Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 B í ____________VIÐSKIPTI__________ Samkeppnisstofnun um erindi Árna í Eddafótó Samstarf Sólarfilm og Peimans ísamræmi við samkeppnislög FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIGin SAMKEPPNISSTOFNUN telur að samstarf Sólarfilmu og Pennans samræmist ákvæðum samkeppnis- laga. Niðurstaða stofnunarinnar felur í sér svar við erindi Árna Einarssonar, eiganda Eddafótó, um sölu Pennans á aðgangi að markaði fyrir kort. Hann telur að samningur samkeppnisaðilans Sól- arfílmu við Pennann um aðgang að ákveðnum verslunum bijóti í bága við 53. grein í samningnum um Evróps efnahagssvæði, 10. og 17. grein samkeppnislaga. Árni staðhæfir að samningur Sólarf- ilmu og Pennans hafi haft þau áhrif á verð á póstkortum hafi hækkað úr 33 sentum í 65 sent fyrir venjulega stærð. Seldur aðgangur að markaði Árni lýsti málavöxtum á þann veg að Penninn hefði flutti inn og séð Hagkaupsverslunum fyrir ritföngum. Síðan hefði verslunin gert samning við Sólarfilmu um að koma framleiðslu fyrirtækis- ins, þ.e. kortum á sama markað, sem og í Kf. Árnesinga (Selfossi - Hveragerði - Stokkseyri - Eyrar- bakka - Vestmannaeyjum - Vík í Mýrdal - Kirkjubæjarklaustur - Þorlákshöfn), Kf. Skagfirðinga (Sauðárkróki - Hofsósi - Ketilási - Varmahlíð) og Kf. Húnvetninga (Blönduósi - Skagaströnd). Penn- Selur not- aða muni á uppboðum ALMENNINGI mun á næst- unni gefast kostur á að láta selja á uppboði ýmsa gamla muni sem t.d. hafa safnast fyrir í geymslum eða á háaloft- um. Þessi nýja þjónusta er í boði hjá Uppboðsþjónustunni hf. sem hyggst efna til upp- boða á slíkum munum hálfs- mánaðarlega í uppboðssal Tollstöðvarhússins við Geirs- götu. Fyrsta uppboðið verður haldið laugardaginn 25. febr- úar nk. kl. 11 og verður tekið við munum fimmtudaginn 23. febrúar á uppboðsstað. Er áformað að efna til uppboða hálfsmánaðarlega þaðan í frá ef vel tekst til. Fram kemur í frétt frá Upp- boðsþjónustunni að með til- komu þessarar nýju þjónustu gefist tækifæri fyrir einstakl- inga og fyrirtæki að koma gömlum munum í verð. Þar geti verið um að ræða hús- gögn, heimilistæki, reiðhjól, íþróttavörur, verkfæri, áhöld, leikföng, ferðavörur, barna- vagna, bækur og hjólbarða. Framkvæmdastjóri Upp- boðsþjónustunnar er Skúli Þór Ingimundarson viðskiptafræð- ingur, en hann kynntist sam- bærilegum uppboðsfyrirtækj- um í Svíþjóð þar sem hann hefur verið búsettur um ára- bil. Hann hyggst einnig bjóða fyrirtækjum og stofnunum aðstoð við að koma gömlum innréttingum, skrifstofuáhöld- um eða vörubirgðum í verð. Hagræði sam- starfsins þykir vega upp sam- keppnishamlandi áhrif þess inn væri hvorki framleiðandi né innflytjandi og því væri augljóst að hans eina hlutverk væri að selja aðgang að áðurnefndum markaði. Árni sagðist sjálfur hafa skipt töluvert við Kf. Árnesinga áður en samningurinn var gerður. Nú gæti hann hins vegar ekki haldið viðskiptunum áfram nema hann fallist á að greiða Pennanum fyrir aðgang að markaðinum á sama hátt og Sólarfilma gerði. Hann sagðist álíta að athæfi Pennans bryti 53. grein í samningnum um Evrópskt efnahagssvæði, 10. og 17. grein Samkeppnislaga. Vitnað í samkeppnislög í 10. grein segir að samningar eða samþykktir, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir milli fyrir- tækja á sama sölustigi séu bann- aðar þegar þær lúti að eða sé ætlað að hafa áhrif á (b) skiptingu markaðar eftir svæðum, eftir við- skiptavinum, eða eftir sölu og magni. I 17. grein segir að sam- keppnisráð geti gripið til aðgerða gegn samningum, skilmálum og athöfnum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Hin skaðlegu áhrif geti m.a. falist í (b) óhagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta t.d. vegna þess að valkostum við- skiptavina fækkar, framleiðsla og sala verði dýrari og keppinautár útilokast frá markaði. Niðurstaðan í niðurstöðu Samkeppnisstofun- ar segir:„Það er mat samkeppnis- yfirvalda að það sarhstarf sem myndast hefur milli Sólarfílma og Pennans samræmis ákvæðum samkeppnislaga þar sem það hag- ræði sem af samstarfínu hlýst vegi upp samkeppnishamlandi áhrif þess og stuðli að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþáttanna. Þá hefur ekki reynt á hvort Eddafótó eigi kost á sambærilegu samstarfi við Pennann." Árni sagðist líta svo á að niður- staða Samkeppnisstofnunar væri áfellisdómur yfir stofnuninni enda kæmi hún sér hjá því að taka á málinu. Hann sagðist hafa sent niðurstöðuna til lögfræðings en efaðist um að hann myndi nenna að standa í að gera meira í málinu. Nýr fulltrúi til Brussel ÞÓRIR Ibsen hefur verið ráðinn til þriggja ára í nýja stöðu sam- eiginlegs fulltrúa iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis og umhverfis- ráðuneytis við sendiráð fslands í Brussel. Ríkisstjórnin ákvað að efla sendráð Islands í Brussel vegna breyttra aðstæðna sem skapast hafa um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði (EES) og EFTA í kjölfar inngöngu þriggja EFTA- ríkja í Evrópusambandið um síð- ustu áramót. Undanfarin tvö ár hefur iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið haft fulltrúa í hlutastarfi í Brussel. Þórir er stjórnmálafræðingur frá Háskóla íslands og lauk masters- prófi frá Kanada. Hann er nú deild- arstjóri alþjóðadeildar umhverfis- ráðuneytisins en mun væntanlega hefja störf fýrir ráðuneytin í Bruss- el 1. mái næstkomandi. St'mi: 690 160 • Fax: 25320 M E I S T A R A VERKFÆRIN / NY KYNSLOÐ , HLEÐSLUBORVELA Yfirburðir í verki • 3 vélarstærðir 9,5 volt, 12 volt og 14,4 volt. • Hágæðarafhlaða, með 40% lengri endingu. • Gífurlegur kraftur. 14,4 Vvél gefur 295W kraft. • Sérhannaður motor frá Elu. • 25% meiri kraftur. | 1 * i Útsölustaðir um allt land. Komdu eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar. SINDRA ....................... BORGARTÚNI 31 ■ SlMI 627222 Viö aöstoöum fyrirtœki og stofnanir viö aö komast í evrópsk rannsókna- og tœkniþróunarverkefni Rannsóknarráð íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík Simi: 562 1320, fax: 552 9814 Iðntœknistofnun íslands Keldnaholti, 112 Reykjavlk Sími: 587 7000, fax: 587 7409 Rannsóknaþjónusta Háskólans Dunhaga 5, 107 Reykjavik Sími: 569 4900, fax: 569 4905 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum býðst þátttaka í rannsókna- og tækniþróunarverkefnum sem Evrópusambandið styður. Hafír þú áhuga á samstarfi við önnur evrópsk fyrirtæki eða rannsóknaaðila getur Kynningar- miðstöð Evrópurannsókna (KER) e.t.v. aðstoðað þig. KER veitir m.a. eftirtalda þjónustu: - Upplýsingar um rannsókna- og tækniþróunaráætlanir Evrópusambandsins. - Leit að samstarfsaðilum. - Leiðbeiningar um gerð umsókna í rannsóknasjóði sambandsins. - Kemur á framfæri óskum frá erlendum aðilum um tæknisamstarf. KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.