Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta heila rekstrarár SR-mjöls Hagnaðurínn var 136millj- ónir kr. í fyrra VIÐSKIPTI FRÁ undirskrift samninga Strengs hf. við Flugleiðir og Tollvörugeymsluna. Frá vinstri: Erik Sei- fert PC & C, Gylfi Sigfússon Tollvörugeymslu, Páll Halldórsson og Sveinn Magnússon Flugleiðum, Helgi K. Hjálmarsson Tollvörugeymslu, Jón Heiðar Pálsson , Streng, og John Frederiksen PC & C. Flugleiðir og Tollvöru- geymslan velja Fjölni FLUGLEIÐIR hf. og Tollvöru- geymslan hf. (TVG) hafa valið viðskiptakerfið Fjölni frá Streng hf. fyrir fraktflutninga í innanlandsflugi hjá Flugleiðum og í landflutningum hjá TVG. Markmiðið með uppsetningu Fjölnis er að auka þjónustu við viðskiptavini og fá betri yfirsýn yfir flutninga fyrirtækjanna í lofti og á láði, að því er segir í frétt. Fjölniskerfið verður sett upp í aðalstöðvum Flugleiða og mun tengjast þaðan við skrifstofu TVG og við helstu áfangastaði Flugleiða og TVG um land allt. Með upptöku Fjölnis geta fyrir- tækin m.a. veitt upplýsingar um hagkvæmustu og bestu kosti við val flutningsleiða og tímasetn- ingar í flutningum. Hægt verður að svara með fullri vissu hvar sending er staðsett á hverjum tíma og hvenær hún __ verður komin á áfangastað. í þessu skyni verður notuð nýjasta tækni í strikamerkingum til að auka hraða við afgreiðslu. Tenging við upplýsingakerfið Hafsjó frá Streng tryggir einnig að nauðsynleg gögn liggi ávallt fyrir þegar flutningsleiðir vald- ar. Þar má nefna upplýsingar um áætlunartíma flugvéla og breytingar á þeim, færð á helstu þjóðvegum landsins og gögn um veður. Fjölnis-kerfið verður staðsett á UNIX-miðlara í aðalstöðvum Flugleiða og miðast við um 20 samtimanotendur í upphafi. HAGNAÐUR SR-mjöls hf. á síð- asta ár námu alls 136 milljónum króna á síðasta ári sem var fyrsta heila rekstrarár hlutafélagsins. Hlynur J. Arndal, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs fyrirtækisins, segir að þessi afkomu sé ekki eins og góð og skyldi miðað við að að unnið hafi verið úr 303 þúsund tonnum af síld og loðnu á árinu. Rekstrartekjur SR-mjöls á árinu námu 2.845 milljónum á árinu og rekstrargjöld 2.421 milljón. Rekstrarhagnaður án afskrifta nam því 424 milljónum en að te- knu tillit til afskrifta er rekstrar- hagnaður 194 milljónir. Fjár- magnsgjöld að frádregnum fjár- magnstekjum námu 55 milljónum þannig að hagnaður fyrir skatta nam 138 milljónum. Lokaniður- staðan varð síðan 136 milljóna hagnaðar. Skattar voru ofreiknað- ir á síðasta ári þar sem þá var ekki tekið tillit til arðgreiðslu og skýrir það lága skatta í uppgjörinu. Sumarveiði skerti hagnaðinn „Nýting á lýsi varð miklu minni á árinu vegna þess að það varð engin haustveiði,“ segir Hlynur. „Það varð fyrst og fremst veiði yfír vetrar- og sumartímann þegar fitan er mun minni en á haustin. Sennilega væri um 150 milljóna króna meiri hagnaður ef það hefði orðið haustveiði í stað sumarveiði. Síðan varð verðfall á lýsi sem rýrði afkomuna. í ársbyijun 1994 var verð á lýsi kringum 400 dollarar en fór niður í 290 dollara á síð- asta ári. Þá hefur gengi dollars fallið úr um 72 krónum í 63 krón- ur og sterlingspundið fallið úr 108 krónum í um 100 krónum. Utanað- komandi þættir voru ekki mjög hagstæðir." A móti kom að gengislækkun þessara mynta hafði hagstæð áhrif á skuldastöðuna, að sögn Hlyns. Þá hefur fyrirtækið selt afurðir sínar örar en áður þannig að fjár- binding verður minni í birgðum. Einnig hefur tekist að endurfjár- magna megnið af langtímalánum á betri kjörum en félagið fékk áður. Umskipti á fjármagnskostnaði „Þessir þættir hafa hjálpað okk- ur mikið og umskipti orðið á fjár- magnskostnaði." Varðandi þetta ár sagði Hlynur að vonast væri til að síld kæmi á land í sumar og góð haustveiði á loðnu. Hjá SR-mjöli störfuðu 118 starfsmenn að meðaltali á síðasta ári og launagreiðslur 248 milljón- ir. Hluthafar voru alls 178 talsins um síðustu áramót en enginn þeirra átti meira en 10% hlut í félaginu. Eigið fé nam um áramót- in 1.407 milljónum samanborið við 1.312 milljónum árið áður. Hagnaður Span- sjóðs Þórshafnar 6> 8 milljónir Um 5,5 milljónir aukalega á afskriftarreikning HAGNAÐUR Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis var 6,8 millj- ónir króna á síðasta ári að teknu tilliti til aukins framlags í afskrift- arsjóð. Arið áður var hagnaður sparisjóðsins 12,9 milljónir. Á síðasta ári lagði Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis 9,6 millj- ónir í afskriftarreikning útlána skv. ársreikningi. Árið 1993 voru lagðar 1,9 milljónir í afskriftar- reikninginn. Afskriftarreikningur- inn var 4,9% af heildarútlánum og áföllnum vöxtum og ábyrgðum í árslok 1994, en var 3,5% í árslok 1993.1 árslok 1994 var afskriftar- reikningurinn 19,4 milljónir. í árskýrslunni segir að sam- kvæmt nýjum lögum og nýrri reglugerð um banka og sparisjóði þurfi að meta skuldbindingar sjóðsins. Ef hugsanleg taphætta sé þurfi að auka afskriftirnar sem því nemi. Það hafi verið skoðun stjórnar og sparisjóðsstjóra að tap- hætta væri hugsanleg og því voru settar aukalega 5,5 milljónir í af- skriftarreikninginn. Eigið fé Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis var í árslok 1994 100,0 milljónir og jókst um 8,8 milljónir á árinu. Eigið fé í hlut- falli af niðurstöðu efnahagsreikn- ings í árslok 1994 er 22,1%, en var í árslok 1993 22,3%. Skv. BlS-reglum má eigið fé sparisjóðs- ins ekki vera lægra en sem svarar 8% af áhættugrunni, þ.e. heildar- eignum sparisjóðsins og liðum utan efnahagsreiknings metnum skv. reglum sem Seðlabanki ís- lands setur um einstaka liði. Þann- ig reiknað er eiginfjárhlutfall sparisjóðsins 34,5%. 12% innlánaaukning Innlán Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis og sparisjóðsbréf voru samtals 350,2 milljónir í árslok 1994. Heildarinnlán voru 310,1 milljón í árslok 1993 og nam aukn- ingin milli ára rúmum 12% á milli ára. Heildarútlán voru 373,3 millj- ónir í árslok 1994 og jukust um 17% á milli ára. Aðalfundur Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis var haldinn 6. apríl sl. I stjórn voru kjörin Kristín Kristjánsdóttir, stjómar- formaður, Jóna Þorsteinsdóttir, ritari, og Þorbjörg Þorfinnsdóttir, meðstjórnandi. Af héraðsnefnd Norður-Þingeyjarsýslu voru til- nefnd: Hilmar Þór Hilmarsson og Páll Jónasson. Jóhannes Sigfús- son, sem setið hefur í stjórn spari- sjóðsins frá 1988 baðst undan kosningu. Forstjóri Landsbréfa um spariskírteinamarkaðinn Seðlabanki á að hætta viðskiptavaktinni GUNNAR Helgi Hálfdánarson, for- stjóri Landsbréfa, segist ákveðið þeirrar skoðunar að Seðlabanki ís- lands eigi að hætta viðskiptavakt fyrir spariskírteini eins fljótt og kostur er og stuðla að því með hinu opinbera að fyrirtæki á verðbréfa- markaði og aðrar fjármálastofnanir axli það verkefni, eins og þau hafi gert varðandi húsbréfin. Eins og kunnugt er tilkynnti Seðlabankinn á föstudag að hann myndi á nýjan leik hefja öfluga viðskiptavakt fyrir spariskírteini eftir að hafa nánast ekkert beitt sér í þessum efnum um nokkun-a mánaða skeið. Gunnar Helgi sagði að Seðla- bankinn hefði ekki tilkynnt um það fyrr en eftir að hann hætti að mestu viðskiptum með spariskírteini að hann hefði áhuga á því að verðbréfa- fyrirtækin mynduðu markað fyrir spariskírteini. Aðspurður hvers vegna verðbréfafyrirtækin hefðu ekki orðið við þessari áskorun, sagði Gunnar Helgi að Seðlabankinn hefði verið áfram inn á markaðnum með kaup, þó í litlum mæli hefði verið. Bankinn hefði sagst vera til hlés en hann gæti komið aftur inn á mark- aðinn þegar aðstæður væru með þeim hætti. Verðbréfafyrirtækin, sem hefðu hvorki sama fjármagn né aðgang að upplýsingum sem Seðlabankinn hefði, hefðu því talið þetta. mjög áhættusöm viðskipti meðan svo væri háttað málum. Að vísu hefði Seðlabankinn boðið fyrir- tækjunum lánsfjármagn til þessa verkefnis en það hefði einungis orð- ið til að magna áhættuna samfara þessum viðskiptum Hann sagði að því væri það al- rangt sem fram kæmi hjá Yngva Emi Kristinssyni, framkvæmda- stjóra peningamálasviðs Seðlabanka Islands í Morgunblaðinu í fyrradag að Seðlabankinn hefði gert tilraun til þess að treysta á aðra aðila á markaðnum. Ef það hefði verið hefði Seðlabankinn átt að lýsa því yfir að hann hygðist hætta og í sam- vinnu við opinbera aðila hvetja HEILDARTAP Landsvirkjunar á síð- asta ári nam alls 1.491 milljón króna sem er nokkuð lakari niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Áætlun sem lögð var fram í tengslum við skulda- bréfaútboð fyrirtækisins í mars á síðasta ári gerði ráð fyrir 1.177 millj- óna tapi. Afkoman í fyrra er mun betri en á árinu 1993 þegar heildartapið nam 3.250 milljónum. Fyrirtækið mátti þá þola mikið gengistap vegna geng- isfellingar íslensku krónunnar í júní það ár og jafnframt kom kostnaður vegna Blönduvirkjunar af fullum banka, lífeyrissjóði og verðbréfafyr- irtæki til að gerast viðskiptavakar með þessi bréf og beitt nauðsynleg- um aðferðum til að fá þessa aðila til leiks. „Ef við ætlum að vera með Seðla- bankann þarna inni með illskiljan- legar ákvarðanir um vexti, sem taka ekki nægjanlegt tillit til markaðsað- stæðna, og tilfínnanlegan aðstöðu- mun mun það hindra framþróun markaðarins og stuðla að óhagstæð- ari kjörum spariskírteina þegar frá líður en ella hefði orðið," sagði Gunnar Helgi að lokum. þunga inn í rekstur fyrirtækisins án þess að tekjur kæmu þar á móti. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Landsvirkjunar, er áætlað að afkom- an batni verulega á þessu ári og tapið verði 540 milljónir. Útlit er fyrir að raforkusalan verði meiri vegna betra efnahagsástands og gengisþróunin verði fyrirtækinu hag- stæðari en í fyrra. Forráðamenn fyrirtækisins munu gera nánari grein fyrir afkomu fyr- irtækisins á aðalfundi sem haldinn verður á morgun, föstudag. Tap Landsvirkjunar tæplega 1,5 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.