Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 1
B L A Ð LLRA LANDSMANNA wjputÞfafttít 1995 KNATTSPYRNA Eyjólfur meistari í Tyrklandi Þetta var mjög erfiður leikur gegn Gaziantespor og okkur gekk illa að skora og náðum því ekki fyrr en í síðari hálfleik og þar með tryggðum við okkur titilinn. Mér tókst ekki að skora en ég er eigi að síður ánægður með minn hlut í leiknum, sagði Eyjólfur Sverr- isson, knattspyrnukappi, en hann varð um helgina Tyrklandsmeistari í knattspyrnu með félagi sínu Be- siktas. Félagið tryggði sér titilinn með 2:0 sigri á Gaziantespor á heimavelli í Istanbúl. „Fyrir leikinn var mikil pressa á okkur að tryggja titilinn í þessum leik því við eigum tvo erfiða leiki eftir. Því var mikill léttir að klára um helgina," bætti Eyjólfur við. Hann hefur áður orðið meistari í knattspyrnu. Það var árið 1992 er hann lék með Stuttgart í Þýsk- landi. í bæði skiptin hefur hann verið undir stjóm sama þjálfara, Christoph Daums. „Já, honum hefur tekist vel til og ætlar að vera eitt ár í viðbót hér,“ sagði Eyjólfur. „Það er mikill munur að vera meistari í Tyrklandi eða í Þýska- landi. Hér er mikið meiri almennur áhugi og lætin á vellinum, mjög mikil og ýkt við það sem er í Þýska- landi. Eg vonast til þess að fram- haldið hjá mér skýrist á næstu tveimur vikum. Það getur verið að ég verði hér áfram, en ef eitthvað býðst sem er meira spennandi mun ég skoða það af gaumgæfni,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, Tyrklands- meistari í knattspyrnu í gær, í sam- tali við Morgunblaðið. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ HM I HANDKNATTLEIK BLAD B HANDKNATTLEIKUR KA reynir að fá Kúbumann- inn Duranona Julian Duranona frá Kúbu hefur verið í viðræðum við KA-menn og er gert ráð fyrir að þessi fyrr- um landsliðsmaður og markakóngur i HM í Tékkó- slóvakíu 1990 komi til Akureyrar í næstu viku til viðræðna. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sagði við Morgun- blaðið að Duranona hefði flúið til Argentínu í haust sem leið og væri þar með dvalarleyfi í þijú ár. „Ég var honum innan handar í vetur þegar hann vildi fara til liðs i Sviss en ekkert varð af félagaskipt- um,“ sagði Alfreð. „Hann hefur áhuga á að koma til okkar en við eigum eftir að ræða betur saman.“ Morgunblaðið/RAX Frábær stemmning í Laugardalshöll ÍSLENSKA landsliðið haf Ai ástæðu til að fagna eftir fyrsta leik- inn í heimsmeistarakeppninni, 27:16 sigur gegn Bandaríkja- mönnum fyrlr framan um 5.000 áhorfendur í troðfullri Laugar- dalshöll á sunnudagskvöldið. íslensku strákarnlr þökkuð áhorf- endum stuðninglnn með því að taka bylgju, sem svo er kölluð, úti á gólfl í leikslok. Frá vlnstrl: Dagur Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson, Sigurður Sveinsson, Jón Kristjánsson, Gústaf Bjarnason, Valdlmar Grímsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Guð- mundur Hraf nkelsson, Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson, fyrir- llði. IMæsti leikur íslands verður gegn Túnls í Laugardalshöll í kvöld og hefst hann kl. 20.00. Nánar um HM / B2-B11, B15 og B16 Island þarfnast þfn gegnr .'. n ; „íslendingar mega ekki ■■■■■■ í DV í gær sagði Jóhann Ingi H vanmeta Túnismenn" • ■ „íslendingar mega ekki vanmeta Túnismenn" sagði Andrei Lavrov, markvörður Rússa á blaðamannafundi á dögunum. I DV í gær sagði Johann Ingi Gunnarsson þetta um næstu mótherja íslendinga: „Túnisbúar eru sýnd veiði en ekki gefin og það er alveg Ijóst að - við verðum að hafa fyrir þeim." s Miðasalan opnar kl. 10:00. Miði á alla leiki dagsins í Höllinni kostar 3.300 kr. í sæti og aðeins 1.990 kr. í stæði. Láttu þig ekki vanta, troðfyllum Höllina. Áfram ísland! S5 O 4 H o B ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.