Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ i H M 95 Morgunblaðið/Björn Blöndal Evtúsjenkó og lærisveinarnir LANDSLIÐ Kúveit kom til landsins á mánudag, fyrst þeirra 23. erlendu liða sem taka þátt í HM að þessu sinni. Liðið býr í Keflavík, en mætir unglingalandsliði íslands —Neikmanna 21 árs og yngri — tvívegis í vikunni, í kvöld og á morgun. Liðið heldur síðan til Akureyrar á laugardag. Þjálfari Kúveita er hinn þekkti Anatólíj Evtúsjenkó, sem lengi var við stjórnvölinn hjá liði Sovétríkjanna sálugu, m.a. er liðið sigraði með fáheyrðum glæsibrag á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Hann stendur fremst á myndinni og heldur á pijónahúfu. Miðasala gengið vel síðustu daga Nær uppselt í sæti á sunnudag Svisslend- ingar stór- hættulegir VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Islendinga þurfa að vara sig á liði Svisslend- inga í riðlakeppni HM. Viggó fylgdist með undirbún- ingi heimsmeistara Rússa í Sviss og Þýskalandi, og sá meðal ann- ars fjögurra landa mótið þar sem þeir mættu Svisslendingum og Spánverjum. Svisslendingar eru sem kunnugt er með Islendingum í riðli og segir Viggó þá hafa tal- að þannig að þeir ætluðu sér að vinna riðilinn — teldu það hrein- lega sjálfsagt mál. „Svisslendingar eru stórhættu- legir. Þeir spila mjög rólega eins og þeir eru vanir — langar sókn- ir. Svo þegar maður hefur á til- finningunni að þeir hljóti að fara að fá dæmda á sig töf kemur [Marc] Baumgartner og skorar. Hann heldur liðinu á floti og skor- ar nánast þegar hann vill. Frábær leikmaður. Þetta er lið sem við verðum að passa okkur mjög vel á,“ sagði Viggó. Forsölu niiða á Heimsmeistara- keppnina í handknattleik lauk á mánudaginn gær og að sögn Stefáns Jóhannssonar hjá ferða- skrifstofunni Ratvís, umboðsaðila miðasölunnar, hefur salan gengið vel oger nær uppselt í sæti á fyrsta leik Islands í keppninni, gegn Bandaríkjunum, sem verður í Laugardalshöll og hefst klukkan 20 á sunnudag. Góð sala síðustu daga „Salan hefur margfaldast síð- ustu daga,“ sagði Stefán. „í byijun síðustu viku var búið að selja miða fyrir um 10 til 12 milljónir en tal- an var komin yfir 20 milljónir á föstudag og seldust miðar fyrir um þijár milljónir þann dag. 2.126 miðar í sæti voru í boði á leik ís- lands og Bandaríkjanna og eru þeir að seljast upp en að öðru leyti virðist vera frekar jöfn dreifing á aðra leiki. Þó finnum við fyrir spennu vegna úrslitaleiksins og eins gera margir ráð fyrir að leik- ur Islands og Sviss verði úrslita- leikur A-riðiIs samkvæmt áhuga á miðum á þann leik.“ Stefán sagði að prufuleikur ís- lands og Austúrrikis í Laugardals- höll s.l. laugardag sýndi vel áhuga og stemmningu fyrir keppninni. „Að fólk skuli taka boðinu, mæta og troðfylla Höllina gefur vísbend- ingu um stemmninguna sem þar verður í keppninni, en meira en 5.000 manns voru á leiknum." Óljóst með útlendinga Ekki liggja fyrir tölur um sölu miða erlendis. „Það er erfitt að segja til um hvað margir koma og talan er fljót að breytast,“ sagði Stefán. „Stemmningin í ná- grannalöndunum fer eftir gengi liðanna en hafa ber í huga að keppnin er haldin á íslandi fyrir íslendinga." Morgunblaðið/Árni Sæberg Fullkomin prentþjónusta á HM NÝLEGA var gengið frá samningi á milli framkvæmdanefndar HM95 annars vegar og Nýheija hf og Prentsmiðjunnar Odda hins vegar. í samningnum felst að Oddi, sem sér um alla prentun vegna HM95, og Nýheiji, sem hefur séð HM95 fyrir ljósritunarvélum og tækni- þjónustu vegna ljósritunar, samein- ast um að setja upp „Prentun á staðnum" í Laugardalshöll á meðan keppninni stendur. í þjónustumið- stöð Odda og Nýheija verður fréttabréf heimsmeistarakeppninn- ar prentað ásamt ýmsum upplýs- ingum fyrir innlenda og erlenda blaðamenn. Tölvur þjónustumið- stöðvarinnar verða beintengdar tölvum HM95, þar sem skráðar verða niður allar upplýsingar með- an á leik stendur og þær upplýs- ingar sendar á tölvu, sem fer síðan beint á ljósritunarvél til prentunar. Þessi þjónusta verður einsdæmi hér á iandi og verður á við það besta sem gerist á stórmótum erlendis. Heildarverðmæti samningsins hljóðar upp á tugi milljóna króna. Myndin var tekin þegar samningur- inn var kynntur, f.v.:Hilmar Bald- ursson, frá Odda, Geir H. Haarde, formaður framkvæmdanefndar HM95, Erling Ásgeirsson, frá Ný- heija og Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM95. _____ÞJÓÐ I ÞJÁLFUN__ Vellíðan í vinnunni VIÐ veijum hlutfalls- lega mestum tíma ævinnar við vinnu. Hún hefur áhrif á hugsunar- hátt okkar og athafnir. Hún hefur áhrif á hvernig okkur líður. Ef fólki líður illa í vinnunni getur það leitt til lélegra afkasta og tíðra fjarvista. í íþrótt- um birtist vansæld og þreyta leikmanna oft í kvörtunum gegn dóm- urum, skófatnaði, lýs- ingu eða áhorfendum í stað þess að ráðast að rótum vandans. Meiri líkur eru á að afköstin verði betri og að smáatriðin verði aukaatriði ef leikmenn bera jákvæða virðingu fyrir þjálfara og líður vel í návist hans og meðspilara. Skýrar ieiðir að markmiðum, hlutverka- skipting, traust, samkennd, hvatn- ing, hrós og ábyrgð skiptir einnig máli í þessu sambandi. Aðstæður á „vinnustað", þ.e. í fyrirtækjum, stofnunum, skólum, á heimilum og í samfélaginu í heild þurfa að vera með þeim hætti að þær þroski fólk og efli til frekari dáða. Ánægja í starfi er mjög mikilvæg. Vinnan er meira en að fullnægja einungis þörf- um um klæði og fæði. Langvarandi atvinnuleysi hefur skaðleg áhrif á heilsu manna. Oft hverfur sjálfsvirð- ingin og vonieysi og kvíði tekur við. Góðir og vondir vinnustaðir Á góðum vinnustað þorir fólk að vera það sjálft og býr ekki við ótta og öryggisleysi. Vandamál eru rædd til að leysa þau. Miðað er að því að fólk geti notað hæfileika sína og þekking og færni hvers og eins sé metin að verðleikum. Samstarfs- menn gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. Upplýs- ingastreymi þarf að vera í aljar átt- ir, upp, niður og til hliðar. f hand- boltaliði sem vill ná árangri er nauð- synlegt að liðsmenn beri traust hver til annars, finni til sam- hyggðar og hafi um- burðarlyndi gagnvart sérkennum hvers ann- ars jafnframt því að hugsa um hag heildar- innar. Á góðum vinnu- stað eru minni líkur á kulnun eða starfsþroti. Starfsþrot lýsir sér m.a. sem mikil andleg þreyta og tilfmninga- leysi í vinnunni og óper- sónuleg samskipti á vinnustað. Afköst og árangur eru minni en búast má við. Höfuðverkur og vöðvabólga fylgja í kjölfarið, fjarvistir aukast. Líkams- og heilsurækt á vinnustaö Góðir stjórnendur skynja að fyr- irtæki og stofnanir snúast um fólk. Stjórnandinn á mestan þátt í að skapa starfsandann. Víða hefur ver- ið gert átak í að skapa gott vinnuum- hverfi og er þá tekið tillit til margra þátta sem vitað er að skapa meiri ánægju og vinnugieði starfsmanna og þar með betri afköst. Þegar hæfi- leikar starfsmanns fá að njóta sín og hann fær að axla ábyrgð og finn- ur að erfiðið skilar árangri og viður- kenningu eru líkur á að vinnugleðin aukist. Góður starfsandi og gott vinnu- umhverfi eru því heilsuefling í víðum skilningi. Samtökin Iþróttir fyrir alla og Máttur vinnuvernd hafa verið í fararbroddi við að hvetja stjómendur og starfsmannafélög til að efla lík- amsrækt og vinnuvemd. Rannsóknir sýna að eftir að boðið hefur verið upp á skipulagða líkams- og heilsu- rækt í fyrirtækjum með tilheyrandi fræðslu, ráðgjöf og hvatningu frá stjórnendum hefur íjarvistum starfs- fólks fækkað verulega. Á mörgum vinnustöðum hefur starfsfólkið sjálft stofnað gönguhópa og skipuleggur gönguferðir með þátttöku fjölskyld- unnar. Slíkar athafnir bæta vinnu- andann. Fjölmargir fá sér göngutúr í hádeginu í stað þess að sitja aðgerð- arlausir. Daglegur göngutúr í hádeg- inu er góð líkamsrækt. Hléæfingar 4-6 mínút- ur tvisvar á vinnudegi hafa verið stundaðar um árabil í fyrirtækjum í Japan og Kína. Markmiðið með hléæf- ingum er að minnka vöðvaþreytu, auka blóð- streymi til vöðva, auka teygjanleika vöðva og hreyfanleika liða, minnka streitu og bæta starfsandann. Að ganga í vinnuna og sleppa lyft- unni er einnig heilsu- bætandi. Rétt líkams- beiting við vinnu skiptir máli. Enginn vinnustell- ing er það góð að æskilegt sé að halda henni óbreyttri í langan tíma. Skiptu sem oftast um vinnustellingu og athugaðu vinnustólinn þinn. Er hann rétt stiiltur? Ég þekki sælustraum- inn sem kemur þegar hrópað er af 4.000 áhorfendum: „Áfram ísland,“ segir Gunnar Einarsson. Hugsið ykk- ur ef slíkur göldi stæði í götunni ykkar og hróp- aði áfram og nafnið þitt. Stjórnun Stjórnun getur verið með mismun- andi hætti og leitt til ólíks árang- urs. Hin eina rétta stjórnun er ekki til. Stjórnun er eins og listgrein. Sagt hefur verið að 80% af vanda- málum fyrirtækja megi rekja til yfir- stjórnunar þeirra en 20% til annarra starfsmanna. Nútíma stjórnandi þarf að geta tileinkað sér aðstæðubundna stjórn- un. Hann þarf að geta verið stýrandi þ.e. gef- ið nákvæm fyrirmæli um hvað, hvernig og hvenær vinna eigi verkið. Hann þarf að vera hvetjandi, út- skýra ákvarðanir og hvetja starfsmenn að koma með tillögur. Hann þarf að vera þátttakandi, styðja starfsmenn við lausn verkefna. Hann þarf að geta verið veitandi, látið starfsmenn um ákvarðanatöku og vinnslu verkefna. Mismunandi stjórnunarstílar bera góðan árangur við réttar aðstæður en skila ekki árangri í öðrum að- stæðum. Stjórnandinn þarf að finna þann veg, að laga stjórnun að að- stæðum og að laga aðstæður að stjórnun. Stjórnandinn þarf að hafa ákveðna hæfni í mannlegum sam- skiptum og bera umhyggju fyrir starfsfólkinu. Grundvallaratriði í allri stjórnun er þó væntanlega það að bera virðingu fyrir manneskjunni og þörfum hennar. Að lokum Allir hafa þörf fyrir að hafa til- gang með starfi sínu, að sjá árang- ur, fá hrós og geta fundið að þeir séu í framför. Þetta gildir alls stað- ar. Landsliðsstrákarnir okkar í hand- knattleik eru engin undantekning. Þeir þurfa líka hvatningu. Ég þekki sælustrauminn sem kemur þegar hrópað er af 4.000 áhorfendum: „Áfram ísland." Hugsið ykkur ef slíkur fjöldi stæði í götunni ykkar og hrópaði áfram og nafnið þitt. Slík hvatning hefði áhrif. Þvílík við- urkenning. Næsti pistill fjallar um lífsstíl. Heimaverkefni þangað til er að hugsa um hver þungamiðja lífs þíns er, hvetja fjölskyldumeðlimi til dáða og reyna eitthvað nýtt. Höfundur stjómnr átakinu „Þjóð íjijálfun"á vcgum Hcilsucflingar, íþróttn fyrir nlhi og framkvæmdanefndar HM95. Gunnar Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.