Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ VWjók sölul994 um 6% Wolfsburg. Reuter. VOLKSWAGEN AG hefur skýrt frá því að bflasala fyrirtækisins hafi aukizt um 6.4% í 3.294 milljónir farartækja 1994. Salan í Vestur-Evrópu í heild jókst um 2.3% í 2.048 milljónir bíla, en salan á heimamarkaði, þar sem tæpur þriðjungur framleiðslunnar er seldur, jókst salan um aðeins 0.8% í 940,000 bfla. Salan á Norður-Ameríkusvæðinu jókst um fimmtung í 297,800 bíla, enda hefur verið staðið fyrir sölu- átaki þar. Salan í Japan jókst um 41% í 33,800. 77/ leigu skrifstofuhúsnæð[ Skrifstofan er í Lágmúla 5, hér í borginni og er á efstu (7) hæð. Stærðin er um 23 fm og leigist frá 1. apríl nk. Góð móttaka, kaffistofa og snyrting. 01 ■o s e. IS()9000 HACCP • aG:S Oaaðastefna Skýrari stefna 1 Gæðamarkmið Skýr ábyrgöaskipting um Oæöastcfna Mælanleg markmið Skipulag og starfslýsingar allt gæðaefíirlit í íyrirtækinu. Oeeðamarkmið Skýr ábyrgöaakipting £( Starfsmanna- og kynningamál Vörulýsingar Þjálfun og kynningamál Stýring umbótaverkefna Starfsmannastcfna og -mat Oæðaráð, rýni stjómonda Skipulagðar aögerðir i gæðamálum Hl Sala Skipulðgð sðlustarfsemi Innkaup Hagkvæmari innkaup ií Móttaka og varsla hráefna Ferilgreining, áhættumat Minni rýmun hráefna FramleiÖ8luakipulagning og rcglur um stýringu þeirra Fastmótað skipulag við framleiðslu ’&rn Framlciðsla þátta cr áhættu valda. Umbótaverkefíii Hagkvæmari framlciösla 11] Oæðæílirlit Skilgreining á vikmðrkum og skráningu áhrrttuþátta Færri gallar (framleiöslunni f1:. Fleiri nýjungar Verkl fsrsh Birgðahald og dreifíng Lækkun birgðakostnaðar Vamarviðhald Lækkun viðhaldskostn., færri gallar s/ 1 Innri gæðaúttektir öguð vinnubrðgð Skjalastýring Oagnaskráning Skipulag um vðktun og og skráninguáhættuþátta. Verklagsreglur um: Skráning gaxðamarkmiða og úrvinnsla m.a tðlfræðileg Skipulðgð upplýsingasðfnun, -miðlun Skipulðgð söfhun, skráning og vistun Kvartanir Viðbrðgð viö frávikum. úrvinnsla Skjót afgrciðsla kvartana og úrvinnsla a <© Urhætur þrifaáætlanir, meöferð kvartanaog innkðllun Ðætt umgengni og færri gallar l\ vðru. Skjót viðbrðgð Ld við innköllun vðru Mælitæki Kerfisb. viðhald, efíirlit og kvörðun Endurgerð vinnuferla Endurhögun vinnuferla: Aukin hagkvannni Meiri arðsemi Upplýsingar í síma 32636 eða 689981 næstu daga. Hefurðu áhuga á útflutningi? islenskt markaös- og sölufyrirtæki í Bandaríkjunum óskar eftir aö komast í samband við íslensk fyrirtæki, sem hafa áhuga á útflutningi til Noröur Ameríku. Erum opnir fyrir flestu. Okkar fyrirtæki starfar aö markaös- og sölumálum í sjávarútvegi, þungavinnuvélaiðnaöi og tölvustýrðum eftirlitskerfum. Þau fyrirtæki, sem áhuga hafa, sendi upplýsingar til afgreiöslu Mbl., merktar: „Stech - 11650“, eða sendiö fax til ÍStech, Inc., fax. OO 1 206 2B3 2296. * IStech, Inc. FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIÐIR Si'mi: 690 160 • Fax: 25320 fslen.sk ur Jjármálamarkadur árið 2000 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir ráðstefnu 16. febrúar nk. kl. 13:30 - 17:00 að Hótel Loftleiðum. Umræðuefni ráðstefhunnar verður horfur og þróun á íslenskum fjármáiamarkaði. Þátttökugjald er kr. 2.000. fyrir skuldlausa félagsmenn, annars kr. 2.900,- Dagskrá: ■ Friðrik Sophusson, Qármálaráðherra - Þróun og horfur á íslenskum fjármálamarkaði ■ Birgitta Kantoia, framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingabankans (NIB) - Þróun fjárniálamarkaða á Norðurlöndum ■ Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri íslandsbanka - Bankastarfsemi 1 byrjun nýrrar aldar ■ Guðmundur Hauksson, framkvæmdastjóri Kaupþings - Valkoslir á vcrðbréfamarkaði árið 2000 ■ Öli Björn Kárason, Ritstjóri Viðskiptablaðsins - Hvað þarf að breytast á íslenskum fjánnálamarkaði? ■ Ráðstefnustjóri: Sigurjón Pétursson, formaður félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Samtengt gæða- stjómunarkerfi Sjónarhorn Hagvangur hf. leggur áherslu á að sameina og nýta alla helstu kosti þeirra staðla og líkana um gæðastjómun sem í notkun em, * segir Oskar Jósefsson. Fyrirtækið hafí því sett fram ramma fyrir uppbyggingu gæða- stjómunarkerfa sem kallist „Samtengt gæðastjómunarkerfí“. VIÐ UPPBYGGINGU gæða- stjómunarkerfa er mikil- vægt að kerfíð uppfylli þarfir fyrirtækisins og vemdi hagsmuni þess. Ljóst er að gæði sem tryggð eru með gæðaeftir- liti eru mjög kostnaðarsöm. í gæða- stjómun er leitast við að stýra þeim ferlum sem hafa áhrif á gæði vörunn- ar og þjónustunnar þannig að þeir uppfylli væntingar við- skiptavinarins og gefí fyrirtækinu hámarks- arðsemi. Með hjálp gæðastjórnunarkerfis- ins er hægt að stýra gæðum vörunnar/þjón- ustunar að óskum kaupandans. Við upp- byggingu gæðastjóm- unarkerfa þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga: • Gæðastjómunar- kerfíð þarf að taka til allra þátta í rekstri fyrir- tækisins sem hafa áhrif á gæði endanlegrar vöru eða þjónustu, og sem snerta fjárhagslega af- komu fyrirtækisins. • Gæðastjómunarkerfí á að full- nægja þörfum viðskiptamanna fyrir- tækisins en vemda um leið hags- muni þess. • Gæðastjómunarkerfi er mikil- vægt stjórntæki til að hámarka gæði og stjórna þeim m.t.t. til áhættu, kostnaðar og ávinnings. • Val og notkun á réttum kröfum (stöðlum/forskriftum) til gæða- stjómunnarkerfa á að vera bæði kaupanda og seljanda í hag. Viðskiptavinir gera nú orðið kröf- ur um aukið öryggi í viðskiptum. Með skilvirku gæðastjómunarkerfí er hægt að koma til móts við þessar kröfur en vernda um leið hagsmuni fyrirtækisins. Gæðastjómunarkerfi er stjómtæki sem þarf að samtengj- ast og aðlagast öðrum kerfum í fyrir- tækinu og vera hluti af daglegri stjórnun þess. Höfuðþættir í gæðastjórnun Gæðastjómun felur í sér að fyrir- tækið skilgreini skýra gæðastefnu og markmið. Við uppbyggingu gæða- kerfís þarf að fá fram skýra ábyrgð- arskiptingu og móta reglur um út- færslu þeirra verkferla sem rekstur fyrirtækisins byggist á og tryggja að þeir verði alltaf útfærðir eins og reglur segja til um. Mælanleiki Mikilvægt er að ná fram mælan- leika sem getur gefíð vísbendingu um árangur. Á þetta við um árangur varðandi frávik á gæð- um sem og bættum ár- angri sem snertir ijár- hagslega afkomu fyrir- tækisins. Stuðningskerfi . Setja þarf upp stuðn- ingskerfí til að stjóma þeim þáttum sem ekki eru beint tengdir fram- leiðsluferlinu. Þetta eru þættir eins og skjala- stýring, skráning og kvörðun mælitækja sem notuð em við fram- leiðsluna og móttaka og meðferð kvartana/á- bendinga frá viðskipta- vinum fyrirtækisins sem og starfsmönnum þess. Þátttaka stjórnenda Mikilvægt er að yfirstjórnendur fyrirtækisins leiði starfið og gæða- stjómunarkerfíð verði notað sem stjómtæki til daglegrar stjómunar og ákvarðanatöku. Virkni kerfisins er tryggð með reglulegum úttektum þar sem frávik em greind og úrbóta- verkefni sett af stað. Stöðugar umbætur Til að ná fram stöðugum umbótum þarf að tryggja, með skráningu, að rekjanleiki sé fyrir hendi svo að hægt sé að rekja feril vöm til hráefn- isins. Þetta er mikilvægt til að geta staðsett orsakir galla og komið á úrbótum sem hindra endurtekningu þeirra. Gæðastjómunarkerfí þarf að vera opið fyrir breytingum þannig að það aðlagi sig að síbreytilegum aðstæðum í rekstrammhverfi fyrir- tækisins. Líkön/staðlar að gæðakerfum Við uppbyggingu gæðakerfa er hægt að fara nokkrar leiðir, sem hafa mjög misjafnar áherslur og getur því verið úr vöndu að ráða fyrir stjómendur að velja og ákveða hversu umfangsmikið gæðakerfi fyr- irtækisins skuli vera. Þetta val er einnig mjög háð þeirri starfsemi sem um er að ræða, stærð fyrirtækisins og fjölbreytileika. Gæðakerfi sem byggt er á ISO 9000 stöðlum er vottunarhæft kerfi og er hugsað sem gæðatrygging fyrir þriðja aðila við gerð viðskipta- samninga. Viðskiptamenn eiga að geta skoðað útdrátt úr gæðahand- bók fyrirtækisins og metið sjálfir hvort þeirra kröfum er fullnægt. Óháður aðili er fenginn til að votta að viðkomandi fyrirtæki uppfylli þær reglur sem kveðið er á um, í gæða- handbók þess. Altæk gæðastjórnun (AGS) er fremur stjórnunarstíll en gæðakerfí. I altækri gæðastjórnun er lögð áhersla á að virkja alla starfsmenn í gæðastarfinu. Stöðugar umbætur í stjórnun, framleiðslu og þjónustu eru grundvallaratriði í altækri gæða- stjórnun. Þar sem AGS er fremur stjórnunarstíll er ekki um skjalfest- ingu eða vottun að ræða. GÁMES (HACCP) er gæðaeftirlit- skerfi þar sem hugsanleg áhætta endanlegs neytenda er grundvöllur að þeim reglum og vikmörkum sem viðkomandi fyrirtæki verður að skil- greina í framleiðslu sinni. HACCP byggist á ákveðinni aðferðafræði við greiningu áhættuþátta og tekur til þriggja áhættusviða þ.e. öryggis matvæla, hollústu og réttmætra við- skiptahátta. Heilbrigðisfulltrúum ber að votta að fyrirtæki í matvæla- iðnaði uppfylli þessar kröfur. Samtengt gæðastjórnunarkerfi Hagvangur hf. leggur áherslu á að sameina og nýta alla helstu kosti þeirra kerfa sem að framan er getið og notuð eru í dag við uppbyggingu gæðastjórnunarkerfa og hefur sett fram ramma fyrir gæðastjórnunar- kerfi sem byggist á ISO 9000, AGS, og HACCP. Með þessu er leitast við að nýta helstu kosti hvers kerfis fyrir sig og fá heilsteypt gæða- stjórnunarkerfi sem er með skýr tengsl við stjórnskipulag, stöðugar umbætur og kerfisbundna stýringu áhættuþátta í framleiðslu. Með „Samtengdu gæðastjórnun- arkerfi" sem sniðið er að starfsemi fyrirtækisins er tryggður há- marksárangur og ávinningur af gæðastjórnun. ISO 9000 staðlarnir leggja til fastmótaðan ramma um uppbyggingu kerfisins. Altæk gæða- stjórnun tryggir að hinar stöðugu endurbætur og framfarir eigi sér stað og að allir starfsmenn verði virkjaðir í gæðastarfínu. GÁMES (HACCP) gæðaeftirlitskerfíð tekur til stýringar á áhættuþáttum í fram- leiðsluferlinu. Höfundur er rekstrarverkfræð- ingur, M.Sc. og starfar sem rekstr- arráðgjafi hjá Hagvangihf. Óskar Jósefsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.