Morgunblaðið - 07.04.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL1995 B 5
KOSNINGAR 8. APRÍL
Vöruverðið sem
hækkar með ESB
KORNVORUR eins
og grjón og pasta, sykur
og ávextir eins og ban-
anar, epli og appelsínur
munu hækka í verði við
inngöngu okkar í ESB.
Þetta er hin hliðin á
ESB-málinu sem Al-
þýðuflokkurinn hefur
ekkert minnst á, en er
brýnt að komi fram þeg-
ar reynt er að telja fólki
trú um að matarverð
muni lækka um 40%
með inngöngu okkar í
ESB. Því miður eru út-
reikningar Alþýðu-
flokksins vafasamir og þeir munu
ekki styðja málstað okkar sem teljum
að innganga íslands í ESB eigi að
vera á dagskrá. Þvert á móti getur
málatilbúnaður sem þessi staðið í
vegi fyrir heilbrigðri umræðu um
ísland og ESB.
Tökum dæmi af nokkrum fyrirsjá-
anlegum hækkunum á matvælum
með inngöngu okkar í ESB. Að sögn
forráðamanna Bónus-verslananna
mundi kílóverð af banönum hækka
um allt að 100 kr. við inngöngu okk-
ar í ESB. Á sl. ári voru flutt inn
3.600 tonn af banönum. Reikningur
til innlendra neytenda yrði 360 millj-
ónir króna. Þá mundum við ekki njóta
niðurgreiðslna af appelsínum sem
skattgreiðendur Evrópusambandsins
þurfa að greiða með útflutningi. Nið-
urgreiðslan nemur um 5 krónum á
kílóið og útsöluverðið mundi því
hækka um 20 kr. kílóið. Flutt eru
inn rúmlega 2.000 tonn af appelsín-
um á sl. ári. Reikningur til innlendra
neytenda yrði um 40 milljónir króna.
Þegar og ef við göngum í Evrópu-
sambandið munum við niðurgreiða
appelsínur til útflutnings frá Evrópu-
sambandinu!
Ef tekinn er saman áætlaður um-
framkostnaður neytenda vegna
hækkunar á sykri, komvörum og
ávöxtum með inngöngu í ESB má
ætla að hann verði rúmlega 1,1 millj-
arður króna, miðað við sama inn-
flutningsmagn og árið 1994.
Þeir verslunarmenn sem náð hafa
hvað lengst í því að lækka vöruverð
hérlendis, eins og Bónus, hafa leitað
fanga um vörur í Suður-Ameríku,
Bandaríkjunum, Asíu
og Evrópu. Áhyggjur
þeirra eru þær að ef
Island gangi í ESB
minnki möguleikar
þeirra á að nýta hag-
kvæmustu innkaup
hvaðan sem er í heim-
inum og þeir verði
neyddir til að einblína
á Evrópumarkað.
Áhyggjur þeirra eru
ekki ástæðulausar. Það
ríkir vemdarstefna í
ESB-ríkjunum sem
leiðir til þess að að-
gangur annarra ríkja
og hagkvæmustu framleiðslu utan
Evrópusambandsins að Evrópumark-
aði er takmarkaður. í staðinn er ver-
ið að hygla vonlausum atvinnugrein-
um og neytendur þurfa að greiða
fyrir verndarstefnuna með hærra
verði. Kvótar, tollar og innflutnings-
takmarkanir eru í algleymingi í Evr-
ópusambandinu. Innflutningstak-
markanir eru á eplum, bananar eru
með kvóta og vínber eru með kvóta
Ýmsar vörur hækkuðu
með ESB-aðild, segir Þór
Sigfússon, en það er sú
hlið málsins sem Alþýðu-
flokkurinn þegir um.
og tolla, svo eitthvað sé nefnt. Verð
á þessum vörum mun hækka með
inngöngu okkar í ESB en grænmeti
og aðrar landbúnaðarafurðir munu
lækka.
Sjálfstæðismenn voru í farar-
broddi þeirra sem vildu ganga í Frí-
verslunarbandalag Evrópu, EFTA.
Það er hins vegar grundvallarmunur
á ESB og EFTA, í því fyrrnefnda
ríkir vemdarstefna á ýmsum sviðum
sem dregur niður lífskjör og eykur
atvinnuleysi. Við sem teljum að inn-
ganga íslands í ESB eigi að vera á
dagskrá verðum að vera trúverðugir
í okkar málflutningi og gagmýna
úrelta vemdarstefnu, hvort sem hún
er framkvæmd á íslandi eða í Evr-
ópusambandinu.
Höfundur er hagfræðingvr.
Þór Sigfússon
Verðbólga sanmefn-
ari vinstri stjómar
ÉG KEMST ekki hjá þvi að minna
kjósendur, bæði húsbyggjendur,
námsfólk og aðra lántakendur, sem
eru með verðtryggð lán, á hvað taki
við ef verðbólgan fer úr böndunum.
En það gerir hún ef vinstri stjóm
nær völdum. Skoðum eftirfarandi
Valið ætti að vera auð-
velt fyrir þá, segir Karl
Ormsson, sem ekki vilja
staðreyndir: Vinstristj. Verðb. fór í%
1956-1968 11,6
1971-1974 12,0
1978-1979 46,3
1980-1983 82,6
1988-1989 25,7
1989-1990 23,3
Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar
vera gjaldþrota.
verðbólgan fór úr 5,3% „niður fyrir
0%“.
Nú ætti valið að vera
auðvelt fyrir þá sem
ekki vilja verða gjald-
þrota vegna verðbólg-
unnar. Við búum við
eitt lægsta verðbólgu-
stig sem þekkist. Þessi
lága verðbólga gerir það
að verkum að nær
óþekkt er að bankar láni
verðtryggð lán, það
borgar sig einfaldlega
ekki. Það er ekkert út í
bláinn þegar við sem
erum búin að þrauka
nokkrar vinstri stjómir,
aðvörum alvarlega með-
borgara okkar. Að veita vinstri flokk-
unum aðstöðu að stjórn landsins er
svo mikið ábyrgðarleysi og hrein
sjálfseyðingarhvöt að engu tali tek-
ur. Það eru engin dæmi þess að
Karl Ormsson
vinstri stjóm, samkvæmt meðfylgj-
andi tölum, ráði við verðbólgudraug-
inn. Það er ekki tilviljun að fyrir
8-10 árum var algengt að helmingur
afborgana af lánum voru verðbætur.
í dag eru verðbætur nánast mjólkur-
peningar, nokkur hundruð krónur á
ári af milljón króna láni.
Þeir milljarðar í hús-
bréfum, námslánum og
rekstrarlánum mundu
hækka í óviðráðanlegar
upphæðir, aðeins við
10-12%o verðbólgu.
Sumir kjósendur hafa
verið spurðir: „Hvað
ætlar þú að kjósa?“
Svarið er oftast: „Ég
hef ekki ákveðið mig
ennþá.“ Ef spurt væri:
Vilt þú láta gera þig
gjaldrþota? Skyldi fólk
segja það sama?
Að lokum vil ég segja
þetta: Kjósum ekki yfir
okkur vinstri glundroðann, og athug-
um það, að engin vinstri stjóm hefur
setið út heilt kjörtímabil.
Höfundur er raftækjavörður.
Yér mótmælum
allir - ESB!
HVERS VEGNA
þessi mikla andstaða
við ESB? Svar:
Kvennalistinn er á
móti karlmönnum; Al-
þýðubandalagið er á
móti athafnamönnum;
Jóhanna er á móti Jóni
Baldvini. Framsókn,
hins vegar, er á móti
þéttbýli. En Sjálf-
stæðisflokkurinn?
Hvers vegna þessi hat-
ramma andstaða Sjálf-
stæðisflokksins við
ESB? Það er meira að
segja bannað að ræða
málið! Svar: Sjálfstæð-
isflokkurinn er á móti breytingum.
Næst er spurt: Hvers vegna vill
Sjálfstæðisflokkurinn, málsvari
áræðis og athafna, engu breyta?
Við þessari þversagnakenndu
spumingu fæst þversagnakennt tví-
þætt svar: A) Framsókn í Sjálfstæð-
isflokknum er dragbítur á allar
framfarir og breytingar i Sjálfstæð-
isflokknum. B) Kjördæmaskipunin
á Islandi er dragbítur á allar fram-
farir og breytingar á íslandi. Þessi
þversagnakenndu svör, við þver-
sagnakenndri spurningu, þarfnast
að sjálfsögðu nánari útskýringar.
A) Systraflokkamir, Framsókn
og Sjálfstæðisflokkurinn, eru ná-
skyldir eins og eineggja tvíburar.
Framsókn er í Sjálfstæðisflokknum;
Sjálfstæðisflokkurinn er í Fram-
sókn. Frá hugmyndafræðilegu sjón-
arsmiði er því nánast enginn munur
á flokkunum, og ekki nema áherslu-
munur: Framsókn (í Sjálfstæðis-
flokknum) er aðallega málsvari
landbúnaðarins; Sjálfstæðisflokk-
urinn (í Framsókn) meira málsvari
sjávarútvegs. Hvortveggja flokkur-
inn er þannig fyrst og
síðast málsvari fmm-
vinnslugreinanna og
því málsvari átaks og
athafna, liðins tíma.
(Rætur Framsóknar
era í bændasamfélagi
19. aldar; Sjálfstæðis-
flokkurinn svona tveim
áratugum yngri, hug-
myndafræðilega séð.)
Þar fyrir utan er tví-
flokkurinn á margan
hátt vinveittur nú-
tímaatvinnuháttum
eins og þjónustu og
iðnaði; að því tilskildu
þó að hvergi halli á
framvinnslugreinarnar.
Framsókn í Sjálfstæðisflokknum
er þar af leiðandi á móti ESB. Inn-
ganga í ESB mundi ögra forrétt-
indastöðu íslensks landbúnaðar á
markaðinum. Eða eins og landbún-
aðarráðherra svo skorinort orðaði
það á dögunum í sjónvarpinu (í
útsendingu með formanni Neyt-
endasamtakanna): Sjálfstæðis-
flokkurinn tekur ekki svari neyt-
enda í þéttbýlinu, þ.e. 90% lands-
manna, í baráttunni við miðstýrðan
áætlunarbúskap í landbúnaði.
Punktur, basta! (Svona inni á milli
sviga: í reynd er ESB-andstaðan
eingöngu frá landbúnaðinum og
ekki sjávarútveginum, eins og þó
oft er látið í veðri vaka. ESB-málið
er raunar sjávarútveginum og yfir-
ráðunum yfir fiskimiðunum aldeilis
óviðkomandi.)
B) Kjördæmaskipunin veldur því
að atkvæðin á landsbyggðinni era
miklum mun gildari en atkvæðin á
mölinni. Við óbreytta kjördæma-
skipun kemur því aldrei til eðlilegs
uppgjörs í landinu á milli frum-
Sjálfstæðisflokkurinn er
of stór til þess að taka
pólitíska afstöðu, segir
Þór Rögnvaldsson, og
pólitíska áhættu.
vinnslugreinanna annars vegar;
þjónustu og iðnaðar hins vegar.
(Fyrr eða síðar kemur þó að því.
Fyrr eða síðar bankar nútíminn upp
á, líka, og kannski ekki síst, hjá
Sj álfstæðisflokknum.)
Að endingu þetta. Hvortveggja
systraflokkurinn, þ.e. tvíflokkurinn,
gefur sig út fyrir að vera „öfgalaus
miðjuflokkur", og sækir fylgi sitt
til „allra landsmanna". Þetta á ekki
síst við um Sjálfstæðisflokkinn sem
þegar á í mestu brösum við að halda
öllu sínu mikla fylgi innanborðs.
Við þessar erfiðu aðstæður er
kannski ofurskiljanlegt að flokkur-
inn meti stöðuna sem svo að öfga-
laust afstöðuleysið, þ.e. óbreytt
ástand og andstaða við ESB, sé
besti kosturinn fyrir komandi kosn-
ingar. Flokkurinn er einfaldlega of
stór til þess að taka þá pólitísku
áhættu að taka pólitíska afstöðu. í
öfgalausu pólitlsku afstöðuleysi
sínu fær Sjálfstæðisflokkurinn svo
á sig nýtt yfirbragð sem einna helst
minnir á fyrirtækjasamsteypu
(frekar en stjómmálasamtök); þ.e.
Atkvæðasmölun hf.
Þeir mótmæla allir kalli tímans,
sem ríghalda í fagrar hugsjónir lið-
ins tíma, og þverskallast með öllu
við því að ganga hugsjónum sam-
tímans á hönd.
Höfundur er heimspekingur.
Þór Rögnvaldsson
Fatlaðir hafa verið
ósýnilegur hópur
ALÞÝÐUFLOKK-
URINN hefur einn
flokka sett málefni
fatlaðra á oddinn í sinni
kosningabaráttu. Á lof-
orðalistum hinna
stjórnmálaflokkanna
hafa málefni fatlaðra í
mesta lagi, ef þeirra
er að nokkra getið,
verið afgreidd í einni
setningu sem gjaman
byijar á: „Stuðla skal
að bættum hag ...
o.s.frv."
Fatlaðir hafa verið lítið
sýnilegur hópur í okkar
þjóðfélagi og málefni
þeirra mest verið rædd í þröngum
hópum hagsmunaaðila. Afar lítið
hefur farið fyrir þeim í almennri
stjórnmálaumræðu, svo lítið að til
tals hefur komið að fatlaðir stofn-
uðu sinn eigin stjórnmálaflokk. Það
hefur þó helst verið fyrir tilstilli
Alþýðuflokksins, t.d. við setningu
og endurskoðun laga um málefni
fatlaðra að þessi þjóðfélagshópur
og þeir sem honum tengjast hafa
komist á dagskrá. Það þarf kjark
til að draga málefni minnihluta-
hópa fram í dagsljósið. Alþýðu-
flokkurinn hefur þann kjark sem
til þarf. Fatlaðir og aðrir minni-
hlutahópar hafa ekki verið vinsælt
umræðuefni stjórnmálanna hér á
landi. Reynsla annarra landa sýnir
að það er ekki fyrr en fatlaðir eign-
ast öfluga talsmenn á þjóðþingum
sem mál þeirra komast í virka
umræðu og öðlast það
vægi sem þeim ber.
Skipan framboðslista
flokksins staðfestir að
Alþýðuflokknum er
alvara með því að
vinna áfram og enn
betur að bættum hag
fatlaðra. Ásta B. Þor-
steinsdóttir sem er í
baráttusæti flokksins
í Reykjavík er kona
sem þekkt er af störf-
um sínum að hags-
muna- og réttindamál-
um fatlaðra. í henni
eiga fatlaðir og þeir
sem bera hag þeirra
fyrir bijósti von um að eignast
öflugan talsmann á Alþingi íslend-
inga. Bættur hagur fatlaðra þýðir
bættan hag fyrir flesta ef ekki alla
aðra og leiðir þannig til betra
mannlífs, betra samfélags. Framf-
arir í búsetumálum og aukinn rétt-
ur fatlaðra í félagslega húsnæði-
skerfmu gagnast ekki einungis fötl-
uðum heldur ófötluðum einnig.
Stuðningur við fatlaða í mennta-
kerfinu, t.d. með innkomu fleiri
fagstétta í skólum, kemur öllum
nemendum til góða. Það gildir
gjarnan það sama um okkur sem
vinnum með fötluðum og fatlaða
sjálfa. Störf okkar eru meira og
minna ósýnileg. Erfitt hefur reynst
að fá þessi störf metin að verðleik-
um og þar með til launa. Þær stétt-
ir sem eru að vinna með fötluðum
eru láglaunastéttir. Við í Alþýðu-
Efnahagsbatinn þarf,
að mati Hrefnu Har-
aldsdóttur, að skila sér
til láglaunafólks.
flokkpum viljum sjá breyttar
áherslur. Bætt og aukin þjónusta
við fatlaða þýðir fleiri stöðugildi,
betri kjör og meiri atvinnu. Kröpp
kjör og of lítil mönnun á stofnunum
og heimilum fatlaðra hefur leitt af
sér mikið álag á starfsfólk. Þrátt
fyrir atvinnuleysi hefur þó stundum
reynst erfítt að fá fólk til starfa á
þeim kjörum sem okkur eru boðin
sem sinnum þessum störfum. Það
kemur síðan fram í aukinni veikind-
atíðni og öram mannabreytingum
sem leiðir af sér verri þjónustu.
Alþýðuflokkurinn vill að sá efna-
hagsbati sem hefur áunnist á síð-
ustu misseram skili sér til þeirra
sem lægst hafa launin, til þeirra
sem mest hafa lagt á sig til að
gera þennan efnahagsbata að vera-
leika. Trúum á að betri tíð sé fram-
undan og að jafnaðarstefnan nái
að sanna gildi sitt. Tryggjum að
verðugur málsvari fatlaðra og ann-
arra minnihlutahópa, Ásta B. Þor-
steinsdóttir, nái kjöri í kosningun-
um laugardaginn 8. apríl.
Höfundur er formaður Félags
þroskaþjálfa og starfsmaður
Styrktarfélags vangefinna.
Hrefna
Haraldsdóttir