Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL1995 E 11 KOSNINGAR 8. APRÍL Kosningaþankar að vestan ENN geisar vetur hér vestra, Gilsfjörður ófær. í mars var fjörð- urinn algjörlega lokaður í meira en 20 daga. Við íbúar norðan fjarðar sjáum þó ljós í myrkrinu, því ákveðið hefur verið að hefjast handa við að þvera fjörðinn strax í ár. Og þótt árferðið, enn sem komið er, lofi ekki góðu, í þessu einu helsta sauðfjárhéraði landsins, þá má segja að annar stór draumur íbúanna sé að rætast þessa daga, því nú er nær alveg lokið við byggingu hjúkrunar- og dvalarheimilis aldr- aðra, Barmahlíð, á Reykhólum. Hvort tveggja hefur verið baráttumál síð- ustu áratugina, hjúkr- unarheimilið frá 1979 og brúargerðin' frá 1982. Eins og að líkum lætur hafa margir unnið að fram- gangi þessara mála, og skal þeim öllum þakkaður stuðningurinn. Merkin lofa verkin Á þeim tíma sem slagurinn fyr- ir þessum málum hefur staðið hafa fulltrúar allra þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu og þjóðin er nú að velja til forystu setið á Alþingi og allir nema full- trúar Kvennalista setið í ríkis- stjórn. Ekki verður séð að það hafi skipt miklu fyrir framgang Gils- fjarðarbrúar að þingmaður Vest- fírðinga, Steingrímur Hermanns- son var lengst af forsætisráðherra. Né heldur verður séð að það hafi skipt sköpum fyrir framgang málsins að Steingrímur Sigfússon var ráðherra samgöngumála. Ekki verður heldur séð að sú afstaða Svavars Gestssonar, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, að neita Barmahlíð um starfsleyfi þegar eftir því var leitað í upphafi, hafi auðveldað að sá draumur yrði að veruleika. Það skiptir máli hveijir veljast til for- ystu og það væru svik við lýðræðið ef við hér fyrir vestan létum sem þessi stóru mál okkar væru hafín yfir argaþras stjórnmála líðandi stundar. Það varð okkur íbúum í Dölum og Reykhólahreppi mik- ið áfall þegar yfir- verkfræðingur Vega- gerðarinnar lagði til við samgöngunefnd Alþingis að ekki yrði hafist handa i ár við þverun Gilsfjarðar. Þá skipti sköpum að Davíð Oddsson, þing- maður Reykvíkinga, beitti sér í málinu. Forsætisráðherra hefur reyndar tjáð mér að einarðleg af- staða Einars Kristins Guðfinns- sonar hafi ráðið þar miklu um. Það eru merkin sem lofa verkin. Skýrar línur og þjóðarhagur Ólíkt hafast þeir að Sighvatur og Svavar. Sighvatur lét það verða eitt sitt fyrsta verk í heilbrigðis- ráðuneytinu að marka stefnu í byggingarmáli Barmahlíðar. Gerð var fjögurra ára áætlun og hefur hún gengið eftir. Ekki var það síður að Guðmundur Ámi, þing- maður Reyknesinga, varð ráð- herra heilbrigðismála, hann vann fljótt og vel í hverju því máli sem snerti Barmahlíð. Guðmundur reyndist Barmahlíð vel og skal það sérstaklega þakkað. Ekki skal horfið frá málefni Barmahlíðar án þess að geta þess að Jóhanna Sig- urðardóttir sem félagsmálaráð- herra vann mjög að því að leysa vanda Barmahlíðar og tók þar ákvarðanir sem sýna að hún er alvöru-stjórnmálamaður. Þykir mér mjög miður að hún skuli hafa tekið þá afstöðu að útiloka sam- Eitt brýnasta hags- mimamál hinna dreifðu byggða, segir Bjarni P. Magnússon, er að landið verði eitt kjördæmi. starf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Þótt ég virði það sjónarmið að gefa kjósendum skýrt val í kosningum þá efast ég stórlega um að það sé þjóðarhag fyrir bestu að Jóhanna máli sig þannig út í horn. Landið eitt kjördæmi Eitt brýnasta hagsmunamál hinna svokölluðu dreifðu byggða er að mínu mati að landið verði gert að einu kjördæmi. Oftlega kom ég að máli við samgönguráð- herra vegna Gilsfjarðarbrúar og jafn oft sagði hann mér að erfið- leikarnir við að fara í þá fram- kvæmd fælust ekki í því að vafi léki á gildi verksins heldur því að Vestfírðir væru sem kjördæmi búnir að eyða meiru af vegafé en því kjördæmi væri ætlað sam- kvæmt skiptingu milli kjördæma. Þarna eru menn hættir að sjá skóginn fyrir tijám. Ég efa ekki að væri landið eitt kjördæmi væri nú þegar komin brú á Gilsfjörð. Kjördæmafyrirkomulagið hamlar framförum. Það er ekki kosið um Evrópumál í þessum kosningum Aðild okkar að Evrópusam- bandinu er rökrétt framhald þeirr- ar utanríkisstefnu sem gilt hefur á íslandi. Sjálfstæðisflokkur og Aiþýðuflokkur eru sammála um að því aðeins komi aðild til greina að Evrópusambandið viðurkenni yfirráðarétt okkar yfir auðlind sjávar. Vel má vera að eins fari fyrir Sjálfstæðisflokknum í Evrópusam- starfsmálum og norska Jafnaðar- mannaflokknum þegar sá síðar- nefndi stóð frammi fyrir því að kúvenda á einni nóttu í afstöðu sinni þegar Noregur ákvað að ganga í NATÓ. Samlíkingin er hér tekin vegna þess að ég tel að á meðan að formaður stærsta flokks þjóðarinnar segir að málið sé ekki á dagskrá þá er það rétt að því leyti sem sá formaður nýtur trausts þjóðarinnar sem ótvíræður forystumaður hennar. Ég tel ekki nokkrum vafa undirorpið að Davíð Oddsson nýtur þess trausts og vona ég að svo verði áfram. Því er það svo að á meðan Davíð er þeirrar skoðunar að málið sé ekki á dagskrá þá skiptir litlu hvað mér og Jóni Baldvin fínnst um það, þótt það meini okkur ekki á nokkurn hátt að reyna að breyta þeirri skoðun hans. Það er því rétt hjá Davíð Oddssyni að það er ekki kosið um Evrópumál í þessum kosningum. Vandi landbúnaðarins Vandi dreifbýlisins fellst fyrst og síðast í einhæfum atvinnuveg- um. framfarir og fjárfestingar í landbúnaði og sjávarútvegi hafa í æ ríkari mæli fækkað störfum í þeim greinum. Sá reginmunur er á vanda þessara atvinnuvega að þorskurinn í sjónum er ekki til í þeim mæli sem við vildum en það má framleiða meira í íslenskum landbúnaði. Það er að mínu mati auðvelt að laga vanda sauðíjár- bænda. Allt sem þarf er að Sjálf- stæðisflokkurinn verði trúr stefnu sinni og sjái til þess að koma á frelsi í greininni. Við hér fyrir vestan, í Djúpi, á Ströndum og í Reykhólahreppi munum njóta þess, þegar frelsið er fengið, að hér eru framleiðslu- þættirnir bestir og því víst að sam- keppnin mun sjá til þess að hér þrífast sjálfstæðir sauðfjárbænd- ur, óháðir ölmusu. Bændur eru almennt þeim kost- um búnir að vera hagsýnir og kunna vel með sitt að fara, það er því svo, að engri stétt ætti að vera betur treystandi til þess að sanna réttmæti fijáls markaðar sem bændum og illt til þess að vita að hendur þeirra skuli bundn- ar á klafa kvótakerfisins og öll þjóðin geldur. Það á að greiða þeim sem nú eru sauðfjárbændur beingreiðslur næstu árin, afnema strax kvóta og láta bændur í friði. Afskiptastefna (helstefna) síðustu áratuga hefur sannað það eitt að velferð sauðfjárbænda er í öfugu hlutfalli við afskipti hins opinbera, innleiðum samkeppni í faginu, þá munu sauðfjárafurðir sanna gildi sitt og markaðshlutdeild þeirra aukast á ný. Áframhald stjórnarsamstarfsins Þótt árangur þeirrar ríkisstjórn- ar sem nú er að fara frá sé eins og annarra umdeilanlegur og mætti ugglaust vera betri þá er það jafnvíst að í málefnum okkar hér vestra hefur hún reynst betur en þær sem á undan voru. Það ætti að nægja okkur til ákvörðun- ar í kosningunum. Höfundur er sveitarstjóri Reykhólahrepps. Bjarni P. Magnússon Magnús L. Sveinsson - leyni- vopn sjálfstæðra kvenna? Þórunn Ragnhildur Anna Kristín Sveinbjarnardóttir Vigfúsdóttir Ólafsdóttir KVENNAHREYFINGUNNI barst liðsauki á haustdögum þegar svokallaðar sjálfstæðar konur blésu í lúðra og boðuðu „nýjar áherslur" í kvennabaráttu. Við kvennalistakonur fögnum því að konur í Sjálfstæðisflokknum séu orðnar sýnilegri. Hinsvegar er miður að öll orka hinna sjálfstæðu kvenna fari í að ráðast gegn kyn- systrum sínum. Þær vanþakka allt sem áunnist hefur og hamra á því að íslensk kvennabarátta hafi mis- tekist. Orð þeirra mætti skilja svo að verr hafi verið af stað farið en heima setið. Gagnrýnin væri e.t.v. skiljanleg, ef sjálfstæðar konur hefðu nýjar og róttækar tillögur á takteinum. Svo er þó ekki. Úreltar tillögur Lausnir hópsins eru gamaldags og minna einna helst á boðskap Betty Friedan frá 1963. Líkt og sjálfstæðar konur þijátíu árum síðar boðaði hún viðhorfsbreyt- ingu. Ólíkt Betty, sem lagði allt að veði, sitja þær sjálfstæðu hins vegar í kastala sínum og treysta á hugdjarfa riddara að reka erindi þeirra á þingi. Af hveiju styðja þessar konur ekki aðrar konur í þeirri stjórnmálabaráttu sem nú fer fram í stað þess að gerast er- indrekar Egils á Seljavöllum, Hall- dórs Blöndals eða Davíðs Oddsson- ar, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér flest annað til frægðar en stuðning við baráttu kvenna? Alþjóð er kunnugt um hver Launamisrétti kynjanna, segjaþær Þónmn Sveinbjarnar- dóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir og Anna Kristín Olafsdóttir, er í brennidepli í þessari kosningabaráttu. frami kvenna hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks á íslandi. Það var ekki fyrr en sjálfstæðismönnum varð ljóst að þeir voru að tapa fylgi meðal ungra kvenna að upp risu sjálfstæðar konur og launa- misréttið „uppgötvaðist" á þeim bæ. Loksins, loksins! Launamisrétti kynjanna er í brennidepli í þessari kosningabar- áttu. Kjósendur krefjast svara — raunhæfra tillagna til leiðréttingar á því mannréttindabroti sem launamisréttið er. Gömlu flokk- arnir hafa eytt dijúgum fúlgum í að auglýsa yfirborðskenndar lausnir sínar. Lausn Sjálfstæðis- flokksins er viðhorfsbreyting. En hverra? Samkvæmt málflutningi sjálfstæðra kvenna er það enn sem fyrr á ábyrgð kvenna sjálfra að breyta stöðunni. Konur eiga að herða sig, teyma karlana að vösk- unum, fara á sjálfstyrkingarná- mskeið og heimta hærra kaup. Sjálfstæðar konur klifa á því að skýringa sé að leita í skorti á sjálf- strausti og sjálfstæði kvenna. Þessi röksemdafærsla gerir ráð fyrir að launamisrétti kynjanna sé helber tilviljun, eða tilkomið vegna aumingjaskapar kvenna. Allir vita að málið er flóknara en svo. Launamisréttið á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og því er aðgerða þörf á mörgum sviðum. Viðhorfsbreyting er ein þeirra. Ekki bara viðhorfsbreyting ein- stakra karla og kvenna, heldur einnig atvinnurekenda og stjórn- valda. Raunveruleg viðhorfsbreyt- ing til kvenna og þeirra starfa sem þær inna af hendi í þjóðfélaginu kemur ekki af sjálfri sér. Ef konur eiga að fá aukið sjálfstraust og sjálfsvirðingu verður að meta þær að verðleikum og á vinnumarkaði til launa. Þess vegna verða stjórn- völd að gera launajafnrétti að for- gángsmáli. Leynivopnið Magnús Þegar tíunda sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík losnaði skyndilega bjuggust margir við að hugmyndir sjálfstæðu kvennanna fengju brautargengi og sjálfsagt þætti að setja eina þeirra í það sæti. Þess í stað var rykið dustað af karlmanni á miðjum aldri, Magnúsi L. Sveinssyni, sem allir héldu að væri hættur í pólitík — og enginn saknaði. Var þessi „verkalýðsforkóIfur“ talinn best til þess fallinn að leiðrétta launamun kynjanna vegna góðrar frammi- stöðu í eigin félagi? Er hann leyni- vopn sjálfstæðra kvenna — eða fengu þær engu um ráðið? Það er dapurlegt til þess að hugsa ef hið síðara reynist rétt. Hvað segir það okkur um vægi ungra, sjálfstæðra og jafnréttissinnaðra kvenna inn- an flokksins? Það er raunar fjarska erfitt að skilja hæversku þeirra og flokkshollustu. Enn og aftur eru konur dregnar upp á dekk í kosningabaráttu til að flikka upp á ímynd flokksins. Enn og aftur beitir forystan konum fyrir sig tímabundið til að öðlast yfírbragð jafnréttis og framsækni. En þær eru fáar konurnar í öruggu sætun- um, og líklega engar á ráðherra- listanum sem þeir Davíð og Frið- rik hafa í handraðanum. Viðhorfs- breytingin er nefnilega lítið annað en innantómt slagorð. Samtakamáttur margbreytilegra kvenna Meðal sjálfstæðra kvenna er samtakamáttur bannorð. Þær tala um hóphyggju og vinstrivillu, og leggja áherslu á að hver einstak- lingur beijist fyrir hugsjónum sín- um og réttindum einn og sér. Engu að síður hefur varla birst eftir þær stafur á prenti nema í nafni hópsins. E.t.v. eru þær smám saman að uppgötva að með sterkri samstöðu geta konur haft veruleg áhrif á lífsskilyrði sín og kynsystra sinna. Kvennalistinn hefur náð miklum árangri með því að virkja samtakamátt kvenna. Enn á ný eru baráttumál hans aðalkosn- ingamálin. Aðspurð á fundi um launamisréttið sagði Katrín Fjeldsted að hún treysti Davíð og Friðrik til að leiðrétta það undir öruggri handleiðslu — og meinti þá sinni. Við erum sannfærðar um að meira þurfi til. Reynslan kenn- ir okkur að án öruggrar hand- leiðslu Kvennalistans í ríkisstjórn mun þetta mál fymast strax eftir kosningar. Atkvæði greitt Kvennalistanum er atkvæði gegn launamisréttinu. Höfundar eru kvennalistakonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.