Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 1
tqpnilribifeifr 1995 MIÐVIKUDAGUR3. MAÍ BLAÐ Kef Ivíkingar eiga fyrst heimaleik DREGIÐ hefur verið í riðla í TOTO-keppninni í knatt- spyrnu, sem Keflavík tekur þátt í. Keflvíkmgar eru í 6. riðli ásamt liði númer tvö frá Frakklandi, liði núm- er tvö frá Austurríki, skosku liði og liði frá Króatíu. Leikið verður í 12 riðlum og fara sigurvegarar riðl- anna ásamt þeim fjórum liðum sem ná bestum ár- angri í ððru sæti í 16 liða úrslit þar sem leikið verð- ur með útsláttarkeppni eins og í átta liða úrslitum. Þau fjögur lið sem þá verða eftir mætast í forkeppni UEFA. Frakkar eiga eitt lið í meistarakeppninni, eitt í keppni bikarhafa, fjögur sæti í UEFA-keppninni og fjögur í Toto-keppninni þannig að gera ma ráð fyrir að Keflvikingar fái lið í 7. til 8. sæti deildarinnar í heimsókn 24. eða 25. júní. Skotar eru með eitt lið í Evrópukeppni meistaraliða, annað í keppni bikar- hafa, tvö í UEFA-keppninni og svo eitt í þessari keppni en Kefivíkingar sækja það heim 1. eða 2. júli. Króatar leika S Keflavík 8. eða 9. júli og síðan spila Keflvíkingar í Austurríki 15. eða 16. júlí. HANDKNATTLEIKUR Sextán manna hópurfyhrHM tilkynntursíðarívikunni Héðinn verður ekkimeð íkeppninni Héðinn Gilsson, ein helsta skytta íslands og með öflugri varn- armönnum, leikur ekki með í Heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik sem hefst á íslandi á sunnudag. Hann hefur ekki getað æft að undanförnu vegna meiðsla og að loknu þrekprófi í gær var ljóst að hann er ekki tilbúinn. „Það hefur legið í loftinu að Héðinn yrði ekki með," sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari, við Morgunblaðið í gær- kvöldi þegar niðurstöður þrekprófs- ins lágu fyrir. „Hann hefur átt við meiðsl að stríða, hefur ekki getað æft síðan hann kom til landsins og er þess vegna ekki í nægilega góðri æfingu. Héðinn hefði án efa styrkt hópinn og ég hefði óskað þess að hann yrði með en því miður er það oft svo að maður fær ekki alltaf það sem maður vill. Við ákváðum að setja leikmennina í þrekpróf á þessum tíma, þetta er niðurstaðan og við gerum okkur grein fyrir henni." Héðinn var ekki með landsliðs- hópnum í Danmörku en þangað fóru 17 leikmenn og halda þeir áfram æfingum en endanlegur 16 manna hópur verður tilkynntur á morgun eða föstudag. „Hér eftir leggjum við fyrst og fremst áherslu á tækniæfingar og styttum æfing- arnar frá því sem verið hefur," sagði Þorbergur en meðan á riðlakeppn- inni stendur og jafnvel lengur kem- ur íslenski landsliðshópurinn til með að halda til á Hótel Örk í Hvera- gerði og fer þangað á laugardag. ¦ *HM95bls. B2-B5 'i Morgunblaðið/RAX Rándýrir upptökubílar FJÓRIR upptökubíiar frá TV2 og Danmarks Radio komu til landsins í gær. Bílarnir verða notaðir við útsendingar Ríkis- sjónvarpsins frá Heimsmeistarakeppninni í handknattleik, sem hefst um næstu helgi. Verðmæti bílanna og þess bún- aðar sem f þeim er mun vera um 600 milljónir króna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Héðinn ekki tilbúinn HÉÐINN Gllsson fór í þrekpróf í gær eins og 17 aðrir lands- liðsmenn í handknattleik. Hann hefur ekki getað æft að und- anförnu vegna meiðsla og stóðst ekki þrekprófið þess vegna. Eins og sjá má reyndi hann það sem hann gat en það var ekkl nóg og þar með var lióst að hann leikur ekki á HM. Matthías Noregs- meistari Hornamaðurinn Matthías Matt- híasson, fyrrum leikmaður ÍR, varð um helgina Noregsmeist- ari í handknattleik með félögum sínum i Elverun þegar þeir lögðu Runar, á heimavelli þeirra, 18:19. Fyrri ileikur liðanna endaði með jafntefli, 19:19. „Þetta er í fyrsta skipti sem El- verun hreppir Noregsmeistaratitil- inn í handknattleik svo það má nærri geta hvort ekki hafi verið hátíð i bæ," sagði Matthías Matthí- asson, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Matthías lék allan fyrri leikinn og skorað fjögur mörk. Hann lék fyrri hálfleikinn í síðari leiknum og skoraði eitt mark. „El- verun er með ungt lið og það náði toppnum í vetur. Ég hef leikið tölu- vert með í vetur og er með rúm þrjú mörkað meðaltali í leik eftir tímabilið. Ég á einn vetur eftir af íþróttakennaranámi mínu og verð því hérna úti næsta vetur og reikna með því að leika áfram með lið- inu." sagði Matthías Matthíasson, Noregsmeistari í handknattleik. FRJALSAR Martha á réttri leið Þetta hlaup var tilraun hjá mér til að athuga hvar ég stæði eftir þungar æfingar síðustu vikur. Ég er að ljúka ákveðnu æfingatíma- bili og nú tekur við meiri léttleiki. Jú, það var jákvætt að bæta sig um hálfa mínútu frá hlaupinu í fyrra, sagði Martha Ernstdóttir, hlaupakona, en hún varð önnur um helgina í fjölmennasta götuhlaupi sem haldið er í Noregi árlega. Mart- ha hljóp 10 km á 33,33 mín. Norska stúlkan Gunnhild Halle sigraði í hlaupinu, var hálfri mínútu á undan Mörthu. „Ég er mjög sátt við það form sem ég er í og tel að allt sé á réttri leið. Nú fer ég að létta æfingarnar og hlaupa skemmri vegalengdir. Þá fer maður að verða sprækari. Fyrsta brautarhlaupið mitt verður 3 km hlaup á móti í Ósló 20. maí og í framhaldi af því taka yið Smá- þjóðaleikarnir og Evrópubikar- keppnin," sagði Martha Erristdóttir. SKVASS: KIM MAGNÚS NIELSEN VARÐITITILIIMIM ENN EIIMU SIIMIMI / B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.