Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 1
PilipP^ili AÐSENDAR GREIIMAR E PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1995 BLAÐ Eflum Alþingi - eflum lýðræðið Enn um tveggjaflokkakerfi FYRIR fjórum árum, nánar tiltekið fimmtu- daginn 18. apríl 1991, birtist í Morgunblaðinu þriggja dálka grein eft- ir mig er ég nefndi „Tveggjaflokkakerfi - Jafnframt öflugum landsmálaþingum flokkanna". í stað þess að gerast svo frekur að biðja Morgunblaðið um endurbirtingu á allri greininni læt ég nægja að minna enn á hug- myndina um tveggja- flokkakerfi og áhuga- sömum — og áhyggju- fullum(!) — lesendum vísa ég á grein mína hér um árið. Enn stendur að mínum dómi hver stafkrókur grein- arinnar. í apríl 1991 hafði stuðningur við tveggjaflokkakerfi birst með áhrifa- ríkum hætti. Samkvæmt faglegri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu höfðu 49,4% aðspurðra talið tveggjaflokkakerfi æskilegt á íslandi. Afstaða var mismunandi á milli fylgismanna flokkanna. Rúm 62% stuðningsmanna Framsóknar- flokks töldu tveggjaflokkakerfi æskilegt, rúm 43% Alþýðuflokks, 52,5% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokks, rúm 31% stuðningsmánna Alþýðubandalags, tæp 31% stuðn- Þór Jakobsson ingsmanna Kvenna- lista og tæp 73% stuðn- ingsmanna annarra flokka. Fólk vildi færri flokka — og annar hver maður vildi meira að segja láta tvo nægja! I grein minni árið 1991 legg ég til leið sem fara mætti til að koma á tveggjaflokka- kerfi. En vísast eru til aðrar leiðir sem fylgj- endur hugmyndarinnar gætu unnið_ að næstu áratugina. Ég lagði til að landsþing stjórn- málaflokka, „undir- þing", yrðu efld að áhrifum og völd- um, jafnvel svo að það þætti jafn eftirsóknarvert að komast á slík þing og nú beint á Alþing. Lands- þing yrðu vitanlega haldin á kostnað flokkanna. Flokksstarf og lýðræðis- leg þjóðmálaþátttaka þegnanna yrði efld með ýmsum ráðum. Fyrir nýjum sjónarmiðum yrði fyrst barist í flokkunum — og á undirþingum — í stað þess nú að menn rembast við að fara með þau í einni svipan beint inn á allsherjarlöggjafarsamkundu þjóðarinnar. Ég endurtek svo úr fyrrnefndri grein: Samtímis kerfisbundinni upp- byggingu lýðræðislegra undirþinga þarf að styrkja mikilvægustu stofn- un landsins, Alþingi, með því að hækka lágmarksfylgi sem krafist yrði af flokki viljihann fá fulltrúa á löggjafarþingið. Á 4 til 5 kjörtíma- bilum, á um það bil 20 árum, ætti að hækka lágmarkið smám saman, fyrst í 5%, síðan í 10%, þá 20% og að lokum í 35% (sicl). Flokkum fækkaði — og undir- þingum — með samruna flokka og pólitískra smáhópa. Kosningar og störf Alþingis í tveggjaflokkakerfi yrðu einhlítari í augum almennings. Kostir tveggja flokka kerfis eru umfjöllunar- efni Þórs Jakobssonar sem telur að slíkt kerfi muni styrkja lýðræðið ogþingræðið í landinu. í kosningabaráttunni yrði deilt um aðalatriðin. Líkt og í skák, þjóðar- íþróttinni, tækjust á tvær fylkingar. Flokkar — „undirþing" — Alþingi Hafa verður í huga, að með tilliti til lýðræðisins eru ofangreindir þrír þættir jafnmikilvægir. Með öðrum orðum: 1) hvetja þarf þegna lands- ins til þátttöku í stjórnmálaflokkun- um, 2) efla þarf lýðræðið með valda- meiri landsfundum — „undirþing- um" og 3) síðast en ekki síst þarf að efla Alþingi — með því að fækka flokkunum! Annars mun óreiða auk- ast í landinu og óþarfa vafstur verða æ dýrkeyptara. Höfundur er veðurfræðingur og 9, maðurá Hsta Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Útgjaldaþróun rík- is og sveitarfélaga í NYUTKOMNU riti Þjóðhagsstofnun- ar, „Búskapur hins opinbera 1993- 1994", er að finna töflur yfír yfír helstu hagstærðir ríkissjóðs og sveitarfélaga 1980-1994 (bls. 29-31) sem geta e.t.v. gefíð betri mynd af þróun skatttekna og opinberra útgjalda en misvísandi yfírlýs- ingar kosningabar- áttunnar. í töflum þessum kemur fram að frá 1990 til 1994 hafa • tekjur ríkissjóðs á mann lækk- að að raungildi (1990-verðlag) um 3,1% • gjöld ríkissjóðs á mann lækkað um 4,4% að raungildi. Á sama tíma hafa tekjur sveitar- félaga á mann lækkað um 1,5% og gjöld hækkað um 14,4%. í heild hafa tekjur hins opinbera á mann (ríkis og sveitarfélaga saman) lækkað um 3,2% á árunum Björn Matthíasson 1990 til 1994 en gjöld lækkað um 1,6%. Lítum svo á, hvern- ig þróunin var næstu fjögur árin þar á und- an, þ.e. 1986-1990. Aftur er samanburð- ur gerður á tölum á föstu 1990-verðlagi. Tekjur ríkissjóðs á mann hækkuðu um 12,7% og gjöld um 9,0%. Samsvarandi tölur fyrir sveitarfé- lög voru 15,3% og 13,2%. í heild hækk- uðu tekjur hins opin- bera á mann um 12,2% og gjöld um 9,4%. Af þessum tölum má draga þá ályktun að á síðasta kjörtímabili hefur sú ætlan tekist að halda út- gjöldum ríkissjóðs í skefjum, en hins vegar er greinilegt að lélegur hagvöxtur hefur haldið aftur að tekjunum, þannig að jöfnuður tekna og gjalda hefur ekki náðst. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki verið jafn aðhaldssöm og haldið áfram á braut útgjaldaaukningar í heild hafa tekjur ríkis og sveitarfélaga á mann lækkað um 3,2% á árabilinu 1990-1994, segir Björn Matthíasson, en gjöld á sama tíma lækkaðum 1,6%. þótt tekjuumsvif þeirra hafí þrengst eins og hjá ríkinu. Þess má geta að á árunum 1990-1994 var engin meiriháttar tilfærsla á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga, þannig að þessi tvö ár eru mjög samanburðarhæf, en á árinu 1989 átti sér stað mik- il breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem líklega bætti hag sveitarfélaganna á kostnað ríkisins um 2-3 milljarða króna. Ofangreindar tölur eru ekki leið- réttar fyrir þessari breytingu, en hún á í öllu falli ekki að hafa áhrif á tölur um tekjur og gjöld hins opinbera (þ.e. ríki og sveitarfélög til samans) fyrir tímabilið 1986- 1990. Höfundur er hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu. wm Oflug menntun - betra Island SAMEIGINLEGT einkenni þeirra þjóða sem hafa náð lengst efnahagslega, t.d. Japana og Þjóð- verja, er öflugt menntakerfi. Þess- ar þjóðir hafa fyrir löngu gert sér ljósa grein fyrir samspili efnahags- mála og menntunar og þannig lagt grunninn að efnalegri velsæld. Menntun er undirstaða framfara Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið mjög markvisst að nauðsyn- legum breytingum og umbótum á mennta- kerfinu hér á landi undir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Við íslendingar höf- um allt of lengi látið reka á reiðanum í þessum efnum og ekki gætt þess að laga skólakerfi okkar að þörfum nútíma þjóðfé- lags. Þeim verkefnum sem menntakerfinu er ætlað að sinna fer sífellt fjölgandi og kröfur um Það er beint samband milli menntunar þjóða, segir Sigríður Anna Þórðardóttir, og árang- urs í efnahagsmálum. skilvirkni og árangur eru sífellt að aukast. Menntun er ekki forrétt- indi fárra heldur er góð menntun fyrir alla undirstaða nútímasamfé- lags. Við erum í harðri samkeppni við aðrar þjóðir á öllum sviðum og aðeins með því að leggja höfuð- áherslu á gæði menntunarinnar fáum við staðist þá samkeppni alla. Ný grunnskólalög Á síðustu dögum þingsins í vet- ur var samþykkt ný löggjöf um grunnskólann eftir nokkur átðk við stjórnarandstöðuna sem vildi bregða fæti fyrir að þetta stóra framfaramál yrði lögfest. Helstu einkenni laganna eru: Léngri daglegur skólatími, fléiri kennsludagar, einsetning, skýr markmið, auknar kröfur um árangur í skólastarfi, agi og mark- viss vinnubrögð. Grunnskólinn verðar færður til sveitarfélaganna 1. ágúst á næsta ári sem er áralangt baráttumál þeirra og ég er þess fullviss að verður skólastarfi lyftistöng í framtíðinni. Höfuðáhersla er lögð á að tryggja sveitarfélögunum tekjur til að standa undir þessu verkefni sem þau hafa svo sannar- lega sýnt að þau hafa metnað til að sinna sem best. Sigríður Anna Þórðardóttir Þessi lög eru stórkostlegt hags- munamál allra fjölskyldna í landinu og stórt framfaraskref í íslensku menntakerfi. Framhaldsskólinn - efliug starfsmenntunar Frumvarp til laga um fram- haldsskóla var einnig til umfjöllunar á Al- þingi í vetur. Þar er gengið út frá því að starfsnám á framhaldsskólastigi verði forgangsverk- efni í skólamálum og gert ráð fyrir því að nám á framhalds- skólastigi sem undir- býr nemendur fyrir störf í atvinnulífi verði mun fjölbreyttara en verið hefur til þessa. Það verður að vinna markvisst að því að glæða áhuga ungs fólks á starfsnámi. í því sambandi er brýnt að efla starfsnám að gæðum og fjöl- breytni, að það hafi sem mesta hagnýta skírskotun og að nemandi sem velur starfsnám í framhalds- skóla eigi þess kost að halda áfram námi að því loknu án þess að byrja á ný frá grunni. Náið samráð við aðila vinnu- markaðarins um stefnu og fram- kvæmd er skilyrði þess að sam- staða náist um starfsnám á fram- haldsskólastigi. Við frumvarps- smíðina var að nokkru leyti tekið mið af starfsmenntakerfum Dana og Þjóðverja, en gæði og skipulag starfsmenntunar í þessum löndum nýtur mikillar athygli og viður- kenningar á alþjóðavettvangi. Við kjarasamningagerð nú í febrúar lögðu aðilar vinnumarkað- arins áheslu á að framhaldsskóla- frumvarpið yrði að lögum. Það gefur augaleið að efling starfs- menntunar skiptir gríðarmiklu máli fyrir íslenskt atvinnulíf og samkeppnishæfni þess. Menntamál eru efnahagsmál Skólamál og menntun snerta hverja einustu fjölskyldu í landinu og góð menntun skiptir ekki ein- asta sköpum fyrir heill einstakl- ingsins heldur ekki síður velferð þjóðar. Menntamál þjóðarinnar eiga að sitja í öndvegi og kosta verður því til sem þarf til að við getum í fram- tíðinni státað af og borið okkur saman við það besta í þeim efnum sem þekkist í veröldinni. Það er beint samband milli menntunar þjóða og árangurs í efnahagsmál- um. Menntamál eru efnahagsmál, undirstaða framfara og sóknar í atvinnulífinu. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjane'skjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.