Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 20. ANDRESAR ANDAR-LEIKARNIR MORGUNBLAÐIÐ Hallur Þór best- ur í risasviginu Hallur Þór Hallgrímsson frá Húsavík sigraði í risasvigi í flokki 12 ára drengja. Hann varð annar í stórsviginu og fjórði í svig- inu. Hann hefur verið sigursæll á leikunum og ávallt farið heim með bikar sem sigurlaun og nú var það gullhjálmur sem veittur var fyrir sigur í risasvignu. „Ég er búinn að vinna öll árin. Það hefur verið ofsalega gaman að keppa á Andrési. Risasvigið er skemmtileg grein og í mestu uppá- haldi hjá mér núna. Ég æfi helst alla daga vikunnar, en stundum er slæmt veður og þá verður maður að sleppa æfingu. Ég byijaði að æfa sex ára og ætla að halda áfram,“ sagði Hallur Þór. Risasvigið komið til að vera Þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í risasvigi á Andrésar andar-Ieik- unum og þótti takast vel. Þessi grein hefur ekki verið mikið stund- uð hér á landi en hefur átt ört vax- andi vinsældum að fagna. Gísli Kr. HALLUR Þór Hallgrímsson með gullhjólminn góða. Lórenzson, mótstjóri, sagði að lík- lega yrði risasvigið árleg keppnis- grein á Andrési. „Það hefur komið upp sú hugmynd að fella stökkið niður því það á erfitt uppdráttar hér á landi. Risasvigið hefur komið vel út og því ekki að breyta til,“ sagði hann. STÖKKVARARNIR voru að vonum ánœgðlr með blkarana sína. Einar Ingvi Andrésson, Siglufirðl, Bragl Slgurður Ósk- arssson, Ólafsfirði, Jóhann Guðjónsson, Siglufirði og Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðl. Að settu marki ÞESSI ungi skíðagöngumaður er hér einbeittur á svip og ætlar sér greinilega stóra 20. Andrésar andar-lelkunum sem lauk á Akureyri á sunnudag. Metþátttaka var að þessu sinni, eða um 870 börn á aldrinum 6 til 12 ára. Þetta var rosalega erfitt Það var greinilegt að Björn Blön- dal frá Akureyri, gaf sig allan í keppni í göngu 12 ára með fijálsri aðferð enda uppskar hann laun erf- iðisins, en hann sigraði einnig í hefðbundinni göngu. „Ég er alveg búinn,“ sagði Björn þegar hann kom í mark; „og þetta var alveg rosalega erfitt. Ég er búinn að æfa mjög vel í vetur og var gaman að vinna bæði göngu- mótin því þetta er mitt síðasta skipti á Andrés og á ég örugglega eftir að sakna þess að fá ekki að keppa oftar. Ég byijaði að æfa göngu þegar ég var 6 ára og þetta eru fimmtu Andrésarleikarnir þar sem ég tek þátt,“ sagði hann. „Því miður þá æfir enginn annar á Akureyri í mínum aldursflokki og því hefur keppnin ekki verið sem skyldi. Ég stefni að því að æfa áfram og næstu skrefin verða því keppni í flokki 13-14 ára og er ég strax farinn að hlakka til þess að taka þátt í þeim mótum á næsta vetri,“ sagði Björn að lokum og tóku vinir að óska honum til ham- ingju með sigurinn. Morgunblaðið/Reynir Eiríksson BJÖRN Blöndal. Olafsfírðingar og Siglfirðingar skiptu með sér verðlaununum Olafsfírðingar og Siglfirðingar skiptu með sér verðlaununum í stökki, enda á stökkíþróttin rætur að rekja til þessara bæjarfélaga. Bragi Sigurður Óskarsson frá 01- afsfirði, sem er ellefu ára, sigraði í þremur greinum á leikunum; stökki, svigi og stórsvigi og varð síðan annar í risasvigi. „Stökkið er skemmtilegast. Ég stökk 21 metra eða jafn langt og Ingvar Steinarsson frá Siglufirði, sem varð annar en ég vann hann á betri stfl. Ég byijaði að æfa stökk í vetur og það er ofsalega gaman,“ sagði Bragi sem var að keppa á Andrési í fimmta sinn. „Ég hafði einu sinni unnið áður en það var í svigi fyrir tveimur árum.“ Einar Ingvi Andrésson frá Siglu- fírði sigraði í stökki í flokki 9 ára drengja. Hann var að keppa á leik- unum í þriðja sinn. „Ég á þijá aðra bikara heima frá Andrésar leikum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég keppi í stökki á Andrési. Ég er alltaf að stökkva í gilinu heima á Siglufirði. Metið.mitt er 22 metrar. Ég keppi líka í svigi og stórsvigi. Ég er líka oft að æfa brun,“ sagði Einar Ingvi, sem er einnig á fullu í fótboltanum með KS. Ingi Valur Davíðsson frá Ólafs- fírði sigraði í stökki í flokki 10 ára, en hann var að keppa í annað sinn á leikunum. „Mér finnst skemmti- legast að stökkva, en það er líka gaman í svigi og stórsvigi. Það mikið fjör hér og alltaf nóg að gera. Ég ætla að halda áfram að æfa stökk,“ sagði Ingi Valur sem segist líka vera í fótbolta á sumrin með Leiftri. Siglfírðingurinn-Jóhann Guðjóns- son sigraði í stökki í flokki 12 ára, en hann sigraði í 11 ára flokki í fyrra. Hann segir það hafí alltaf verið æft stökk fyrir leikana nema núna. „Það var ekki búinn til stökk- pallur í vetur, en við strákarnir gátum alltaf fundið okkur staði til að stökkva á. Stökkið er skemmti- leg íþrótt en er ekki fyrir loft- hrædda. Ég er að keppa í fjórða sinn á Andrési. Þetta er síðasta árið mitt á leikunum og fer því upp í unglingaflokk næsta vetur. Ætli það verði nokkuð keppt í stökki þá,_ en ég vona það besta,“ sagði Jó-" hann. Morgunblaðið/Valur Jónatansson Grænlenskir gestir TVEIR 12 ára grænlenskir krakkar kepptu sem gestir á mótinu; Ivik Kleist og Larsine Petrussen frá Narsarsuaq. Þau voru mjög ánægð með mótið og sögðu brekkumar frábærar. „Við höfum skemmt okkur mjög vel,“ sögðu þau. Þjálfari þeirra, Anga Peter Edvardsen, sagði að vonandi fengju græn- lensk börn tækifæri á að vera með á leikunum á næstu árum. „Ég bjóst ekki við að þetta væri svona mikil skíðahátíð og skíðaaðstaðan er hreint frábær. Við höfum aðeins eina skíðalyftu heima sem er 450 metrar, en við eigum fullt af brekkum og nægan snjó. Það er mikill áhugi fyrir skíðum í Grænlandi, þar æfa um sextíu krakkar,“ sagði Edvardsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.