoðarsjóði við alþjóðlegar stofn- anir er ekki hægt að láta hjá líða að nefna að enginn íslenskur ráð- gjafasjóður er við Sameinuðu þjóð- imar. í nýrri skýrslu sem Vilhjálmur Guðmundsson, hjá Útflutningsráði, tók saman um aðgang íslenskra fyr- irtækja að erlendu fjármagni hjá al- þjóðlegum stofnunum, kemur fram að algengt sé að þjóðlönd eyma- merki hluta af framlagi sínu til SÞ í sérstaka sjóði sem hafí það hlut- verk að stuðla að og styrkja verk- efnaöflun hjá SÞ. Eins og fram kemur í samtali við Sigurð Jónsson, hér til hliðar, er nú verið að vinna í því að efla samstarf SÞ og Norðurlanda varðandi tækn- iaðstoð. Eldri stjórnendur nýttir Finnur Sveinbjömsson sagði að hjá Evrópubankanum væri í gangi nýlegt og áhugavert verkefni sem ætlunin væri að kynna nánar hér á landi. í grófum dráttum er að um að ræða þá hugmynd að fengnir era stjómendur frá vesturlöndum til þess að aðstoða stjómendur í fyrram kommúnistaríkjum sem margir hveijir eiga erfítt með að fóta sig í markaðshagkerfum. „Menn komust fljótlega að því hjá Evrópubankanum að stjómendur í fyrirtækjum, sem áður vora öll ríkis- rekin, kunnu ekki að starfa í mark- aðshagkerfi. Þá datt þeim það snjall- ræði í hug að reyna að nýta fyrram stjómendur fyrir vestan. Menn með reynslu og sambönd sem væra jafn- vel sestir í helgan stein,“ sagði Finn- ur. „Þetta þótti frábær hugmynd og Evrópubankinn, Sameinuðu þjóðim- ar og Evrópusambandið slógu saman og settu á laggimar svokallað Tum Around Management, TAM, verk- efni. Það gengur út á að fínna fyrir- tæki sem er hvorki í í hópi þeirra verstu né þeirra bestu, heldur ein- hvers staðar á milli, og talið er að hafí burði til þess að verða góð. Síð- an er útbúið TAM lið 3-4 fyrrver- ISK) *** Fjárhæð felld niður Heimild: Utanríkisráðuneytið. andi vestrænna stjómenda sem vinna með stjómendum fyrirtækins í eitt ár. Þeir fara þangað nokkram sinn- um á þessum tíma, hjálpa til við að útbúa markaðsáætlanir og fjár- hagsáætlanir, byggja upp langtíma- stefnumótun o.fl. Eftir eitt ár vonast menn til að búið sé að byggja upp þekkingu hjá stjórnendum fyrir aust- an svo að þeir geti tekið við.“ Finnur sagði að víða væra starf- andi félög fyrrverandi stjómenda og tók dæmi um Danmörku þar sem væra nokkrir íslendingar meðal ann- arra, enda væri ekki starfandi svona félag hér á landi. Af þessum íslend- ingum uppfylltu tveir eða þrír þau skilyrði sem Evrópubankinn setti. „Hér heima er hægt að benda á ýmis samtök í atvinnulífínu enda er allt svo smátt hér að menn vita nokk- urn veginn hvaða menn eru á lausu og gætu komið til greina. Það er ekki ólíklegt að á sviði sjávarútvegs, jarðhita o.fl. séu hér menn sem era sestir í helgan stein og gætu lagt ýmislegt af mörkum." íslendingar þurfa að fjárfesta Finnur sagði ekki útilokað að ís- lensk stjómvöld gætu greitt fyrir ráðningu íslendinga með því að nýta tækniaðstoðarsjóðinn að einhveiju leyti. „Við getum sagt við Evrópu- bankann: „Ef þið erað að setja á laggimar TAM lið til að hjálpa ein- hveiju fyrirtæki fyrir austan og það er einhver íslendingur sem hentar inn í það erum við kannski tilbúnir til þess að styrkja málið með framlagi úr sjóðn- um,“,“ sagði hann. Halldór Kristjánsson, sem starfar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, var um tíma við Evrópubankann í Lond- on. í samtali við Morgunblaðið tók hann undir með Finni að það væri niðurstaða margra sem hefðu fylgst með þessum málum að aukin verk- efni íslendinga erlendis yrðu að tengjast fjárfestingum íslenskra að- ila utan Islands. „Þannig réðu fjár- festamir, íslendingar, veralega um öll verkkaup, kaup á búnaði og fjár- festingarvöram. Það er eðlilegt að menn kaupi aðföng á sínum heima- markaði þar sem þeir þekkja vel til. Þetta er lykillinn að því að auka út- flutning, bæði á ráðgjöf og íslenskum tækjum og vélum og byggingarverk- tökum tengdum slíkum verkefnum," sagði Halldór. Hann sagðist ennfremur telja það grandvallaratriði að í því að auka árangur íslendinga í verkefnaút- flutningi að hafa opinberan sjóð sem hefði það verkefni að leggja hlutafé í slíkar fjárfestingar utan landsstein- anna á móti einkaaðilum. Einnig væri mikilvægt að íslenskum orku- fyrirtækjum, sem öll era í opinberri eigu, yrði gert kleift að fjárfesta í álitlegum orkuverkefnum utan ís- lands. „Þetta era í raun einu atvinnufyr- irtækin á orkusviði sem við eigum og með þessu gætum við aukið vera- lega útflutning á þekkingu okkar og ráðgjöf á þessu sviði. Auðvitað getur þetta ekki orðið mikill hluti af starf- semi orkufyrirtækjanna sem era sett upp til að þjóna íslenskum markaði, en ef þeim verður gert heimilt að ráðstafa t.d. 5% af eigin fé í fjárfest- ingar utan íslands yrði þarna um að ræða fjárhæðir sem um munaði," sagði Halldór, og ennfremur að slík ráðstöfun myndi auka reynslu og færni íslenskra orkufyrirtækja. Þetta hefðu ríkisorkufyrirtæki íra og Svía gert með góðum árangri. Opinberi geirinn Finnur og Halldór vora sammála um nauðsyn þess að einkafyrirtæki fengju bakhjarl í einhveijum sjóði, t.d. upp úr Iðnþróunarsjóði. Þar sem ekki væri öðram atvinnufuyrirtækj- um að dreifa eins og í orkugeiranum og póst- og símastarfsemi, svo dæmi séu tekin, ættu opinbera fyrirtækin að geta komið að málum með því að fara með einkafyrirtækjum inn í íjárfestingar- og ráðgjafarverkefni utan íslands. Hvemig standa þessi mál? „Fyrsta skrefið er að iðnaðarráð- herra og fjármálaráðherra hafa náð samkomulagi um að 5% af væntanlegum arð- greiðslum frá RARIK geti farið til svona þróunar- verkefna og markaðsmála. Það er hugsað fyrst og fremst til aðgerða hér á landi, en utan íslands einnig,“ sagði Halldór. Finnur bætti við að varðandi fram- tíð Iðnþróunarsjóðs hefðu menn haft í huga þann mögtileika að hvort sem arftakinn yrði sjóður eða banki gæti hann komið inn í íjárfestingar íslend- inga erlendis. Þá mætti benda á að Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefði heimildir sem greiddu fyrir fjárfest- ingu erlendis. „Það er verið að stíga fyrstu skref- in en það mætti gera mun betur,“ sagði Halldór. „Aðild opinberu fyrir- tækjanna kallar hugsanlega á laga- breytingar í sumum tilfellum. Það era síðan önnur stór opinber fyrir- tæki sem í tengslum við fjárfestingar gætu selt þekkingu sína utan Is- lands. Þar á meðal er Póstur og sími þar sem menn eru vanir að leysa símamál á afmörkuðum svæðum við erfíðar aðstæður." Verkefni geta haft marg- földunaráhrif Finnur Halldór Sveinbjörnsson Kristjánsson Menn þurfa sjálfir að eiga frumkvæöið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.