Morgunblaðið - 04.03.1995, Page 8

Morgunblaðið - 04.03.1995, Page 8
8 D LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, án titils. Kolateikiiigar og lágmyBdir SYNING TVEGGJA LISTAMANNA I LISTASAFNI AKUREYRAR IDAG klukkan 16.00 verður opn- uð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum tveggja lista- rnanna, Ragnheiðar Jónsdóttur og Guðmundar Thoroddsen. Ragn- heiður sýnir í austursal safnsins stórar kolateikningar en Guðmund- ur sýnir í miðsal lágmyndir sínar. Ragnheiður Jónsdöttir á að baki langan og litríkán feril, einkiun á sviði grafíklistar, og verk hennar prýða listasöfn víða um heiminn auk þess sem hún hefur haldið Qölmargar einkasýningar, bæði heima og eriendis, og tekið þátt í mörgum tugum samsýninga vítt og breitt um veröldina. Frá því 1988 hefur hón jafiiframt grafíkinni fengist við teikn- ingar og hefur haldið sýn- ingar á þeim af og feil, meðal ann- ars stóra sýningu á Kjarvalsstöð- um á síðasta ári. Fyrir þá sýningu hlaut hún á dögunum menningar- verðlaun DV. Guðmundur Thoroddsen hefur einkum unnið að myndverkum sem tengjast sjó og ferðalögum og á sýningunni á Akureyri sýnir hann lágmyndir sem segja frá sigiingum um kunn og ókunn heimshöf. Hann hefiir átt verk á mörgum einkasýningum, bæði heima og erlendis, og jafnframt á samsýn- ingum. Afar stórar teikningar Myndir Ragnheiðar Jónsdóttur eru afar stórar, teiknaðar með við- arkoium á pappír. Hvað stærðina snertir segir hún stökkið frá grafíkinni afar stórt. Frelsið sem í því sé fólgið að fara með kolin yfir þennan gríðarstóra myndflöt sé á vissan hátt eins og lausn frá fjötrum fínlegra og nákvæmra vinnubragða við grafíkverkin. „Mér finnst svo mikil hvíld að komast í kolin og pappírinn, þessu fylgir allt önnur hreyfíng og það er líka allt önnur tilfinning að vinna svona stórt. Tilfinning sem er einna líkust því að vera komin inn í myndina sem ég er að gera hveiju sinni.“ Myndefnið segir Ragnheiður tengjast því sem hún hefur áður unnið að í grafíkinni. Þetta hafí þróast smátt og smátt út frá því. Fyrst hafí hún sýnt teikningar 1988 og síðan stórar teikningar í Norræna húsinu 1990, þá árið 1992 í Iceland Gallery í Haag í Hollandi og loks á stóru sýning- unni á Kjarvalsstöðum í fyrra. Milli þessara sýninga sé sýnileg þróun í teikningunni og myndimar sem eru á sýningunni í Listasafn- inu á Akureyri séu að sumu leyti myndir frá Kjarvalsstöðum og öðru leyti nýrri verk í rökréttu framhaldi af hinum. Ekki sagðist Ragnheiður hætt að fást við grafík. „Nei, aldeilis ekki, ég er alltaf í grafflrinni og tek á hveiju ári þátt í stórum al- þjóðlegum grafíksýningum út um afían heim. Mér finnst hins vegar óskaplega gott að taka mér annað slagið svolítið frí frá því að vinna með öll þau eiturefiii sem þarf að hafa með höndum við ætinguna og svo er líka mikil hvíld í að komast í kol og stóran pappír frá grafíkinni, sem er öll smærri í sniðum. Breyt- ingín er bara sú að ég er núna að fást við tvennt í stað eins áður.“ SJónarhornið af sjónum í lágmyndum sínum sagði Guð- mundur Thoroddsen að væri óbein nálgun við ýmsar tilfínningar sem hann yrði fyrir á flakki um höfín. „Ég er að segja frá ferðalögum og tilfínningum. Sjónarhomið er alltaf frá sjó og yfirleitt eru ein- hveijir bátar í öllum mínum mynd- um. Þetta eru allt lágmyndir, sam- settar úr ýmsum efnum og þáttum, tré, steini, málmum, vatnslitum, olíulitum og málningu. Litimir em ekki æpandi, þeir eru frekar dauf- ur, en ég næ þeim oft fram með efnunum sem ég nota. Og þessar myndir er allar settar saman úr nokkrum hlutum." Guðmundur býr á ísafírði og sagði áð þar væri ágæt aðstaða til sýninga í galleríinu Slunkaríki og þangað kæmu regiulega sýn- ingar listamanna, bæði íslenskra og erlendra. „Einangranin er kannski helst fólgin í því að komst ekki á fleiri sýningar, en svo bregður maður undir sig bátsskel og siglir til meginlandsins annað slagið til að seðja hungrið." Sýning Ragnheiðar Jónsdóttur og Guðmundar Thoroddsen í Lista- safninu á Akureyri verður opnuð klukkan 16.00 í dag og stendur allan marsmánuð. Sverrir Páll Lítilræði TONUST Sígildir diskar JOHANN D. HEINICHEN Johann D. Heinichen: Concertí Grandi. Musica Antíqua Köln u. stj. Reinhards Goe- bels. Upptakæ DDD, Köln 2-3/1992. Archiv 437 849-2. Lengd: 611.-02. Verð kr. 1.499. EKKI er allt sem sýnist. Hátimbrað hljómkviða getur reynzt hismi eitt, einföld bamagæla upplifun aldarinnar í hugar- fylgsnum hlustandans. Einhverra hluta vegna er tilhneiging nú á dögum til að halda afþreyingu og list aðgreindri, líkt og hvorugt hafí neitt með hitt að gera, eða þá að poppið eigi eitt að hafa ofan af fyrir fólki. Það hefur einhvem veginn gleymzt, að stórir sem smáir spámenn fyrri tíma tóku því ekki aðeins með still- ingu, þegar þeir vora beðnir um að semja léttameti og afþreyingu, heldur lögðu þeir einnig listrænan og handverkslegan metn- að sinn í verkefnið. Raunar má halda því fram, að flestöll veraldleg tónlist fram á þessa öld hafí par défmition verið ein- hvers konar „skemmtimúsík“ enda var þá ekki verið að semja fyrir kollega, gagnrýn- endur og úthlutunamefndir listamanna- launa. Jafnvel ekki einu sinni fyrir kom- andi kynslóðir. Johann David Heinichen (1683-1729) þykir ekki lengur meðal stórbokka í komp- ónistagalleríi tónlistarsögunnar, og er svo sem ekki að undra, með risa eins og J.S. Bach í næsta nágrenni rúms og tíma. Og það verður einnig að segjast eins og er, að Heinichen virðist varla líklegur til að klifra upp úr sínum Kleinmeister-staíus úr þessu. Skemmtitónlist hans hefur ekki náð að færast í æðra veldi með tímanum. Dýptin lætur á sér standa. En sem höfund- ur „dínnertónlistar" þótti hann bera af á sínum tíma, og sú gáfa skilar sér enn þann dag í dag, ekki sízt í flutningi Musica Antiqua. Spilamennska þeirra skákar flestu sem ég hef heyrt af hljóðritaðri barokktónlist fyrr og síðar og er plötunn- ar virði ein og sér. Nákvæmnin og innlif- unin er hreint út sagt ótrúleg og brúar bilið milli „sagnrétts" flutnings á upphaf- legum hljóðfærum og stórkostiegrar hlust- unarupplifunar. Upptakan er í samræmi við flutninginn. WILLIAM WALTON William Walton: Anon in Love and other Chamber Works. John Mark Ainsley tenór, Kenneth SUlito, fiðla, Carlos Bonell, gitar, Hamish Milne & Gretel Dowdeswell, píanó. Upptakæ DDD, London 5/1991,1/1992 & 11/1993. Chandos CHAN 9292. Lengd: 66:31. Verð kr. 1.499. ÖLLU meira inntak og andagift sýnist manni búa í tóntaki brezka kompónistans William Walton (1902-83), þó að þessi tiltekni diskur geymi aðeins smærri kam- merverk, m.a.s. allt niður í íjórhendar píanóæfíngar fyrir krakka. Reyndar vora það einmitt þessi litlu píanóstykki, Duets for Children frá seinni heimsstyijaldarár- unum, sem beindi athygli undirritaðs að hinu spræka lagræna ímyndunarafli Walt- ons. Hið skinnabera form, bamsleg ein- lægnin og hin þröngu tæknilegu takmörk, sem þess konar smáverk útheimta, af- hjúpa sýndarmennsku betur en flest ann- að, og væri skemmtilegt könnunarefni út af fyrir sig að athuga, hvaða tónskáld okkar tíma hafa þózt eiga erindi við þessa vandasömu grein. Andstæðumar geta vart verið meiri en milli fyrsta og annars verks á diskinum. Fyrst er Toccata fyrir fiðlu og píanó (1923), fremur langt verk og nútímalegt (stílminni frá m.a. Bartók og Szy- manowski) miðað við seinni feril tón- skáldsins. Næst á eftir koma svo hin tíu ofur einföldu en innblásnu smálög fyrir fjórar (bams)hendur, að vísu einnig nokk- uð keimlík aðgengilegustu hliðinni á Bart- ók (For Children), en þó enn meir andrík- um skemmtistíl Frakka á við Debussy (Children’s Comer) og Pulenc. Þar er höf- undur heima; alla vega dró hann Toccöt- una (ásamt álíka módemískum Strengja- kvartett Nr. 1 frá sama tíma) til baka og hélt inn á tónalli og lagrænni braut sem hann skildi síðan aldrei alveg við. Restin af diskinum er ómengað yndi: Elegant og andríkur píanóvals úr Fafade, Canzonetta og Scherzetto fyrir fíðlu og píanó, tvö sönglög fyrir tenór og píanó, Fimm Bagatellur (= lítilræði) fyrir ein- leiksgítar og loks 6 sönglög fyrir tenór og gítar, Anon in Love, sem þrátt fyrir (hóflegt) 20. aldar yflrbragð munu að hluta byggð á trúbadúralögum frá miðöld- um, er notuð vora sem bakgrannsmúsík í hinni frægu Shakespeare-kvikmynd Laurence Oliviers, „Hinrik V“ frá seinni heimsstyijöld. Flutningurinn er þar sem endranær yfírieitt fremur lágstemmdur, en engu að síður af þeim gæðaflokki sem kemur beztu hliðum verkanna til skila með ágætum. Þetta er einkar viðkunnanleg plata. Hún vinnur á, þrátt fyrir þægilegt viðmót strax við fyrstu heym. Upptakan er ekkert slor heldur. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.