Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1995 B 11 VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF DAGBOK Ráðstefna um landfræðileg upplýs- ingakerfi ■ „Landfræðileg upplýs- ingakerfi; Staðlar og sam- starf“ er yfirskrift ráðstefnu sem Lísa, samtök um sam- ræmd landfræðileg upplýs- ingakerfi á Islandi, efnir til föstudaginn 10. mars nk. á Hótel Sögu, A-sal, kl. 12.45- 17.00. Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn Lísu, kr. 1.500 fyrir nemendur, en kr. 3.000 fyrir aðra. Um morg- uninn verður haldinn aðal- fundur samtakanna á sama stað og hefst aðalfundur kl. 9. Á ráðstefnunni mun Antti Rainio frá finnsku landmæl- ingunum og Friðrik Sigurðs- son, formaður Fagráðs, um upplýsingatækni halda erindi um staðalvinnu á íslandi og þátttöku íslands í alþjóðasam- starfi. Þá munu Antti Rainio og Hafliði S. Magnússon hjá Borgarverkfræðingi halda erindi um samstarf aðila sem vinna með landfræðileg upp- lýsingakerfi á Norðurlöndun- um. Aðalfundir mAÐALFUNDUR Hf. Eim- skipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu í dag 9. mars og hefst kl. 14.00 MAÐALFUNDUR Sæplasts hf. verður haldinn í Sæluhús- inu á Dalvík, í dag 9. mars nk. og hefst kl. 14.00. UAÐALFUNDUR Tollvöru- geymslunnar hf. verður hald- inn í Gylltasal á Hótel Borg, í dag 9. mars nk. og hefst kl. 17.00. UAÐALFUNDUR Félags ís- lenskra stórkaupmanna hf. verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu, í dag 9. mars nk. og hefst kl. 14.00. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, mun ávarpa fundinn. Námskeið Námsstefna ■ 50 ÁHRIFARÍKAR að- ferðir til að auka þjónustu- gæði og halda í viðskipta- vini. Þetta efni mun Banda- ríkjamaðurinn Dr. Paul R. Timm fjalla um á námsstefnu á vegum Stjórnunarfélags ís- lands. Námstefnan verður haldin á Hótel Sögu í Reykja- vík, A-sal kl. 13.00-17.00. Dr. Paul R. Timm hefur samið fjölda bóka og greina um þjón- ustu við viðskiptavini, mann- leg samskipti, upplýsingamiðl- un og sjálfsstjórnun. Hann hefur doktorsgráðu í kerfis- bundinni upplýsingamiðlun frá Florida State University og er núverandi deildarforseti stjórnunardeildsar í upplýs- ingamiðlun í Marriott School og Management við Brigham Young University. 1 (!) Ráðstefnuskrifstofa ÍSLANDS SÍMI 626070 - FAX 626073 Samstaða álfram- leiðenda að bresta? * Alverð lækkar vegna frétta um aukna framleiðslu London, Moskvu. Reuter. ÁLVERÐ lækkaði allnokkuð á þriðjudag vegna mikillar sölu ýmissa fjárfestingarsjóða og dró með sér í fallinu aðra málma einnig. Var ástæðan ótti við, að brestir væru að koma í samstöðu álframleiðenda um að draga úr eða halda framleiðslunni í skefjum. Álverðið komst hæst í 2.195 dollara tonnið í janúar en á þriðjudag fór það í 1.816 dollara og var 42 dollurum lægra en deginum áður. Fréttir um, að rússnesku álverin væru að auka framleiðsluna og sú ákvörðun Aluminium Bahrains að hefja aftur fulla framleiðslu ollu ókyrrð og verðlækkun á álmarkað- inum og fréttir um, að álbirgðir hefðu enn minnkað töluvert breyttu engu um það. „Rússar gera allt til að koma í veg fyrir, að samkomulag álframleiðenda bresti alveg en það er engin ástæða til að standa við upphaflegt markmið um allt að tveggja milljóna tonna samdrátt. Það mun aðeins leiða til tilbúins álskorts," sagði ígor Pro- kopov, formaður í samtökum rúss- neskra álframleiðenda, og annar talsmaður samtakanna, Georgíj Wolfson, sagði, að vestræn fyrirtæki hefðu verið að auka framleiðsluget- una og Rússar færu að dæmi þeirra. Fundi framleiðenda aflýst í síðasta mánuði tilkynnti spænski álframleiðandinn Inespal, að tekin yrði aftur í notkun 37.000 tonna framleiðslugeta, sem lögð var til hlið- ar í ápríl fyrir ári, og þá var einnig . aflýst fundi þar sem álframleiðendur ætluðu að ræða ástandið á markaðn- um. í kjölfarið urðu margir markaðs- sérfræðingar til að spá því, að sam- staða álframleiðenda væri að fara út um þúfur. Það var janúar á síðasta sem full- trúar helstu álframleiðsluríkjanna, Bandaríkjanna, Ástralíu, Evrópu- sambandsins, Noregs, Kanada og Rússlands, náðu samkomulagi um að draga úr framleiðslunni um allt að tveimur milljónum tonna á ári en vegna mikils framboðs, einkum frá Rússlandi, var álverðið komið niður undir 1.000 dollara tonnið síðla árs 1993. Þetta tókst svo vel, að álverðið tvö- faldaðist á einu ári og birgðir á málm- markaðinum í London fóru úr 2,66 milljónum tonna í 1,41 milljón nú. Tölvur Einkatölvur seljast mest vestanhafs Flestar heimilistölvur á íslandi Hoston. Reuter. BANDARÍKIN eru stærsti einka- tölvumarkaður heims og verða það að minnsta kosti til aldamóta, aða.1- lega vegna þess að starfsmenn nota tölvúr til þess að vinna heima, sam- kvæmt könnun bandaríska fyrirtæk- isins Intemational Data Corp. Að sögn IDC eru flestir bandarísk- ir notendur um 13 tíma á viku við heimilistölvuna og 80% af þeim tíma tengist vinnunni. 55% heimssölunnar vestra Heimatölvur fyrir 24 milljarða dollara eru seldar í heiminum, þar af 55% í Bandaríkjunum, að sögn IDC, sem hefur aðsetur í Framing- ham, Massachusetts. „Bandaríkin hafa á hendi forystu á sviðum heimilistölva og margmiðl- unar,“ sagði stjórnandi rannsóknar- innar," David Moschella. „Afþreyf- ingaiðnaður og beintengd þjóunusta eru á miklu hærra stigi hjá okkur.“ Þó eru aðeins 22% heimilistölvu- kerfa í Bandaríkjunum búnar tölvu- diskum miðað við 14% í Evrópu,“ að því er segir í skýrslu IDC. í skýrslunni segir að hvergi í heim- inum séu heimilistölvur eins mikið notaðar og í Bandaríkjunum og 37% heimila eigi eina tölvu eða fleiri, þar á meðal tölvur sem vinnuveitendur eða skólar útvegi. Raunar eru tölvur til á 47,6% heimila á íslandi samkvæmt lífsstíls og neyslukönnun Félagsvísindastofn- unar frá því í ágúst á sl. ári, þótt þess sé ekki getið í skýrslu IDC. Til samanburðar bendir IDC aftur á móti á að tölvur séu til á 30% heimila í Belgíu, Hollandi, Lúxem- borg og Danmörku; 28% í Þýzka- landi; 24% í Bretlandi; 15% í Frakk- landi og innan við 10% í Japan. Ólíklegt er að bilið milli Evrópu og Japans minnki í bráð að sögn IDC, því að um 10% þeirra sem eiga ekki einkatölvur í öllum þessum lönd- um hyggjast kaupa sér tölvur á þessu ári. Rætt var við 7.000 neytendur í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og Japan. 6% af heildarsölunni Miðað við fyrirtækjatölvur eru heimilistölvur enn sem komið er að- eins 6% af öllum þeim tölvum sem seldar eru í heiminum. Seldar eru heimilistölvur fýrir 25.2 milljarða dollara, en alls eru seldar í heiminum tölvur fyrir 420 milljarða dollara. IDC áætlar að sala á heimilistölv- um muni aukast í 85 milljarða doll- ara, eða 14% af heildarsölunni, sem talið er að muni aukast í um 610 milljarða dollara árið 2000. í öllum löndum, sem könnunin náði til, sögðu aðspurðir að heima- tölvur kæmu að mestum notum í sambandi við vinnuna, en bandarísk- ir notendur sýndu meiri áhuga á menntun, afþreyingu, heimilisbók- haldi og beintengdri þjónustu en notendur í öðrum löndum. Á um 47% bandarískra heimila, sem eiga einkatölvur, eru mótöld til fjarskipta , miðað við 13% í Evrópu að sögn IDC VerkfræðingarS Byggjum upp sannar upplýsingar um kjör verkfræðinga á Islandi. Munið að taka þátt í kjarakönnun Stéttarfélags verkfræðinga. Stéttarfélag verkfræðinga. • NONNUN < C C B 1 • NOTA6! 1 L D 1 • Tölvubækur Nýlega hafa eftirtaldar bækur komið út: Windows 3.11 for Wörkgroups ásamt Mail og Schedule+ Works 3.0 fyrir Windows Access 2.0 fyrir Windows PowerPoint 4.0 fyrir Windows og Macintosh Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh Fást ásamt áður útgefnum titlum hjá tölvusölum, útgefanda og í bókabúðum. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28. sími 561 6699 Mgjj Ul ih m x 5 Hvar er skýrslan mtn, hvar er spjaldskráln, hvar ar stóra, gula, tvaggja gata mappan mín? Eina rétta svarið við óreiðu em góðar hirslur. Skjalaskápar em réttu hlrslumar á skrifstofuna eða hvem þanastað þar sem röð og regla þarf að vera á skjölum, möppum og öðmm gögnum. Kynnið ykkur vandaða og góða skjalaskápa, bæði frá Bisley og Nobö. Þeir fást í mörgum stærðum og bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Fáið nánari uppiýsingar hjá Bedco & Mathiesen hf., . < Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 565 1000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.