Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 20. AIMDRESAR ANDAR - LEIKARNIR Morgunblaðið/Reynir Eiríksson VINKONURNAR Harpa Friðriksdóttir, Eva Dögg Ólafsdóttlr og Hildur FriArlksdóttlr. Skemmti- legasta mótið TVÍBURARNIR Harpa og Hild- ur Friðriksdætur voru að óska Evu Dögg Ólafsdóttur til hamingju með sigur hennar í svigi er blaða- maður hitti þær stöllur, en þær eru allar frá Akureyri. „Andrésarleik- amir eru alltaf toppurinn á vetrin- um og við hlökkum mest til þess móts allan veturinn. Það er búið að vera mjög leiðinlegt veður í all- an vetur og við því ekki getað æft sem skyldi, en okkur gekk alveg ágætlega — þó einkum Evu í svig- inu þar sem hún vann. Við erum í 10 ára flokki og getum því keppt á tveimur Andrésarleikum til við- bótar og það er alveg á hreinu að það munum við gera og auðvitað stefnum við að því að komast á verðlaunapall á þessum mótum,“ sögðu þær stöllur. ■«. ■i / Morgunblaðið/Rúnar Þór Ekkert gefið eftir GUNNAR S. Jósteinsson frá Húsavík er hér á fullri ferð í svigkeppni 12 ára drengja. Tomba í uppáhaldi ANDRI Þór Kjartansson úr Breiðabliki var með á Andrésar leikunum í fjórða sinn. Þetta var í fyrsta sinn sem hann nær efsta sæti, en hann sigraði í stórsvigi, svigi og varð annar í risasvigi í flokki 10 ára drengja. „Ég er búinn að æfa skíði síðan ég var sex ára. Ég bjóst aldrei við að vinna tvo bikara. Ég hef æft mjög vel í vetur. Uppáhalds skíðamaðurinn minn er Tomba,“ sagði Andri Þór, sem einnig --- er í handbolta og fótbolta með Breiðabliki. Andrl Þór Morgunblaðið/Reynir Eiriksson FREMRI röð f.v. Kári Brynjólfsson, Andréa Víðisdóttir, Harpa Rut Heimisdóttir, Júlíana Krist- jánsdóttir og Aron Víðisson, Aftari röð f.v. Fjölnir Finnbogason, Björg Finnbogadóttir, Andri Sigurjónsson, Gunnar Már Magnússon og BJörn Þór Guðmundsson. Draumur er að kom- ast á verðlaunapall HÓPUR krakka frá Dalvík sat og sleikti sólskinið ásamt for- eldrum þegar blaðamaður hitti þau að máli, og var grejnilegt að þau undu sér hið besta. „Við erum búin að æfa mjög vel í allan vetur og hlökkuðum mjög mikið til að komast til að keppa á Andrés,“ sagði einn úr hópnum. „Það sem er skemmtilegast hérna er að keppa, fara í [íþróttajhöllina á kvöldin og svo að leika sér. Það er auðvitað draumur að komast á verðlaunapall en það skiptir þó ekki öllu máli því aðalatriðið er að vera með. Við erum 69 krakkar frá Dalvík á þessu móti og þó það sé ekki langt til Dalvíkur þá dettur okkur ekki í hug að fara heim á kvöldin — við gistum að sjálfsögðu í Lundarskóla, það er sko gaman.“ Eitt foreldrið skaut inní að öll að- staða í Lundarskóla væri til fyrir- myndar sem og annað á leikunum. Hvað heitir forseti Banda- ríkjanna? SÍÐASTA keppnisdaginn var lögð þrautabraut fyrir keppend- ur í alpagreinum 8 ára og yngri. Á leiðinni niður þurftu krakk- arnir m.a. að stoppa þrisvar og svara spurningum, þar sem bent var á myndir af Andrési Ond og félögum og spurt um nöfn þeirra. Þetta mæltist mjög vel fyrir og kunnu krakkarnir vel að meta þessa nýbreytni. Sum höfðu heyrt að þau yrðu að svara spurningum á leiðinni og voru nokkuð stressuð hvað yrði gert ef þcim tækist ckki að svara og hvernig spurningar væri um að ræða. Einn keppandi í flokki 7 ára var þungt hugsi rétt áður en hann átti að fara að renna sér af stað og kallaði svo til liðs- stjóra síns og sagði: „heyrðu, hvað heitir aftur forseti Banda- ríkjanna." Strákur taldi greini- lega að búast mætti við spurn- ingum í þyngra lagi. Fengu silfurmerki IBA AÐ MÆÐIR mikið á þeim sem skipuleggja Andrésarleikana á hveiju ári, en það er óhætt að segja að þrír þeirra sem eru í Andr- ésamefndinni ættu að vera öllum hnútum kunnugir því þeir hafa ver- ið í henni frá upphafi. Þessir heiður- menn era Gísli Kristinn Lórenzson, Kristinn Steinsson og ívar Sig- mundsson. í hófi sem haldið var á leikunum vora þeir sæmdir Silfur- merki ÍBA fyrir vel unnin störf í þágu skíðþróttarinnar með vinnu sinni við Andrésarleikana. Þeir fé- lagar sögðu að það hefði ekki einu sinni verið draumir í upphafi þegar keppendur voru 148 að fjöldi kepp- enda væri eitthvað viðlíka því sem nú er orðið. Þeir bentu á að ekki ætti að vera mikið mál að auka §ölda keppenda hvað aðstöðu varð- ar í fjallinu en vinna þyrfti í málum varðandi dvalarstaði í bænum og þá má ekki gleyma því að íþrótta- höllin tekur um 1400 manns og hún var troðfull öll kvöldin, en þessu má má eflaust leysa. Tveir aðrir í nefndinni, Magnús Ingólfsson og Friðrik Adólfsson, fengu við sama tækifæri og þremenningamir bronsmerki ÍBA. Það er vel við hæfi að óska þeim til hamingju með silfurmerkin og þann frábæra árangur sem tekist hefur í uppbyggingu Andrésarleik- anna á Akureyri sem era orðnir eitt glæsilegasta íþróttamót á hveiju ári sem haldið er hérlendis. Mjög góðar vinkonur ÆR VORU að vonum kampa- kátar; Freydís Konráðsdóttir, Edda Rún Aradóttir og Guðný Ósk Gottlíbsdóttir 10 ára frá Ólafsfirði því þær vora í fyrstu þremur sætun- um í göngu með fijálsri aðferð. „Við erum mjög góðar vinkonur og æfum yfirleitt saman og höfum við verið nokkuð duglegar að æfa í .vetur. Við rífumst aldrei þrátt fyrir að keppnin sé alltaf nokkuð hörð á milli okkar, en það skiptir ekki mestu máli hver vinnur. Við æfðum svigskíði þar til í fyrravetur en þá hættum við og höfum einbeitt okk- ur að göngunni síðan og munum gera það áfram, það er alveg á hreinu. Þetta mót er alveg frábært og við hlökkum alltaf til þess að koma hingað allan veturinn og munum örugglega koma hingað á meðan við megum keppa.“ Morgunblaðið/Reynir Eiríksson ÞEIR Kristlnn Steinsson, ívar Slgmundsson og Gísii Kristinn Lórenzson fengu silfurmerki ÍBA. Önfirðingar með í fyrsta skipti ONFIRÐINGAR sendu í fyrsta skipti keppendur á Andrésar- leikana að þessu sinni og voru það sex börn sem kepptu í göngu 10 ára. Þau Kristín, Markús, Hjalti, Jón, Margrét og Bernharður voru í sjöunda himni með að koma á Andrés og féllust strax á að spjalla við blaðamann. „Við byijuðum að æfa í vetur þegar kom kennari til okkar sem hafði áhuga á skíða- göngu og hann hefur verið að æfa okkur. Þetta mót er reyndar það fyrsta sem við tökum þátt í og eram við ánægð með árangurinn. Það er alveg frábært að koma hér til að keppa og eitt er víst að við munum koma að ári til að taka þátt. Við erum bara á skíðum með rifflum að neðan en ekki á keppnis- skíðum sem borið er neðan í, en við ætlum að fá okkur svoleiðis skíði á næsta ári og koma með þau næst.“ Þau sögðu æfingaaðstöðuna á heimaslóðum þeirra pekki sérstak- lega góða. „Það er mjög flatlent heima og lítið um hóla í landslag- inu og ef við förum upp í fjall þá er það bara beint upp og niður. En það skiptir kannski ekki öllu máli og við eram staðráðin í að halda áfram að æfa- og með til- komu ganganna þá getum við far- ið til Ísaíjarðar og æft þar líka en þar er betri aðstaða". ÖNFIRÐINGAR voru í fyrsta slnn. Aftari röð f.v. Kristín Sig- urðardóttir, Markús Björnsson, Hjalti Ásgeirsson og Jón Axel Jónsson. Fremri röð f.v. Margrét Magnúsdóttir og Bern- harður Guðmundsson. FREYR Steinar Guðlaugsson 10 ára, Árni Teltur Stein- grímsson 11 ára og Jakbob Sævar Sigurðsson 10 ára. Prófuðum Telemark- svigið í gær VIÐ ERUM að æfa rennslið fyrir keppnina í dag, sögðu þeir Arni Teitur, Freyr og Jakob frá Siglufirði. „Það verður að renna vel ekki síður en fatta ef maður ætlar að ná góðum ár- angri í keppni. Okkur hefur gengið vel til þessa á Andrés,“ sagði einn þeirra, en Árni sigraði í göngu í 11 ára flokki með hefðbundinni aðferð og Freyr í 10 ára flokki. „Auðvitað stefnum við að því að vinna í dag,“ sagði annar þeirra, og þess má geta að það tókst þeim félög- um. „Mér gengur ágætlega og lenti í fjórða sæti í hefðbundinni göngu“, bætti Jakob við. „Það var alveg frábært veð- ur á föstudaginn hérna og þá voram við að leika okkur í fjallinu og fórum með lyftunum og svo renndum við okk- ur niður og þá prófuðum við Telemark- svig. Það var rosalega gaman." ÞORSTEINN Þorvaldsson, Haukum og Inglbjörg Þ. Jónsdóttir frá Eskifiröi sigruðu í svigi í flokki 7 ára og yngrl. Bjóst ekki við sigri ORSTEINN Þorvaldsson úr Haukum úr Hafnarfirði og Ingibjörg Þ. Jónsdóttir frá Eski- firði sigruðu í svigi í flokki 7 ára og yngri. Þorsteinn var að keppa í annað sinn á leikunum en Ingi- björg í fyrsta sinn. Þorsteinn sagði að í fyrra hafi hann orðið í níunda sæti. Hann sagðist ekki hafa búist við að sigra núna. „Ég man ekki alveg hvenær ég byijaði að æfa — ætli það séu ekki svona fjögur ár síðan. Það er ofsalega gaman að keppa hér og það er mikið fjör enda mikið af krökkum. Ég æfi alltaf í Bláfjöllum og fer með rútu á æfingar. Ég ætla örugglega að halda áfram að æfa því það er svo gaman að kom- ast á leikana,“ sagði Þorvaldur. Ingibjörg náði því að sigra á sínum fyrstu leikum. „Ég trúði því varla að ég hefði unnið, bjóst alls ekki við því vegna þess að ég var í sjöunda sæti í stórsviginu. Ég fór fyrst á skíði þegar ég var svona fjögurra ára. Eg æfi með Eskfirð- ingum í Oddskarði. ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 B 7 11 ....l> Byrjaði að æfa þriggja ára Eg byrjaði að æfa þegar ég var þriggja ára og er nú að taka þátt í Andrésar- leikum í annað skipti,“ sagði Eyr- ún Marínósdóttir 8 ára frá Dalvík. „Ég hef aldrei ver- ið í fyrsta sæti á Andrési áður og það var rosalega gaman. Ég hef verið nokkuð dug- leg að æfa í vetur og taka þátt í mótum og var því ágætlega undir- Eyrún búin fyrir Andrésarleikana“, sagði Eyrún og var þotin til vina sem vildu fá að sjá bikarinn sem hún hafði unnið. Helen best í svigi HELEN Auðuns- dóttir frá Ak- ureyri sigraði í svigi í flokki 11 ára stúlkna og varð þriðja í risasvigi. „Ég hef þrisvar áður unnið á Andrési, tvisvar þegar ég var sjö ára og einu sinni átta ára. Ég átti ekki von á sigri núna, en auðvitað reynir maður alltaf að gera sitt besta. Við höfum æft vel í vetur, reynt að fara á skíði þegar viðrað hefur til þess,“ sagði Helen. Helen Gekk mjög vel |ÉR GEKK mjög vel og náði að vinna svig- ið,“ sagði Hreiðar Birgisson 8 ára frá Húsavík. „Ég er bú- inn að æfa mjög vel í vetur og því á ágætri æfingu. Það er frábært að vinna og gaman að kom- ast á verðlaunapall og hampa bikarn- um. Ég ætla að vera duglegur að æfa á komandi árum og stefni að því að koma oft á Andrés — öll árin sem ég má keppa og auðvit- að væri gaman að komast aftur á verð- launapall". Skíði um helgar en dans á kvöldin BERGRÚN Stef- ánsdóttir úr Ár- manni sigraði í stór- svigi í og varð fjórða í stórsvigi í flokki 8 ára. „Ég bjóst ekki við að vinna en það var gaman. Ég var i þriðja og níunda sæti í fyrra en þá keppti ég í fyrsta sinn,“ sagði Bergr- ún sem einnig æfir samkvæmisdans með vinkonu sinni, Ing- unni Ósk. Bergrún segir að skíðin séu númer eitt og dansinn númer tvö. „Ég æfi skíðin í Bláíjöllum um helgar og dans- inn hjá Jóni Pétri og Köru á kvöldin.“ Bergrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.