Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 8
8 E FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSIMIIMGAR 8. APRIL Jákvæð og trúverðug jafnaðarstefna UNDIRRITAÐUR hefur ásamt mörgum beðið eftir þróun í átt að samfylkingu fé- lagshyggjuflokka. Að hér kæmi fram jákvæð og trúverðug jafnaðar- stefna, sem gætti hagsmuna heildarinn- ar og á forsendum lýð- ræðis fengi endurtekið brautargengi í kosn- ingum. Enginn leggur áherslu á þetta atriði nema Þjóðvaki. Breytileiki í skoðunum einstaklinga innan fé- lagshyggjuflokka er jafn mikill og skoðana- ágreiningur milli þeirra. Því eru flokksmúrar eingöngu til að við- halda valdakerfum sem byggð hafa verið upp. Skortur á trúnaði Alþýðulokkurinn hafði á við- reisnarárum fengið á sig þá ímynd að hann væri léttabátur Sjálfstæð- isflokksins. Þessu átti að breyta fyrir síðustu kosningar. Farið var um á „rauðum ljósum“ við annan mann. Viðbót var bætt við nafn flokksins til að telja fólki trú um að hann stæði fyrir jöfnuð, sem allir voru búnir að gleyma. Sú tæki- færisstefna er Alþýðuflokkurinn sýndi að loknum kosningum er glöggt merki um skort á trúnaði við sína kjósendur. Láta orð og efndir fara saman. Spilling og óheilindi hafa einkennt flokkinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Samviskuleysið kemur fram nú nýlega með áherslunni á matark- örfuna. Þar er fullyrt að innganga í ESB lækki matarverð um 30-40%. Notaðar eru sjö ára gamlar tölur um matarverð, ekki er tekið tillit til skekkju vegna framfærsluút- reikninga og þeirrar staðreyndar að reynsla annara ríkja er gengið hafa í ESB hefur ekki leitt í ljós lækkun á matarkostnaði, í sumum tilfellum hefur verið um hækkun að ræða. Við þurfum afl sem hefur meira kjöt á beinunum, þegar talað er um jöfnuð í samfélaginu. Kollsteypur og neikvæðni Alþýðubandalagið er það stjórn- málaafl, sem farið hefur flestar kollsteypur í breytingum á stefnu- skrá. Nú á ekki að þjóðnýta fyrir- tækin, heldur leggur flokkurinn áherslu á hagvöxt og útflutnings- leið. Þó formaður flokksins tali mikið á hinum nýju nótum virðast flestir aðrir í sinni trúarlegu óvissu skýla sér á bak við neikvæðni, upp- hrópanir og leit að óvini. Nú er reynt að höfða til breiðari hóps með því að fá til liðs við flokkinn einstaklinga, sem einhveijir flokks- eigendur hafa gefið viðskeytið „óháðir“. Það hljóta allir að sjá húmorinn í þessu. Framboðið legg- ur samhliða áherslu á vörumerkið „lengst til vinstri“ og „óháðir“. Það vantar opin og lýðræðisleg vinnu- brögð í flokkinn áður en við trúum því að fjöldi óháðra komi þar til fylkingar. Alþýðubandalagið verð- ur aldrei sá stórflokkur sem við þurfum til að gæta hagsmuna heildarinnar. Að breyta ímynd Framsóknarflokkurinn var hug- sjónaafl ungmennafélags-kynslóð- arinnar. En glóðin kulnaði og flokk- urinn varð samsafn bændahöfð- ingja og kaupfélagsforystu, sem tryggðu sig í sessi með lokuðu valdakerfi. Samspil Framsóknar- flokks, opinberra sjóða, Búnaðarfé- lags og fleiri aðila hefur stýrt bú- Gunnlaugur Ólafsson skaparháttum til sveita. Fram yfír 1970 voru sauðfjárbændur hvattir til sóknar, hefja skyldi stórtækan útflutning á lamba- kjöti. Margir bændur byggðu stór grindafj- árhús, treystu á for- sjárhyggju Fram- sóknarflokksins. Sama gerðist í fiskeldi og loðdýrarækt. Þar bera framsóknarmenn mikla ábyrgð. Bændur eru njörvaðir í fram- leiðslustýringu þar sem beitt hefur verið flötum niðurskurði og bústærð margra bænda orðin undir framfærslumörkum. í þessu kerfí hafa hagkvæmni, framtak og'sköp- un einstaklinga ekki fengið að njóta sín. Nú þegar landbúnaðarpólitík þeirra er gjaldþrota, þegar sveitirn- ar eru að leggjast í eyði hver á eftir annarri og þeir bændur sem eftir eru geta sig hvergi hreyft vegna þess kerfís sem framsókn- armenn allra flokka hafa komið á, reynir flokkurinn einfaldlega að skipta um ímynd. Hann reynir að hreinsa af sér ungmennafélags-, samvinnu- og bændaímyndina og kaupir upp flest veltispjöld í borg- inni og leggur áherslu á Reykjavík- ursvæðið í kosningabaráttunni. Þessi fyrrum bændaflokkur tekur nú þátt í hinni stórfelldu eignatil- færslu í landinu, með því að tryggja eignarrétt hinna útvöldu á físk- veiðiheimildum. Sú staðreynd að flokkurinn telur sig utan og ofan við skiptingu stjómmála í vinstri og hægri leiðir af sér tækifæris- stefnu, skort á skýrum línum milli sérhagsmuna og heildarhagsmuna. Fallinn á tíma Kvennalistinn hefur færst af grasrótarstigi. Réttlætiskröfur kvenna eru mikilvægar. Þörf er að auka þátttöku kvenna í stjórnmál- um, leiðrétta launamun, vinna gegn ofbeldi í samfélaginu og margt fleira má nefna sem er jákvætt við stefnumál Kvennalista. Líkt og Framsóknarflokkurinn telur listinn sig utan og ofan við skiptingu í vinstri og hægri, sem fyrir mér stendur fyrir heildarhagsmuni og sérhagsmuni. Hann telur sig þriðju víddina í pólitík, sú vídd er byggð á „reynsluheimi kvenna“. Tilvísan í þessa einstöku reynslu hefur reyndar lítið orðið vart í þeirri kosn- ingabaráttu sem nú er háð. Mikil- vægt er að jafnt konur og karlar með margvíslega reynslu komi að stjórnmálastarfí. Margt af þeim málum sem þær beijast fyrir þarf að leysa út frá sjónarhóli fjölskyld- unnar og í þeirri umræðu verða allir að taka þátt, konur og karlar, börn og gamalmenni, ríkir og fá- tækir. Eitt af markmiðunum var að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Fyrir seinustu kosningar í Noregi voru konur formenn fjögurra stærstu flokkanna þar í landi. Gæti verið að Kvennalistinn með sínum alhæfingum um sérstöðu kvenna sé farinn að tefja fyrir slíkri þróun hér á landi? Athugið hvaða afl hefur mest jafnræði milli kynja á framboðslistum. Fákeppni og tengslamyndun Sjálfstæðisflokkurinn er stór, miðað við þá sérhagsmunagæslu sem flokkurinn stundar leynt og ljóst. Samkeppnisstofnun hefur í nýlegri skýrslu varað við samsöfn- un valds á fárra hendur og hættu á fákeppni í íslensku atvinnulífí. Rannsóknablaðamaður og fram- bjóðandi á Vestfjörðum benti eitt Alþýðubandalagið er það stjórnmálaafl, segir — Gunnlaugur Olafsson, sem farið hefur flestar kollsteypur í breyting- um á stefnuskrá. sinn á þá staðreynd að á tímabili höfðu framkvæmdastjóri Sjónvarps (Hrafn Gunnlaugsson), stjócnar- formaður Stöðvar 2 (Ingimundur Sigfússon), Davíð Oddsson og Björn Bjarnason sama faxnúmer. En allir höfðu fyrir einhveijar kosn- ingar aðstöðu í Heklu-húsinu. Nú þyrftum við góðan blaðamann, sem gæti haft aðgang að upplýsingum til að gera úttekt á því hvort sömu aðilar og Samkeppnisstofnun bend- ir á að hafí óeðlilega mikil völd í atvinnulífínu borgi kosningabar- áttu Sjálfstæðisflokksins. Þegar sá flokkur talar um gildi einstaklingsframtaks, er fram- kvæmd þess fólgin í að tryggja enn frekar sérhagsmuni þeirra er náð hafa greipartökum á atvinnulífínu. Einstaklingshyggjan birtist ekki í því að gera fólki með snjallar hug- myndir auðveldara fyrir að stofna fyrirtæki. Skattastefna flokksins byggir á því að létta skattbyrði fyrirtækja og stóreignafólks. Ein- staklingshyggjan byggist ekki á að virkja sköpunargáfu þjóðarinnar og að setja mörg egg í körfuna, held- ur hefur í iðnaðarstefnu flokksins verið lögð ofuráhersla á álver. Smáfyrirtæki eru drifkraftur nýj- unga og framfara. Slíka stefnu setti Bill Clinton á oddinn í forseta- kosningum í Bandaríkjunum og hefur það skilað nýrri grósku inn í efnahagslífíð þar í landi. Þó nauð- synlegt sé að vinna í stóriðjumál- um, eiga kjörorðin lítið og fagurt við um þau smáfyrirtæki sem öyggja á menntun og frjóum hug- myndum. Þau eru vaxtarbroddar. Hiifundur er lífeðlisfræðingur og í 4. sæti á lista Þjóðvaka á Austuriandi. Ert þú 32% Islendingur? MISJAFNT vægi at- kvæða á landinu er að mínu mati brot á grund- vallarmannréttindum. Það er gersamlega óréttlætanlegt að á sumum stöðum á land- inu dugi þijú atkvæði ekki til að jafna það sem eitt atkvæði gerir ann- arsstaðar. Ekkert ann- að dæmi endurspeglar eins vel hvað flestir stjómmálaflokkar líta niður á hinn almenna kjósanda. Þeim er hjart- anlega sama þótt það sé meira en þrefaldur munur á atkvæðavægi Allir vita að þetta er ósanngjamt, en enginn vill breyta því, að einum flokki undanskildum. Það vita líka allir að flestir þessara flokka mundu missa spón úr aski sínum ef atkvæða- vægið yrði jafnað, þess vegna dettur þeim ekki í hug að lagfæra það. Hver fer að samþykkja það á alþingi að fella niður sitt eigið þingsæti? Við vitum svarið, þetta er erfítt mál að koma í gegnum þingið. Þeir eru ekk- ert að hugsa um þjóðina, þeir eru bara að hugsa um sína eigin hags- muni. Þó er einn flokkur undanskilinn, flokkurinn sem hugsar um þjóðina. Hversu mikils virði ert þú sem íslenskur kjósandi? Hér á eftir fara tölur um það hversu mikils virði sem íslenskan kjósanda meirihluti stjórnmála- manna telur þig vera. Þetta er hlut- fallið sem var í gildi í síðustu alþing- iskosningum. Því lægri tala því minna meta alþingismenn þig, sem íslending. Vestfjarðakjördæmi 100%. Norðurlandskjördæmi vestra 92%. Austurlandskjördæmi 72%. Vestur- landskjördæmi 66%. Suðurlandskjör- dæmi 56%. Norðurlandskjördæmi eystra 50%. Reykjaneskjördæmi 33%. Reykjavík 32%. Hvemig lýst þér á? Sættir þú þig við þetta? Það er alveg víst að enginn Reykvíkingur sættir sig við að hafa aðeins 32% atkvæði samanborið við frænda sinn fyrir vestan. Það er tími til kominn að íslendingar standi saman og krefj- ist réttar síns í alþingiskosningum. Eins og staðan er þá er langt í frá að meirihlutinn ráði, í þessu landi. ísland á ekki að vera bananalýð- veldi. Það er kominn tími til að krefj- ast óskerts lýðræðis. Svo virðist vera að mörgum íslend- ingum þyki þetta í lagi, margir kjósa óréttlætið að minnsta kosti yfír sig aftur og aftur. En ég trúi því að það sé í raun- inni ekki svo, ég vii trúa því að kjósendur hafí í rauninni ekki áttað sig á því hvað felst í þessu. Sannleikurinn er sá að allir sem hafa skert at- kvæðavægi hafa ekki jafnan rétt á við hina. Er eðlilegt að það þurfi þijú atkvæði í einu kjör- Baldvin dæmi ti! að íafna Það Björgvinsson ?em eitt afkvmði J í oðra; Kjosendur geta Íslandi. notað tækifærið í næstu kosningum og nýtt sitt atkvæði þannig að það sé fyrsta flokks hvar sem kosið er á landinu. Þeir gera það þannig að þeir kjósa þann flokk sem vill jafna atkvæðavægið, þannig fær sá flokk- ísland eitt kjördæmi, segir Baldvin Björg- vinsson, og öll atkvæði jöfn að vægi. ur þann fjölda þingsæta sem þarf til að breyta þessu. Þetta er stjómar- skrárbreyting þannig að það þarf að ijúfa þing, kjósa aftur og samþykkja málið endanlega. Enginn skyldi van- meta íslendinga þegar þeim fínnst á sér troðið, þá standa þeir þétt saman, bæði menn og konur. Krefjumst ekta lýðræðis í kosningunum þann 8. apríl ætla allir þeir sem vilja leiðrétta atkvæða- vægið að sameinast um að kjósa eina flokkinn sem barist hefur fyrir óskertu lýðræði á íslandi, flokkinn sem vill að landið sé gert að einu kjördæmi. Ég skora á hvern þann íslending sem er undir þeirri niður- lægingu að hafa skert atkvæðavægi, að kjósa óskert lýðræði, að kjósa Alþýðuflokkinn, jafnaðarmannaflokk íslands. Það er eini flokkurinn sem ætlar sér að jafna atkvæðavægið, sá eini sem segir að allir íslendingar séu fýrsta flokks. Höfundur er rafvélavirkjameistari ístjórn FUJ íKópavogi. Ungt fólk varíst loforð félagshyggj uflokka Meginástæður FELAGSHYGGJU- FLOKKARNIR hafa gefíð kosningaloforð sem samanlagt kosta 50 milljarða. Þeir lofa líka lífskjarajöfnun og auknum kaupmætti. Loforð uppá 50 milljarða Kosningaloforðin einkennast af þeirri upplausn sem ríkir á vinstri væng stjómmál- anna, þar sem fímm flokkar beijast um hylli kjósenda. Allir þessir flokkar lofa auknum opinberam útgjöldum í atvinnulífínu og velferðarkerfínu. Sagan kennir okkur að takist svo illa til að vinstri flokkamir fái fylgi, og mynduð yrði fjögurra flokka stjórn, mun slíkt leiða til þess að mörg þessara loforða verða efnd. Efnahagsbatinn yrði þá kæfður með fjáraustri í gæluverkefni félagshyggjunnar og í stað þess að halli ríkissjóðs minnki mun hann aukast. Þeir sem munu borga hallann era svo komandi kynslóðir. Það er hætta á að eftir næstu þingkosning- ar verði haldið uppboð á framtíðartekjum unga fólksins. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast grannt með. Það er líka vert fyrir ungt fólk að líta nánar á loforð félagshyggju- flokkanna um lífskjara- jöfnuð og aukinn kaup- mátt. Kaupmáttur og þjóðartekjur Staðreyndin er að kaupmáttur rýmaði ., .. , ...... verulega sem hlutfall Jon Helgi Bjornsson af þjóðartekjum þegar vinstri stjóm Steingríms Hermanns- sonar var við völd. Þetta gerðist ekki í tíð ríkisstjómar Davíð Oddssonar. Meginástæður kaupmáttarhruns á tímabilinu 1988-1991 vora viðbótar- skattar sem vora lagðir á einstaklinga uppá 9 milljarða, en ekki samdráttur í þjóðartekjum. Á tímabilinu 1991- 1995 lækka og hækka ráðstöfunar- tekjur hins vegar í sama hlutfalli og þjóðartekjur. Ungt fólk verður að meta loforð um aukinn kaupmátt, lífskjarajöfnun kaupmáttarhruns á tímabilinu 1988-1991 voru, að mati Jóns Helga Björnssonar, viðbótarskattar en ekki samdráttur í þjóðartekjum. og aukin opinber útgjöld í samhengi við það sem félagshyggjuflokkar framkvæmdu í síðustu vinstri stjóm. Aukin opinber útgjöld koma fram í meiri sköttum í dag eða á morgun og því miður alltof oft í lélegri lífs- kjörum þeirra sem við búinu taka. Að lokum Mikilvægt er að eftir kosningar verði mynduð tveggja flokka stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem komi á hallalausu fjárlögum á næstu fjórum árum. Þannig má koma í veg fyrir að framtíðartekjum unga fólksins verði eytt fyrirfram undir merkjum félagshyggjunnar. Höfundur er líffræðingur og skipar 4. sætiá framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.