Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 1
 JM*rgtuilritafetí> 1995 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRIL BLAÐ BLAK Gunnar og Óskar taka við Haukum GUNNAR Gunnarsson, þjálfari og leikmaður fyrstu deildarliðs Víkings í handknattleik sfðustu þrjú árin hefur verið ráðinn þjálfari Haukaliðsins næsta vetur. Honum til aðstoðar verður Óskar Þorsteinsson og þeir munu jafnframt sjá um þjálfun 2. flokks félagins. Petr Baumruk og Einar Þorvarð- arson sáu um þjálfun Hauk- anna í fyrra. Baumruk spilar áfram með Haukunum en Einar mun stýra liði Aftureldingar sem kunnugt er. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka sagði að litlar breytingar yrðu á leik- mannahópnum frá því í fyrra. Stefnan væri að byggja á þeim mannskap sem fyrir væri og leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig. „Það er tímabært að láta strákana hoppa ofan í laugina," eins og hann orðaði það í spjalli við Morgunblað- ið. Þorgeir sagði þó að möguleiki væri á því að styrkja liðið með vinstri handar skyttu og að Halldór Ingólfsson, sem leikið hefur með norska liðinu Bodö/Glimt væri inni í myndinni. Halldór á þó enn eftir ár af leigusamningi hjá norska fé- laginu. Eins og áður hefur komið fram hafa tveir leikmenn Hauka ákveðið að leggja skóna á hilluna en það eru þeir Páll Olafsson og Pétur Vilberg Guðnason. Júlíus meiddist aftur á fingri Júlíus Jónasson Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í handknattleik, sem var frá keppni stóran hluta vetrar, meiddist aftur í landsleiknum gegn Svíum á Bikuben mótinu sem hófst í Dan- mörku í gærkvöldi. íslendingar töp- uðu enn einu sinni fyrir Svíum, 25:19. Júlíus gat ekki beitt sér í sókn- inni eftir að hafa gert annað mark sitt á 45 sekúndum um miðjan seinni hálfleik í leiknum gegn Svíum í gærkvöldi. Þegar hann lét vaða fór varnarmaður á móti með þeim afleiðingum að þumalfingur hægri handar sveigðist óvenjumikið út. Hann fór ekki úr liði og ekki var um brot að ræða en Júlíus get- ur ekki notað fingurinn, nær ekki gripi um boltann. A Opna Reykjavíkurmótinu í nóv- ember brotnaði Júlíus á sama fingri og var hann frá keppni fram í jan- úar. Hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að fyrst núna hefði hann verið orðinn góður en það var skammvinn ánægja. Ljóst er að hann getur ekki spilað á fullu næstu daga en hann gerir ráð fyrir að spila með sérstaka hlíf í heims- meistarakeppninni. Sóknarleikur- Inn enn / B3 HANDKNATTLEIKUR: HÉÐINN GILSSON LEIKUR MED FH-INGUM NÆSTA VETUR / B2 Jón Amar var nálægt tug- þrautarmetinu JÓN Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr UMSS var nálægt íslandsmeti sínu í tugþraut á móti í Lynchburg í Bandaríkjunum í síðustu viku. Jón fékk 7.867 stig fyrir þrautina sem er 29 stigum frá ís- landsmetinu sem hann setti í fyrravor. Jón hljóp 100 m á 10,6 sekúndum, stökk 7,59 í langstökki, varpaði kúlunni 14,07 m, stökk 1,95 m í hástökki og hljóp 400 metrana á 49,25 sek. Hann hljóp 110 m grindarhlaup á 14,49 sek, kastaði kringl- unni 43,74, stökk 4,52 m í stangarstökki, kastaði spjótinu 54,98 m ogíiljóp 1500 m á 4:54,47 sekúnd- um. Jón Arnar mun síðan keppa á stórmóti í Austur- ríki eftir rúman mánuð. Framarar með Ungverja í sigtinu SVO gæti farið að ungverski landsliðsmaðurinn Ferenc Mészaros leiki með 1. deildarliði Fram í knattspyrnu í sumar. Framarar hafa verið í viðræð- um við leikmanninn og bíða eftir svari frá honum en hann hefur mestan áhuga á því að komast að hjá liðum í Þýskalandi. Mészaros er 31 árs gamall sóknarmaður og leikur nú með 2. deildarliði í heimalandi sínu en hefur á ferli sínum leikið með liðum í Belgíu og Þýska- landi. Framarar komust í tæri við hann í gegn um Eyjólf Bergþórsson, umboðsmann. Bikar-bros fyririiðanna Morgunblaðið/Jón Svavarsson KARLALIÐ HK og kvennalið Víklngs urðu um helgina bikarmeistarar f karla- og kvennaflokkl. HK vann ÍS 3:0 í úrslitaleik og Víkingur vann sama félag 3:1. Guðbergur Eyjólfsson, fyrirliði HK, tók við bikarnum fyrir Kópa- vogsliðlð sem fagnaði tvöföldum slgrl þetta árið því félaglð varð einnig íslandsmeistari á dögunum. Björg Erlingsdóttlr, fyrlrllði Víkings, tók vlð bikarnum fyrir Vfkingsstúlkur. Bikarúrslitaleikirnir / B8 Konurnar hafa for- gang í Danmörku ÍSLAND sland og Danmörk mætast í Bikubenmót- inu í Nyköbing í kvöld og stóð til að sýna allan leik- inn í danska sjónvarpinu seinna um kvöldið og var það auglýst sérstaklega. Hins vegar verður ekkert af útsendingu frá viðureigninni en í staðinn verður úrslitaleikur Viborg og GOG um Danmerkurmeist- aratitil kvenna sýndur. GOG og Viborg mættust í öðum úrslitaleik í fyrra- kvöld og vann GOG 21:17. Þar með er staðan 1:1 og hreinn úslitaleikur í kvöld. Reynt var að fá leik- inn inni í Randershöllinni sem tekur nokkur þúsund áhorfendur en hún er upptekin og komast því að- eins 1.012 áhorfendu á leikinn í Viborg í kvöld. Þegar er uppselt og verður settur upp stór skjár I nágrenni keppnishallarinnar til að fleiri geti fylgst með. Mikill áhugi er fyrir handknattleik kvenna í Danmörku, enda urðu dönsku stúlkurnar Evrópu- meistarar í íþróttinni í fyrra. HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA FRJALSIÞROTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.