Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 B 9 __________________________________VIPSKIPTI__________________________________ Fyrrverandi og núverandi stjómendur Metallgesellschaft takast á í réttarsölum Stál í stál hjá málmrisum Heinz Schimmelbusch, sem hefur komið að málefnum hugsanlegrar sinkverksmiðju hér á landi, var Iqorinn iyrirtælq astj ómandi ársins í Þýskalandi 1991. Tveimur árum síðar var hann rekinn frá stórfyrirtækinu Metallgesell- schaft, en eftirmálin af þeim brottrekstri standa enn og fieiri en ein málaferli eru í gangi. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN í Gufunesi. Þegar verksmiðjan gekkst fyrir athugun á áhuga erlendra aðila á rekstri tengdum henni var meðal annars komið að máli við Schimmelbusch. ARIÐ 1993 lenti þýska stór- fyrirtækið Metallges- ellschaft (MG) í greiðslu- erfíðleikum vegna svo- kallaðra framvirkra olíusamninga dótturfyrirtækisins MG Refíning and Marketing (MGRM) í Banda- rílqunum. í lok ársins virtust erfið- leikamir hafa farið úr böndunum, fyrirtækið tilkynnti gífurlegt tap og framkvæmdastjóri MG, Heinz Schimmelbusch, var rekinn ásamt fleiri stjórnendum fyrirtækisins. Fjölmiðlar og MG sjálft hafa kall- að málið eina verstu kreppu, ef ekki þá verstu, sem þýskt fyrirtæki hefur lent í frá stríðslokum. Þýska tímarit- ið Der Spiegel kallar málið „einn mesta glæpareyfara á íjármálasvið- inu á síðari tímum“. En hver er „skúrkurinn" í mál- inu? Deutsche Bank og hinir nýju stjórnendur MG hafa sakað Schim- melbusch um að hafa ekki gefíð stjórn fyrirtækisins nægilegar upp- lýsingar um viðskipti MGRM. Schimmelbusch hefur hins vegar hafíð „gagnsókn" og byggir meðal annars á áliti fræðimanna sem sögðu að Deutsche Bank hefði misskilið viðskiptin og breytt tímabundnum greiðsluerfiðleikum í hrika- legt tap með aðgerðum sín- um. Þann 20. janúar stefndi Schimmelbusch síðan Deutsc- he Bank og Ronaldo Schmitz - sem er stjómarmaður í bankanum og yfírmaður eftir- litsnefndar MG - fyrir að minnsta kosti 10 milljónir dollara fyrir mannorðsmeið- ingar. MG svaraði með því að stefna Schimmelbusch og Meinhard Forster, fyrrum fjármálastjóra, í sambandi við olíukaupin. Málaferlin gætu tekið langan tíma, en víst er að vel verður fylgst með þeim í við- skipta- og fjármálaheiminum beggja vegna Atlantshafsins, enda mætast þar stálin stinn og enn er mörgum spurningum ósvarað í málinu, til dæmis um hvort bankar eigi að umfangsmiklir hluthafar og eftir- litsaðilar í þýskum fyrirtækjum. Misheppnuð spákaupmennska? í fyrstu virtist málið vera borð- liggjandi. Deutsche Bank sakaði stjórnendur MGRM um að hafa tek- ið mikla áhættu í spákaupmennsku með 160 milljón tunnur af olíu (sem jafngildir vikuframleiðslu OPEC- landa) og síðan fór allt á versta veg: olíuverð lækkaði langt niður fyrir skuldbindingar dótturfyrirtæk- isins og þar með var „veðmálið“ um verðþróun í hinum framvirku samn- ingum tapað. Deutsche Bank, sem var 11% hluthafi í MG, tók við svo búið til sinna ráða. Ronaldo Schmitz og eft- irlitsnefndin létu reka Schimmel- busch og fleiri stjórnendur á þeim forsendum að þeir hefðu ekki látið stjórn MG nægar upplýsingar í té um málið og settu nýja menn í þeirra stað. Hinir nýju stjórnendur MG halda því fram að tap MG vegna olíuviðskiptanna hafi numið 2,3 milljörðum þýskra marka, eða um 100 milljörðum íslenskra króna, eft- ir að þeir komu sér út úr olíusamn- ingum. Deutsche Bank sakaður um mistök En eins og í góðum reyfara, þá lauk málinu ekki með þessu. í fyrra- haust skrifaði Merton Miller, Nó- belsverðlaunahafi í hagfræði, grein ásamt ráðgjafanum Christopher Culp, í tímaritið Joumal of Applied Corporate Finance þar sem þeir héldu því fram að olíuviðskipti MGRM hefðu ekki verið líkt því eins áhættusöm og Schmitz og Deutsche Bank héldu og þeir hefðu gert regin- skyssu með því að rifta samningun- um; með því hefðu hinir nýju stjórn- endur breytt tapi á pappímum í raunveralegt tap upp á 1,3 milljarða dollara og komið í veg fyrir að MGRM rétti úr kútnum þegar olíu- verð hækkaði aftur. Niðurstaða Millers og Culps var sú að Schmitz skildi ekki til fulln- ustu eðli olíusamninganna og svo- kallaðra afleiðna. Samningar MGRM hefðu í raun falið í sér nægi- legar tryggingar gegn sveiflum í olíuverði, þó að til skamms tíma krefðust þeir mikils fjármagns á meðan olíuverð hélst lágt. Þeir fé- lagar kenndu líka þýskum bókhalds- reglum um, sem hefðu vanmetið virði langtímasamninga MGRM, og metið tap á olíusamningunum upp á 291 milljón dollara, á meðan bandarískar bókhaldsaðferðir hefðu sýnt 61 milljón dollara hagnað. Ef langtímasamningunum um kaup og sölu á olíu hefði verið haldið til streitu hefði lokaniðurstaðan orðið hagnaður en ekki hrikalegt tap. MG neitar þessu og í skýrslu endurskoðenda sem Deutsche Bank og aðrir hluthafar í MG létu gera er sökinni á óförum fyrirtækisins varpað fullkomlega á herðar Schim- melbusch og samstarfsmanna hans. Þar er því haldið fram að olíuvið- skiptin hafí verið hrein spákaup- mennska, án fullnægjandi bak- trygginga og niðurstaða Millers og Culps er dregin í efa. Byggði upp MG En hver er Heinz Schimmelbusch, þessi umdeildi viðskiptajöfur sem meðal annars hefur komið að mál- efnum hugsanlegrar sinkverksmiðju hér á landi? Hann er Austurríkismaður, dokt- or í hagfræði, sem hóf störf hjá Metallgesellschaft fyrir rúmum 20 árum eftir að hafa unnið um skeið sem hagfræðikennari og í eitt ár hjá fjárfestingarbanka í New York. Hann varð einn yngsti stjórnandi þýsks stórfyrirtækis í sögunni þegar hann varð framkvæmdastjóri MG árið 1988, aðeins 44 ára að aldri. Þremur árum síðar varð Schimmel- busch svo þess heiðurs aðnjótandi að verða valinn stjómandi ársins í Þýskalandi. Að sögn The Financial Times er það Schimmelbusch sem hefur byggt upp þá fyrirtækjasamsteypu sem MG er í dag. Hann dró úr áherslu fyrirtækisins á hrámálma og keypti sig inn í aðra framleiðslu. Meðal annars keypti hann nokkur fyrirtæki af sænsku Stora-sam- steypunni, þar á meðal Dynamit Nobel, í einum stærstu fyrirtækja- kaupum sem átt hafa sér stað í Þýskalandi. Þau fyrirtæki hafa skil- að MG góðum arði, en minni hagn- aður hefur verið hjá sumum smærri fyrirtælqum sem Schimmelbusch keypti. Hann hugðist gera MG að helsta stórveldi í Evrópu á sviði mengunar- vama og endurvinnslu, en eftirspurn var minni en við var búist, að sögn The Financ- ial Times. Önnur vandamál sem steðjuðu að MG vora efnahagskreppan í Þýska- landi í Iqölfar sameiningar landsins - sem kom meðal hart niður á dótturfyrirtækinu og bílapartaframleiðandanum Kolbenschmidt - og verðfall sem varð á hrámálmum þegar Rússar bytjuðu að selja málmbirgðir sínar .í stómm stíl eftir fall Sovétrílqanna. Fæstir kenndu Schimmel- busch um þessi vandamál, enda sáu fáir á síðari hluta níunda áratugarins fyrir fáll múrsins, hmn Sovétríkjanna og allt það umrót sem því fylgdi. Það var ekki fyrr en við hin umdeildu olíuviðskipti og brottrekst- ur Schimmelbuschs í Iqolfarið sem mönnum sýndist að honum hefði loksins bmgðist bogalistin. „Ætla að hreinsa nafn mitt“ í fyrstu, að minnsta kosti. Tíminn verður að leiða í ljós hver verður niðurstaðan af öllum þeim mála- rekstri sem nú er í gangi, en það er ljóst að Schimmelbusch er ekki á þeim buxunum að gefast upp. í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag sagði hann að hann væri líklega fyrsti maðurinn í Þýskalandi eftir stríð sem dirfðist að rísa upp gegn Deiitsche Bank. í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel í ársbyrjun segir Schimmel- busch að Ronaldo Schmitz hafí í raun vitað hvað var á seyði í sam- bandi við olíusamningana í Banda- ríkjunum. Athafnir hans hafí ekki stjórnast af þekkingarskorti, heldur hafí hann unnið eftir ákveðinni áætlun sem gekk út á að ná yfirráð- um yfír MG. Það hefði tekist, en hins vegar hefði áætlunin misheppn- ast að öðra leyti og því hafi farið sem fór fyrir MG. Schimmelbusch segir Schmitz hafa verið gæslumann Deutsche Bank hjá MG og ávallt hafa tekið hagsmuni bankans fram yfír hagsmuni fyrirtækisins. Schimmelbusch segist hafa verið í vöm allt árið 1994, en árið 1995 ætli hann sér að snúa taflinu við: „Það segir sig sjálft að eitt helsta verkefni mitt á næstu áram er að hreinsa nafn mitt af þessum áburði." Sink og hátækni Nú rekur Schimmelbusch alþjóð- legt ráðgjafarfyrirtæki, Allied Reso- urces, þar sem hann er stjóm- arformaður, Þegar Áburðarverk- smiðjan gekkst fyrir könnun á áhuga erlendra fyrirtækja á rekstri hér á landi var haft samband við Schimmelbusch og kom hann á sam- bandi við bandaríska fyrirtækið Zinc Corporation of America. Forathugun á rekstri sinkverk- smiðju hefur kostað um 30 milljón krónur og er fjármögnuð að 2/3 hlutum af Áburðarverksmiðjunni og Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, en að 1/3 hluta af ZCA og Allied Resourc- es. Að sögn Guðmundar Franklíns Jónssonar, verðbréfasala í New York, sem haft hefur milligöngu á milli innlendra og erlendra aðila í málinu, hefur Schimmelbusch lagt til um 50.000 dollara í forathugun- ina í gegnum Allied Resources. Schimmelbusch hefur ýmis fleiri jám í eldinum og stýrir meðal ann- ars Safeguard Intemational Group, sem er dótturfyrirtæki Safeguard Intemational, sem hefur meðal ann- ars komið að uppbyggingu tölvufyr- irtækjanna Compucom og Novell. Schimmelbusch hyggst hjálpa ung- um hátæknifyrirtækjum, einkum í Austur-Evrópu, við að komast á legg þannig að hlutabréf þeirra verði gjaldgeng í kauphöllum. í við- talinu við Der Spiegel segir hann um framtíð sína: „Ég ætla að reyna að byggja upp lítið fyrirtæki með skynsamlegan rekstur." Heimildir: The Economist, The Finaneial Times, The New YorW Times, Der Spiegel. vörudreifiiig UM ALLT LAND Vörudreifíngarmiðstöð sem spannar um 70 staði vítt og breitt um landið VORUDREIFINGARMIÐSTÖÐ Héðinsgata 1-3. 105 Reykjauík. simi: 5813030. fax: 5812403 Heinz Ronaldo Schimmelbusch Schmitz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.