Morgunblaðið - 11.03.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 E 5
STOFNINN ER
SANNSÖGULEGUR
Morgunblaðið/Kristinn
Aóstandendur dagskrór Listaklúbbsins um mannréttindi.
dóttur og þá er enn fjölmargt ótal-
ið.
Amnesty á Íslandi 20 óra
Fyrsta alþjóðlega ráðstefna
Amnesty er haldin á íslandi um
helgina og í tilefni hennar koma
framkvæmdastjórar 30 deilda til
landsins. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
framkvæmdastjóri Amnesty Inter-
national á íslandi er að vonum kát
vegna ráðstefnunnar sem hefur
verið lengi í burðarliðnum og segir
að dagskráin sé nokkurs konar
endapunktur ráðstefnunnar. Á
mánudagskvöldið ræðir Jóhanna
um átak í mannréttindamálum
kvenna sem samtökin efna til á
þessu ári í tengslum við mannrétt-
indaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Peking í september nk.
„Víða um heim er pottur brotinn
í því efni að mannréttindi kvenna
séu virt. Oft og tíðum skýla ríkis-
stjórnir þessara landa sér á bak
við menningarlegan mismun, og
reyna þannig að komast undan því
að framfylgja alþjóðasamþykktum
um mannréttindamál."
- En hvaóa brol eru þetta?
„Ég get nefnt dæmi frá Indlandi
og Pakistan, ef kona er handtekin
í þessum löndum er nær öruggt
að henni er nauðgað. Mannrétt-
indabrot á hendur konum á rætur
að rekja til misréttis, bælingar á
baráttuvilja þeirra, blóðugra styij-
alda og annarra átaka. Það er stað-
reynd“ segir Jóhanna ennfremur
„að konur verða fyrir öðruvísi og
oft harkalegri mannréttindabrot-
um en karlar. Vegna kynferðis
verða þær að þola margs konar
misrétti sem heldur þeim niðri.“
Jóhanna segir að með því að
setja saman dagskrá af þessu tagi
séu aðstandendur öðru fremur að
sýna tengsl lista og mannréttinda.
„Mikið hefur verið skrifað af bók-
menntum og samin tónlist sem á
einhvern hátt tengist mannréttind-
um. Á því viljum við vekja at-
hygli.“ Hún heldur áfram og segir
að starf Amnesty hafi mikil áhrif
og segir að ungt fólk hafí í vax-
andi mæli gengið til liðs við sam-
tökin. Sigurður A. Magnússon rit-
höfundur tekur undir orð hennar
og segir að þótt íslendingar séu
ekki þekktir fyrir að láta sig mál-
efni á borð við mannréttindamál
miklu varða þá hafí þrýstingur
samtakanna á stjórnvöld haft
raunveruleg áhrif.
Flutt verða ljóð úr ljóðabókinni
Úr ríki samviskunnar sem Sigurð-
ur þýddi og tók saman. Hann seg-
ir þetta vera „ljóð eftir fanga, fólk
sem hefur verið fangelsað og pynt-
að, þau eru bæði glettin og alvar-
leg og fjalla um mannlega þjáningu
yfirleitt og ástandið í heiminum."
Dagskráin í Listaklúbbnum
hefst kl. 20:30. Listamenn gefa
vinnu sína en aðgangseyrir rennur
til íslandsdeildar Amnesty.
Þ.J.
EFNI einþáttunganna kvað Ingi-
björg rekja sig að talsverðu
leyti sjálft. „Það er erfitt að segja
um hvað þetta er í raun og veru,
þá væri ég að upplýsa „plottið".
Hver einþáttungur fjallar um konu
og lífsreynslu hennar. Hún fer í
huganum yfír líf sitt og spyr sig:
Af hveiju var þetta svona. For-
sendan er að viðkomandi kona
stendur á tímamótum, þau atvik
hafa orðið sem neyða hana til að
gera upp líf sitt.
Tilurð verksins var það að búið
var að setja einn af þessum ein-
þáttungum á dagskrá Listaklúbbs
Leikhúskjallarans. Ekki varð þó
af sýningu hans. Vegna þess að
sýningin frestaðist fram yfir ára-
mót þá urðu einþáttungarnir þrír.
Tveir hinir síðari voru skrifaðir
skömmu fyrir jól. Þeir fóru beint
í æfíngu og voru frumsýndir sem
leiklestur 31. janúar, en síðan var
ákveðið að gera þetta að fullbú-
inni sýningu. Ein leikkona leikur
í hveijum einþáttungi og hver
þeirra er 30 mínútur að lengd.
Leikstjóri er Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir.
Allir eiga sér sína sögu. Það er
ekki endilega víst að manneskja
sem hefur lagt undir sig heiminn
eigi í raun merkari sögu en hver
annar einstaklingur. Saga hvers
einstaklings hlýtur alltaf að vera
einstök. Þessar konur sem ég er
að fjalla um eru eins og sagt er,
venjulegar konur. Hvað er svo
venjuleg kona?
Állar þessar konur eru að gera
upp Iíf sitt til þess að leggja grunn
að nýrri framtíð - til þess að lifa
af. Maður varpar upp mynd af
þessum konum, áhorfandinn nálg-
ast þær mjög mikið, og þá erum
við komnar út í formið, eintals-
formið. Þá er farið inn í hugar-
heim manneskju. ímyndaðu þér
að leikkonan sé inni í hjúp og
áhorfendur séu þar með henni,
þannig er formið. Það er hlustað
Ingibjörg Hjartardóttir
Einþáttungamir Dóttir-
in, bóndinn og slag-
hörpuleikarinn, eru nú
á fjölum Þjóöleikhú-
skjailarans. Höfundur
þeirra er Ingibjörg
Hjartardóttir. Guó-
rún Guólaugs-
dóttir ræddi við Ingi-
björgu um þetta verk
hennar, forsendur
þess og form þess.
á hugsanir manneskjunnar sem
sagt er frá.
Eintalsformið er einfalt að gerð
og ódýrt en aftur á móti mjög
erfitt af því að það reynir mjög
mikið á höfundinn og leikarann.
Textinn er svo mikill og það er
aðal málið að hann haldi athygli
frá upphafí til enda, þar reynir
bæði verulega á höfundinn og ekki
síst á hæfni leikstjórans við svið-
setninguna.
Mér fínnst alltaf merkilegt að
heyra fólk segja frá lífí sínu. Hug-
myndin að þessum einþáttungum
er í upphafi sú að ég fór á nám-
skeið í gerð einþáttunga í Dan-
mörku. Þá dvaldi ég í vinnubúðum
þar sem ijallað var um ýmislegt
sem tengdist leikhúsi. Aðferðin hjá
okkur var að fara niður í bæ með
segulbandstæki og fá einhvern til
að segja sögu sína. Þetta var fólk
sem við þekktum ekkert. Sumir
fundu róna á bekk, aðrir fundu
afgreiðslufólk í verslunum, vegfar-
endur í skemmtigörðum o.s.frv.
Síðan bjuggum við til úr þessum
efniviði einþáttunga.
Ég hafði fundið prestmaddömu
sem var að bíða eftir lest og var
á leið til Jótlands. Úr frásögn
hennar bjó ég til einþáttung sem
ég notaði á þessu námskeiði.
Mesta málið var að finna á frá-
sögninni flöt til að tala út frá. Það
eru mörg ár síðan þetta gerðist
en síðan hef ég oft hugsað um að
nota þessa aðferð við íslenska ein-
staklinga. Þessir þrír einþáttungar
eru að stofni til frásagnir lifandi
einstaklinga, þriggja íslenskra
kvenna sem ég síðan færi í búning
fyrir leikhús. Ég gekk til þessara
kvenna með segulband og þær
létu móðan mása yfir kaffíbolla.
Einþáttungamir í Leikhúskjallar-
anum eru afrakstur af þessari
samvinnu.
Við ætlum að fara með þessa
sýningu til Akureyrar í leikhús-
ferð. Sýning verður í Deiglunni
þann 23. mars nk. og fyrirhugaðar
eru tvær sýningar enn í Leikhú-
skjallaranum. Hugsanlega verða
fleiri sýningar, jafnvel á hveijum
einþáttungi fyrir sig, kannski á
matsöluhúsum eða annars staðar
þar sem áhugi er fyrir hendi.
HENRIK Wikström meóstjórnandi og John Schultx stjórn-
andi (til haogri)
SAGA Finnlands og saga elsta kórs landsins, Akademiska Sóngföreningen eóa Aka-
demen, eru samgrónar.
Sjálfstæðisárið, 1917, var frum-
flutt Till havs, fyrsta verkið sem
Sibelius samdi fyrir Akademen, en
hann samdi einnig tónlist við ljóð
eftir Karlfeldt sama ár og hafa þessi
lög oftast verið á efnisskrá síðan.
Meðal viðurkenninga sem kórinn
hefur fengið eru Equal Voices-verð-
launin í samkeppni breska útvarps-
ins, Let the People Sing.
Söngfélag háskólanema
Akademen er nú söngfélag Sam-
taka háskólanema í Helsingfors. Lið-
lega helmingur söngvara stundar
nám við Háskólann eða aðrar
menntastofnanir á höfuðborgar-
svæðinu. Flestir kórfélaga eru
sænskumælandi og er meðalaldur
þeirra um 25 ár. Markmið starfsem-
innar er að koma afburða tónsmíðum
fyrir karlakóra á framfæri og leita
jafnframt nýrra leiða í listrænni tján-
ingu. Slíkum árangri er kórinn talinn
hafa náð með þrotlausum æfíngum
og ögun, en þar að auki notfærir
kórinn sér nýjustu tækni eins og
tölvur og hljóðgervinga.
Fimm plötur hafa komið út með
Akademen og er unnið að þeirri
sjöttu. Er hér um geisladisk með
vorsöngvum að ræða, en margir
þeirra verða fluttir í söngförinni til
Islands. Söngferðir til útlanda hafa
ætíð verið mikilvægur hluti af starf-
semi kórsins og hefur hann víða
komið við. Hann söng meðal annars
á Heimssýningunni í New York
1939. Kórinn heimsótti ísland fyrir
tuttugu árum og stjórnaði þá Henrik
Otto Donner kórnum.
Dagskrá kórsins nú hefur verið
skipulögð í samvinnu við Sigurð
Harðarson arkitekt sem söng með
kórnum á námsárum sínum í Finn-
landi. Karlakórinn Fóstbræður er
gestgjafi.
Stjórnendur og tónskáld
Stjórnendur Akademen hafa kom-
ið úr röðum merkustu frammá-
manna finnsks tónlistarlífs. Má
nefna Bengt Carlsson, Nils-Eric Fo-
ugstedt, Erik Bergman, Henrik Otto
Donner, Markus Westerlund, Eric-
Olof Söderström og Tom Eklundh.
John Schultz gekk í Akademen
1980 og var gerður að stjómanda
haustið 1990. Henrik Wikström er
meðstjórnandi Schultz og samtímis
undirleikari kórsins.
Tenórsöngvarinn Björn Haugan
er fæddur í Noregi. Hann nam söng
við Tónlistarakademíuna í Stokk-
hólmi og í Mílanó á Ítalíu. Fmmraun
hans var hlutverk hertogans í Rígo-
lettó við Óperana í Ósló 1971. Hann
er nú ráðinn við Anhaltisches Theat-
er í Dessau í Þýskalandi.
Jeán Sibelius er höfuðtónskáld
Finna og átti með verkum sínum
stóran hlut 1 mótun finnskrar þjóð-
erniskenndar, ekki síst á ófriðartím-
um. Það er nánast óhugsandi fyrir
Akademen að leggja í tónleikaför
án tónverka Sibeliusar.
Sama gildir um Erik Bergman
sem stjórnaði kórnum í tvo áratugi.
Hann hefur lengi verið einn helsti
tónlistarmaður Finna og sérstakur
brautryðjandi nýrrar, endurskoðaðr-
ar tónlistarstefnu sem er laus úr
viðjum þjóðlegra hefða. Framar öðr-
um hefur hann farið ótroðnar slóðir
í túlkun kórverka. Bergman hlaut
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
1994.
Auk laga eftir þá Sibelius og
Bergman flytur kórinn m.a. lög eftir
Kuhlau, Lindblad, Alfvén, Wikander
og Orff.
Dagskrá kórsins
Fimmtudaginn 16. mars kl. 18
heldur Akademen tónleika í Háskóla
íslands, aðalbyggingu, sönghillingu
til háskólarektors. Sama dag kl. 20
verður Söngkvartett í Norræna hús-
inu.
Föstudaginn 17. mars kl. 20 verða
tónleikar í Langholtskirkju. Laugar-
daginn 18. mars kl. 17 heldur Aka-
demen tónleika í Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi.
Samantekt J. H.