Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 4
r r 4 E FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 KOSNIIMGAR 8. APRÍL 30. mars 1995 Um stríð og frið - líf og dauða EIN af fyrstu endur- minningum mínum er frá því, að ég kom út vordag einn í maí 1940 og sá hvar móleit lest farartækja og smávax- inna manna hlykkjað- ist upp Sundlaugar- veginn. Minningin greiptist í vitund mína og einnig viðbrögð föð- ur míns sem hafði ver- ið sofandi. Ég vakti hann og sagðist sjá hermenn koma upp hæðina. Hann reis upp við dogg og kíkti út og sagði svo: „Nú það eru Bretar", síðan lagðist hann niður og hélt áfram að sofa. Viðbrögð hans sögðu mér að af tvennu illu hefðum við hlotið skárri kostinn. Síðan ólst ég upp í nálægð breta- • vinnu og aukinnar kaupgetu. En um leið vaxandi spillingu sem var fólgin í vinnusvikum og hermangi. Síðan lauk stríðinu og við vænt- um þess að Kaninn hyrfí á braut. Að vísu gerði hann það um sinn, en kom strax aftur undir merki NATO, og þá jókst andsgyrnan gegn hernáminu til muna. Ég var aldrei félagi í félagsskap herstöðv- arandstæðinga og það kom til af þeirri áráttu minni að efast ætíð um ágæti hinna stóru og voldugu, hvort sem þeir voru í vestri eða austri, blind aðdáun á hvorum aðil- anum sem var átti ekki við meðal- Guðrún Halldórsdóttir konuna mig. Átökin við Alþingishúsið eru mér einnig í fersku minni; þar áttust við að mínu mati vinstri og hægri menn fremur en þjóð- ernissinnar og með- hlauparar stórvelda, því að báða aðila er að finna í flestum flokk- um. Þegar nýlenduveldi Breta og Frakka moln- uðu skildu þeir eftir tvö stór vandamál, örlög Kúrda og Palestínu- manna. Dapurlegt hlut- skipti Kúrda sem murk- aðir eru niður til skiptis af Tyrkjum, írökum og írönum er dæmigerð afleiðing yfírgangs og forræðishyggju nýlenduherranna. En Kúrdar eru svo óheppnir að búa á ríkum olíusvæðum. Árið 1948 var Ísraelsríki stofn- að, gyðingar voru komnir til síns heima eftir að vera ofsóttir og hijáðir í aldanna rás. Þá glöddust margir víða um heim, töldu réttlæt- inu fullnægt. Því er ömurlegt að sjá hvernig framkoma þeirra hefur verið við Palestínumenn. Palestínu- menn halda einmitt í dag, 30. mars, hátíð vegna takmarkaðs sjálfræðis sem þeir hafa loks fengið, og gleðj- ast því meira sem hættan á að glata því vex. Sú von sem vaknaði í hjörtum allra sem unna frelsi og jafnrétti, árið 1968, þegar vorið í Prag átti Hvernig ætlum við að vernda lífríkið, náttúr- una og okkur öll, spyr Guðrún J. Halldórs- dóttir, gegn þeirri tor- tímingu, sem við sjálf erum að búa okkur. sitt stutta 7 mánaða skeið frá jan- úar til ágúst, var fljót að fölna. Aldrei höfðum við Vesturlandabúar betra tækifæri til að sjá hversu langt er í frá að stórveldin, hvaða flaggi sem þau berjast undir, beri hag okkar smárra þjóða fyrir brjósti. Þetta voru daprir dagar brigða og brostinna vona. Og á vellinum blómgaðist kana- vinnan, spilling og hermang. Fleiri og fleiri áttu afkomu sína undir störfum á Vellinum, hlutfall þeirra á Suðurnesjum sem unnu við fram- leiðslustörf og sjómennsku varð lægra og lægra miðað við Vallar- starfsmenn. Þarna var mikil vá fyrir dyrum, og við flutum að feigðarósi. Því var það svo að þeg- ár við stofnuðum Kvennalistann og vorum auðvitað spurðar hinum brennandi spurningum: „Hvort eruð þið hægri eða vinstri? Hvort viljið þið að herinn fari eða veri?“, þá gáfum við svör sem síðan hefur komið í ljós að höfðu mikil sann- indi í sér fólgin. Við sögðum: Hægri og vinstri eru úrelt hugtök. Nú gildir þetta eitt: Hvernig ætlum við að vernda lífríkið, náttúruna og okkur öll g’egn þeirri tortímingu sem við sjálf erum að búa okkur og stefna að? Um hina spuminguna varð mikið ljaðrafok, þegar ég svaraði því til í fyrsta fjölmiðlaviðtali Kvennalist- ans eftir stofnun hans, að við værum á móti öllu hemaðarbrölti og þar með veru erlends hers á Miðnes- heiði, en ég sagði líka að við gerðum okkur ljóst, að áður en herinn væri rekinn burt yrðum við að sjá til þess að vinna skapaðist handa öllum þeim alltof mörgu sem höfðu lífsvið- urværi sitt af að þjónusta herinn. Þetta þóttu aumleg viðhorf og lítilmannleg, en voru auðvitað þau stóru sannindi, sem komu í ljós þegar Herinn ætlaði að draga sam- an seglin og Natómenn jafnvel gáfu í skyn að þeir ætluðu að hverfa alveg af landi brott, þá áleit utanríkisráðherra okkar sig þurfa að leggjast svo lágt að fara bónar- veg að gestum okkar og fá þá til að fresta eða draga úr þessum áætlunum. Sjaldan hefur vegur okkar íslenska lýðveldis verið aum- ari. Og enn er herinn í heiðinni og ætlar sér sennilega ekki burt í bráð. Nú hafa þeir sívaxandi afsökun og ástæðu til þess, því að upp er að vaxa einvöld herstjórn í Rússlandi eða svo segir Landsbergis frá Litháen og ég trúi honum. Við fall Berlínarmúrsins og breytta stjórnarhætti og viðskipta- hætti í Áusturblokkinni kviknaði von hjá sumum um að nú væri að hefjast vor í Rússlandi og fylgiríkj- um þess. Aðrir bára ugg í bijósti og óttuðust það sem koma myndi. Ekki varð sá ótti að ástæðulausu. MORGUNBLAÐIÐ Það er óhugnanlegt að sjá hve Vesturveldin virðast viljalaus og máttvana í að stilla til friðar í fyrr- um löndum Júgóslavíu. Og kveður þar við annan tón en í Persaflóa- stríðinu. En þar voru líka olíuhags- munir stórvelda og auðvalds í húfi. Og það er ógeðfellt að sjá hvernig ásjóna rússneska bjarnarins breyt- ist í grettu óargadýrs í viðureign- inni við Tjetsjena. Það er heldur ekki gæfulegt að hugsa til þess ef Landsbergis hefur rétt fyrir sér að Rússar munu ráðast inn í Eystra- saltslöndin og innlima þau án þess að Vesturveldin lyfti litla fingri. Aftur og enn á ný, mun þá réttur hins máttuga og stóra til að troða á hinum smáa og máttarminni birt- ast í allri sinni viðbjóðslegu nekt. Jafnhliða þessari hernaðarvá er önnur vá sem sífellt verður sýni- legri og það er sú hætta s_em staf- ar af umhverfisspjöllum. Á meðan mennirnir beijast um völdin spilla þeir svo náttúrunni að e.t.v. verður ekkert eftir til að beijast um, um miðja næstu öld, annað en sviðin jörð og eitruð höf. Gjáin milli ríkra og fátækra þjóða verður sífellt breiðari og það eru iðnríkin sem spilla mestu. Það er trú mín og annarra kvennalistakvenna að á komandi áratugum muni baráttan breytast og snúast fyrst og fremst um það að lifa af, bæta fyrir þá gegndar- lausu sóun á auðlindum jarðar sem nú viðgengst, og endurlífga útdauð landsvæði. Þar getum við íslend- ingar lagt mikið af mörkum. Og eitt er víst, að ef þjóðirnar beina ekki öllum kröftum sínum að þessu verður tæpast neitt til að beijast um - og enginn til að beijast. Höfundur erþingmaður Kvennalistans. Fyllsta óhlutdrægni í gerð kosningadagskrár? í ÞRIÐJU grein út- varpslaga segir: „Ríkis- útvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grandvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlut- drægni í frásögn, túlk- un og dagskrárgerð. Ríkisútvarpið skal ... vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hveiju sinni eða almenning varða.“ Þrátt fýrir orðanna hljóðan virðist í fljótu bragði sem í reynd eigi hlutleysisreglur ríkisljölmiðlanna að- eins við þau sjónarmið sem eiga full- trúa í útvarpsráði eða víst er að eign- ast þar fulltrúa. Jafnvel dagblaðið Tíminn gerir öllum flokkum jafn hátt undir höfði þegar frambjóðend- ur era beðnir að viðra sérstöðu sína, — og vissulega DV og Morgunblað- ið. Þó skyldi maður ætla að ekki væri síður takmarkað rúm í dagblöð- unum en ríkisQölmiðlunum. Nýr stjórnmálaflokkur kynntur Nýr stjómmálaflokkur sem ber fram algerlega nýjar lausnir sem ekki hafa sést á borðum stjómmál- anna er ekki sérframboð, hvert sem fylgi slíks flokks er í upphafí. Miðvikudaginn 15. mars sl. hélt nýr stjómmálaflokkur, Náttúru- lagaflokkur íslands, blaðamanna- fund og kynnti í fyrsta skipti stefnu- skrá sína og framboðslista. Stefnuskráin er studd miklum fjölda vísindarannsókna sem marg- ar hafa birst í þekktum og viður- kenndum vísindatímaritum og eru unnar af ólíkum og ótengdum aðil- um við háskóla og rannsóknastofn- anir um allan heim. Hver þessara rannsókna er í raun stórfrétt. — Ein tilraunin sem vísað var til, fertugasta og önnur rannsókn á „samstill- ingar-hópum“, var unn- in af nefnd fulltrúa 15 háskóla með þátttöku um 5.000 manna. Til- raunin fór fram í Was- hington D.C. sumarið 1993. Eins og við aðrar tilraunir var sagt fyrir við hveiju mætti búast. Framangreind nefnd tók saman niðurstöður og lýstu nefndarmenn þeim sem sláandi. Alls vísar Náttúrala- gaflokkurinn til yfir 600 tilgreindra rann- sókna máli sínu til stuðnings og fleiri hundraða ótil- greindra rannsókna á sama sviði náttúralegra lausna. Stórfrétt eða stórblekking Þó ekki sé nema fyrir þessar rannsóknir er hér augljóslega á ferð- inni annaðhvort stórkostleg frétt eða stórkostleg blekking, sem þó er líka frétt. Með lítilli fyrirhöfn hefðu fréttamenn getað gengið úr skugga um að allt era þetta fullgild- ar rannsóknir og tilraunir sem margar hafa hlotið staðfestingu og viðurkenningu virtra vísindarita. Frá þessum blaðamannafundi, stofnun flokksins, rannsóknunum og lista flokksins í Reykjavík var sagt á einni mínútu í ellefufréttum Sjónvarps eftir allar innlendar frétt- ir, eftir erlendar fréttir, eftir upprifj- un úr áttafréttum, með íþróttafrétt- um. Listar hinna flokkanna hver úr sínu kjördæmi nutu meiri virðingar hjá fréttastofunni en þessi frétt öll — með listanum. Þá er Náttúraiagaflokkurinn úti- lokaður frá öllu kosningasjónvarpi, þar á meðal kynningarþáttum, mál- efnaþáttum, viðtalsþáttum við for- menn og lokaumræðum í sjónvarps- sal að undaskildum 3-4 mínútum í kjördæmaþáttum á sunnudögum. Hlutleysi ríkisfjölmiðla þarf, að mati Helga Jóhanns Haukssonar, að ná út fyrir útvarps- ráðsflokkinn. Reyndar kemst hann ekkert að í ríkisfjölmiðlunum síðustu daga kosningabaráttunnar þó útvarps- ráðsflokkarnir verði þar í þáttum á hveijum degi. Kjósendur fá ekki tækifæri til að kynnast nýjum flokkum! Kjósendum gefst ekki tækifæri til þess að kynnast nýrri heildar- stefnu þessa nýja stjómmálafiokks I eitt einasta sinn eða honum að kynna stefnu sína öðruvísi en í arga- þrasi kjördæmafundanna um hver. gerði hvað, hvenær og hvemig. Þar er svo orðið tekið af okkar fólki ef það vill ekki falla í sama farið, sbr. ráðhúsfundinn. Jafnvel gengur fréttastofa Sjón- varpsins svo langt við birtingu skoð- anakannana að geta að engu á milli 2% og 3% heildarfylgis „annarra" en þeirra sem víst er að muni skipa í næsta útvarpsráð. Með þeim hætti er fólk (trúlega óviljandi) blekkt til að halda að fylgi „annarra" mælist ekki. Þrátt fyrir að það sé umtals- vert og ört vaxandi. Ósk mín er að útvarpsstjóri eða útvarpsráð láti nú mál þetta til sín taka fyrir kosningar, tryggi að hlut- leysisreglur ríkisfjölmiðlanna nái út fyrir útvarpsráðsflokkinn. Að nýjum flokkum sé gefinn kostur á að skýra sjónarmið sín sem í tilviki Náttúrala- gaflokksins eru vel granduð og studd miklum fjölda alvöru rannsókna. Höfundur er útgáfustjóri ög skipar 12. sæti á lista Náttúrulagaflokksins í Reykjavík. Helgi Jóhann Hauksson Að mála ísland út í hom NYLEGA hélt Haf- rannsóknastofnunin fréttamannafund og gerði grein fyrir togar- arallinu svokallaða sem nú er nýlokið. Sá fundur bendir ekki til mikillar bjartsýni þó svo að enn eigi eftir að vinna betur úr þeim gögnum sem aflað var í rallinu. Á fundinum kom í ljós að nýliðum eins árs þorsks er ein sú lélegasta síðan mælingar hófust. Þess- ar mælingar segja okk- ur að ekki er hægt. að reikna með aukinni sókn í þorskinn næstu sex til átta árin. Landbúnaðurinn á í miklum erf- iðleikum og bændur sagðir lifa við hungurmörk. Menn hafa rennt hýru auga til flutnings á rafmagni í gegn- Er formaður Sjálfstæð- isflokksins, spyr Helgi Guimlaugsson, að mála ísland út í horn. um sæstreng. Þó að skrifað yrði undir í dag þá tekur undirbúningur verksins einhver ár. Stækkun álvers tæki líka sinn tíma. Af þessu má ljóst vera að tækifæri til bættra lífs- kjara hér á landi eru fá. Mönnum er tíðrætt um nýsköpun. Bent hefur verið á fullvinnslu sjávar- afla. Hvert ætla menn að selja þenn- an fullunna sjávarafla? Til Asíulanda eins og Alþýðubandalagið leggur til? Eru Japanir farnir að boða tilreiddan mat á vestræna vísu? Nei, þeir borða susi, hráan fisk. í nýgerðum kjara- samningi á hinum almenna markaði eru kjarabætur óverulegar, gera ekki meira en að halda í horfinu fyrir þorra launþega. Það er því ljóst að kaup- máttaraukning verður óveraleg hér á landi næstu árin. Þó að versta kreppan sé af- staðin hér á landi er það trú mín að stígandinn í atvinnulífinu verði hægur næstu árin, að minnsta kosti hafa fyr- irtækin, sem um þessar mundir eru að skila hundruðum milljóna í hagnað, ekki bætt við fólki. Þau hafa ekki hástemmdar yfirlýsing- ar um að koma til hjálp- ar. Þau hafa ekki farið út í neina nýsköpun. En það eru leiðir til að auka kaup- máttinn og það verulega, ef vit og vilji eru fyrir hendi. Hagfræðistofn- un Háskóla íslands hefur reiknað út að fyrir hveija fjögurra manna fjölskyldu eykst kaupmátturinn við inngöngu í ESB. Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðildarumsókn. 60% fylgis- manna Sjálfstæðisflokksins eru hlynnt umsókn. Það er því ljóst að meirihluti er fyrir aðildarumsókn. Ég spyr því, hvað hræðist formað- ur Sjálfstæðisflokksins? Ekki hræddist þú framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins þó að þú vissir ekki úrslit fyrirfram. Biblían segir „knýið dyra og fyrir yður mun upp- lokið verða“. Og þeir físka sem róa, um það er engin spurning. Þú segir að Jón Baldvin sé að mála Alþýðu- flokkinn út í horn. Ert þú ekki að mála ísland út í horn? Er þetta ekki bara „einhver sjúkleg bilun“, að vilja ekki taka mark á vilja þjóðarinnar, I það minnsta að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu og fá úr því skorið hver vilji þjóðarinnar er? Höfundur er verkamaður og áhugnmaður um ESB. Helgi Gunnlaugsson i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.