Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 8
8 E LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
TONLIST
Nótnaú tgáfa
ÍSLENSK SÖNGLIST
íslensk sönglist: Sönglög I-II. Ein-
söngslög I-ELI. Ritstjóri: Ólafur
Vignir Albertsson. Uppsetning,
textun og frágangur: Jón Kristinn
Cortez. Isalög sf., Reykjavík 1994.
Meðallagafjöldi: ca. 20 Iög. Verð
hvers heftis: 2.200 kr.
MIÐAÐ við mannfjölda eiga ís-
lendingar sem kunnugt er heims-
met á mörgum sviðum. Gott ef
ekki líka í sönglagagerð, því búið
er að grafa upp á þriðja þúsund
laga, flest frá „blómaskeiðinu" á
fyrri hluta aldarinnar. Og nú á loks
að gefá út ijómann af þessu í lík-
lega stærstu og vönduðustu heild-
arútgáfu íslenzkra sönglaga til
þessa. Sl. nóvember komu út hjá
Isalögum sf. fyrstu 2 hefti í
kennslubókaröðinni Sönglög, og
mánuði síðar fyrstu 3 hefti til al-
mennra nota af alls 15 áætluðum,
Einsöngslög I, II og III. í þessum
15 heftum verða alls rúmlega 300
lög, velþekkt, minna þekkt og
óþekkt, eftir 67 höfunda frá ofan-
vérðri 19. öld til dagsins í dag.
Munu þetta að öllum líkindum
beztu tíðindi sem söngunnendum
hafa borizt í langan tíma, því ís-
lenzk nótnaútgáfa hefur sjaldnast
náð að endurspegla tónsmíðastarf-
semina í landinu á sannferðugan
hátt.
Því fer annars íjarri, að undirrit-
uðum sé töm saga nótnaútgáfu á
íslandi. Háir honum sem sennilega
flestum, að uppflettirit um slík mál
eru ekki á hveiju strái, og munar
mestu um hina enn óútkomnu Tón-
listarsögu íslands sem Jón Þórar-
insson er með í smíðum; bíða henn-
ar án efa margir með óþreyju. Á
móti téðum þekkingarskorti vegur
hins vegar nokkur persónuleg
reynsla af teiknun og uppsetningu
nótna.
Það þarf reyndar ekki mörgum
blöðum að fletta til að slá því föstu,
að tölvusetning nótna í hérum-
ræddum söngheftum er tvímæla-
laust sú sem næst kemst fyrsta
flokks blýstungu. Viðmiðunin er
nærtæk, því Menningarsjóður gaf
á 7. áratugnum út röð kammer-
og einleiksverka eftir ýmsa inn-
lenda höfunda, Musica Islandica,
stungna í Vínarborg og á heims-
mælikvarða hvað nótnafrágang
varðar. Sú útgáfa hætti skyndilega
einhvem tíma á 8. áratug og hefur
aldrei hafizt aftur. Hvað olli upp-
þomun þeirrar merku gróskulindar
er mér hulið, nema þá eitthvað sé
hæft í þeim harmskoplega kvitti,
að menningarsjóðsgjaldinu af seld-
um bíómiðum og álíka hafi verið
breytt úr prósentuhlutfalli í fasta
krónutölu og fuðrað upp á verð-
bólgubálinu.
Eftir stendur, að langflest ís-
lenzk tónverk era, enn sem komið
er, aðeins fáanleg sem ljósrit af
misjafnlega læsilegum handritum
tónskáldanna. Og engan skyldi
undra, að hinn íslenzki örmarkaður
setji allri nótnaútgáfu þröngar
skorður, því jafnvel viðunandi
handskrift er dýr, og enn dýrari
er vélritun, stimplun, nuddþrykk
(Letraset) og hvað þær nú heita
allar tímafreku aðferðimar neðan
við dýrasta þrepið, blýplötustung-
una.
Eða hétu. Því nú horfír til bjart-
ari tíma. Tölvuforrit hafa á undan-
fömum 6-8 ámm tekið við af hinni
lýjandi handavinnu nótnateiknar-
ans - og jafnvel að nokkru leyti
af faglegri sérþekkingu. Þar við
bætist, að bókaprentunarkostnaður
hefur farið lækkandi á allra síðustu
ámm vegna vaxandi samkeppni.
Hin gífurlega fjölgun söngnema
á undanförnum áratugum hlaut
þess utan að auka þörfina á fram-
bærilegu úrvali eldri og yngri ís-
lenzkra sönglaga, enda má segja,
að gömul „hálf-útlend“ lagasöfn
eins og Ljóð og lög og „Fjárlögin"
hafí fyrir löngu gengið sér til húð-
ar með breyttum smekk, vaxandi
fæmi flytjenda og stórauknu fram-
boðj innlendra tónverka.
Úr nógu er sem sagt að taka,
og valið að sama skapi vandasamt,
þar sem víðsýni útgefenda, smekk-
ur og yfirgripsmikil þekking þarf
að koma til, enda fara gæði ekki
undantekningalaust saman við vin-
sældir. Það er reyndar fullsnemmt
að leggja dóm á lagavalið, meðan
aðeins fímmti partur heildarsafns-
ins hefur birzt, en að svo komnu
virðist útgáfan á réttri braut: leit-
andi og metnaðarfull, en tekur
samt fullt tillit til hinna sívinsælu
„hamraborga" standardrepertúars-
ins, þar sem innan um má fínna
óumdeilanlegar perlur íslenzkrar
sönglagahefðar.
Sönglög I og II taka mið af
Námsskrá Menntamálaráðuneytis-
ins í söng fyrir I. og II. stig. Laga-
valið er því háð þörfum söng-
kennslu, og þyrfti eiginlega reynd-
an söngkennara til að fjalla um þau
hefti. Þar era lögin í upphaflegum
tóntegundum höfundanna. Að öðra
leyti era uppsetning og frágangur
eins og í hinum söngheftum útgáf-
unnar.
í Einsöngslögum I-IH gerast
hins vegar þau nýmæli, að hvert
heftanna fæst í tveim útgáfum,
fyrir háa og lága rödd, og ætti það
að draga stórlega úr tónflutninga-
þörf, enda sú sérgeta í sorglegri
vanrækt meðal slaghörpuleikara
nútímans. Efni bókanna er einkar
vel „indexað", lögum raðað í staf-
rófsröð, tónskáldaröð, ljóðskálda-
röð og eftir upphafslínum ljóða.
Þá fylgja stutt æviágrip um tón-
skáldin ásamt ljósmynd af hveiju,
og jafnframt ártöl ljóðskálda.
Frágangur upplýsinga er í stíl
við útlit nótnanna, m.ö.o. allur
vandaður og traustvekjandi, og um
fátt hægt að hnjóta. Þó hefði e.t.v.
mátt hugsa sér til hægðarauka að
prenta ljóðin sér aftast í hveiju
hefti (og þá í heild, með hornklofa
um þau erindi/línur sem tónskáldið
sleppir), en slíkt ku að vísu fremur
fátítt. Tilurðartíma/frambirtingar-
tíma hvers lags hefði og mátt
nefna, ásamt viðbótarupplýsingum
um t.d. tilefni og útbreiðsluferil,
en sá fróðleikur ætti sennilega bet-
ur heima í sérhefti með heildarlaga-
skrá, þegar síðasta bindi raðarinnar
(XV) kemur út. Einna fráleitast
væri þó líklega að óska sér, að lífg-
að hefði verið upp á sumar Síðum-
ar með litlum vignettum, þar sem
fjárhagsdæmið hlýtur að standa
tæpt (þrátt fyrir 400.000 króna
styrk frá ríkisstjóm Davíðs Odds-
sonar og Seðlabankanum), auk
þess sem hér er næsta fátt góðra
línuteiknara. Kannski kemur þó að
því einn góðan veðurdag.
En það sem mestu skiptir er
fyrir hendi: íjölbreytt úrval, vönduð
nótnasetning, góður og ógegnsær
fílabeinsleitur pappír, saumaðar
arkir þar sem síður geta ekki dott-
ið úr, og gott verð. Aðstandendur
eiga hrós skilið fyrir þá auðsæju
natni sem blasir við á hverri síðu.
Hér er merkilegt þrekvirki í upp-
siglingu, ef tekst að ljúka öllum
15 heftum Einsöngslaga á sama
gæðastaðli. Og vonandi innan
skikkanlegs tíma. Því margt vantar
sárlega enn - t.d. íslenzka kórlaga-
bók.
Ríkarður Ö. Pálsson.
SÖNGPERLIIR
Á PRENTI
LEIKUSTARSTÚDÍÓ
EDDU BJÖRGVINS OG
GÍSLA RÚNARS
Edda Björgvins Gisli Rúnar
LEIKLISTARSTÚDÍÓ Eddu
Björgvins og Gísla Rúnars hefur
tekið til starfa í Reykjavík. Þar
er veitt tilsögn í hagnýtri leiklist
og boðið upp á ýmiss konar nám-
skeið.
í kynningu segir: „Á þessari
vorönn er á dagskrá tvenns konar
námskeið: annars vegar er um að
ræða Helgamámskeið, sem fela í
sér tveggja daga þjálfun í beitingu
líkama og raddar, og hins vegar
sex vikna leiklistanámskeið fyrir
byijendur. Á báðum námskeiðum
er tækni leikarans lögð til grand-
vallar en þó er vel að merkja um
tvö ólík námskeið að ræða; Helg-
arnámskeiðin era fyrst og fremst
ætluð „fullorðnu fólki á öllum
aldri“, sem vill á stuttum tíma fá
skilvirka tilsögn í undirstöðuatrið-
um tjáningar og framkomu og
ekki síður þjálfun í raddbeitingu
og framsögn er nýtast mun í hvers
kyns mannlegum samskiptum,
bæði í leik og starfí.
Helgamámskeiðin eru þó ekki
síður ætluð því fólki sem hefur
atvinnu af því að „koma fram“,
eins og það er kallað; þeim sem
þurfa að koma máli sínu á fram-
færi, með einum eða öðrum hætti,
þeim sem stafa við að leiðbeina
fólki, flytja ræður og fl. í þeim
dúr og má þar nefna kennara,
fyrirlesara, námskeiðahaldara,
fólk í stjómmálum, þá sem koma
fram í ljósvakamiðlum, sölufólk
og fólk í ýmsum þjónustustörfum
og fl. Helgamámskeiðin standa
yfír frá kl. 10.00-17.00, laugar-
daga og sunnudaga. Námskeið
af þessu tæi henta vel vinnustöð-
um, starfshópum og félagasam-
tökum og era sérstök kjör í boði
fyrir slíka aðila.
Sex vikna námskeiðin era sér-
staklega ætluð byijendum í leikl-
ist og sniðin fyrir þá sem hyggja
á leiklistanám í framtíðinni og
eins hina, sem fýsir að kynna sér
á skömmum tíma, út á hvað þetta
gengur allt saman og fá tilsögn
í helstu undirstöðuatriðum leik-
rænnar tjáningar. í skipan nám-
skrár er þess freistað að láta nem7
endur kynnast sem flestum undir-
stöðuþáttum í starfí leikarans í
leikhúsinu m.a. með beinni þjálf-
un, æfíngum, hagnýtu spjalli og
kynningu á starfsvettvangi.
Námsgreinar eru; leiktúlkun og
persónusköpun, þjálfun í verk-
kunnáttu og hagnýtri leiktækni,
saga leiklistar, stefnur og aðferð-
ir, vinna við ólíka
miðla, leik-
svið/hlj óðvarp/sj ón-
varp/kvikmyndir,
baksvið og hönnun
og síðast en ekki
síst, mælt mál og
beiting raddar, þ.e.
framsögn, fram-
burður, meðferð
texta o.fl. Á þessum
Sex vikna nám-
skeiðum er kennt
tvö kvöld í viku,
þijár klukkustundir
í senn og eru aldurs-
mörk 16-30 ára.
Rétt er að vekja at-
hygli á því að vegna
fyrirkomulags við kennslu, verður
að takmarka fjöldi nemenda á
hvert námskeið.
Ýmis önnur námskeið munu
verða á dagskrá Leiklistarstúdíós-
ins áður en langt um líður, m.a.
á sérhæfðari sviðum, s.s. í leik-
tækni fyrir lengra komna, leik-
stjóm og skipulagi, sögu leiklistar
með áherslu á stefnur og aðferð-
ir; sérstakt námskeið í gamanleik,
sem reyndar má segja að sé sér-
grein stúdíósins og margt fleira.
Aðalkennarar era þau Edda
Björgvins og Gísli Rúnar Jónsson
en síðar munu fleiri kennarar
bætast í hópinn eftir sérsviðum
þeirra námskeiða sem haldin
verða í framtíðinni. Skráning fer
fram milli kl. 17.00 og 19.00 alla
daga og þá era jafnframt veittar
allar nánari upplýsingar.
AUKASÝNING veröur ó Karnivali dýrnna i Slapa
á sunnudagskvöld.
Tónlistarskólinn i Kefflavík
og Pjassdansskóli Emiliu
AUKASÝNING Á
KARNIVALI DÝRANNA
f SÍÐUSTU viku fluttu Tónlistar-
skólinn í Keflavík og Djassdans-
skóli Emilíu Karnival dýranna eft-
ir franska tónskáldið Saint Sáens
í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík.
í kynningu segir: „Viðtökur
voru frábærar og var uppselt á
allar þrjár sýningarnar. I fram-
haldi af því var ákveðið að hafa
aukasýningu nk. sunnudagskvöld,
12. mars, í Stapa kl. 20 en miða-
sala opnar í Stapa kl. 19 sama dag.
í verkinu sem samanstendur af
14 lögum er fylgst með dýrunum
og hinum ýmsu kynjaverum und-
irbúa sig fyrir mikla hátíð,
Kamival dýranna. í útfærslu tón-
listarskólans hafa dansarar og kór
bæst í hópinn. Hljómsveit og kór
annast tónlistarflutning en dans-
arar leika og túlka alla kafla
verksins og er áhersla lögð á
skrautlega búninga, skemmtilega
sviðsmynd og ljós.“
Höfundar dansanna eru Emilía
Dröfn Jónsdóttir danskennari og
Sigriður Kr. Halldórsdóttir for-
skólakennari. Stjórnandi kórsins
er Gróa Hreinsdóttir en hljóm-
sveitarstjóri er Karen Sturlaugs-
son yfirkennari Tónlistarskólans
í Keflavík. Sviðsmynd gerði Sig-
mar Vilhelmsson og Ijósamaður
er Magnús Kristjánsson. Sögu-
maður er Guðný Kristjánsdóttir.