Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 2
2 E LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir LAND MÍNS FÖÐUR ÍSLENSKIR LISTVIÐBURDIR Í PARÍS dvalist í París síðan í ágúst til að vinna að Envoi. Við Ircam er eitt fremsta tölvutónlistarhljóðver í heimi og þar eru samankomin mörg helstu tónskáld nútímans. Þorsteinn Hauksson tónskáld og Atli Ingólfsson eru einu íslending- arnir, að ég best veit, sem unnið hafa við Ircam-stofnunina í París. Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari er nú aftur kominn til Parísar til að syngja við Bastillu- óperuna, en hann söng í fyrra eins og mörgum er kunnugt í Chatelet- söngleikhúsinu í óperu Strauss, Die Frau ohne Schatten (Skugga- lausu konunni). í þetta skipti syng- ur hann hlutverk Mefistófelesar, sem er eitt af þremur aðalhlut- verkunum í Fordæmingu Fásts eftir Hector Berlioz. Verkið er byggt á sögu Goethes um Fást og var frumflutt í Opera Comique í París árið 1846 við fremur daufar undirtektir. Sjálfur talaði Beriioz um „dramatíska þjóðsögu“ en ekki óperu, enda er verkið mjög erfitt í uppsetningu og hefur ekki verið sviðsett oft. ítalski leikstjórinn Luca Ronconi leikstýrir óperunni, sem var upphaflega sett upp í Teatro Regio í Turin 1992, Hu- bert Soudan sér um tónlistarstjórn og Margherita Palli um leiktjöldin. Kristinn er frábær í alla staði og þó að uppsetning óperunnar hljóti ekki mikla náð fyrir augum og eyrum franskra áheyrenda hef- ur Kristni tekist að sigra hjörtu þeirra eins og heyra mátti af mót- tökunum á sýningunni 23. febrúar og eins og Iesa má hjá flestum gagnrýnendum sem hafa skrifað um sýninguna. í dagblaðinu Le Monde talar gagnrýnandinn Anne Ray um „svalar móttökur frum- sýningargesta", en segir ennfrem- ur að ástæðuna megi eflaust rekja til þess að tónlistarstjórnin hafi ekki verið í höndum Myung Whun Chung tónlistarstjóra óperunnar og átti þetta að verða síðasta tón- stjórnunarverk hans áður en hann færi. Gagnrýnandinn hrósar Kristni m.a. fyrir nákvæmni og hnitmiðun í framburði og dialógum og segir einnig að móttökurnar á annarri sýningu hafi verið miklu hlýrri og betri. Pierre Petit gagn- rýnandi Le Figaro talar um í blað- inu 13. febrúar „að Kristinn sé að syngja hér Mefistófeles í fyrsta sinn og að hann geri það á mjög greindarlegan hátt“, ogennfremur segir hann að raddbeiting þessa íslenska barítóns sé töfrandi. Síð- asta sýning á Fordæmingu Fásts verður 5. mars. Kristinn söng einnig í 9. sym- fóníu Beethovens í Bastillu-óper- unni 21. febrúar og segir þessi sami Pierre Petit í lok greinar sem hann skrifar í Le Figaro 23. febú- ar eftir að hafa farið miklum lo- fyrðum um flutninginn almennt og stjórnandann, Michael Boder, að hann hafi algjörlega fallið fyrir hrífandi raddbrigðum íslenska ba- ritón-söngvarans og að nálægð hans á sviðinu sé yfirþyrmandi. Sænska menningarmiðstöðin hefur stundum boðið upp á tón- leika með íslensku tónlistarfólki og fyrir stuttu spiluðu þar Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari með spænskum píanóleik- ara við mjög góðar undirtektir. Þær munu einnig spila á tónleikum sem Edda Erlendsdóttir píanóleik- ari hefur umsjón með og munu fara fram í Auditorium Saint- Germain í 6. hverfi, 12. mars næstkomandi. Markmiðið er að kynna frönskum tónlistarunnend- um íslenska nútímatónlist og verða eingöngu verk eftir íslensk tón- skáld á efnisskrá, verk eftir Jón Nordal, Karólínu Eiríksdóttur, Hauk Tómasson, Þorkel Sig- urbjörnsson, Atla Heimi Sveins- son, Áskel Másson og Jónas Tóm- asson. Flytjendur verða auk Auð- ar, Bryndísar og Eddu, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Ein- ar Jóhannesson klarinettuleikari. Edda Erlendsdóttir píanóleikari, sem er búsett í París, hefur verið mjög iðin við að spila og kynna Frökkum íslenska tónlist alveg frá því hún hélt sína fyrstu tónleika í Frakklandi. Nú fyrir stuttu (21. febrúar) spilaði hún í klukkutíma í beinni útvarpssendingu á France Musique í þættinum En blanc et noir (í hvítu og svörtu) og spilaði hún þar auk verka eftir Carl- Philippe Emmanuel Bach og Grieg Vikivaka eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Það er orðinn fastur liður í menningarlífi Rúðuborgar að nor- ræna kvikmyndahátíðin hefjist þar í mars og verður sú hefð haldin í ár. Hátíðin hefst 17. mars og stendur til 26. mars. Að lokum skal geta þess að bók Steinunnar Sigurðardóttur, Le voleur de vie (Tímaþjófurinn), kemur út hjá Flammarion í franskri þýðingu Regis Boyer í byrjun maí. Paris, febrúar 1995. Laufey Helgadóftir. VIGNIR Jóhannsson opnar mál- verkasýningu í Galleri Borg í dag, laugardag, klukkan fjögur. í tilefni sýningarinnar heimsótti blaðamaður listamanninn í vinnu- stofu hans. í vinnustofu Vignis blasir við heldur óvenjuleg sjón. Lómarnir hans Jóns Stefánssonar, en mál- verkið heitir reyndar Sumarnótt, Lómar við Þjórsá, er þar í marg- faldri stærð og beggja vegna við hana stórir einlitir fletir, málaðir punktar og ljós á víð og dreif. Þeg- ar betur er að gáð má sjá þama fleiri gamalkunn- ug verk íslensku meistaranna sem unnið hefur verið með á svipaðan hátt. Það liggur því beint við að spyija Vigni hvað hanfi sé að hugsa í þess- um verkum sínum. Málverk meó minum meiningum „Þetta eru að hluta til minning- ar. Fyrsta málverkaeftirpre- ntunin sem Helgafell gaf út á sínum tíma var málverk Jóns Stefánssonar, Lómamir. Fleiri fylgdu í kjölfarið og voru þessar málverkaperlur samtímans bæði fallegar og ódýrar og kunni fólk vel að meta þetta framtak. Þær héngu á veggjum fyrirtækja og skóla og maður kom varla svo inn á heimili að ekki héngi ein af þessum eftirprentunum fyrir ofan sófann í stofunni. Einn vinur minn sagði reyndar að vinsælustu myndirnar hefðu verið kallaðar einu nafni: „Drottinn blessi heimilið!" Ég, eins og reyndar flestir, á minningar tengdar þessum eftir- prentunum. Þessi áhrif hafa leitað Vignir Jóhanns- son opnar mól- verkasýningu í Galleri Borg í dag sem hann nefnir Land míns föður mjög á mig undanfarið svo ég ákvað að mála þau, en með mínu persónu- lega innleggi. Til að ná fram þessum minningum nota ég íslenskt' lands- lag úr málverkum sem allir þekkja og tóna það gjarnan niður. Stærðar- hlutföllin hafa ekkert með stærð frumverkanna að gera. Inná mynd- flötinn set ég svo punkta, í dreifðu kerfi, en þessa punkta kýs ég að nefna „meiningar". Til hliðar við málverkið eru einlitir fletir, einnig með punktum og innan í punktun- um eru ljós sem varpa skímu á sjálfa myndina, en ljósið sjálft sést ekki. Hvert verk er því þrívítt til hliðar við sjálft málverkið, en verkið er rammað inn sem ein heild. Þemað í þessari sýningu er því það, að ég blanda mér inn í sígilda, islenska list með mínum meiningum." Afftur i mólverkió — Hvað með skúlptúrinn? Ertu ennþá að vinna við hann? „Síðastliðið haust fór ég aftur að mála eftir langt hlé. Það kom til af því að ég hafði ekki aðstöðu til að vinna skúlptúra. Reyndar eru í þessum verkum mínum ’sömu formin og í skúlptúrunum mínum, bæði þau hringlaga og sporöskju- löguðu. Mér finnst þetta því fram- lenging á þeirri þróunarbraut sem ég hef verið á og þó að ég bæti afgerandi landslagi inn í bakgrunn verkanna lít ég á þetta sem eina heild.“ ísland togar i mig — Ertu kominn heim til að vera? ,5Já, ég gæti hugsað mér það. Ég hef nú búið í Bandaríkjunum frá árinu 1979. Ég fór þangað fyrst í listaskóla í Rhode Island og bjó síðan í fimm ár í stórborginni New York. Þaðan flutti ég til Santa Fe í Nýju Mexikó, þar sem ég bjó og starfaði í níu ár. Þó að ég kynni vel við mig í Santa Fe þá er það svo skrítið að ísland kallar. Mér líður svo allt öðruvísi hér heima en úti. Mér finnst ég oft miklu meiri íslend- ingur en flestir sem búa hér,“ segir Vignir og hlær. „Það er alltaf eitt- hvað sem togar í mig; landið, veðr- ið, samfélagið, fólkið og félagarnir. Island og Bandaríkin eru tveir ólíkir menningarheimar. Hvorugur er betri eða verri en hinn heldur einungis ólíkir. Auðvitað eru Banda- ríkin svo stór að þar rúmast margir menningarheimar og er lífíð í Santa Fe mjög sérstakt. Borgin er staðsett út í eyðimörk. Hún er ekki mjög stór og eru flestir íbúanna á kafi í listum eða vísindum. Þarna er því mjög líflegt og skemmtilegt mannlíf og margt frægra listamanna sem hafa sest þar að. Mörg góð gallerí eru þama og mikið um að vera á listasviðinu. Það er heldur ekki á mörgum stöðum i Bandaríkjunum sem gefast svo góð tækifæri til að hitta og kynnast virtum og þekktum listamönnum. Umhverfið og lofts- lagið er líka alveg einstakt þarna svo ekki sé minnst á alla frægu veitingastaðina og indíánamarkað- ina. Allt um það, ég er kominn heim og er að koma mér upp vinnustofu hérna með góðra manna aðstoð. Ég hlakka mikið til að koma mér fyrir á vinnustofunni og snúa mér svo að vinnunni af fullum krafti“, segir Vignir að lokum. Nafn sýningarinnar er „Land míns föður“. Við opnunina leika þau Guðný Guðmundsdóttir, fíðluleikari, og Gunnar Kvaran, sellóleikari, lög frá fyrri hluta aldarinnar og þar á meðal lagið sem titill sýningarinnar er dreginn af. S.A.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.