Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 12
ÞYSKALAND Dortmund tapaði í Múnchen Dortmund er ekki lengur með stig umfram önnur lið í þýsku deildinni eftir leiki helgarinnar. Þá sótti efsta liðið Bayem Miinchen heim og mátti þola 2:1 tap en Werd- er Bremen gerði 2:2 jafntefli við Kaiserslautern og er komið upp að hlið Dortmund. Fyrri hálfleikur í Munchen var markalaus en Alexander Zickler og Christian Ziege skoruðu fyrir heimamenn áður en Lars Ricken minnkaði muninn átta mínútum fyrir leikslok. Andreas Möller lék ekki með Dortmund og kom það greinilega niður á leik liðsins en hann var dæmdur í bann fyrir leik- araskap eins og fram kom fyrir helgi. Bayern er í sjötta sæti fjómm stigum á eftir efstu liðunum og þó margir lykilmenn væru ekki með vegna meiðsla lék liðið vel. „Bæði lið komu til leiks eftir tap í Evrópu- keppni og þetta var harður leikur," sagði Trapattoni, þjálfari Bayern. „Ég er ánægður með seinni hálfleik og úrslitin vom sanngjörn. Ef liðið heldur áfram á sömu braut er enn möguleiki á UEFA-sæti.“ Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund, var raunsær. „Fyrra markið gaf Bayern byr undir báða vængi og sigurinn var verðskuldaður. Við lögðum okkur ekki nógu vel fram til að sigra.“ Bjarki Gunnlaugsson var í byrj- unarliði Niirnberg sem gerði jafn- tefli við Herta Berlín, 1:1, en var skipt útaf þegar níu mínútur vom eftir. Hann fékk góða dóma í Kic- ker fyrir leik sinn, eða 3 í einkunn. Niirnberg á við mikla fjárhagserfíð- leika að etja og em skuldið félags- ins komnar yfir hættumörk að mati þýska knattspymusambandsins og ef ekki verður bætt úr því fyrir næsta keppnistímabil fær liðið ekki að leika í atvinnumannadeildinni og verður dæmt niður í áhugamanna- deild. ■ Úrslit / B10 vom í fremstu víglínu. Arnar átti — og var skipt útaf í leikhléinu. við meiðsli að stríða — var slæmur Guðmundur Benediktsson kom inná af beinhimnubólgu, að sögn Ásgeirs í hans stað. ARIMAR Gunnlaugsson gerði mark Islands í Chile. KNATTSPYRNA Jafnt gegn Chilebúum íTemuco ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu gerði góða ferð til Chile um helgina — mætti heima- mönnum í vináttuleik, og skildu þjóðirnar jafnar, 1:1, íborginni Temuco. Arnar Gunnlaugsson skoraði fyrir ísland í fyrri hálf- leik, og höfðu íslensku strák- arnir forystu í leikhléinu. Asgeir Elíasson, landsliðsþjálfari var nokkuð ánægður með sína menn. „Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum og mér fannst við hættulegri. Þeir komust reyndar í gegn einu sinni og fengu þá gott færi, en Birkir varði vel. Tvisvar munaði svo litlu að þeir kæmust aftur í gegn en það slapp,“ sagði Ásgeir. „Okkur gekk ágætlega að halda boltanum og spila honum; vomm jafn mikið ef ekki meifa með boltann en þeir, nema síðustu mín- útur hálfleiksins." Amar gerði mark íslands skömmu fyrir miðjan hálfleikinn. „Þetta var mjög gott mark sem kom eftir spil hægra megin,“ sagði Ás- geir. Eyjólfur, Amar, Arnór og Hlynur Stefánsson áttu hlut að máli, og eftir gott samspil fékk Hlynur knöttinn í vítateignum, markvörðurinn kom út á móti hon- um og þá sendi Hlynur fyrir mark- ið á Amar 'sem átti auðvelt með að skora í tómt markið. „Þeir skoruðu svo fljótt í seinni hálfleiknum — mark sem við áttum auðveldlega að geta komið i veg fyrir. Við það datt leikurinn svolítið niður hjá okkur, þeir sóttu mikið en komust þó nánast aldrei í færi. Miðjan og vörnin hjá okkur var sterk vamarlega og við vorum í sjálfu sér ekki í hættu með að tapa leiknum, en það verður að segjast að við komumst lítið fram á við. Þeir héldu boltanum vel og lengi, en það gekk verr hjá okkur að halda honum." Ásgeir var ánægður með sína menn, sem fyrr segir, sérstaklega kvað hann vörn og miðju hafa kom- ið vel út. Ekki vildi hann þó nefna neina leikmenn sérstaklega. íslenska liðið var þannig skipað: Birkir Kristinsson var í markinu, Guðni Bergsson var aftastur í þriggja manna vöm og Daði Dervic og Kristján Jónsson fyrir framan hann. Þorvaldur Örlygsson var á hægri kantinum, Rúnar Kristinsson á þeim vinstri og inni á miðjunni Sigurður Jónsson, Hlynur Stefáns- son og Amór Guðjohnsen. Eyjólfur Sverrisson og Amar Gunnlaugsson Góð staða Juventus þrátt fyrir óvænt tap JUVENTUS mátti þola sitt fimmta tap í ítölsku 1. deildinni í vet- ur, og jafnframt það óvæntasta, þegar liðið tapaði á heimavelli á sunnudag, 0:1 gegn Padova sem er í botnbaráttu deildarinnar. Þrátt fyrir tapið trónir Juventus öruggt í fyrsta sætinu. Liðið hefur 61 stig, átta fleiri en Parma sem sigraði örugglega um helgina. Sex umferðir eru eftir á Ítalíu. Padova lék á köflum mun betur en Juventus. Bandaríkjamaðurinn Alexei Lalas hafði auga með sókn- armönnum Juventus þeim Ravanelli og Baggio en hægri bakvörður Padova kom stórliðinu oft í opna skjöldu með snörpum skyndisókn- um. Parma sigraði Inter Milan sem hafði ekki tapað í átta leikjum í röð. Vöm Inter gaf sig ekki fyrr en í síðari hálfleiknum en þá skoraði Argentínumaðurinn Nestor Sensini tvívegis og Gianfranco Zola einu sinni. AC Milan færðist upp í þriðja sæti deildarinnar með stórsigri á Tórínó 5:1 en leikur liðanna fór fram seint á sunnudagskvöldið. Klinsmann til Bayem? FRAMTÍÐ þýska knattspymu- mannsins Jiirgen Klinsmann hjá Tottenham er óráðin og sjálfur sagði leikmaðurinn í gær að hann væri að íhuga tilboð frá þýska félaginu Bayern Miinchen og frá ítölskum félögum. Klins- mann sem átt hefur frábært tímabil og notið mikilla vinsælda í Englandi sagði að hann mundi taka lokaákvörðun í næsta mán- uði. „Það er alls ekki útilokað að ég verði áfram þjá Spurs á næsta tímabiii, það er hins vegar hluti af starfinu að íhuga allt og hlusta á hvað önnur félög hafa fram að færa,“ sagði Þjóð- veijinn. Dejan Savicevic kom Mílanóliðinu á sporið með því að skora fyrsta markið eftir nítján mínútur. Nágrannaliðin Roma og Lazio áttust við á Ólympíuleikvanginum og hafði Lazio betur. Pierluigi Cas- iraghi kom Lazio yfir fyrir hlé og Giuseppe Signori gerði síðara mark- ið úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Fyrirliði Roma, Guiuseppe Giannini var rekinn af leikvelli fyrir ljótt brot á 80. mínútu. Englendingurinn Paul Cascoigne sem nýbyijaður er að leika aftur eftir árshlé vegna meiðsla vermdi varamannabekkinn mestan tímann en kom inná í síð- ari hálfleiknum. Sampdoria, sem missti niður tveggja marka forskot gegn Arse- nal í Evrópukeppninni í síðustu viku, lenti í því sama um helgina í leik Fiorentina. Sampdoria hafði 2:0 yfir en missti leikinn niður í jafn- tefli. Ruud Gullit skoraði bæði mörk Sampdoria, það síðara á 71. mínútu en það dugði ekki til sigur. Gabriel Batistuta og Francesko Baiano jöfnuðu fyrir Fiorentina. Keuter ALEXEI Lalas, bandaríski varnarmaðurlnn sterki hjá Padova, t.h., fylglst grannt með Ravanelli, framherja hjá Juventus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.