Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATRIÐI úr fyrsta þætti verks Paile Granhoj, HHH. Dansararnir Soren Sundby, Peter Groes og Malene Hertz í hlutverkum sínum. DANINN Palle Granhoj og dansflokkur hans sýna tvö verk í Þjóðleikhúsinu 7. og 8. mars en sýningin er hluti norrænu menningarhátíðarinnar Sólstafa. Það eru verkin HHH og Sallinen sem eru hluti stærra dansverks sem nefnist Bodyfluids. Granhoj hefur á síðustu árum skapað sér nafn í danska dansheiminum með ferskum og athyglisverðum sýn- ingum. Hann hefur verið atvinnu- dansari í verkum ýmissa framsækinna danshöfunda frá 1986 en árið 1990 stofn- aði hann sitt eigið leikhús; Palle Granhoj Danseteater. Með Granhoj í för verða nokkrir dansarar og hljóðfæraleikarar þess. HHH er byggt á Ljóðaljóðum Salómons og skilgreint sem dans- mynd. Þema verksins er nekt, for- vitni og íhlutun og verkið er erót- ískt ,;pas de trois“ í þremur þátt- um. I fyrsta þætti standa nakinn karl og kona á sviðinu en svart- klæddur maður reynir að vekja með þeim kenndir gagnvart hvort öðru. Ekkert gerist hins vegar fyrr þau hafa klæðst fötum og samspil kynjanna hefst. Tónlistina samdi Ko de Regt, sem leikur á Obukona, kenýska bassalýru með silkistrengjum. Erfitík og hreyfilist Sallinen er hreyfilistaverk fyrir fjóra strengjaleikara og einn dans- ara. Þriðji strengjakvartett fínnska tónskáldsins Aulis Sallin- en er útsettur og leikinn af íjórum konum, sem sitja í beinni röð þvert yfir sviðið og snúa nöktu baki í áhorfendur. Eini dansarinn í verk- inu er karl, Palle Granhoj, sem staðsettur er á bak við hljóðfæra- leikarana. Hugmyndin á bak við þetta form er byggð á andstæðu orkuflæði - tónlistarmennirnir andspænis dansaranum. í dómi í Sydsvenskan segir m.a. um verkið Sallinen: „Hann (Palle Granhoj) hreyfir sig ekki úr stað en handleggimir og líkamsstaðan segja þeim mun meira. Hver er hann? Dauðinn? Syrgjandi fíðlung- ur? Maður í ósýnilegu búri? Hann virðist innilokaður en með hreyf- ingum sínum leitar hann út á við. Að lokum nær hann því stigi að handleggirnir hreyfast hratt T stóra hringi. Frelsið er einn mögu- leikinn." Granhoj er fæddur árið 1959. Hann hefur starfað með nítján danshöfundum, m.a. Nancy Spanier, Eske Holm, Gillian Clarke og Christina Caprioli. Ko de Regt er frá Hol- landi en býr í Danmörku. Hann hóf að leika á bassalýruna fyrir tólf árum og hefur samið fjölda verka fyrir leikhús og dans- leikhús. Þrír dansarar koma fram auk Granhejs. Malene Hertz lagði stund á dansnám við New Dance Development í Amsterdam. Hún hefur dansað víða, m.a. í Holland og Kanada. Peter Groes hlaut menntun sína í Kaupmannahöfn og New York. Soren Sundby er dansari og danskennari. Hann hlaut menntun sína hjá 1’Ac.ademie intemationale de la danse í París. Hann hefur dansað við Norsku óperuna og víðar. PALLE GRAIMHOJ DAIMSETEATER SYNIR í ÞJÓÐLEIKHÚSIIMU Píanðtdnleikar og doktorsverkefni Píanóleikarínn Nína Margrét Grímsdóttir heldur tónleika í Gerðubergi sunnudaginn 5. mars í boði Evrópusambands píanóleik- ara, EPTA, formaður þess er Halldór Hall- dórsson. Guðrún Guðlaugsdóttirræddi við Nínu Margréti um tónleikana og doktors- verkefni hennar um íslenska píanóleikara. NÍNA Margrét Grímsdóttir sagði um tónleikana í Gerðubergi að þar léki hún verk eftir fjögur tónskáld. Fyrst nefndi hún til Variasjónir eft- ir Mozart. „Það verk- efni tileinka ég Mál- fríði Konráðsdóttur, hún var fyrsti píanó- kennarinn minn, ég lærði 'þetta verk hjá henni í Tónmennta- skólanum í Reykjavík fyrir margt löngu,“ sagði Nína Margrét. Næsta verk á efnis- skrá Nínu er Sónata eftir Beethoven Op. 90, ein af síðari sónötum eftir hann. „Þetta er óvenjulegt verk og minnir um margt á Schubert,“ sagði Nína Margrét. „Þar næst leik ég sex píanóverk eftir Schön- berg frá árinu 1911. Þetta er Al- tónalverk, þar sem hann er að byrja að þróa sinn stíl, eiginlega sex smáverk. Variasjónir Serieses eftir Mend- elssohn er ijórða verkefnið sem ég leik í Gerðubergi. Þær eru eitt af aðal píanósónötum hans og eitt af helstu píanósónötum róman- tíska tímabilsins. Þar notar hann m.a. kontrapunkt og er undir áhrifum frá klassíska og róman- tíska tímabilsins í tónlistinni." Nína Margrét Grímsdóttir er að semja doktorsritgerð um íslenska píanóleikara sem hún vonast til að verði að bók á endanum. „Þetta er hluti af doktorsverkefni sem er mikil þörf á, því ekki er til neitt heildstætt verk um íslenska píanóleikara, aðeins ævisögur eða frásagn- ir af einstökum þeirra. Það er því brýn þörf á að skrifa um þetta fólk sem vann mikils- vert brautryðjenda- starf, sem ég og fleiri byggjum nú á,“ sagði Nína Margrét enn- fremur. „Ég vil líka láta þess getið að ég er mjög fegin að styrkir skuli vera veittir til verkefna í tónlist sem gefa ekki endilega af sér fjárhagslegan ágóða heldur fela í sér önnur verðmæti,“ sagði Nína Margrét. „Margrét Hjalt- ested víóluleikari og ég fengum T.d. nýlega styrk frá American Scandinavian Society í New York. Slíkir styrkir gera tónlistarmönn- um mögulegt að koma verkefnum, svo sem tónleikum og rannsókn- um, í framkvæmd sem ella væri varla mögulegt." Loks gat Nína Margrét þess að hún væri með fiðlu-píanó dúó, Nomas dúóið, með fíðleikaranum Nicolas Milton. „Við höfum haft aðsetur við Bloomingdale-tónlist- arskólann, þar höfum við flutt fiðlu-píanósónötur frá Vínarklass- íska tímabilinu, þ. á m. allar sónöt- ur Beethovens. Ég er þakklát fyr- ir að fá senn að koma fram á vegum EPTA á íslandi,“ sagði hún að lokum. NÍNA Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Þra eftir öðru tilverustigi LÍKLEGA eiga flestir danshöfundar erfitt með að koma orðum að verkum sín- um. Per Jonson er einn þeirra, dæs- ir þegar hann er beðinn um að lýsa verkinu Til Láru, sem hann samdi sérstaklega fyrir dansarann Láru Stefánsdóttur. Það verður sýnt í Þjóðleikhúsinu 7. og 8. mars. í sum- ar fer Lára svo erlendis til að sýna það, til Barcelona í júní og Þýska- lands í júlí. Verkið er tíu mínútur að lengd. Hljómlistina við það samdi Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld fyrir tvo slagverksleikara. Búning Láru gerði Hjördís Sigurbjörnsdóttir og lýsingu hannaði Páll Ragnarsson. Eimskip, Teater og dans og Norræni menn- ingarsjóðurinn styrktu sýninguna. Per Jonsson er í hópi framsækn- ustu danshöfunda Svía af yngri kyn- slóðinni. Hann er fæddur árið 1956 og hóf dansnám 19 ára. Vakti hann þegar mikla athygli sem dansari en þó fyrst og fremst sem dansahöfund- ur. Hann hefur m.a. samið fyrir Konunglega sænska balleítinn og hafa verk hans verið flutt víðs vegar um lönd. Héðan heldur hann t.d. til London þar sem hann mun starfa með Belle Rambert, dansflokki Chri- stophers Bruce. Per hefur áður starfað með íslenska dansflokknum. Það var árið 1990 en þá var flutt verkið Göng eftir hann. Við sama tækifæri samdi hann verkið „Vindar frá Merkúr" sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn. „í verkum mínum er engin ytri Morgunblaðið/Júlíus „VIÐ höfum verið sálufélagar í tvær vikur, unnið stíft og hlegið mikið," segir Per Jonsson dansahöfundur um sam- starf sltt við Láru Stefánsdóttur. atburðarás. Þetta er óhlutlægt verk, ég legg áherslu á kraftinn og túlkun tilfínninga. Allt í kringum mig, til- finningar mínar, hugsanir og draum- ar eru uppspretta hugmynda að dönsum," segir Per. „Þegar ég samdi Til Láru, sá ég fyrir mér ferð í tíma og rúmi. Leit að nýjum leiðum inn í nýja heima. Dansinn er tjáningarfullur og bygg- ist á hrynjandi og þránni eftir öðru tilverustigi." Rafmögnuð útgelslun íslenski dansflokkurinn kom að máli við Per á síðasta ári um að hann semdi verk fyrir sólódansara. Hann valdi Láru, sem hann hafði unnið með við sýninguna á Vindum frá Merkúr. „Það er ákaflega mikil- vægt að vinna með og semja fyrir ákveðna dansara. Lára hefur geysi- lega útgeislun á sviði; nánast raf- magnaða. Samstarf okkar hefur ver- ið einstaklega ánægjulegt, við höfum verið sálufélagar í tvær vikur, unnið stíft og hlegið mikið,“ segir Per. Er beiðnin um verkið barst frá dansflokknum kom Per að máli við Hjálmar H. Ragnarsson um að hann semdi verk fyrir dansinn en þeir þekktu nokkuð til verka hvors ann- ars. Hjálmar hafði samið fyrir Hlíf Siguijónsdóttur og þótti Per sú tón- list heillandi. Er Hjálmar hafði lagt lokahönd á verkið, tók Per við. Það var í upphafi árs og síðustu tvær vikur hefur Per æft verkið með Láru. Hann segir það vissulega taka nokkrum breytingum í túlkun á æf- ingatímanum en ekki sé um spuna að ræða og sjálf sporin haldist. Erfitt verkefni Lára Stefánsdóttir segir mikinn heiður að dansa í verki sem samið sé sérstaklega fyrir hana. „Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekist á við. Það krefst gífurlegrar einbeit- ingar, hún má ekki hverfa eitt andar- tak. Það er ögrun að takast á við verk Pers, þau spanna allan tilfinn- ingaskalann og gera miklar kröfur til þess sem túlkar." "1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.