Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fjárfesting og eignarhald ííslensku atvinnulífi Fjármál á fimmtudögum Mikil aukning- í fjárfestinffli fyrirtækja er brýn á næstu árum. Signrður B. Stefáns- son telur að af henni muni leiða nokkur breyting á eignarhaldi og stjómun í atvinnu- rekstri. Ein meginforsendan fyrir bættri samkeppnisstöðu íslendinga sé aukin arðsemi fyrirtækjanna. Dæmi um arðsemi eigin fjár í atvinnurekstri árin 1988 til 1993 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Sjávarútvegur -52,1 -16,3 46,3 -9,8 -11,4 -17,2 Iðnaður án stóriðju -12,5 -16,9 3,7 -0,2 -3,4 -2,2 Rafstöðvar, rafveitur, hita- og vatnsveitur 1,3 1,6 2,1 1,3 -1,8 -2,9 Verslun -3,0 0,8 14,4 4,7 3,9 4,0 Samgöngur 10,1 3,2 8,6 3,3 4,7 5,8 Innlánsstofnanir og fjármálafyrirtæki 10,8 10,1 7,5 3,7 -11,5 0,3 Tryggingafélög 9,3 12,8 0,7 6,3 12,1 16,4 Þjónusta 2,5 1,5 16,8 9,7 3,9 7,3 Allar greinar samtals -0,8 1,8 6,5 0,6 -2,6 -1,3 Samtals án stóriðju -1,5 0,4 6,9 1,6 -1,8 -0,7 Heimild: Pjóðhagsstofnun, úrtak að jafnaði 1.100 til 1.300 fyrirtæki Fjárfesting hefur dregist hratt saman á síðustu árum á íslandi. Eins og sést á meðfylgjandi mynd var fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 25 til 30% ogjafn- vel enn hærri á fimmtán árum frá 1965 til 1980. Síðan hefur fjárfest- ingarhlutfallið lækkað jafnt og þétt. Síðustu tíu árin eða frá 1985 til 1995 hefur fjárfesting aðeins verið um 15 til 20% af landsframleiðslu (sjá efstu myndina, vinstri skala). Neðri línan á myndinni sýnir áætl- aða raunvexti á íslandi síðustu þrjá og hálfan áratuginn. Raunvextir hafa verið jákvæðir (sjá hægri skala á myndinni) frá árinu 1986 og allhá- ir síðari árin þótt þeir hafi lækkað frá ársbyrjun 1993. Á öllu tímabilinu frá 1960 til 1985 voru raunvextir neikvæðir nema árin 1967 og 1971 og-sum árin neikvæðir um 20 til 30%. Áhrifanna gætir glögglega ennþá víða um þjóðlífið þótt um tíu ár séu liðin frá því að þessu hör- mungaskeiði í fjármálasögu þjóðar- innar lauk. Hækkandi raunvextir hafa leitt til skynsamlegri fjárfestingar Enginn vafi leikur á því að orsaka- samband er á milli hækkandi raun- vaxta allt frá árunum 1970 til 1975 fram til ársins 1993 og minnkandi fjárfestingar í atvinnulífi lands- manna. Mikil offjárfesting var á átt- unda áratugnum þegar raunvextir voru sem neikvæðastir. Sjálfsagt var auðvelt að reka fyrirtæki eða koma upp heimili þegar 10%, 20% eða jafn- vel 30% skuldanna gufuðu upp jafn- aðarlega á ári hveiju. Óverulegur hluti fjárfestingar þessara ára var arðbær í venjulegum skilningi þess hugtaks. Nú er þannig komið, eftir að raunvextir eru orðnir háir og jákvæðir, að fjárfesting í landinu er alltof lítil til að viðhalda tækjum og búnaði atvinnulífsins og tryggja eðlilega framleiðniaukningu svo að tekjur íslendinga geti vaxið í takt við tekjur annarra þjóða. Meðal helstu viðfangsefna stjórn- valda á næstu árum hlýtur að verða að örva íjárfestingu í íslensku at- vinnulífí til að tryggja samkeppnis- hæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóð- legum markaði. Telja má víst að hlutfall fjárfestingar af vergri lands- framleiðslu (sjá efstu mynd, vinstri skala) þurfi að haldast á bilinu 20 til 25% vegna eðlilegrar endumýjun- ar á búnaði og til að viðhalda nýj- ustu tækni við framleiðslu. Arðsemi eigin fjár í fyrirtækjarekstri var -0,7% Meðfylgjandi tafla sýnir arðsemi í nokkrum helstu atvinnugreinum íslendinga á árunum 1988 til 1993 en heimildin er nýútkomin skýrsla tjóðhagsstofnunar um ársreikninga fyrirtækja 1992 til 1993 (Þjóðhags- stofnun, janúar 1995). Þessar tafla segir langa og raunalega sögu í til- tölulega fáum og þurrum tölum. Arðsemi i íslensku atvinnulífi er einfaldlega svo lítil að þeir fjárfestar eru vandfundnir sem fáanlegir eru til að ávaxta fé sitt þar, og gildir þá einu hvort um er að ræða ís- lenska eða erlenda fjárfesta. Myndin til vinstri ofan við töfluna sýnir að fjárfesting íslenskra fyrirtækja hef- ur minnkað frá því að vera meira en helmingur af heildarfjárfestingu á íslandi um miðjan áttunda áratug- inn í að vera aðeins rúmlega þriðj- ungur nú. En hlutdeild opinberrar fjárfestingar, þar sem bein fjárhags- leg arðsemi er ekki endilega aðal- markmið, hefur vaxið á móti úr því að vera rúmlega fjórðungur heild- arfjárfestingar fyrir tíu árum í yfir 40% árið 1993 (sjá miðjumyndina til hægri). Afleiðingin af allri þessari nei- kvæðu þróun sem hér hefur verið lýst er að þjóðartekjur á mann á Islandi hafa minnkað jafnt og þétt að raungildi á þessum áratug. Tekj- ur á íslandi hafa aukist hægar en tekjur annarra þjóða á mann. Ástæð- urnar þarf að reyna að greina frá eins mörgum hliðum og kostur er. Ein leiðin er að mæla spamað þjóð- arinnar, hvaðan hann sprettur upp og hvernig honum er ráðstafað til fjárfestingar og ávöxtunar í atvinnu- lífinu, og hvaða leiðir einkafyrirtæki hafa til að afla sér eigin fjár og lánsfjár til að fjárfesta í nýjum bún- aði og tækni til að auka framleiðni í rekstri sínum. Þetta_ leiðir hugann að eignarhaldi í íslenskum fyrirtækj- um og hvernig þeim er stjórnað, þ.e. sambandinu á milli eigenda og stjórnenda. Hver þjóð hefur eigið kerfi við stjórnun fyrirtækja og eignarhald Það fyrirkomulag sem ríkir um eignarhald og stjómun í fyrirtækjum er nefnt á ensku “corporate govern- ance“ og hefur hlotið verðskuldaða athygli áhugamanna um fyrirtækja- rekstur, fjárfestingu og ávöxtun á síðustu árum. Rannsóknir hafa eink- um beinst að því hvort eitthvert eitt kerfi á þessu sviði reynist betur meðal þjóða en önnur, þ.e. hvers konar samband á milli eigenda fyrir- tækis, stjómarmanna þess og fram- kvæmdastjóra leiði til mestrar fram- leiðni og vaxtar þegar til langs tíma er Iitið og þar með til betri arðsemi. Af sögulegum ástæðum er afar mismunandi á milli þjóða hvemig eignarhaldi og stjórnun fyrirtækja er háttað og engin þeirra getur tal- ist hafa fundið hina fullkomnu lausn. í Bretlandi og Bandaríkjunum er mikill fjöldi fyrirtækja skráður á hlutabréfamarkaði þar sem hluta- bréf ganga kaupum og sölum. Vegna umsvifanna á hlutabréfamarkaði eiga fyrirtæki þar auðveldara en víða annars staðar með að afla sér eigin fiár með útboði hlutabréfa. Markað- urinn er harður húsbóndi og á herð- um stjómenda slíkra fyrirtækja hvíla kröfur um háa arðsemi. Þessar kröf- ur um arðsemi þykja hafa leitt til þess að langtímasjónarmið hafi vikið í baráttunni um skammtímagróða, þ.e. því að sýna jafnan góðan hagn- að ársfjórðung fyrir ársfjórðung og greiða eigendum stöðugan og góðan arð. Langtímasjónarmið eru lögð til grundvallar í skipulagi Japana og Þjóðverja í Þýskalandi og Japan er fjárhags- uppbygging fyrirtækja og þar með eignarhald þeirra og stjórnun með öðrum hætti. Áhrifa af viðskiptum á hlutabréfamarkaði gætir minna og þáttur markaðsins í fjárhagsupp- byggingu fyrirtækja er annar en í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem saga hlutabréfaviðskipta er lengri. I Japan og Þýskalandi vegur hagur hluthafa ekki eins þungt við rekstur fyrirtækja og í Bandaríkjun- um og Bretlandi og hagsmuna birgja, viðskiptavina, viðskiptabanka og fjármálafyrirtækja og starfs- manna er gætt í ríkari mæli. í Japan eru það jafnvel stjórnend- ur sem hafa valið eigendur fyrir- tækja sinna, þ.e. hluthafa til að ljá rekstrinum stöðugleika og styrk í ólgusjó og óvissu í viðskiptum á al- þjóðlegum markaði. Hvatning til að viðhalda stöðugleika í rekstri og sýna sífellt betri árangri er ekki-síð- ur til komin vegna starfsmanna í japönskum fyrirtækjum. Stjómend- ur þeirra telja sig bera skuldbinding- ar til langs tíma gagnvart starfs- mönnum sínum og viðskiptavinum ekki síður en raunverulegum eigend- um. Fáein áföll sem hafa riðið yfir í rekstri stórfyrirtækja í Þýskalandi síðustu misseri hafa vakið spurning- ar um eignarhald og stjórnun fyrir- tækja þar. Frá því á uppbyggingar- árunum eftir heimsstyijöldina síðari hefur hlutur banka verið ríkari í stjórnun þýskra fyrirtækja en tíðk- ast hefur í öðrum löndum. Bankar tilnefna stjórnarmenn eða tilsjónar- menn sem ætlað er að gæta hags- muna þeirra sem stórra hluthafa í mörgum mikilvægustu fyrirtækjum Þýskalands. En eftirlitsstjórnirnar hittast jafnaðarlega ekki nema þrisv- ar til fjórum sinnum á ári og í reynd er þar naumast um mikil áhrif eða skilvirkt eftirlit með rekstri að ræða á nútímamælikvarða. Um helmingur hlutabréfa í japönskum fyrirtælyum er í höndum langtímafjárfesta Þýsk og japönsk fyrirtæki eru þó að mestu laus við þann þrýsting frá hluthöfum um háa ávöxtun til skamms tíma sem þau bresku og bandarísku verða fyrir. Á hluta- bréfamarkaði í engilsaxnesku lönd- unum hafa viðskipti á markaði leitt af sér að samruni og ýfirtökur fyrir- tækja eru tíðir viðburðir, ekki síst undir lok níunda áratugarins. Ekki leikur vafi á að samruni og yfirtökur greiða fyrir þróun í rekstri fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.