Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 B 3 HANDKNATTLEIKUR Sóknarleikurínn enn aðal höfuðverkurínn Aðeins 25% sóknarnýting íslendinga ífyrri hálfleik gegn Svíum ÍSLENDINGAR mættutil keppni á Bikubenmótinu í Dan- mörku með því hugarfari að standa upp sem sigurvegarar. Til að svo mætti fara urðu þeir að sigra Svía í fyrsta leik en það var borin von. 25% sóknar- nýting í fyrri hálfleik gerði út- slagið og þó allt annað hafi verið að sjá til liðsins eftir hlé átti ekki fyrir því að liggja að vinna upp fimm marka forskot Evrópumeistaranna sem voru 12:7 yfir í hálfleik. Munurinn var minnsttvö mörk, 21:19. Þegar tæpar fjórar mfnútur voru til leiksloka en Svíar gerðu fjögur síðustu mörkin og unnu örugglega, 25:19. Strákarnir voru mjög fastir fyrir í vörninni þar sem Geir Sveins- son fyrirliði fór fyrir sínum mönnum. Staffan Oisson gerði Steinþór fyrstu tvö mörk Svía Guðbjartsson með langskotum en skrifar þeir áttu í mestu frá Danmörku erfiðleikum með að fínna smugur á íslensku vöminni eða þá að Sigmar Þröstur varði frá þeim og þriðja markið kom ekki fyrr en á 13. mínútu og staðan jöfn, 3:3. Á þessum tíma gerðu íslendingar nokk- ur sóknarmistök, fengu tvisvar dæmdan á sig ruðning og ein sending fór forgörðum en alls misstu þeir boltann klaufalega 11 sinnum í hálf- leiknum og slíkt gengur yfírleitt ekki og ailra síst gegn Svíum. Okkar menn mættu ákveðnari til leiks eftir hlé og þá fóru langskotin að bera árangur, spilið var hraðara og markvissara, en þegar möguleiki virtist á að jafna datt botninn úr öllu saman og allt fór í sama horf og fyrr. Svíar eru hreint ótrúlegir í hand- boltanum. Þeir voru að koma saman í fyrsta sinn í langan tíma og þó hnökrar væru á leik þeirra kom það ekki að sök. Þeir gerðu einfaldlega það sem þeir þurftu til að sigra. Markvörðurinn Peter Gentzel var hetja liðsins að þessu sinni og vilja margir meina að þar fari besti mark- vörður Svía þó af nógum sé að taka en hann var maðurinn á bak við sig- ur Redbergslid gegn Drott í barátt- unni um sænska meistaratitilinn um helgina. Að öðru leyti er valinn mað- ur í hveiju rúmi, þekktir menn með gífurlega reynslu enda hafa flestir leikið meira en minna saman síðan 1986. Þorbergur landsliðsþjálfari hefur sagt að undanförnu að liðið væri á réttri leið en af þessum leik að dæma á það þó nokkuð í land. Sem fyrr er sóknarleikurinn höfuðverkurinn og það er alveg ljóst að mennimir verða að einbeita sér betur að verk- efninu. Sigmar Þröstur lék í marki allan leikinn. Hann stóð sig mjög vel í fyrri hálfleik og varði þá sex sinnum maður gegn manni. Hann tók líka tvö góð skot eftir hlé en síðan ekki söguna meir. Eftir á að hyggja hefði sennilega verið betra að skipta um markvörð í hálfleik en látið var á það reyna hvort Sigmar Þröstur stæðist svona heilan leik o gþað gekk ekki. Reyndar sagði Þorbergur við Morgunblaðið að þegar verið væri að nálgast mótheijana eins og gerð- ist í seinni hálfleik væri oft tilhneig- ing til að skipta ekki um markvörð. Varnarleikurinn var mjög góður. Geir bar þar höfuð og herðar yfir aðra en Júlíus var einnig sterkur. Engu að síður gerðu Svíar 12 mörk með langskotum og vinstra homið hjá Konráði var oft opið. Sóknarleikurinn var afleitur í fyrri hálfleik. Mikið var sótt inn á miðjuna en þar voru Per Carlen og Magnus Wislander kóngar í ríkinu. Sóknirnar voru líka oft of stuttar, skotið eftir 10 sekúndur eða svo, hraðaupphlaup og mark hjá Svfum. Þetta gerðist á Opna Reykjavíkurmótinu og aftur núna sem bendir til þess að menn hafa ekki alveg unnið heimavinnuna. Samt sem áður voru ljósir punkt- ar. Valdimar var mjög grimmur og ákveðinn, „stal“ boltanum nokkrum sinnum og gerði þijú mörk efti hrað- aupphlaup. Geir var við öllu búinn á línunni og nýtti sendingamar ágæt- lega. Júlíus var ekki í byijunarliðinu en ógnaði í seinni hálfleik og Ólafur gerði góð mörk. Sigurður Sveinsson kom fyrst inn á þegar stundarfjórð- ungur var til leiksloka og náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Jón Kristjánsson var ekki nógu ákveðinn og Dagur lét mótlætið fara í skapið á sér. Bergsveinn Bergsveinsson var eini leikmaður hópsins sem fór ekki inn á en vonandi eru hinir reynslunni ríkari. Mönnum fyrirgefst að gera mistök í þessu móti eins og landsliðs- þjálfarinn sagði í viðtali við Morgun- blaðið á sunnudag en batnandi manni er best að lifa. GEIR Sveinsson var geysilega sterkur I vörnlnnl gegn Svíum. Stjórnaði sínum mönnum elns og herforlngl — lék reyndar „fróbærlega" f gær að matl Bengts Johansons, þjálfara Svfa. SÓKNAR- NÝTING Bicuben-mótið i Danmörku Jl___ ÍSLAND Mörk Séknir % SVÍÞJÓÐ Mörk Sóknir % 7 28 25 F.h 12 28 43 12 24 50 S.h 13 23 57 19 52 36 Alls 25 51 49 4 Langskot 12 1 Gegnumbrot 1 4 Hraðaupphlaup 3 3 Horn 4 5 Llna 5 2 Vfti 0 Bengt Johansson, þjálfari Svía, ánægðurmeðsigurinn Eðlilegur leikur mið- að við aðstæður Bengt Johansson, þjálfari Svía, fagnaði enn einu sinni sigri gegn íslendingum og var auðvitað ánægður með það en sagði við Morgunblaðið að margt ætti eftir að breytast, verða betra, áður en alvaran byijaði á Islandi. „Við spiluðum eins og ég átti von á og miðað við aðstæður var þetta eðlilegur leikur hjá okkur. Hins vegar ber að hafa í huga að við erum ekki enn komnir með alla leik- mennina og erum í raun að hittast í fyrsta sinn í lokaundirbúningnum fyrir HM - þetta var fyrsti leikur okkar í langan tíma. En ég er ánægður með sigurinn þó ég hefði viljað hafa sóknarnýtinguna betri.“ Svíar voru með 49% sóknarnýt- ingu, 43% í fyrri hálfleik og 56,5% í þeim seinni. „Við lékum ekki eins hratt og við viljum en það á eftir að lagast. Við þurfum að einbeita okkur betur og ná að gera fleiri mörk eftir hraðaupphlaup. En þetta var harður leikur, íslendingarnir spiluðu mjög fast.“ Johansson var sérstaklega ánægður með markvörðinn Peter Gentzel og sagði að íslenska liðið væri betra en á Opna Reykjavíkur- mótinu í nóvember sem leið. „Það er mikill styrkur fyrir liðið að hafa Júlíus með. Hann var mjög sterkur í vörninni og gerði góð mörk fyrir utan í seinni hálfleik en Geir Sveins- son var frábær.“ ÞolinmæAln ekki til staðar Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari Íslands, sagði við strák- ana fyrir leik að þeir yrðu að ein- beita sér-að því að nýta breidd vall- arins í sókninni og vera þolinmóðir. Þetta gekk ekki eftir og sagði hann við Morgunblaðið að það væri ástæða tapsins. „Við lögðum af stað með það veganesti að til að sigra þyrfti of- boðslega þolinmæði. Hún var ekki fyrir hendi og við féllum á sama bragði og í síðustu tveimur leikjum gegn Svíum. Við töluðum um að nýta breiddina en gerðum það ekki í fyrri hálfleik og það gengur ekki að vera með 25% sóknarnýtingu. Við sóttum heldur ekki nógu hratt í fyrri hálfleik en þetta lagaðist eftir hlé og þá gerðum við líka fleiri mörk. En það verður að segjast eins og er að við erum sjálfum okk- ur verstir - við erum helstu and- stæðingar okkar.“ Þorbergur var óhress en sagði að eins og leikurinn þróaðist hefði verið eðlilegt að tapa með tveimur mörkum. „Vamarleikurinn var mjög góður þrátt fyrir þessi 25 mörk. Ég er einnig ánægður með hvernig við gátum komið inn í seinni hálfleikinn og spilað þann hand- bolta sem fýrir var lagt, en við þurfum að gera betur." ■ FIMM íslenskir leikmenn horfðu á leik íslands og Svíþjóðar uppi á áhorfendabekkjum. Þeir sem hvíldu sig voru Guðmundur Hrafnkels- son, Gunnar Beinteinsson, Bjarki Sigurðsson, Einar Gunnar Sig- urðsson og Róbert Sighvatsson. ■ TVEIR leikmenn í sænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar með félagsliðum sínum um helgina. Staffan Olsson spilar með þýska liðinu Niederwuzbach sem varð meistari í borgarkeppni Evrópu og Thomas Svensson lagði sitt af mörkum með frábærri markvörslu þegar spænska liðið Bidasoa sigraði í Evrópukeppni meistaraliða. ■ NIKOLAJ Jacobsen, helsti skor- ari danska liðsins GOG, hefur ekki leikið nógu vel að undanfömu að mati Ulfs Schefverts, landsliðsþjálf- ara Dana. Hann lék ekki með Dön- um í gærkvöldi frekar en hinir landsl- iðsmenn GOG. ■ SCHEFVERT sagði að sá mögu- leiki væri fyrir hendi að tilkynna 15 manna hóp og halda sæti opnu fyrir einn besta hornamann heims en hann væri of „þungur og þyrfti að bæta sig mikið. ■ THOMAS Svensson, markvörður sænska landsliðsins, kemur til liðs við hópinn í dag og er það í fyrsta sinn sem „allur landsliðshópuinn er saman í lokaundirbúningnum fyrir HM. ^ ■ NÍU leikmenn Svía komu saman í þijá daga í síðusfu viku en annars hefur liðið ekkert gert síðan í Lotto- keppninni. ■ MIKIL samvinna ríkir gjarnan á milli handboltaliða í alþjóða mótum. Landslið Islands og Svíþjóðar fóru til dæmis í sömu rútu frá Ishöj til Helsingör í fyrsta leik Bikubenmóts- ins og aftur saman eftir leik, um 60 km hvora leið. Þorbergur ánægður með Danaleikina ÍSLENDINGAR og Danir léku 3x30 mínútna æfinga- leik í Bröndby á f östudags- kvöld og annan á laugardag. Þjálfarar liðanna skiptust á um að ráða því hvernig varn- arleik mótherjinn beitti og var Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari íslands ánægður með hvenig til tókst. „Þetta var mjög gagnlegt og við fengum ótrúlega mik- ið út úr þessu, mikið meira en ég átti von á,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Þegar við stillum upp á æfingum er ekki eins mikil alvara í hlut- unum en núna gafst okkur tækifæri til að æfa ýmsa vamaraðfeðir og reyna margs konar sóknarleik gegn hinum og þessum varn- arafbigðum í nánast alvöru leikjum." Eins og fram hefur komið eru 17 leikmenn í hópnum sem kom hingað til Dan- merkur sl. fimmtudag og fengu allir nánast jafn mik- inn leiktíma gegn Dönum. Þorbergur sagði að vissulega hefði ýmislegt skýrst og hóp- urinn væri stöðugt að þrengj- ast en enn væri allt opið varð- andi endanlegan hóp i heims- meistarakeppninni sem hefst í Laugardalshöll 7. maí. „Við leikum mest níu leiki í HM og það er ljóst að við keyrum ekki á örfáum mönnurn. Við verðum með 16 menn en það getur vel verið að ég tilkynni aðeins 15 og haldi einu sæti opnu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.