Morgunblaðið - 11.03.1995, Side 6
6 E LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
EIN UMSVIFAMESTA útgáfa á
íslenskri tónlist á síðasta ári
var smáfyrirtækið Smekkleysa,
sem upphaflega var stofnað sem
einskonar einkafyrirtæki nokkurra
tónlistarmanna, rithöfunda, mynd-
listarmanna og listhönnuða og til
að tryggja stjómleysi innan fyrir-
tækisins eru framkvæmdastjórarn-
ir sex. Með tímanum varð Smekk-
leysa einna þekktust fyrir að vera
fyrirtæki Sykurmolanna, sem báru
hróður hennar með sér um heim-
inn, en hélt áfram að gefa út sitt-
hvað fleira en tónlist. Um tíma
virtist sem saga Smekkleysu væri
öll, vegna mikils rekstrartaps, en
á liðnu ári blómstraði fyrirtækið
sem aldrei fyrr; gaf út póstkort,
hljómplötur og fatnað.
Opinber fæðingardagur Smekk-
leysu er sá sami og Sindra, sonar
Þórs Eldons og Bjarkar Guð-
mundsdóttur, 8. júní 1986, kl.
2.50, en Smekkleysa var þó ekki
skjalfest fyrr en 18. september það
ár á fundi Ásmundar Jónssonar,
Bjarkar, Braga Ólafssonar, Einars
Arnar Benediktssonar, Friðriks
Erlingssonar, Jóhamars, Sigtryggs
Baldurssonar og Þórs. í stofn-
skránni segir undir yfirskriftinni
Heimsyfirráð eða dauði:
1. Þar sem „góður smekkur" og
„spamaður" eru höfuðóvinir
sköpunar og vellíðunar, mun
Smekkleysa s.m. hf. vinna
markvisst gegn öllu sem flokk-
ast undir „góðan smekk“ og
vspamað“.
2. I baráttunni gegn fyrrnefndu
(„góður smekkur" o.s.frv.) mun
Smekkleysa s.m. hf. beita öllum
Smekkleysa s/m hf. var
stofnuð sem alhlióa út-
gáfa en vegna þess
aó Sykurmolarnir uróu
óvart heimsfrægir hvarf
annar rekstur í skugg-
ann um hríó. Árni
Matthiasson komst
aó því aó fyrirtækió
hefur sótt mjög í sig
veórió, enda státar
það af sex fram-
kvæmdastjórum.
hugsanlegum og óhugsanlegum
aðferðum, s.s. innrætingu,
upprætingu, smekklausum aug-
lýsingum og tilkynningum,
dreifingu og sölu á almennu
drasli og úrgangi.
í stefnuskránni kemur "einnig
fram að félagsskapurinn hygðist
setja á stofn útvarpsstöð, Utvarp
Skratta, „sem einbeitir sér að
smekklausri tónlist og gaspri“,
veita viðurkenningarskjöl „þeim
einstaklingum eða félagsmönnum
sem skara fram úr í smekkleysi og
bruðli“, opna matsölustað/skemmti-
stað sem beri heitið Drullupytturinn
og „einbeita sér að útgáfu og fram-
kvæmd á hugverkum [félags-
manna] hver svo sem þau eru:
Hljómplötur, ritgerðir, skáldsögur,
Ijóð, myndverk, klæðnaður, fjöl-
skylduskemmtanir eða byltingar og
hvers kyns ræstingarstarfsemi.“ Af
ofangreindu má ráða að Sykurmol-
arnir áttu aldrei að verða aðalatriði
í starfsemi Smekkleysu og þó tón-
listarmenn hafi verið hluti stofn-
meðlima, þá helst fyrrum Kukl-með-
limir, þá voru Sykurmolarnir stofn-
aðir sem skemmtiatriði fyrir Smekk-
leysu og ekki mikil alvara á bak við
sveitina eins og Iesa má úr nafninu.
Þó hefur tónlist vcerið í meirhluta
af útgáfum fyrirtækisins, sem nú
eru orðnar á sjötta tug.
Fyrsta útgáfa Smekkleysu var
póstkort sem gefið var út í tilefni
Höfðafundar þeirra Reagans og
Gorbatsjovs sumarið 1986. Friðrik
Erlingsson starfaði sem auglýsin-
gateiknari og málaði mynd af leið-
togunum tveimur með ísland í bak-
grunni í snarhasti. Síðan sendi hann
myndina til kunningja síns á Akur-
eyri, sem litgreindi og prentaði kort-
ið fyrir lítið fé. Þrátt fyrir vantrú
verslana var kortinu vel tekið og
Friðrik, sem rak útgáfuna úr skott-
inu á bíl sínum var á þönum að
dreifa kortinu sem seldist í rúmum
3.000 eintökum. Féð sem aflaðist
var síðan notað til að kosta næstu
útgáfu, ljóðabók Braga Ólafssonar,
Dragsúgs, og fyrstu smáskífu Syk-
urmolanna, Ammæli.
ANNIR á skrifstefu Smekkleysu; Þór Eldon, Bragi Ólafsson
Lifaó á Sykurmolum
Þegar Sykurmolarnir slógu í gegn
úti í heimi varð rekstur Smekkleysu
blómlegur, enda fjármögnuðu Syk-
urmolarnir reksturinn að mestu leyti,
bæði með því að Smekkleysa hagn-
aðist á að selja plötur Sykurmolanna
hér á Iandi og svo að þeir lögðu allm-
ikið fé beint í fyrirtækið, enda var
iðulega tap á útgáfu fyrirtækisins.
Þannig gaf Smekkleysa út fleiri
bækur, þar á meðal síðustu ljóðabók
Þórs Eldons, bók Einars Melax sem
bundin v'ar í galvanhúðað stál, skáld-
sögur Jóhamars og Jóns Gnarrs og
margar hljómplötur. Ekki seldist allt
eins og til var ætlast og tap á mörg-
um útgáfum.
Á árinu 1990 gerði Smekkleysa
samning við útgáfuna Rough Trade
í Bandaríkjunum og Worker’s Pla-
ytime í Bretlandi um útgáfu á hljóm-
plötum hljómsveitanna Bless og
Risaeðlunnar í Bandaríkjunum.
Mikið var í það samstarf lagt og
meðal annars fóru hljómsveitirnar
utan til að leika á tónlistarráðstefnu
í New York. Það fór þó illa, því
ekki voru plöturnar fyrr komnar út
en fyrirtækið bandaríska fór á haus-
inn og þar glataðist sóknarfæri.
Þetta varð ekki til að létta róðurinn
hjá Smekkleysu, sem átti um þessar
mundir í kröggum, því vegur Sykur-
molanna, og þá um leið ijárstreymi
hafði minnkað ytra. Aðstandendur,
sem höfðu þó lítinn tíma til að sinna
rekstrinum vegna anna Sykurmol-
anna, sáu loks fram á grípa þurfti
UM SÆNSKA RITHÖFUNDINN
MARIANNE FREDRIKSSON
•ftlr Elisabeth Alm þýóing Eyvindur P. Eiriksson
Mér fannst botninn detta úr
lífinu. Dætur mínar tvær
fluttu að heiman. Ég átti í erfið-
leikum í vinnunni og var mjög ein-
mana. Maðurinn minn var sjómað-
ur. Angist mín var óþolanleg.“
Þannig lýsir Marianne Fredriks-
son þeirri lífskreppu sem hún lenti
í hálf-fímmtug. Þá hafði henni
gengið vel í starfí sínu sem blaða-
maður í rúm þijátíu ár.
Orðið „kreppa“ er ritað á kín-
versku með tveim táknum,
„hætta“ og „möguleiki“. Kreppa
Marianne Fredriksson leysti úr
læðingi bókmenntasköpun hennar.
Hún lærði hugleiðslu, „þessa ein-
földu leið inn í djúpa hvíld í vöku“,
og í hugleiðslunni komst hún í
ástand birtu og friðar. Friðar sem
hún þekkti aftur úr fjariægð frá
bamæsku sinni, fyrir orðin og tím-
ann. Á leiðinni upp úr þessu
ástandi birtust sterkar, áleitnar
myndir, oftast nærmyndir andlita.
Eftir nokkur ár tóku þær á sig
myndgerð, urðu „lifandi“, og hún
fór, á eigin spýtur, að breyta
myndum sínum í orð.
Fyrsta myndgerðin var Eva,
biblíumynd, sem hún hafði á engan
hátt fengist við fyrr. 1980 hóf hún
síðan feril sinn með skáldsögunni
Evas bok ‘Bók Evu’, þar sem sköp-
unarsagan er rituð frá sjónarhomi
konu. Hér hittum við Evu, á leið
aftur til paradísar. Einn sona
hennar er nýbúinn að vega annan
og hún er blinduð af reiði og sorg.
Nú hlýtur hún að rekja spor sín
til baka, svo hún geti gert sér
grein fyrir því sem raunverulega
gerðist.
Bókin varð samstundis vinsæl
og staðfesti tilveru andlegr-
ar/kvenlegrar þarfar hjá fjölda
fólks.
í kjölfarið á Evas bok kom
Kains bok ‘Bók Kains’ (1981) og
Noreas saga ‘Saga Noreu’ (1983).
Þessar þijár skáldsögur eru oft
nefndar saman undir heitinu
„Paradísarböm“. Allir vita, að
Adam og Eva áttu tvo syni, Kain
og Abel, en hve margir vita, að
þau áttu tvö önnur börn, soninn
Set og dótturina Noreu? Við hitt-
um þau öll í skáldsögum Marianne
Fredriksson, þar sem ævi Kains
verður að stórkostlegu og spenn-
andi ævintýri. Hann öðlast vald
og heiður og verður eitt stórmenna
samtíðar sinnar — en gagnvart
sjálfum sér losnar hann aldrei við
sök sína. Hann getur ekki einu
sinni deilt henni.
Frásögnina um Noreu má taka
sem spennusögu, en einnig
sem innlegg í umræðuna um það,
hvað meðvitund mannsins getur
falið í sér — sé hún ekki takmörk-
uð. Norea er kona með mikla mið-
ilshæfileika, það heitir nú að vera
„skyggn“. I þeim
menningarheimi, sem
hún lifði í, var hæfileiki
hennar álitinn mikil
gjöf, beint samband við
goðin. Þar af leiðandi
varð hún gyðja í hofí
Innönu.
Næsta saga hennar,
Simon och ekarna,
„Símon og eikurnar“
(1985), hefur e.t.v. orð-
ið vinsælust og mest
metin allra. Hún var
valin í sænska Várld-
sbiblioteket ‘Heimsbók-
menntir’. Þar eru 100
bestu skáldsögur
heimsins frá upphafi.
Að valinu standa Sænska akadem-
ían, félagskapur rithöfunda, bóka-
safnsfræðingar, menningarblaða-
menn og bókmenntaprófessorar.
Bókin segir frá drengnum Símoni,
gyðingi og tökubarni í verkamanna-
fjölskyldu í Gautaborg, og lýsir lífi
hans til fullorðinsára. Bókin fjallar
einnig um það, að allt of mikil
gæska skapar sektarkennd, að ást
verður ekki ræktuð, nærð eða vökv-
uð því að ást getur aðeins orðið til
þar sem enginn ótti er, og eini
möguleiki okkar til að lifa lífínu til
fulls er að viðurkenna duttlunga
tilverunnar. Án ótta og án þeirra
útskýringa sem takmarka.
Marianne Fredriksson hefur
skrifað fimm aðrar
skáldsögur. Den som
vandrar om natten ‘Sá
sem reikar í nóttinni’
(1988) gerist í Róma-
ríki fyrir fæðingu Jesú.
Hún lýsir m.a. hinum
fomu trúarbrögðum
sem andstæðu hinnar
nýbornu kristni. Gátan
‘Gátan’ (1989) fjallar
um morð og leiðir inn
í djúpa tilvistarkreppu
ungrar konu. Synda-
floden ‘Syndaflóðið’
(1990) sýnir okkur Nóa
og fjölskyldu hans.
Blindgáng ‘Blind-
ganga’ (1992) fjallar
um sama efni og Noreas saga. Þar
er lýst skyggnu bami sem er uppi
á okkar tímum og því mikil hætta
á að hún verði talin sálsjúk.
Fyrir síðustu bók sína, Anna,
Hanna och Johanna, var hún kjörin
Höfundur ársins 1994 af sænskum
bókasafnsfræðingum. Á bakgrunni
sænsks samfélags og þróunar líf-
skjaranna frá fátækt til velmegunar
dregur hún upp sterkar myndir
þriggja kvenna af mismunandi kyn-
slóðum sömu fjölskyldu. Vissir
lykilatburðir koma við allar kyn-
slóðirnar sem lifa þá í anda ólíkra
tíma. Marianne Fredriksson dregur
upp einstakar myndir af þrem kon-
um, myndir sem leggjast hver ofan
á aðra og falla e.t.v. saman að lok-
um. Bók um ást sem setur fram
spurninguna: Er hægt að vera óháð-
ur? Geta konur nokkru sinni orðið
fijálsar?
jjækur Marianne Fredriksson eru
orðnar sígildar og eru endur-
prentaðar í sífellt nýjum upplögum,
einnig sem kiljur. Þetta er mjög
óvanalegt í Svíþjóð þar sem bækur
eru orðnar „nýjungar“, ferskvara,
sem hverfur fljótt af borðum bóksal-
anna. Nú eru það næstum jafn-
margir karlmenn sem lesa bækur
hennar og konur, og hún hefur náð
traustum vinsældum hjá unga fólk-
inu.
Hvað er það sem gerir Marianne
Frederiksson að einum mest lesna
og dáða höfundi Svíþjóðar?
Ástæðumar eru margar. Fólk í
Svíþjóð býr í dag í mjög jarðbundnu
þjóðfélagi, þar sem lúterstrú hefur
misst mátt sinn. í því tómarúmi,
sem verður, fer fram leit andans
að einhveiju mikilfenglegu. í verk-
um sínum túlkar Marianne Fred-
riksson m.a. þessa tilhneigingu og
styrkir hana.
Hún kemur einnig mjög nærri
lesandanum. Við lestur bóka hennar
reynir maður innra með sjálfum sér
gleði og sorg, sem hefur e.t.v. alltaf
verið þar án þess að orðum verði
að því komið. Þessi sterka upplifun
Marianne
Fredrikssen