Morgunblaðið - 16.03.1995, Page 5

Morgunblaðið - 16.03.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 VIÐSKIPTI Landmælingar fá mengunarvamarkerfi Fullkominn búnaður gerir úrgagnsefnin skaðlaus LANDMÆLINGAR íslands tóku nýlega í notkun fullkomið mengunarvarnarkerfi í rekstri sín- um, vegna notkunar framköllunar- efna. Umfangsmikil framköllun fer fram hjá stofnuninni við loft- mynda- og kortagerð, að því er fram kemur í frétt. Við þá fram- leiðslu eru framköllunarefni notuð í töluverðu magni og kemur tækja- búnaðurinn algerlega í veg fyrir losun framköllunarefnanna í frá- veitu. í samræmi við mengunar- varnarreglugerð ber að gera efnin skaðlaus fyrir losun í fráveitu. í fréttinni kemur fram að al- gengt hefur verið í ljósmynda- og prentiðnaði að vinna úr vökvunum skaðleg eiturefni, svo sem silfur, en það er aðeins hægt að takmörk- uðu leyti, sem eftir þá meðferð er veitt í fráveitu og því áfram meng- unarvaldur. Ennfremur hefur, á mörgum stöðum, efnum verið safnað eftir notkun og þau flutt í viðurkennda förgun. Það krefst hins vegar mik- illar vinnu og aukameðhöndlunar með vökvana, sem teljast til spilli- efna og setja starfsemi í hættu þar sem þau geta orsakað margs- konar heilsukvilla. Fyrir utan mikla vinnu við söfn- un er kostnaður við förgun umtals- verður, en með tækjabúnaði þeim er Landmælingar íslands hafa sett upp er ferill framköllunarvökva nú í gegnum sjálfvirk eyðingar- tæki, í lokuðu kerfi og aukameð- höndlun efna vegna eyðingar heyr- ir sögunni til. Förgunarkostnaður verður nánast enginn, og í reynd skapast verðmæti sem frekari end- urvinnslu skapar tekjur. Tækja- búnaðurinn eyðir vökvanum í lok- aðri hringrás og er afkastamikill. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 2. tl 4. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ný lög um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlega tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Grensásvegi 11,2. hæð, frá og með 23. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Jarðborana hf. ilh JARÐBORANIR HF FRAMKÖLLUN loftmynda fer fram í stærstu framköllunarvél landsins, en mengunarvarnarbúnaðurinn er hér í forgrunni. Búnaðurinn er einfaldur í notkun og krefst einungis lágmarkseftir- lits af hálfu starfsmanna. í fréttinni segir að með notkun búnaðarins hafi Landmælingar íslands stigið brautryðjendaspor við meðferð spilliefna í ljósmynda- rekstri á íslandi, á notkunarstað, og komið algerlega í veg fyrir los- un í fráveitu. Fáir hafi tileinkað sér þessa aðferð hér á landi en hún sé algeng víða erlendis. Æski- legt væri að fyrirtæki hérlendis tileinki sér sömu aðferð og stuðli þannig að algerlega mengunar- Iausum rekstri, til hagsbóta fyrir umhverfið. Með tilkomu mengun- arvarna hjá Landmælingum ís- lands, í ljósmynda- og kortagerð, sé ýtrustu kröfum um umhverfis- vernd mætt. Hvar er skýrslan mfn, hvar er spjaldskráin, hvar er stóra, gula, tveggja gata mappan mtn? Eina rétta svarið við óreiðu eru góðar hirslur. Skjalaskápar eru réttu hirslumar á skrifstofuna eða hvem þann stað þar sem röð og regla þarf að vera á skjölum, möppum og öðrum gögnum. Kynnið ykkur vandaða og góða skjalaskápa, bæði frá Bisley og NobörÞeir fást í mörgum stærðum og bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Fáið nánari upplýsingar hjá Bedco&Mathiesenbf., J Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 565 1000. Fyrirtæki — fyrirtæki Fiársterkur aðili leitar fvrirtækis til kauns að fullu eða að hluta. Fullum trúnaði heitið. Öllum fyrirspurnum svarað. Svar merkt: „Fyrirtæki - 15777“sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 21. mars. YKKAR MAÐUR í ÞYSKALANDI Hafðu samband við Michael næst þegar þú þarft að flytja vörur til eða frá Þýskalandi Michael Sigþórsson hefur áralanga reynslu af inn- og útflutningsmálum. Hann er fulltrúi Samskipa í Þýskalandi. Á hverjum miðvikudegi er skip frá Samskipum í Þýskalandi og þaðan bjóða Samskip hagstæða for- og framhaldsflutninga með traustum samstarfsaðilum. Ef þú þarft að flytja vörur til eða frá Þýskalandi er Michael þinn maður. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.