Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________VIÐSKIPTI____________________________________ Landsbankinn þarf allt að 1.200 milljóna víkjandi lán vegna nýrra eiginfjárreglna Lágt eiginfjárhlut- fall takmarkar svigrúm til útlána Eiginfjárhlutfall Landsbankans verður að líkindum rúmlega 9% í árslok þegar nýju reglumar taka gildi. Forráðamenn bankans telja þar teflt á tæpasta vað og jafnlágt hlutfall setji honum þröngar skorður í harðn- andi samkeppni á gármagnsmarkaði, eins og Kristinn Briem komst að raun um. STJÓRNVÖLD munu á næstunni þurfa að taka afstöðu til beiðni Landsbankans um að taka víkjandi lán til að styrkja eiginflárstöðu sína. Á ársfundi bankans í síðustu viku var því lýst yfir að bankinn teldi enga aðra leið færa til að hann gæti í senn uppfyllt nýjar alþjóðlegar reglur um eiginfjárhlut- fall sem taka gildi um næstu ára- mót og beitt sér eðlilega í fjármögn- un atvinnulífs og heimila. Verði orðið við þessari beiðni yrði það í þriðja sinn sem bankinn fengi fyrirgreiðslu til að styrkja stöðu sína vegna mikilla útlánatapa undanfarin ár. Landsbankinn fékk fyrst 1.250 milljóna víkjandi lán hjá Seðlabankanum í desember 1992 og 16. mars árið 1993 ákvað ríkisstjórnin að styrkja eiginfjár- stöðu hans með 2 milljarða fjár- hagsaðstoð frá ríkissjóði og 1 millj- arðs víkjandi láni úr Trygginga- sjóði viðskiptabanka. Heildarfyrir- greiðslan við bankann nemur því 4.250 milljónum. Ríkisstjómin setti það skilyrði fyrir fyrirgreiðslu sinni árið 1993 að Landsbankinn hrinti í fram: kvæmd á árinu 1993 skipulegri áætlun til þess að bæta eiginfjár- stöðu og afkomu sína m.a. með almennri hagræðingu í rekstri, fækkun útibúa, aðhaldi í lánum og lækkun erlendra endurlána. Skuld- batt bankinn sig til að fækka stöðu- gildum verulega og lækka rekstrar- kostnað. Jafnframt var gert ráð fyrir sameiningu dótturfélaga. Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir að mjög vel hafi gengið að uppfylla þessi skilyrði um lækkun kostnaðar og fækkun starfsfólks. „Ég held að það hafi allt gengið mjög vel því sparnaður í launum og lækkun á öðrum rekstrarkostnaði varð tölu- vert meiri en gert var ráð fyrir. Þannig hefur stöðugildum í bankanum fækkað um 270 á sl. fimm árum. Rekstrarkostnaður á árinu 1993 lækkaði um 200-250 milljónir miðað við fyrra ár og lækkaði áfram á árinu 1994. Það eru allir sammála um að þetta hafi SVONEFNDAR Bis-reglur um eiginfjárhlutfall banka og spari- sjóða kveða á um að eigið fé skuli vera að lágmarki 8% af svonefnd- um áhættugrunni en með eigin fé er heimilt að telja með víkj- andi lán innan vissra marka. I áhættugrunni eru eignir og skuldir metnar í nokkra áhættu- flokka sem í meginatriðum hafa verið eftirfarandi: Kröfur á ríkis- sjóð og Seðlabanka og kröfur með ábyrgð þessara aðila falla í 0% áhættuflokk. Kröfur á sveit- arfélög, opinber fyrirtæki og stofnanir samkvæmt nánari skil- greiningu falla í 20% áhættu- flokk. Kröfur tryggðar með veði í íbúðarhúsnæði, skrifstofuhús- gengið mjög eðlilega fyrir sig því engar athugasemdir hafa borist. Þá voru einnig hugmyndir um sam- einingu fjármálafyrirtækja. Það var stigið ákveðið skref í því efni með því að leggja niður Lind hf.“ Á síðasta ári var gripið til ákveð- inna aðgerða í útlánamálum sem næði eða fjölnota atvinnuhúsnæði innan vissra marka falla í 50% áhættuflokk. Allar aðrar kröfur falla í 100% áhættuflokk. Um næstu áramót verður sú breyting að fjöinota húsnæði færist yfir í 100%-flokk. Bis-reglurnar þýða að banki þarf ekki að eiga eigið fé á móti lánum til ríkisins þar sem um er að ræða 0% flokk. Þegar útlán lendir í 50% áhættuflokki þarf bankinn aftur á móti að Iágmarki 4 krónur í eigið fé fyrir hverjar 100 krónur sem hann lánar út. Sú staða getur komið upp að bankinn eigi nóg af lausu fé en geti ekki lánað það nema til ríkis- ins eða sambærilegra aðila. miðuðust að því að lækka útlán. Heildarútlánin lækkuðu um 5,5 milljarða króna eða 6,2%. Tilgang- ur aðgerðanna var að lækka svo- nefndan áhættugrunn og bæta þar með eiginfjárhlutfall. Hækkaði hlutfallið fyrir Landsbankann úr 9,5% í 9,64% milli ára. Eiginfjár- hlutfall samstæðunnar hækkaði úr 9,12% árið 1993 í 9,66% í lok sl. árs. Vegna nýrra og breyttra reglna um eiginfjárhlutfall sem taka gildi um næstu áramót mun hlutfallið lækka um 0,5% eða í um 9,16%. Þar er að mati Kjartans Gunnarssonar teflt á tæpt vað því þótt lágmarkseiginfjárhlutfall sé 8% sé æskilegra að hlutfallið sé a.m.k. 10% eða h'ærra til þess að bankinn hafi nokkurt svigrúm. Við þetta má bæta að það er umhugsunarefni að eigið fé Lands- bankans er einungis 5,9 milljarðar en heildareignir bankans námu röskum 102 milljörðum. Til saman- burðar má geta þess að eigið fé Eimskips nam um síðustu áramót tæpum 5,2 milljörðum. Áhættugrunnurinn hækkar um 5 milljarða Björgvin Vilmundarson, formað- ur bankastjórnar Landsbankans, greindi í ræðu sinni á ársfundi bankans frá fyrirsjáanlegum afleið- ingum hinna nýju reglna um áhættugrunn. „Fela þær í sér að öðru óbreyttu að áhættugrunnur Landsbankans mun sjálfkrafa hækka um 5 milljarða króna og eiginfjárhlutfall lækka af þeim sök- um um 0,5%. Bankinn getur mætt þessu með þrennum'hætti, ef mark- miðið væri að veijast þessari breyt- ingu. í fyrsta lagi þyrfti að halda áfram að skera niður útlán og lána helst aðeins til ríkis og sveitarfé- laga eða gegn tryggingum þessara aðila og lækka þar með áhættu- grunn um allt að 5 milljarða. í öðru lagi þyrfti aukinn hagnað sem svaraði til um 100 milljóna króna fyrir hvert 0,1% sem eiginfjárhlut- fall lækkaði. í þriðja lagi getur bann bætt eiginfjárstöðu sína með töku víkjandi lána. í ljósi vaxandi umsvifa í þjóðfélaginu og með auk- inni samkeppni á fjármagnsmark- aði sem leiða mun til lækkandi vaxtamunar og þjónustugjalda strax á þessu ári er borin von að hægt verði eða það teljist æskilegt að draga enn saman efnahags- reikning bankans. Þá benda áætl- anir til þess að ekki takist að skila þeim hagnaði sem þyrfti á þessu ári til að viðhalda eðlilegri eiginfjár- stöðu. Eftir stendur því sú leið sem síðust var nefnd að tekið verði víkj- andi lán.“ Breyta þarf lögum um viðskiptabanka „í bankarekstri í nálægum lönd- um þykir það eðlileg öflun áhættu- fjár að víkjandi lán nemi allt að helmingi eiginfjár eins og lög reyndar heimila," sagði Björgvin ennfremur. „Með stofnun lána- deildar við Tryggingasjóð við- skiptabanka og þeim ráðstöfunum sem gerðar voru til að styrkja eig- infjárstöðu Landsbankans virðist sá hugsunarháttur ríkjandi að víkj- andi lán séu aðeins tekin í erfiðleik- um viðkomandi banka. Löggjafinn staðfesti þennan skilning í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði en þar segir í 8. gr.: „Ríkisviðskipta- banka er óheimilt án samþykkis Alþingis að taka vlkjandi lán í því skyni að efla eiginfjárstöðu sína umfram það sem Tryggingasjóður viðskiptabanka getur veitt, sbr. 75 gr. laga þessara." Æskilegt væri að fella þetta ákvæði úr lögunum við endurskoðun þeirra. Á sama tíma getur hlutafélagsbanki aflað sér slíks láns frá stærstu hluthöfum í þeim yfirlýsta tilgangi að styrkja eiginfjárhlutfall sitt og fá þannig hagstæðari lánskjör erlendis. Að mati bankastjórnar verður ekki hjá því komist að fara fram á endurskoðun þessara ákvæða við- skiptabankalaganna. Að öðrum kosti er hætt við að stærsti banki landsins geti ekki beitt sér nægjan- lega á komandi misserum í fjár- mögnun atvinnulífs og heimila.“ Svigrúm til 1.200 milljóna króna lántöku Eins og fyrr segir heimila lög Landsbankanum að hafa allt að helming eigin fjár síns í víkjandi lánum. Eigið fé í árslok nam alls 5,9 milljörðum og víkjandi lán um 1,8 milljörðum. Eru greiddar 250 milljónir á ári af láninu. Bankinn hefur því svigrúm til að taka allt að 1.200 milljóna víkjandi lán til viðbótar og er áhugi fyrir því innan bankans að taka slíkt lán erlendis. Halldór Guðbjarnason, banka- stjóri, bendir á að samkvæmt lög- um sé Landsbankanum aðeins heimilt að taka víkjandi lán hjá Tryggingasjóði viðskiptabanka. Vilji bankinn taka lán hjá öðrum aðila þurfi leyfi alþingis. „Við verð- um því að sækja um lánið til Trygg- ingasjóðs viðskiptabanka. Hins vegar er það útúrsnúningur hjá ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu- neytisins að hér sé um að ræða frestun á afborgunum á þeim lán- um sem við höfum fengið. Nýtt víkjandi lán er nauðsynlegt til að bankinn geti fylgt auknum umsvif- um í þjóðfélaginu. Við getum ekki boðið út hlutabréf á markaði. Ann- ars vegar er hægt að auka eigið fé bankans með hagnaði eða að ríkissjóður leggi bankanum til auk- ið fjármagn og hins vegar með víkj- andi lánum. Víkjandi lán eru al- mennt notuð í bönkum um allan heim.“ Halldór segir ekkert ákveðið um það hvenær umsókn verði send til stjórnar Tryggingasjóðs við- skiptabanka en það verði væntan- lega síðar á árinu. Hvað eru Bis-reglur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.