Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL1995 B 9 ÍÞRÓTTIR KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Denver náði í síðasta sætið á elleftu stundu Stigahæsti nýliðinn Keuter GLENN Robinson býr sig undir að skjóta gegn Chlcago á sunnudag. Hann gerði 36 stig í leiknum og varð stigahæstur allra nýliða í deildlnni í vetur, með 21,9 stig að meðaltali í leik. Scottie Pippen, t.v., og Wlll Purdue eru til varnar. Leikir úrslitakeppninnar ÚRSLITAKEPPNI NBA hefst í vikunni. Til að komast áfram í 2. umferð verða lið að sigra í þremur leikjum, þannig að mest getur orðið um fimm viðureignir að ræða. Sæti viðkomandi liðs í deildinni fyrir framan nafn þess: DENVER Nuggets tryggði sér síðasta sætið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknatt- leik á sunnudaginn, með sigri, 102:89, gegn Sacramento Kings á heimavelli. Svo skemmtilega vildi til að liðin tvö börðust um áttunda sætið úr Vesturdeild, og þessi leikur var sá eini af þrettán, sem fram fóru á sunnudaginn, sem hafði áhrif á það hverjir kæmust áfram. Brian Willans gerði 11 stig í fjórða leikhluta fyrir Denver og Reggie Williams 10. Denver sigr- aði í þremur síðustu leikjum sínum í deildinni og hafði þar með betur í baráttunni við Sacramento. Denver mætir San Antonio Spurs — sem náði bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Denver sigr- aði í fyrsta leik liðanna í deildinni í vetur en tapaði næstu þremur. „í tveimur leikjanna sem við töpuðum gegn þeim stóðum við í þeim alveg þar til fimm mínútur voru eftir,“ sagði Reggie Williams, sem gerði alls 23 stig í leiknum, þrátt fyrir að koma ekki inn á þriðja leikhluta vegna magakveisu. Denver stóð illa í keppninni um sæti í úrslitakeppninni fyrir nokkr- um vikum, en eftir að Berni Bicker- staff, sem var framkvæmdastjóri félagsins, tók við þjálfuninni af Gene Littles gjörbreyttist leikur liðsins. Það sigraði í 20 leikjum undir stjórn hans en tapaði 12. Denver lék án Mahmouds Abdul- Rauf, aðal stigaskorara liðsins. Hann er meiddur. Charles Barkley gerði 23 stig og tók 13 fráköst er Phoenix sigraði Seattle 105:100 á heimavelli. Pho- enix liðið varð efst í Kyrrahafsriðli Vesturdeildar. Liðið mætir Portland í fyrstu' umferð úrslitakeppninnar, en vert er að geta þess að Phoenix sigraði í öllum fimm leikjunum gegn Portland í vetur. Clifford Robinson var stigahæst- HNEFALEIKAR ur hjá Portland á sunnudag með 17 stig er liðið sigraði Golden State Warriors 116:83. Fimm aðrir leik- menn liðsins gerðu 10 stig eða meira. New York sigraði Orlando örugg- lega á heimavelli, .113:99. Charles Smith gerði 29 stig og John Starks 26 fyrir heimamenn. New York lék án miðheijans Patricks Ewing, sem er meiddur á hné, og leikstjófnand- inn Derek Harper var einnig illa fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þrátt fyrir tap sigraði Orlando í Austurdeildinni; sigurleikir liðsins í vetur urðu 57 en töpin 25, sem er besti árangur félagsins síðan það var stofnað fyrir sjö árum. Charlotte Hornets átti ekki í erf- iðleikum með Cleveland; gerði m.a. 26 stig án þess að gestirnir næðu að svara, um tíma í þriðja leik- hluta, og sigruðu 97:72. Alonzo Mourning gerði 26 stig og tók 12 fráköst fyrir Charlotte, sem náði þeim áfanga í fyrsta skipti í sjö ára sögu félagsins að sigra í 50 leikjum í deildinni. Michael Jordan og félagar í Chicago urðu að sætta sig við tap í Milwaukee, 100:104. Glenn Robin- son gerði 36 stig fyrir heimamenn en Jordan gerði 33 stig fyrir Chicago, tók 11 fráköst og átti sjö stoðsendingar. Reggie Miller gerði 22 stig fyrir Indiana er liðið sigraði Atlanta Hawks, 103:87. Liðin mætast strax aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar. Karl Malone gerði 23 stig, tók 15 fráköst og átti átta stoðsending- ar er Utah sigraði meistara Houston Rockets á útivelli, 103:97. Meistar- ar síðasta árs luku þar með riðla- keppninni með þremur töpum. Liðin mætast í fyrstu umferð úrslita- keppninnar, og verður fyrsta viður- eign þeirra í Utah. Vert er að geta þess að Hakeem Olajuwon var ekki með Houston í leiknum og annað gamalt brýni, Clyde Drexler, varð að hætta eftir að hafa meiðst á ökla. AU STURDEILD 1- Orlando — 8-Boston, föstudag 2- Indiana — 7-Atlanta, fimmtud. 3- New York — 6-Cleveland, fimmt. 4- Charlotte — 5-Chicago, föstud. VESTURDEILD 1- San Antonio — 8-Denver, föstud. 2- Phoenix — 7-Portland, fimmtud. 3- Utah — 6-Houston, fimmtudag 4- Seattle — 5-Lakers, föstudag Ævintýrinu er lokið þrátt fyrir sigur Foremans GEORGE Foreman, hinn 46 ára heimsmeistari fþungavigt hnefaleika, var heppinn að halda titlinum eftir bardaga við 26 ára Þjóðverja, Axel Schulz, í Las Vegas á laugardag. „Gamli maðurinn" sigraði naumlega á stigum eftir 12 lot- ur, og þótti sá úrskurður dóm- aranna í meira lagi vafasamur. Niðurstaða dómaranna þriggja byggðist á því, að því er virt- ist, að högg Foremans hefðu verið þyngri en andstæðingsins. Sannan- lega voru högg meistarans þung sem fyrr, en hann var afar svifaseinn — svo mjög, að fréttamaður Reuter orðaði það svo að högg hans hefðu oft virst tvo daga á leiðinni að Þjóð- veijanum. Askorandinn lét engan bilbug á sér finna; þó svo Bandaríkjamaður- inn berði hann oft og fast var kraft- ur í Schulz. Hann var mjög hreyfan- legur — Iét höggin dynja á Foreman, skaust síðan frá honum og kom svo aftur og aftur... Hnefaleikasérfræð- ingar veltu því fyrir sér hvernig meistara Foreman hefði reitt af gegn „alvöru" andstæðingi — höggþurtgri kempu á borð við Mike Tyson, fyrrum heimsmeistara sem nýlega var sleppt úr fangelsi eftir þriggja ára dvöl, og rætt hefur verið um að Foreman vilji líklega mæta. Sérfræðingar eru greinilega á því að Foreman eigi sér Keuter SCHULZ, til hægrl, kemur höggl á höfuft Foremans. Hann var melstaranum mun erfiðari andstæðingur en búist var vlft og marglr voru á því aft Þjóöverjanum hefði átt aft dæma sigur. ekki viðreisnar von í hringnum, þrátt fyrir að hafa haldið titlinum nú. Hann sé einfaldlega orðinn of gam- all og þungur. Einn dómarinn úrskurðaði viður- eignina jafna, 114:114 en tveir úr- skurðuðu 115:113 Foreman í hag. Schulz var greinilega ekki í vafa hver niðurstaðan yrði þegar síðasta lotan var að baki og lyfti höndunum fagnandi. Vonbrigði hans voru aug- ljós þegar ákvörðun dómaranna var gerð opinber: „Ég er miður mín. Ég mun ekkert segja.“ Þegar úrslitin voru tilkynnt baul- uðu nokkur hundruð áhorfendur, sem fylgdu Schulz að málum. Og Banda- ríkjamenn lágu ekki á skoðunum sín- um. Allar símalínur á MGM Grand hótelinu í Las Vegas, þar sem bar- daginn fór fram, voru rauðglóandi. „Ég skammast mín fyrir að vera Bandaríkjamaður," sagði kona ein sem hringdi, og karlmaður nokkur sagði: „Ég hélt að það heyrði sög- unni til að úrslitum væri hagrætt." Eftir að hafa jafnað sig eftir tapið ræddi þýski áskorandinn við frétta- menn og sagði þá: „Ef hann [Fore- man] er sá meistari sem ég tel hann vera, keppir hann ■ aftur við mig i Þýskalandi." Shaq varð stigakóngur SHAQUILLE O’Neal, miðheiji Or- lando Magic, varð stigahæstur í NBA í vetur. Hann gerði 13 stig í síðasta leiknum, 99:113 tapi gegn New York, og gerði því 29,3 stig að meðaltali í leik — en það er meðaltalið sem gildir. Hakeem Olajuwon, sem var ekki með Hous- ton um helgina, varð í öðru sæti með 27,9 stig að meðaltali. David Robinson, miðheiji San Antonio, sem gerði 71 stig í síðustu umferð riðlakeppninnar í fyrra og varð þar með stigakóngur, gerði 13 stig á sunnudag og 27,6 að meðaltali í vetur. Spurs með bestan árangur SAN Antonio Spurs náði bestum árangri allra liða í riðlakeppni NBA í vetur — sigraði í 62 leikjum og tapaði aðeins 20, sem er 75,6% árangur. Liðið er í Miðvesturriðlin- um, eins og Utah, sem er með næst besta árangurinn — 73,2%. Phoenix, úr Kyrrahafsriðli, er með . 72%, Seattle, úr sama riðli, 69,5% eins og Orlando, sem er í Atlants- hafsriðli. Árangur Orlando var sá besti í Austurdeild. Rodman tók flest fráköst DENNIS Rodman, leikmaðurinn líf- legi hjá San Antonio Spurs, tók flest fráköst allra í NBA-deildinni í vet- ur, og er það fjórði veturinn í röð sem hann er efstur á blaði hvað' þetta varðar. Rodman missti af 33 leikjum í vetur, en náði þó 800 frákasta markinu, sem er lágmark til að telj- ast gjaldgildur. Rodman tók 16 frá- köst í síðasta leiknum í Minnesota og 823 alls. Þar með tók hann 16,8 að meðaltali í leik. Dikembe Mu- tombo hjá Denver varð í öðru sæti, langt á eftir Rodman. Rodman er þriðji leikmaðurinn í sögu NBA til að hirða flest fráköst fjögur ár í röð. Wilt Chamberlain afrekaði það reyndar tvívegis og Moses Malone — nú samheiji Rod- mans hjá San Antonio — sem gerði sér lítið fyrir og hirti flest fráköst allra í riðlakeppni deildarinnar fimm ár í röð, 1981 til 1985. Óeftirsótt met . LIÐ Minnesota Timberwolves sigr- aði í 21 leik í vetur og tapaði 61. Félagið varð þar með það fyrsta í sögu NBA-deildarinnar sem tapar 60 leikjum eða fleiri, fjögur keppn- istímabil í röð. Enginn fær ógnað Stockton JOHN Stockton, bakvörður Utah Jazz, er sannkallaður stoðsendinga- kóngur í NBA. Hann átti flestar slíkar sendingar í vetur, áttunda keppnistímabilið í röð. Þær urðu átta í síðustu leiknum og 12,3 að meðaltali í leik í vetur, talsvert fleiri en hjá Kenny Anderson frá New Jersey, sem varð í öðru sæti. Stockton jafnaði met goðsagnar- innar Bob Cousy, sem lék í hinu frábæra liði Boston Celtics, en hann átti flestar stoðsendingar í deildinni átta ár í röð, 1953 til 1960. Robinson stiga- hæsti nýliðinn GLENN Robinson hjá Milwaukee, sem fyrstur var valinn í nýliðavalinu fyrir þetta keppnistímabil, varð stigahæsti nýliðinn í NBA. Hann gerði 36 stig í síðasta leiknum, gegn Chicago, og 21,9 að meðal- tali. Grant Hill hjá Detroit varð í öðru sæti með 19,9 að meðaltali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.