Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Island i upmanna- '~-g höín BRASIl/A renoi Aires Söguleg ferð knattspyrnu Landslið íslands i knattspyrnu lék vináttulandsleik við Chile í Temuco á laugardaginn. Þetta erlengsta ferð sem landsliðið hefur farið, og varð söguleg. Eftir leik beið liðið í nokkrar klukkustundir á flugvellinum í Temuco, þaðan sem ekki var hægt að fljúga vegna þoku. Seint og um síðir komst liðið þó þaðan, siðan áfram til Buenos Aires en missti hins vegar af vélinni þaðan til London. Landsliðshópurinn flaug þess í stað frá Argentínu til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan til Kaupmannahafnar og komst loks þaðan heim í gærkvöld. CHILE Santiago Temuco itB | Landsliðið lék gegn Brasiliu i Florianopolis 4. mai 1994 ■ ÁSTA S. Halldórsdóttir sigraði í svigkeppni í Getberget í Svíþjóð fyrir helgi og fékk 21,09 FlS-punkta fyrir. Hún keppti á sama stað daginn áður og náði þá besta brautartíma í seinni ferð en varð i fjórða sæti. Fyrir árangurinn fékk hún 19,10 punkta. ■ SIGURÐUR Hjörleifsson hefur verið þjálfari kvennaliðs Breiða- bliks í körfuknattleik undanfarin fimm ár og liðið varð íslandsmeist- ari undir hans stjórn á dögunum, en ekki er ljóst hvert framhaldið verður. Ekki hefur verið rætt við Sigurð um að hann þjálfi liðið áfram. ■ GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir hef- ur verið endurráðin þjálfari kvenna- liðs Fram í handknattleik. Liðið varð bikarmeistari undir hennar stjórn í vetur, og lenti í öðru sæti á íslandsmótinu. Allir leikmenn Fram verða að öllum líkindum áfram í herbúðum félagsins, nema Hanna Katrín Friðriksen, sem lagt hefur skóna á hilluna. ■ MARTIN Fiz frá Spáni sigraði í Rotterdam maraþoninu á sunnu- dag. Hann hijóp á 2 klst., 8 mín. og 56 sekúndum. Bert van Vlaand- faémR FOLX eren frá Hollandi varð annar og Isaac Garcia frá Mexíkó þriðji. Rousseau frá Belgiu, sem sigraði í hlaupinu í fyrra, hætti við þátttöku á síðustu stundu — fannst of heitt til að hlaupa þessa rúmlega 42 kíló- metra. ■ IVAN Zamorano skoraði tvíveg- is þegar Real Madrid sigraði Va- lencia, 3:1, í spænsku 1. deiidinni í knattspyrnu um helgina. Real hefur nú 46 stig eftir 30 leiki — sjö stigum meira en Deportivo, sem gerði jafn- tefli gegn Real Oviedo. ■ ANDONI Zubizarreta, fyrrum landsliðsrnarkvörður Spánar, sem áður lék með Barcelona, stendur nú í marki Valencia og lék 500. deildarleik sinn um helgina. ■ JORDI Cruyff, sonur hins fræga Johans, þjálfara Barcelona, skoraði tvívegis er liðið lagði Real Valla- dolid 4:1 á Nou Camp í Barcelona. Þetta var fyrsti sigur liðsins í sex leikjum og áhorfendur voru „aðeins" 70.000 — færri hafa ekki komið á leik á þeim fræga velli í vetur. ■ ANDRE Bossert frá Sviss sigr- aði á opna Cannes mótinu í golfi á sunnudag. Leika átti 72 holur, eins og venjulega, en gífurleg rigning setti strik í reikninginn. Hætta varð keppni eftir þtjár kiukkustundir á laugardag og þá ákveðið að 52 holur yrðu látnar duga, en þar sem ekkert var heldur hægt að leika á sunnu- deginum var staðan eftir 36 holur — eins og hún var á föstudagskvöldi — látin gilda sem úrslit. ■ FRED Couples frá Bandaríkj- unura hefur þénað mest á evrópsku mótaröðinni í golfi. Eftir Cannes mótið um helgina, sem er hluti af mótaröðinni, hefur hann haft 175.000 pund upp úr krafsinu í verð- launafé í ár — það er andvirði um 17,8 milljóna króna. Robert Karls- son frá Svíþjóð kemur næstur með u.þ.b. 9,4 millj. kr. og Nick Price frá Zimbabwe er þriðji með um 9,2 millj. kr. ANDRES Andrésar andar-afmælisleik- um var slitið á Akureyri á sunnudaginn. Veður lék við gesti leikanna alla fjóra keppnis- dagana bg er óhætt að fullyrða að vel hafí til tekist. Krakkarnir, sem voru Meira kapp er hins vegar komið í þá eldri. Kappið má þó ekki fara úr hófí fram en það jaðrar við það hjá sumum. Einn þeirra eldri sagði við félaga sinn aldrinum 6 til 12 ára, skemmtu sér kon- unglega og vora strax á lokaathöfninni farnir að spá í næstu leika að ári. Framkvæmd mótsins var heimamönnum til mikiis sóma og víst er að 20 ára afmælisins verður minnst um ókomin ár hjá þeim fjölmörgu sem mættu í veisluna í Hlíðar- íjalli. Keppendur á leikunum hafa aldrei verið fleiri og sjálfsagt verður ekki langt að bíða þar til þeir verða komnir yfír þús- und. Það er erfítt að gera sér grein fyrir þeirri miklu vinnu sem liggur að baki svona skíða- hátíð. Keppt er samtímis á fjór- um stöðum í íjallinu og með góðri skipulagningu Andrésar- nefndarinnar og fórnfúsu starfi um 200 sjálfboðaliða var þetta auðveld framkvæmd og öli dag- skrá var samkvæmt áætlun. Það er mikil stemmning í kringum unga skíðafólkið, gleð- in skín úr nær hveiju andliti í fjallinu og þá sérstaklega þeirra yngstu. Eg spurði eina sjö ára stúlku hvernig henni hefði geng- ið í sviginu. „Jú, bara mjög vel,“ sagði hún. Eg spurði þá númer hvað hún hefði orðið. Og ekki stóð á svarinu: „Númer sautj- án.“ Síðar kom í ljós að rásnúm- er hennar var sautján. Það var jú aðalmálið hjá þeirri stuttu að vera með. Tíminn í brautinni skipti hana engu máii. 20 ára afmælisins minnst hjá þeim sem mættu í veisluna áður en hann fór niður svig- brautina að pabbi sinn hefði iof- að sér ijallahjóli ef hann næði fyrsta sæti. Hann reyndi sitt besta, en það tókst ekki, hann datt í brautinni og vonbrigðin urðu mikil. Það er því mikilvægt að foreldrar haldi vöku sinni og setji ekki óþarfa þrýsting á börn sín í keppni. Allir keppendur fengu vegleg- ar gjafir; bakpoka sem var fyllt- ur með allskonar merkjum og dóti, Andrés-blöðum og svo fengu allir drykkjarkönnu með merki leikanna. Eins fengu allir viðurkenningarskjal fyrir þátt- tökuna. Það var vel til fundið hjá Akureyringum að koma þessari skíðahátíð á fót og þeir eiga hrós skilið fyrir það. Það sem kannski helst mætti finna að er hve verðlaunaaf- hendingamar í íþróttahöllinni á kvöldin eru orðnar langdregnar. Keppendum hefur fjöigað mikið síðustu ár og sömuleiðis verð- laununum, sem eru veitt 18 pró- sent keppenda í hveijum flokki. Þessu má auðveldlega kippa í lag og Andrésar-nefndin ætti ekki að vera í vandræðum með Það' Valur B. Jónatansson Erhætta á að FH-ingurinn HÉÐIIMIU GILSSON geti ekki leikið á HM íhandboita? Ekki bjartsýnn áaðverðameð HANDKNATTLEIKSMAÐURINN Héðinn Gilsson er kominn heim að nýju eftir fimm ára dvöl í Þýskalandi þar sem hann lék með iiði Dússeldorf. Hann gekk um helgina til liðs við sitt gamla félag, FH og kemur örugglega til með að lifga hressilega upp á íslenskan handknattleik næsta vetur, það er að segja ef að hann nær að rífa sig upp úr meiðslum sem haldið hafa honum meira og minna á áhorfendabekkjunum í eitt og hálftár. Héðinn er 27 ára gamall og því ekkert ýkja fullorðinn á mælikvarða keppnismanna í þess- ari íþróttagrein. Þrátt fyrir að hann sé ekki að spila hefur hann nóg að gera við að reyna að koma þessum tveggja metra líkama í gott ástand. Dagarnir snúast um að mæta hjá læknum og sjúkraþjálfurum auk þess sem hann æfir sjálfur í Mætti. Þess á milli heilsar hann upp á gömlu félagana, ættfólk og þræðir fast- eignasölurnar en hann og kona hans María Þorvarðardóttir hafa hug á að koma sér þaki yfir höfuð- ið í Hafnarfirði eða Kópavogi. Morgunblaðið náði tali af Héðni er hann mætti til sjúkraþjálfarans í gær. Það voru sögur á sveimi að þú mundir elta Einar Þorvarðarson, mágþinn í Aftureldingu. Varekk- ert til í þeim? „Ég heyrði aldrei neitt frá þeim. Ég talaði fyrst við FH-ingana og þeir vildu strax fá mig. Ég var búinn að tala um það í vetur við konuna og pabba að ég væri sennilega á leiðinni heim og hann hefur talað eitthvað við þá.“ En afhverju FH? „Ég er FH-ingur. Þeir voru þeir fyrstu sem töluðu við mig og vildu endilega fá mig.“ Nú er þýska landsliðið ekki það stórveldi sem það var fyrir nokkr- um árum. Hvernig er þýska deild- in miðað við þá íslensku? „Já, en félagsliðin eru mun sterkari en landsliðið gefur til kynna. Þýsk lið eru í undanúrslit- um í öllum Evrópumótunum og með einn Evrópumeistara. Deildin er líka mun jafnari en hérna heima. Menn eru ekki öruggir um að vinna botnliðin því breiddin eru svo mikii.“ En voru það ekki vonbrigði að fá ekki áframhaldandi samning hjá Dússeldorf? „Ég get nú ekki sagt það, ég Frosti Eiðsson skrifar Morgunblaðið/Frosti HEÐINN Gilsson hefur sótt marga tíma til sjúkraþjálfara á síðustu mánuðum. Hér er hann á bekknum hjá Ágústi Jörg- enssynl, sjúkraþjálfara hjá Sjálfsbjörgu í gær. er búinn að vera í fímm ár og fannst það nokkuð ljóst hvert stefndi. Ég er búinn að vera meiddur í eitt og hálft ár og ekk- ert annað fyrir mig að gera en að sætta mig við það. Þeir [hjá Dússeldorfj töluðu hins vegar um það áður en ég fór hvort þeir mættu ekki hafa samband eftir tvö ár, ef ég verð kominn í lag þá.“ Hvernig er að standa í þessum meiðslum, er það ekki óþolandi? „Síðasta eitt og hálft ár er búið að vera frekar leiðinlegt, ég hef lítið getað spilað út af þessu. Ég byijaði á því að meiðast í öxl- inni, skorinn upp þar, síðan reif ég hásin í fyrsta leik í september, festingarnar eru ennþá bólgnar og það gengur illa að losna við þær bólgur.“ Varstu kannski hrakfallabálkur þegar í yngri flokkunum? „Nei, ég slapp eiginlega alltaf. Ég braut einu sinni á mér hendina og það er allt of sumt.“ Hvað með batahorfur? „Hvort sem ég næ þessu með sjúkraþjálfun eða uppskurði á ég ekki von á öðru en að verða jafn- góður á eftir. Læknarnir bæði úti og hér heima segja að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu enn sem komið er.“ Nú er Heimsmeistarakeppnin í næsta mánuði. Gerir þú þér vonir um að vera með? „Það stendur ekkert mjög vel. Maður er búinn að stefna að þessu móti í tvö til þijú ár en ég er ekki mjög bjartsýnn á að það 'gangi upp. Ég verð þá bara að sætta mig við það, það detta allt- af einhveijir út úr hópnum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (25.04.1995)
https://timarit.is/issue/127344

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (25.04.1995)

Aðgerðir: