Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 B 5 20. AIMDRÉSAR ANDAR-LEIKARIMIR Alhgekkeins ogísögu - sagði Gísli Kr. Lórenzson, mótstjóri og „yfirönd‘‘ Andrésar andar-leikanna GÍSLI Kr. Lórenzson var mótstjóri eins og undanfarin ár en hann gengur undir nafninu „yfirönd". Hann hefur starfað við leikana öll árin eða 120 ár. „Ég er mjög ánægur með afmælisleikana. Við lögðum allt undir, fegnum gott veður og alit gekk eins og í sögu. Við höfum undirbúið þessa afmælisleika í eitt ár og höfum eytt miklum tíma, en við erum með svo vel þjálfað lið sem hefur margt starfað með okkur í tuttugu ár — frá fyrstu leikum er við vorum með 148 keppendur og nú 870 og framkvæmdin gengur því vel,“ sagði Gísli. Gísli segir að það hafi ekki verið vandamál að koma öllum þessum keppendum fyrir í bænum og þvi jafnvel hægt að bæta enn við. Jónatansson »Við fengum reynd- skrifar ar bréf frá fræðslu- fulltrúa bæjarins þar sem okkur var tilkynnt að við fengjum ekki Lundarskóla oftar, en þar hafa gist um 400 keppendur. Ég vona að bæjarstjóm Akureyrar kippi í spottana og leysi málið, ef við fáum ekki afnot af skólanum á þessum tíma gæti það þýtt það sama og að leggja leikana niður. En ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Gísli segist alltaf hafa jafn gam- an af því að vinna fyrir börnin. „Þetta er eina skíðamótið sem ég vinn við yfír veturinn. Það hefur hvarflað að manni að best væri að hætta núna eftir þessi tuttugu ár. Er ekki best að hætta á toppnum? Ég veit að það er fullt af fólki sem getur tekið við af mér,“ sagði Gísli Kr. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson HRESSIR Slglflrðingar. Efrl röð frá vlnstri: Sævar Elnarsson, Þðrey Bragadóttlr, Sandra Slgurðardóttir og Sturlaugur Fannar Þorstelnsson. Neðri röð f.v.: Ester Judidt Torfadótt- Ir, Guðbrandur E. Sverrisson og Katrfn Slgmundsdóttir. Draugasögur á kvöldin Siglfirsku keppendurnir bjuggu á Skíðastöðum í Hlíðarfjalli meðan á leikunum stóð. Nokkrir þeirra voru að leika sér í fjallinu þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti þá að máli. Þeir voru sammála um að skemmtilegast væri að keppa, en það væri líka gaman fyr- ir utan keppnina. „Þegar við erum ekki að keppa förum við í sund, leikum okkur og rennum okkur. Við vorum áðan að prófa að fara í stólalyftuna án þess að vera á skíðum. Við löbbuðum svo bara niður. Á kvöldin spilum við og förum í leiki. Svo segir Mark Duffi- eld okkur alltaf draugasögur áður en við förum að sofa. En aðal málið er að vera með. Góð íþrótt er gulli betri,“ sögðu þau í einum kór. í brunstöðu Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞESSI7 ára skíðakona heltlr Ástdís Maren og er frá Nes- kaupstað. Hún er hér að keppa í stórsvlgi og elnbeitlngin leynlr sér ekkl. Lítið um meiðsli KRISTINN Eyjólfsson var læknir Andrésar andar-leik- anna. Hann sagði að mjög lítið hafi verið um meiðsli hjá börn- unum. „Þetta gekk mjög vel og það er ótrúlegt miðað við allan þennan fjölda að ekki skuli vera fleiri óhöpp. Þetta voru ein- staka mar og smá tognanir. Það var aðeins eitt brot og var það lítil stúlka sem handleggsbrotn- aði er hún féll út úr kojunni sinni. En það var mjög gott brot. Skiðaútbúnaðurinn er orð- inn það góður að minna er um fótbrot en áður. Eins eru allir með hjálma og það er mikið öryggisatriði,“ sagði Kristinn. „Þetta er búið að vera mjög gaman, gott að vera svona úti í góða veðrinu og fylgjast með keppninni. Þó svo að mikil sól hafi verið eru krakkarnir ekki sólbrenndir. Þeir hafa greini- lega verið mikið á skiðum í vet- ur og eru yfirleitt brún og því vel undirbúin í andlitinu," sagði læknirinn. SKÍ fær 700 þúsund krónur SKÍÐASAMBAND íslands fær um 700 þúsund krónur í sinn hlut fyrir keppnisgjald krakk- anna á Andrésar andar-leikun- um. Hver keppandi greiðir 1.600 krónur í mótsgjald og fær SKÍ helming af því, eða 800 krónur. „Ætli þetta sé ekki einna besta tekjulind Skíða- sambandsins. Við erum stoltir af því að skaffa þetta til SKÍ, en okkur finnst kannski að þessum peningum væri betur varið hér heimavið. En þetta eru reglur og við förum eftir þeim,“ sagði Gísli Kr. Lórenz- son, mótstjóri. Ólympíufararnir með dæturnar TÓMAS Leifsson og Steinunn Sæmundsdóttir kepptu bæöi á Vetrarleikunum í Innsbruck 1976. Hér heldur Tómas á dóttur slnni, Ragnhelði Tinnu og Stelnunn á dóttur sinni, Sæunnl. Tinna og Sæunn í fótspor foreldranna Ragnheiður Tinna Tómasdóttir frá Akureyri og Sæunn Birg- isdóttir úr Ármanni voru að keppa á Andrésar andar- Ieikunum í síð- asta sinn og fögnuðu sigri, Sæunn í stórsviginu og Ragnheiður Tinna í svigi og risasvigi. Þær eru komnar af miklu skíðafólki því Tómas Leifs- son er faðir Ragnheiðar Tinnu og Steinunn Sæmundsdóttir móðir Sæunnar. Tómas og Steinunn kepptu einmitt bæði á Olympíuleik- unum í Innsbruck 1976. Skíðakonurnar ungu sögðust staðráðnar í að feta í fótspor for- eldra sinna og vonuðust eftir að fá tækifæri til að keppa á Ólympíuleik- um eins og þeir. „Vonandi kom- umst við báðar á sömu Ólympíu- leika því við erum svo góðar vinkon- ur,“ sagði Sæunn og Tinna tók í sama streng. „Við höfum verið að keppa síðan við vorum sjö ára og alltaf skipst á að vinna. Ég hef verið betri í stórsvigi en Tinna í svigi. Ég gerði smá mistök í braut- inni í risasviginu og hún var líka orðin erfíð því ég startaði svo aftar- lega. Mamma kenndi mér og þjálf- aði mig þar til ég var átta ára,“ sagði Sæunn, sem tók þátt í norska meistaramótinu í sínum aldurs- flokki fyrir hálfum mánuði og hafn- aði í fjórða sæti í stórsvigi. Tinna, sem hefur unnið svigið á leikunum fjögur ár i röð, byijaði að æfa þriggja ára og segir að pabbi sinn hafí kennt sér fyrstu árin. „Nú förum við næst í unglingaflokk og þá verður þetta erfiðara, alla vega fyrsta árið. Það er leiðinlegt að fá ekki að keppa aftur á leikunum því þetta hefur verið svo mikið ævin- týri. Þetta eru ár sem ég gleymi aldrei. Ég fer kannski til Austurrík- is næsta vetur og hlaka til þess,“ sagði Tinna. Steinunn, móðir Sæunnar, sagð- ist vera stolt af dóttur sinni. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá henni og það er ekki hægt annað en gleðjast með henni. Vonandi hef ég kennt henni eitthvað, en eftir að hún komst upp úr átta ára flokknum hafa aðrir þjálfara séð um hana. Ég fylgist þó alltaf vel með henni og reyni að gefa góð ráð.“ Tómas, faðir Tinnu, tók í sama streng. „Maður fær stundum fiðring þegar hún rennir sér niður brautina — ég á erfítt með að horfa á. Ég fékk sjálfur mjög mikið út úr því að æfa skíði og vonandi fær hún það líka,“ sagði Tómas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.