Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 D 7 efna- eða atvinnuleysi fyrir viðkom- andi aðila. Þetta er fyrir utan áður- greinda persónulega hagsmuni. Stjómin tekur líka ákvörðun um verkefnaval og leikaramir í stjóminni eiga nú að gleyma því að þeir em leik- arar sem ber skylda til að standa vörð um sína eigin hagsmuni ásamt þeim þöglu en afar áreitnu kröfum sem gerðar eru til þeirra að hálfu ættingja og vina sem kusu þau gagngert til að standa vörð um hagsmuni sína.“ Styrkþegi í sjálfheldu Margrét nefndi sem dæmi að í núverandi stjórn sæti 35 ára gömul lausráðin leikkona sem var sagt upp föstum samningi ásamt níu öðrum leikurum. „Getur hún tekið ákvörðun um endurráðningu sína og tekið ákvörðun um ráðningu fleiri 35 ára gamalla leikkvenna sem kannski gætu gert hana sjálfa verkefnalausa? Það er nánast ómannúðlegt að krefj- ast slíks þroska og æðruleysis af einni manneskju. Getur formaður félagsins sem aðallega hefur starfað sem leik- stjóri hin síðari ár, tekið ákvörðun um leikstjórnarverkefni, sem hann eða þeir sem sækja um eiga að leik- stýra? Ég vil leyfa mér að efast um að það sé fólki sem hefur beinna hagsmuna að gæta, mögulegt að stunda slíkt starf af heilindum, jafn- vel þó að ég viti að hér er um alveg sérstaklega elskulegt og heiðarlegt fólk að ræða. í 16. grein segir að leikhússtjóri ákveði þýðanda hvers verks, leikstjóra og aðra listræna aðstandendur en leikstjóri skipar leikurum í hlutverk í samráði við leikhússtjóra. Þarna er hvergi minnst á hæfnispróf eða hvemig listrænir starfskraftar geta komið sér á framfæri eftir siðuðum reglum við leikstjóra eða leikhús- stjóra. Þarna er eingöngu ----------- miðað við persónulegan smekk og vinsemd þessara ráðamanna. Hugsið ykkur fyrir heila stétt að búa við slík skilyrði. Borgarstjóm, ég held Vanmat á markaðs- stöðu frjálsra leikhópa að stærsti styrkþegi yðar sé kominn í sjálfheldu, sem hann losnar ekki úr án hjálpar, en eins og oft vill verða með veika einstaklinga er ekki auð- velt að viðurkenna veikleika sinn og leita sér hjálpar. Þar kemur góður stuðningsaðili til. Einn af starfsmönn- um félagsins talaði um verndaðan vinnustað. Sennilega er það ekki út í hött að orða það svo. Ég held að veikindin séu komin á það hátt stig, samanber hagsmunaákvarðanatök- urnar. Það er skelfilegt til þess að hugsa að svona vanheilindi fái að grassera og það án meðferðar.“ at í höndunum. En það er mikill munur á honum og öllum öðmm leik- hópum. Hann er eini leikhópurinn sem vinnur eftir samningum Félags ís- lenskra leikara og þar kreppir skórinn mest. Við gætum sett upp 30-40 sýn- ingar á ári ef fólkið ynni kauplaust. En það er ekki stefna þess meirihluta sem nú er við völd í borginni. Gísli gagnrýndi það að við skyldum reka svokallað repertoir-leikhús, sem er með margar sýningar í gangi í einu. Það er hlutur sem við höfum rætt mikið og skoðað og látið okkur dreyma stóra hluti. Þór Tulinius tal- aði hér fyrir hálfum mánuði um hug- myndina um að btjóta félagið upp í marga leikhópa. Hún hefur verið í gangi hjá okkur frá árinu 1984. Okk- ur hefur langað að framkvæma hana, rétt eins og eitt stærsta leikhús Norð- urlanda gerði með góðum árangri 1975. Þetta myndum við gera strax ef það kostaði ekki helmingi meira að reka hlutina á þann hátt. Margrét ræddi um félagið sjálft. Við í stjórn þess metum umsóknir eftir reglum félagsins og ég veit ekki til þess að nokkurri umsókn hafi ver- ið hafnað inn í LR hafi hún staðist þau skilyrði sem eru sett. Inntöku- reglurnar er hægt að endurmeta. Hvað varðar afskipti okkar sem í stjórninni sitjum af mannaráðningum og verkefnavali þá er það svo að leik- hússtjóri hefur hvorutveggja með höndum. Við verðum að samþykkja fjárhagsáætlun. Auðvitað er í því mik- ið vald fólgið, en ég efa það að þeir sem sitja í stjóm hafi notað það til þess að koma sínum hlutum áfram í leikhúsinu. Uppsagnir við húsið í haust voru umdeiidar en þá var öllum yngri leikurum við húsið sagt upp. Endur- skoða á ráðningar og um mannahald í leikhúsunum yfirleitt er mikil og spennandi umræða í borginni." Kjartan sagði rétt að félagið berð- ist í bökkum. Samkvæmt úttekt á rekstri LR þyrfti félagið 170 milljónir til rekstursins en fengi aðeins 120 milljónir. Velti hann því fyrir sér hvort það væri framtíðin að leikarar kæmu og lékju ókeypis í stóru húsunum, eins og þekkist í Bandaríkjunum. LR leltl melra til leikhópanna Pétur Eggerz frá Möguleikhúsinu sagði lítið fyrir sjálfstæða leikhópa að hafa hjá borginni. Þegar leitað væri eftir aðstoð kæmi Borgarleik- húsið fyrst upp í hugann. Sagðist hann velta því fyrir sér hvort rétt væri að endurskoða samning borgar- innar og Leikfélagsins. Furðu sætti að LR skyldi ekki hafa leitað meira eftir samvinnu til að fullnýta húsið, ekki bara á leiksviðum heldur einnig anddyrið. „Sú stofnun borgarinnar sem hefur hvað dyggilegast stutt við bakið á fijálsu leikhópunum er íþrótta- og tómstundaráð, sem hefur gert mörgum kleift að halda starfinu áfram. Það hlýtur þó að skjóta skökku við að leikhópar eigi í öruggara skjól að venda hjá ráðinu en í Borgarleik- húsi. Skólamálaráð hefur af og til efnt til samstarfs við leikhópana og þá helst í því formi að keyptar hafa ver- ið sýningar sem búið er að vinna og frumsýna. Ég held að það væri mun betra ef leikhópar gætu unnið sýningu frá grunni í samvinnu við skólayfir- völd. Þá var nýlega aug- lýst eftir tilboðum í list- kynningar, það þýðir von- andi að þessi samvinna breytist. Aðrar stofnanir gætu einnig notið góðs af samstarfi við leikhópa og leikara. Ég nefni t.d. bókasöfn, Árbæjarsafn og listasöfnin, því leik- listina má nota til að miðla öðrum hugmyndum, kynna námsefni og list- greinar. Það er löng og erfið ganga fyrir okkur í ieikhópunum að fara um alla afkima borgarkerfisins í leit að stuðningi og því skora ég á þá sem standa að þessum stofnunum að hugsa nú málið, hvort þeir geti leitað til okkar.“ Vanmat á markaðsstöðu leikhópa Kostnaðarsamur draumur Kjartan Ragnarsson, formaður LR, kvaðst fagna umræðu um leikfélagið enda ræddu félagsmenn það oft hvað væri rétt í rekstri félagsins. „Gísli talaði um félagið sem lítinn leikhóp úti í bæ, sem hefði þetta stóra appar- Páll Baldvin Baldvinsson snerist til varnar Borgarleikhúsi. Hann sagði fjölmarga hafa stigið í pontu sem full- yrtu að þeir töluðu ekki aðeins fyrir hönd almennings í borginni, heldur einnig fyrir alla leiklistarstéttina meira og minna. Spurði Páll hver væri „Ég geisla" eins og „siónarmiö" ástæða þess að það væri sameiginleg stefna þeirra pólitísku afla sem buðu fram í borgarstjórnarkosningum sl. vor að LR hefði áfram yfirráð yfir Borgarleikhúsi. „Hver er ástæða þess að þetta hefur verið sameiginleg stefna, allar götur frá því að borgar- stjóm samþykkti byggingu þessa húss, að LR réði yfír því? Hún er einfaldlega sú að borgarbúar hafa kosið að það yrði þannig. Þetta fyrirkomulag á sér hvorki meira né minna en aldagamla hefð. Það þýðir samt sem áður ekki að ástæðulaust sé að endurskoða það fyrirkomulag. LR hefur markað leik- húsinu starfsgrundvöll og það er þess að gera breytingar þar á. Það breytir engu um það að þó að aðrir hópar verði teknir inn í- Borgarleikhúsið, verður að búa þeim einhvem rekstrar- grundvöll og þá emm við aftur komin að því hvaðan peningarnir eigi að koma. Reykjavíkurborg getur ekki í dag staðið að þessum rekstri í húsinu, frekar en svo mörgu öðm. Það er hins vegar mikið vanmat á markaðsstöðu sjálfstæðra leikhópa að telja það raun- vem'.egan rekstrargrundvöll þeirra að þeir geti tekið inn á ári 50-70 áhorf- endur. Þó það hafi gerst einu sinni á þessum áratug og einu sinni á þeim síðasta, er venjuleg aðsókn að starf- semi allra fijálsra leikhópa í Reykjavík innan við 10.000 manns. Borgarleik- hús er sótt heim af 60-70.000 Reyk- víkingum á hveiju ári.“ Svör leikhússtjóra Sigurður Hróarsson leikhússtjóri svaraði þeim spumingum og fullyrð- ingum sem fram komu um Borgar- leikhús. Byijaði hann á því að minna á að ætlunin væri að halda opinn fund um málefni leiklistarinnar í borginni, um málefni LR, um Borg- arleikhúsið. Þá svaraði hann fyrirspurn Péturs Eggerz, sem spurði hvers vegna Leik- féfagið leitaði ekki til hópanna? Sagði Sigurður leikfélagið í mörgum tilfell- um hafa leitað til þeirra þegar húsið væri ekki fullnýtt. Þetta hafi kostað félagið þó nokkurt fé en því sjái LR ekki eftir. „Margrét spurði hvernig staðið verði að ráðningu leikara á fastan samning hjá Leikfélaginu? „Það verður engin meginbreyting á því, til þess starfs er ég ráðinn. Ég mun ráða á fastan samning þá leikara sem mér finnst mestur akkur í fyrir LR að hafa innan sinna vé- banda ... í okkar rekstri er eina Ieið- in til að spara að hafa enga leikara á föstum samningi, það væri ódýrara fyrir okkur að reka leikhúsið með lausum samningum við leikara. Við höfum talið það skyldu okkar að hafa eins marga leikara á föstum samningi og mögulegt er.“ Spurt var hvort hæfnispróf yrðu? „Það verða engin opin hæfnispróf. Ég fæ sjálfur ekki séð eitthvað sem gæti tryggt betra siðferði en það sem nú er. Fullyrt var að leikhúsráðið sé nán- ast óhæft til að taka á þessum mál- um. Þar komu upp svo margir og snúnir hagsmunaárekstrar að leik- húsráðið þarf einungis að samþykkja þær tillögur sem leikhússtjóri gerir. Þá heyrði ég ekki betur en að Mar- grét segði að þeir leikarar sem hefðu verið ráðnir hjá LR síðustu árin hefðu fengið þessa ráðningu meira og minna vegna þess að þeir væru vinir, kunn- ingjar eða skyldmenni einhvers. Þetta þykja mér þung orð, órökstuddar dylgjur. Ákaflega niðurlægjandi orð um þá listamenn sem ráðnir hafa verið á fastan samning til LR á und- anförnum árum og eru þar starfandi." Lokaorö Síðust þeirra sem ræddu málefni LR var Édda Björgvinsdóttir. Hún sagðist uggandi um andlegt jafnvægi leikara í þessu landi, eftir að hafa átt svo miklar viðræður við svona marga um það hvort ræða ætti opið um leiklistina eða ekki og hvort fólk vildi segja sína skoðun eða ekki. „Ef það er rétt hjá Páli Baldvin að við höfum kosið það þegar við kusum R-listann að ekki yrði hróflað við ríkj- andi ástandi, þá veit ég ekki alveg hvort ég hefði sett x-ið þar sem ég setti það.“ Skoraði Edda á borgaryfír- völd að standa fyrir málþingi um leikl- ist í borginni. Mjög áríðandi væri að borgaryfirvöld stæðu að því og að efst á baugi yrði rekstur Borgarleik- húss. UM ÞESSAR mundir sýnir sænski listamaðurinn Peter Hagdahl hér á þremur stöðum í einu. í Nýlista- safninu við Vatnsstíg og á Listasafn- inu á Akureyri er hann í hópi góðra ' vina og félaga, þeirra Maríu Lind- berg, Ann Kristin Lislegaard og And- ers Boqvist. Lindberg og Boqvist eru sænsk eins og Peter Hagdahl, en Lislegaard er Normaður, búsett í Kaupmannahöfn og Berlín. í Slunka- ríki á ísafirði sýnir Hagdahl síðan einn síns liðs. Allar eru sýningarnar hluti „Sólstafa", norrænu menning- arhátíðarinnar. Peter Hagdahl er fæddur í Stokk- hólmi, en stundaði myndlistarnám við Valand listaháskólann í Gautaborg árin 1983- 1988. Árið 1991-1992 var hann síðan styrkþegi við hinn kunna PSl skóla í New York. Hagdahl fer ekki troðnar slóðir í list sinni, til þess er hann allt- of upptekinn af því að kanna víðemi tjáskipta og möguleika tjáningar. Eitt af lykilverkunum til að ákvarða síðari þróun hans var samstillingin I-Beam, frá 1992. Stálbitinn, eins og verkið gæti heitið á ís- lensku, eða Ég geisla - ef enska heitið er tekið sem sagnorð - var sýnt samtímis í New York og Helsinki. Stórum burðar- stálbita í tveim hlutum var tyllt á þijá steypta hleðslusteina. Allt um kring voru plastflöskur af ýmsum toga; nokkrar jafnvel stand- andi upp á bitanum. í sumum er ýmiss vökvi, ropvatn, uppþvottalögur eða matarolía. Á nærliggjandi vegg var haganlega tekin ljósmynd í lit. Samstillingin var sumpart hvatn- ing Peters Hagdahls til gesta um að halda vöku sinni svo smáatriðin gleymdust ekki. Þannig hélt áfram orðaleikinn um nafnið I-Beam, sem mátti skoða sem „Eye-Beam“ eða „sjónarmið“. Bitinn ákvarðaði grófa sjónlínu en plastílátin aukaatriðin allt um kring. Á allar flöskumar voru silkiþrykktar albúmsmyndir, eins il- man af óljósum endurminningum. Þannig elta minningarnar okkur uppi og trufla alla upplifun okkar, hvert sem við lítum. En þessar endur- minningar eru bundnar við hvern og einn. Því hafa hlutir og sjónarhorn eins ólíka merkingu og mennirnir eru margir. Eins og gengur erum við kunnug sumum en öðrum ókunn. Þannig telur Peter Hagdahl að merk- ing og gildi fæðist einvörðungu innra með okkur. Hlutlægt séð er raun- veruleikinn hins vegar laus við alla merkingu. Það erum við, hvert og eitt, sem gefum hlutunum gildi. Þú segir að þú hafír verið að breyt- ast undanfarið. Geturðu útskýrt hvernig? Peter Hagdahl: í Stálbitanum var ég fyrst og fremst að fást við ljós- myndir og endurminningar. 1993 stillti ég saman hlutum, sem ég kall- aði Sustained, eða „Varðveitt". Þetta verk var ekki á sömu huglægu nótun- um. Þar var opinn frystir með tveim litlum höggmyndum úr ís; skrúfusp- öðum og flösku. Til að halda þessum höggmyndum í formi varð stöðugt að bæta bensíni á mótorinn, sem knúði frystinn og tappa útblæstrinum út um rör. Þetta verk sagði sig sjálft. Sp: Starfsmenn sýningarsalarins máttu því ekki gleyma verkinu. Hvernig túlkaði verkið sjálft sig? Peter Hagdahl: Ég var að reyna að sýna að allir hlutir lúta sínu sér- staka samhengi og það er það, sem menn verða að varðveita. Á veggjun- um kringum frystinn raðaði ég blað- aúrklippum, ljósmyndum og málverk- um, sem koma áttu gestum á sporið. Þannig reyndi ég að túlka hin ýmsu fyrirbæri út frá merkingunni „frost og funi“. Sp: Ertu ekki hræddur við að út- skýra? Er það ekki of skólalegt? Peter Hagdahl: (Hlær.) Ég er ekki að útskýra verkið heldur nota hið eðlisfræðilega ástand til að vísa til heimsins utan við verkið. í þessu sérstaka tilfelli var ég að skoða áhrif orkunotkunar á samfélagið í efnhags- legu, sálfræðilegu og pólitísku tilliti. Þannig var ég með ýmsar töflur og línurit, ekki ósvipuð kerfunum hans Peters Halleys á Mokka. Mínar töflur hafa j)ó e.t.v. mun sálrænni skírskot- un. Ég setti þetta verk upp þrisvar, alltaf með ólíkum gögnum. Eins tók ég út það, sem mér fannst veikja samstillinguna. Sp: En hvernig tengist þetta nýj- ustu verkum þínum? Peter Hagdahl: (Hlær enn meir.) Það var stutt frá frosti og funa yfír í ölvun og þaðan yfír í ofskynjunará- stand. Eitt af smáverkunum í „Varð- veitt“ var málverkið „Ofskynjun“, eða Hallucination. Þetta er allt verð- ugt rannsóknarefni fyrir mann, sem hefur áhuga á að nota listina til að kanna tilfinningalíf nútímans. Þannig varð t.d. til verkið Intoxicated by Your Love, eða „Ölvaður af ást þinni“, frá 1993. Ymislegt af uppi- stöðunni í því verki fór fyrir bijóstið á gestum, einkum klórefnið á brúsun- um og pilluboxin. En pillurnar inni- héldu einmitt klór. í þessari samstill- ingu var einnig rottueitur og bjöguð mynd af raunverulegum ástarleik. Sp: Og mér sem fannst þetta vera nærmynd af orkídeu. Peter Hagdahl: (Hlær nú meir en nokkru sinni.) Það er ekki svo fjarri lagi. Heita brönugrös ekkí öðru nafni elskugrös? Annars eru sumar ljós- myndir mínar orðnar svo bjagaðar að þær er nær fullkomlega abstrakt. Annars varðar mig minnst um feg- urðargildi þess, sem ég geri. Mér finnst miklu meira spennandi að nota listina til að kanna tilfinningalíf nú- tímans. Það er nánast óplægður akur í listinni. Sp: Áttu þá við að listamenn séu betur í stakk búnir til að kanna til- finningasviðið en aðrar tegundir manna? Peter Hag;dahl: Öðru nær. Allir hafa burði til að gera þessu sviði verðug skil. Það eru ekki bara lista- menn, sem eru haldnir ofskynjunum. Það þarf einmitt að kanna betur alla þá ólíku þætti, sem ölva okkur nú- tímamenn. Það er ekki bara ástin og eiturlyfin. Menn geta bókstaflega séð hvaðeina í hillingum. Ég gæti því haldið svona áfram til dauðadags án þess að botna þessar rannsóknir mín- ar. Halldór Björn Runólfsson. Morgunblaðið/Július PETER Hagdahl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.