Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 BLAK MORGUNBLAÐIÐ Karlalið HK úr Kópavogi varð bæði íslands- og bikarmeistari í vetur Vignir og Elva Rutbest Byrjuðum mjög illa KARLALIÐ HK íblaki tryggði sér á laugardaginn annan titil sinn á þessu keppnistímabili. Liðið lagði þá ÍS í úrslitaleik um bikarmeistaratitilinn í Di- granesi með þremur hrinum gegn einni. Lið ÍS veitti íslands- meisturum HK talsverða mót- spyrnu og meiri en flestir áttu von á. Leikmenn ÍS komu á óvart í fyrstu hrinu með mikilli bar- áttu og meiri stemmningu en meist- BBBHIHI aramir. Þeir leiddu ívar framan af en HK- Benedíktsson mðnnum tókst að skrifar snúa leiknum sér í hag undir lok hrin- unnar og sigra í henni, 15:13. ÍS menn létu ekki slá sig út af laginu í annarri hrinu, komust fljótlega í 0:5, leiddu hnnuna á enda og sigr- uðu, 11:15. I þriðju hrinu virtist allt ætla að fara á sömu ieið og í þeirri annarri. Leikmenn ÍS náðu fimm stig forskoti, 3:8, en þá sögðu leikmenn HK hingað og ekki lengra, skoruðu átta stig í röð og voru þar með komnir á beinu brautina. Loka- tölu í þriðju hrinu, 15:10. HK-menn sýndu allar sínar bestu hliðar í fjórðu hrinu og sigruðu af öryggi, 15:5, og þar með var bikarmeistara- titilinn þeirra í annað sinn á þremur árum. þessu small allt saman hjá okkur, en við lékum langt frá okkar besta leik,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, fyrirliði HK, þegar sigurinn var í höfn að lokinni fjórðu hrinu. „Við vildum ekki rifja upp bikarúrslita- leikinn í fyrra þar sem við glopruð- um unnum leik úr höndunum á loka- kaflanum. Ef við leikum eðlilega sigrum við öll lið á landinu auðveld- lega,“ sagði Guðbergur, fyrirliði, jafnframt. Óheppnlr í byrjun „Við höfum ekkert leikið í sex vikur frá því að deildarkeppninni lauk,“ sagði Þorvarður Sigfússon, leikmaður ÍS að leikslokum. „Við vorum óheppnir í fyrstu hrinu, vor- um yfir allt þar til undir lokin. Sigr- uðum í annarri lotu og í góðri stöðu á kafla í þeirri þriðju. Þá var eins og botninn dytti úr leik okkar og þeir snéru leiknum við. Um leið og Bikarmeistarar HK Morgunblaðið/Jón Svavarsson LIÐ HK sem tryggAi sér bikarmeistaratltllinn um helglna, en áður hafði það tryggt sér íslands- melstaratltllinn. Efrl röð frá vlnstrl: Albert H.N. Valdlmarsson, formaður blakdeildar HK, Elnar Ásgelrsson, Hlöðver Hlöðversson, Jóhann Slgurðsson, Stefán Slgurðsson, Mark Andrew Hancock, Guðlaugur Flnnsson, Hafstelnn Slgurðsson og Zhao Shanwen þjálfari. Neðrl röð frá vinstri: Vlgnir Hlöðversson, Guðbergur Eyjélfsson, fyrirllði, Jén Vaidlmarsson og Páll Flnnsson. við gáfum þeim litla fingur þá tóku þeir alla hendina, þá var ekki til baka snúið. Mótspyrnan i upphafi fór í taugamar á þeim og þar gæti hafa verið um vanmat að ræða, en þeir hafa verið að leika mjög vel upp á síðkastið og eru vel að titlin- um komnir," bætti Þorvarður Sig- fússon, leikmaður ÍS við að lokum. Stefán formaður BLI STEFÁN Jóhannsson frá Akureyri var um helgina kjörinn formaður Blaksambands íslands á ársþingi þess. Hann bauð sig fram gegn sitj- andi formanni, Bimi Guðbjömssyni, og hafði betur. Stefán hlaut 20 atkvæði en Bjöm 15 og þrír seðlar vom auðir. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Blaksambandsins sem mótframboð kemur í formannskjöri. Baráttugleðin fleytti Víkingsstúlkum alla leið EFTIR að hafa misst af Islands- meistaratitlinum þá létu Vík- ingsstúlkur tækifærið til að sigra í bikarkeppninni sér ekki úr greipum ganga. Með seiglu tókst þeim að leggja ÍS að velli, 3:1, í hörkuleik en leikið var í Digranesi sl. laugardag. Útlit var fyrir það undir lok fjórðu 'lotu að leika þyrfti úrslitahrinu um titilinn því IS, sem hafði sigrað í einni hrinu, leiddi, 14:10. En leikmenn Víkings léku af yfirvegun á lokakaflan- um, jöf nuðu leikinn og komust yfir. Björk Benediktsdóttir átti síðan síðasta skellinn í leiknum og tryggði Víkingi sigur í hrin- unni og um leið bikarmeistar- atitlinn. Við ætluðum okkur að taka þenn- an titil og það tókst. _En það var að sjálfsögðu erfitt. ÍS liðið barðist af krafti en við sýndum fram á það er allt hægt þegar við vomm undir í fjórðu hrinu, 10:14, og tókst að snúa leiknum okkur í vil og sigra í lotunni, 16:14. Við ætluðum okkur sigur í bikar- keppninni eftir tap gegn HK á ís- landsmótinu. Við höfðum það á baráttunni og leikgleðinni. Hópur- inn er mjög samstæður og við höf- ivar Benediktsson skrifar um verið lengi í baráttunni og stefn- um að því að fara yngja upp liðið og emm komnar með yngri flokka á laggirnar," sagði Björg Erlings- dóttir, fyrirliði bikarmeistaranna að lokinni tveggja klukkustunda úr- slitaorustu. Fyrsta hrina var jöfn og skiptust liðin á um að hafa forystu. Víking- ar skomðu fjögur síðustu stigin og tryggðu sér sigur, 15:13. í annarri lotu hafði ÍS liðið öll völd á vellinum og sigraði, 4:15. Þriðja hrinan var jöfn og æsi- spennandi. ÍS leiddi, 13:14, en Vík- ingsstúlkur höfðu ekki sagt sitt síð- asta orð. Þær jöfnuðu, 14:14, og knúðu fram sigur, 16:14, í æsilegri baráttu. Miklar sviptingar vom í fjórðu og síðustu lotunni eins og fyrr greinir. „Okkur vantar meiri samæfingu. Það vom mikil meiðsli hjá okkur í vetur og liðið er ekki í forrni. Síðan þegar komið er út í úrslitleik þá spilar líka inn í taugaveiklun. Vita- skuld áttum við að tryggja okkur sigpjr í fjórðu hrinunni, komnar með, 14:10 í forskot, en við misstum einbeitinguna og þá var ekki að sökum að spyija. Þær vom betri og því stóðu þær uppi sem sigurveg- arar hér í dag,“ sagði Þórey Har- aldsdóttir, fyrirliði IS, eftir að hún og stöllur hennar höfðu tapað úr- slitaleiknum gegn Víkingi. VIGNIR Hlöðversson úr HK var kjörinn besti leikmaður 1. deildar karla í blaki í vetur og Elva Rut Helgadóttir, einnig HK, var best í 1. deild kvenna. Kjöri þeirra var lýst í lokahófi blakmanna sem fram fór á laugardagskvöld. Þrír voru tilnefndir til alíra þeirra titla, sem í boði voru. í kjöri besta leikmannsins í karlaflokki vom það Guðbergur E. Eyjólfsson, fyrirliði HK, og Zdravko V. Demirev frá ÍS, auk Vignis sem var kjörinn. Og i kvennaflokki hlutu reyndar fjórar útnefningu — Anna Guðrún Einars- dóttir, HK, Elín Guðmundsdóttir HK og Snjólaug Bjamadóttir úr Víkingi, auk Elvu Rutar, sem var kosin sú besta sem fyrr segir. í kjöri efnilegasta leikmanns keppnistímabilsins í karlaflokki voru útnefndir Davíð Búi Halldórsson úr KA, Einar Sigurðsson Stjörnunni og Valur Guðjón Valsson úr Þrótti, og varð Valur Guðjón fyrir valinu. Efni- legasti leikmaðurinn í kvennaflokki var kjörin Ragnhildur Einarsdóttir úr HK, en auk hennar fengu útnefn- ingu Jóhanna Erla Jóhannsdóttir úr KA og Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir úr HK. Besti dómarinn var kjörinn Þor- valdur Sigurðsson, _en Leifur Harð- arson og Ólafur Árni Traustason vom einnig tilnefndir. VIGNIR Hlöðversson og Elva Rut Helgadóttir, bæðl úr HK; bestu lelkmenn í 1. delld karla og kvenna I vetur. „Við byijuðum mjög illa. Eftir að hafa spilað mjög vel gegn Þrótti í úrslitaleikjum íslandsmótsins þá áttum við erfítt með að ná takti í þessum leik og vera má að þar hafí vanmat okkar ráðið. En okkur tókst að snúa leiknum okkur í hag þegar á leið,“ sagði Vignir Hlöð- versson, leikmaður HK að leikslok- um. „Þegar við fómm inn á í íjórðu hrinuna þá kom ekkert annað til greina en að leika af fullum krafti og klára leikinn og það tókst,“ bætti Vignir við. Eiga að vinna alla auðveldlega „Framan af vomm við að svekkja okkur of mikið á þeim mistökum sem við vomm að gera. Við vissum að við gætum leikið betur. Loks þegar það tókst að rífa sig upp úr Bikarmeistarar Víkings Morgunblaðið/J6n Svavarsson LIÐ Víklngs sem um helglna varð blkarmelstarl í blakl kvenna. Efri röð frá vlnstri: Hallur Hallsson, formaður Víkfngs, Berglind Þórhallsdóttlr, Snjólaug Bjarnadóttlr og dóttlr, Oddný Erlendsdóttir, Hulda Helgadóttir, Unnur Sfgurðardóttlr og Karl Sigurðsson, þjálfarl, með son slnn Gylfa Frey í fanginu. Neðri röð frá vlnstri: BJörg Erllngsdóttlr, fyrirliði, Stella Óskarsdótt- Ir, Hlldur Grétarsdóttlr, Jóhanna Krlstjánsdóttlr, BJörk Benedlktsdóttlr. HK hristi ÍS af séráloka- sprettinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.