Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 2
2 E FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRIL Að skapa var- anlega framtíð GUÐRUN Helga- dóttir skrifar grein í DV 31. mars, sem hún nefnir Hvers eiga fatl- aðir að gjalda? Þar heldur hún því fram að „það sé sérkennilegt að forystufólk í baráttunni fyrir jafnrétti fatlaðra og þroskahefra skipi sér í sveit með Alþýðu- flokknum". Ég hlýt að taka þetta til mín enda aðhyllumst við, sem á einhvern hátt tengj- umst málefnum fatl- aðra, bæði fatlað fólk og talsmenn þess, margskonar lífsskoð- Ásta B. Þorsteinsdóttir anir og skipum okkur í alla stjórn- málaflokka. Fyrir mína parta er það hins veg- ar rökrétt, að ég skipi mér í sveit með félagshyggjuflokki sem setur mannréttindi, jöfnuð og frelsi á odd- inn en lætur ekki beita sér fyrir vagn neinna sérhagsmuna. Alþýðu- flokkurinn er slíkur flokkur. Hann er frumkvæðisflokkur í íslenskum stjórnmálum, sem vill bijóta upp sjötíu ára gamalt sérhagsmuna- kerfi. Hann vill viðhalda velferðar- kerfinu, þar sem þess er mest þörf, en gera markvissara og sveigjan- legra, svo það geti betur staðið við bak einstaklinga sem eiga rétt á stuðningi um lengri eða skemmri tíma. Á erfíðum tímum er velferðar- kerfíð í hættu, svo sem sjá má af vanda Norðurlandanna nú og ný- legri reynslu Nýsjálendinga sem fyrir fáeinum árum áttu eitt besta velferðarkerfí í heimi, en búa nú við samdrátt sem kemur hastarlega nið- ur á fötluðu fólki, fátæku, öldruðu, sjúku og atvinnulausu. Hér á landi verður að veija velferðarkerfið og gera það skilvirkara með því að efla það þar sem þörfin er mest, en skera brott kalviði sem hefur dagað uppi í skrifræði hagvaxtartíma frá síðari heimsstyijöld. Fatlaðir eru fjölbreytilegur hópur Það er bersýnilegt af grein Guð- rúnar Helgadóttur, að hún hugsar um fatlaða, aldraða og örorkuþega sem afmarkaða og einslita hópa í samfélaginu, hópa sem aðrar reglur eiga að gilda um en allan þorra manna. Þessi hugsun er tíma- skekkja. Þetta fólk er jafn fjölskrúð- ugur hópur og aðrir íslendingar. Það hefur ólíkar þarfír líkt og aðr- ir, en ekki einungis sérþarfír sem sérkerfí og sérreglur taka til. Fatlað fólk býr við meiri fátækt, minni menntun og minna svigrúm en allur þorri manna og eiga sérkerfín sinn þátt í að viðhalda því ástandi. Þess vegna snýst barátta fatlaðra og þroskaheftra ekki síst um það að hver og einn verði metinn sem full- gildur einstaklingur í samfélagi sem virðir og metur hæfíleika og getu sérhvers manns, og lagar almenna þjónustu að þörfum allra þegna sinna. Hver sá sem þarfnast stuðn- ings til að leggja sitt af mörkum í samfélaginu, í skóla, á vinnumark- aði eða í frístundunum, verður að geta komist leiðar sinnar og fengið aðstoð. Þetta á að vera sjálfsagt réttlætismál. Fatlað fólk, þroskaheft og aldrað þarf á hinn bóginn mism- ikinn stuðning. Það sem öllu máli skiptir er að stuðningurinn sé mið- aður við þarfir hvers og eins. Þörf fyrir aðstoð er mismunandi frá ein- um einstaklingi til annars og sami einstaklingur hefur breytilegar þarfír eftir aidri og aðstæðum. Vel- ferðarkerfíð okkar þarf að byggjast á almennum rétti allra til mann- sæmandi lífs, vera sveigjanlegt og umfram allt mannúðlegt. Við sem störfum að réttindagæslu fatlaðs fólks höfum lært að sérkerfi og sér- reglur sem ná eingöngu til tiltekinna fiokka fólks með tiiteknar skerðing- ar eru seinvirk og mæta oft illa þörfum einstaklinganna og á stundum aðgreina og einangra fatlaða enn frekar fremur en að sameina þá heildinni. Ný sýn — nýjar leiðir Á allra síðustu árum hafa einmitt orðið hvað mestar breytingar til hins betra á réttarstöðu fatlaðra. Nýendurskoð- uð lög um málefni fatl- aðra frá 1992 endur- spegla nýja framtíðar- sýn í málefnum þeirra. Þetta vita þeir sem hafa fylgst með hagsmunabáráttu fatlaðra á undan- fömum árum. Þessar breytingar boða nýja sýn í þjónustunni. Þad Hér á landi verður að verja velferðarkerfið, segir Asta B. Þor- steinsdóttir, og vill að það verði gert skilvirk- ara með því að efla það þar sem þörfín er mest. var meðal annars vegna óska hags- munasamtaka fatlaðra, Landssam- takanna Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags íslands að húsaleigubæt- ur voru teknar upp. Forystumenn þeirra töldu þetta vera eitt af þeim skrefum sem þyrfti að stíga til þess að jafna kjör fatlaðra. Enda sýna útreikningar Þjóðhagsstofnunar glöggt að þetta var rétt mat. Þessi búbót hefur fært þeim sem eru lægst launaðir auknar ráðstöfunartekjur sem nema 10-17% á mánuði. Fyrir nær alla örykja þýðir þetta verulega bætt kjör, með örfáum undantekn- ingum þó hjá þeim sem borga mjög háa húsaleigu. Hnökrar sem voru á framkvæmd á lögum samanber nið- urfellingu gjalda til Ríkisútvarps, sem verður að telja mistök í fram- kvæmdinni fremur en pólitískan vilja manna, hafa verið lagfærð. Það var einnig ósk þessara sömu samtaka að fötluðum voru færð aukin réttindi í félagslega húsnæðis- kerfínu. Þannig náðist tvennt. í fyrsta lagi að aukning fékkst á íjár- magni til húsnæðisöflunar fyrir fatl- aða og í öðru lagi það að réttindi þeirra væru tryggð eftir sömu leið- um og annarra þjóðfélagsþegna. Til að hafa það sem sannara reyn- ist vil ég ennfremur láta þess getið að eftir samráð við ofantalin hags- munasamtök fatlaðra var sú leið valin að veita ákveðnum hluta af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra til frekari liðveislu, sem er ein af nýjum mögulegum leiðum til þess að auka á sjálfstæði fatlaðra til búsetu og þátttöku í samfélaginu almennt. Heimilt er einnig að frjár- magna 10% af kaupverði félagslegra íbúða úr sjóðnum sem og að fjár- magna að hluta til breytingar á aðgengi bygginga með það að markmiði að samfélagið allt verði öllum aðgengilegra. Jöfnuður, mannúð og virðing Öimususjónarmið fyrri tíma hafa vikið fyrir kröfunni um jöfnuð og virðingu. Réttindabarátta fatlaðra snýst ekki síst um það, hér og í nágrannalöndum okkar, að fatlaðir fái sömu þjónustu á sömu stöðum og aðrir þjóðfélagsþegnar, en að þjónustan sé sniðin að ólíkum þörf- um einstaklinganna. Til að þetta takist þarf að efla stoðir velferðar- kerfisins, vinnumarkað, mennta- og heilbrigðisstofnanir og alla almenna þjónustu. Með þetta að leiðarljósi þurfa ríki og sveitarfélög að nýta vel hveija krónu sem á að standa undir velferðarkerfinu. Við þurfum öll að búa við full mannréttindi og verðum að geta gengið að aðstoð vísri, ef við fötlumst, missum vinn- una eða veikjumst til langframa. Vonandi má líka treysta því, að við sjálf, foreldrar okkar og síðar böm njóti aðstoðar á ævikvöldinu til þess að lifa það með fullri reisn, hvernig svo sem Elli kerling á eftir að leika okkur. Ég treysti því að Alþýðu- flokkurinn, sem vill efla hér nútí- malegt atvinnulíf og frjáls viðskipti í markaðsbandalagi við þau ríki sem okkur eru skyldust, geti stuðlað að því að nægur arður skapist í þjóðfé- laginu til þess að tryggja velferð allra íslendinga í framtíðinni. Sérkerfi og staðlaðar reglur um sporslur til svokallaðra undirmáls- hópa, verða að víkja fyrir framsæk- inni hugsjón um jöfnuð, mannúð og virðingu fýrir öllum þegnum þessa lands. Slíkt verður aðeins gert með tryggum tekjustofnum, aðhaldi og sveigjanleika. Alþýðuflokkurinn vill eitt samfélag fyrir alla, ekki sér- hagsmunasamfélag hinna efnuðu, menntuðu og fullfrísku. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og skipar 3. sæti á iista Alþýðuflokksins í Reykjavik. Bergþór Bjarnason. Steinunn V. Óskarsdóttir. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. • • Utaf með Ossur! ÖSSUR Skarphéðinsson fór mik- inn í prófkjörsbaráttu Alþýðuflokks- ins fyrir síðustu kosningar. Var ekki annað að heyra en þessi fyrr- verandi formaður Stúdentaráðs ætl- aði sér á þing til að gerast skelegg- ur baráttumaður þeirra sjónarmiða sem hann hafði barist fyrir á árum áður, sannkallaður fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Stjórnmálamenn hljóta að verða dæmdir af verkum sínum fremur en þeim yfirlýsingum sem þeir gefa í hita kosningabaráttu. Stórkostleg- ur munur á loforðum manns og efndum merkir aðeins eitt: Mannin- um er ekki treystandi. Það er því þörf á að hressa upp á minni kjós- enda skömmu fýrir kosningar svo þeir eigi léttara með að vega og meta sjálfir hvort slíkum mönnum beri að greiða atkvæði sitt 8. apríl næstkomandi. Þegar lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna voru samþykkt á Al- þingi 1992 gerði Össur grein fyrir samþykki sínu á þeim. Kvaðst hann myndi beita sér fýrir endurskoðun þeirra strax að ári, ef í ljós kæmi að lögin þjónuðu ekki þeim tilgangi að jafna aðgang fólks til menntun- ar. Það var reyndar ljóst frá upp- hafi að sú yrði raunin, en þeim sem trúa engu nema blákaldri eftirávitn- eskju mátti vera Ijóst innan árs hveijar afleiðingar láganna væru. Barnafólki og fólki af landsbyggð- inni fækkaði í námi. Námsmönnum var gert að velta láni heillar annar á 10% vöxtum í bankakerfinu allan námstímann. Þannig voru bönkun- um færð hundruð milljóna, hærri upphæð en oftekin lán sem greidd voru upp innan tíu mánaða í eldra kerfinu. Ljóst var að kerfíð var orð- ið vasapeningakerfi fyrir námsmenn sem bjuggu í skjóli foreldra sinna, en ekki sjóður sem jafnaði aðstöðu fólks til að afla sér menntunnar. Frumkvæði að endurskoðun lag- anna kom samt aldrei. Menntun þegnanna, segja þau Bergþór Bjarnason, Steinimn V. Óskarsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, er visku- brunnur framtíðar. Fyrir silfurslegínn ráðherrastól Össur sveik námsmenn án þess að láta svo lítið að greina nokkum tímann frá því hver ástæðan væri fyrir því að hann sviki loforð sitt. í kosningabaráttunni hefur komið í ljós að meirihluti Alþingis vill breytingar á þessum fáránlegu lög- um, allir flokkar, nema Sjálfstæðis- flokkurinn, vilja breytingar. Fmm- kvæði þingflokksformanns eða ráð- herra Álþýðuflokks hefði getað knú- ið á um breytingar fyrr og komið í veg fyrir fjöldaflótta þeirra úr námi sem þurfa námsaðstoð. Framtíð fjöl- margra ungmenna væri ekki í mol- um á tímum atvinnuleysis. Menntun þegnanna er viskubrunnur framtíð- ar sem verður að vera hægt að ausa úr. í ljósi þessa verður vart tekið mark á Össuri og forystu Al- þýðuflokksins um framtíð mennt- unar í landinu. Námsmenn sem greiða Alþýðuflokknum atkvæði í þessum kosningum eru að senda þau skilaboð að þeim sé sama þótt menn svíki loforð sín við þá. Og þar með að þeim sé ekki alvara með að kosn- ingarnar snúist um menntamál. Höfundar eru fyrrverandi fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði Háskóla íslands og félagar í Kvennalistanum. Timi Johonnu er liðinn UNDANFARNA mánuði hefur fátt verið meira áberandi í stjórn- málalífí landsmanna en tilkoma Þjóðvaka, stjórnmálahreyfíngar Jóhönnu Sigurðardótt- ur. í upphafí fékk þetta framboð mikinn með- byr meðal kjósenda, en nú virðist þar orðin mikiJ breyting á. Eftir að framboðslistar Þjóð- vaka voru birtir og stefnumálin kynnt hef- ur fylgið minnkað til mikilla muna. Margt bendir því til, að tími Þjóðvaka sé liðinn fyrr Kristján Jóhann Steinsson en nokkurn óraði fyrir og kunna að vera á því ýmsar skýringar. Stjórnmálaflokkur eins manns Þjóðvaki varð til í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir beið ósigur í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní á síðasta ári. Það má fullyrða, að samtökin hefðu aldrei orðið til, ef nokkrir tugir þingfulltrúa hefðu greitt atkvæði á annan veg. Sú stað- reynd sýnir, að for- sendurnar fyrir fram- boðinu eru harla veik- ar. Hér var ekki um það að ræða, að fjöldi fólks vítt og breitt um landið tæki saman höndum til að hafa áhrif í stjómmálum, heldur var hér á ferð- inni leikur í valdatafli eins stjórnmálamanns. Það breytir ekki eðli málsins, þótt þessum stjómmála- manni hafí tekist að manna fram- boðslista út um landið með fallk- andídötum og flóttamönnum úr öðr- um flokkum. Þjóðvaki er samkvæmt uppruna sínum og eðli eins manns flokkur. Reynslan sýnir að slík framboð geta um stund fengið tals- Málflutningur Þjóðvaka samanstendur af innan- tómum Försum, segir Kristján Jóhann Steinsson, sem segir tíma Jóhönnu liðinn. vert fylgi, en dæmin sanna líka að það fylgi hverfur fljótt. Gjaldþrota hugmyndafræði Málflutningur talsmanna Þjóð- vaka hefur verið harla yfirborðsleg- ur í kosningabaráttunni. Hann hef- ur einkennst af innantómum frösum á borð við: „Við erum hreyfing fólksins", — „Minn tími er kominn" — og „Okkar tími er kominn“. Það læðist að manni sá grunur, að ef kosið hefði verið í desember eða janúar hefði þetta dugað, en þegar þessi slagorð hafa verið endurtekin mánuðum saman án þess að neinar bitastæðar hugmyndir eða tillögur fylgi, þá er hætt við að kjósendum ofbjóði málefnafátæktin. Það litla, sem komið hefur frá Þjóðvaka og kalla má málefna- stefnu, er ekki björgulegra. Það ber vott um afar gamaldags, sósíalískan hugsunarhátt. Aðallega gengur málflutningurinn út á að ríkið eigi að gera hitt og þetta og til þess að fjármagna loforðin á að seilast dýpra í vasa skattgreiðendanna. Hér er um að ræða stefnu, sem hvarvetna hefur beðið skipbrot. Um allan heim hafa menn verið að gera sér ljóst, að leiðin til bættra lífs- kjara verður ekki farin með auknum ríkisútgjöldum og skattheimtu held- ur með því að gefa fólki og fyrir- tækjum svigrúm til athafna og sjálfsbjargar. Ef Þjóðvaki telur sig hafa eitthvað nýtt fram að færa að þessu leyti, þá er þar um mis- skilning að ræða. Það eru því ekki aðeins skoðana- kannanirnar sem benda til þess að tími Þjóðvaka og Jóhönnu sé liðinn. Tími hugmyndafræði hennar er líka löngu liðinn. Höfundur er stjórnarmaður í Heimdalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.