Morgunblaðið - 09.05.1995, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 B 3
HM I HANDKNATTLEIK
■ ÆVAR Österby trommuleikari
frá Selfossi var mættur í Höllina
í boði_ HSÍ og stjórnaði taktinum i
leik Isiendinga við Bandaríkin.
Honum til aðstoðar var Jón Davíð
Ragnarsson úr Aftureldingu og
höfðu þeir tvær trommur til að slá
taktinn en ekki er leyft að hafa fleiri.
■ RÓBERT Sighvatsson, línu-
maðurinn úr Mosfellsbæ sem var
ekki valinn í endanlega landsliðs-
hópinn var á áhorfendapöllunum
þegar félagar hans léku við Banda-
ríkjamennina. Hann sagði ekki létt
að horfa aðeins: „En svona er þetta
og það er hluti af leiknum að detta
út. En minn tími mun koma“ sagði
Róbert hress.
■ BIRGIR Guðjónsson, Sigurður
Magnússon og Guðmundur Gísla-
son standa fyrir lyfjaprófunum á
handknattleiksmönnunum. Nokkr-
um mínútum fyrir leikslok velur
læknanefnd IHP, Alþjóðahand-
knattleikssambandsins, tvo leik-
menn úr hvoru liði og skulu þeir
skila þvagprufu til greiningar. Og
ef bunan kemur ekki, eru þeir út-
völdu látnir drekka gos eða pilsner
- ekki bjór.
■ BIRGIR og félagar hafa þjálfað
upp um 25 manns til starfa fyrir
lyfjanefndina á stuttum tíma og
telja að vel hafí til tekist.
■ BJÓRSALA fyrsta daginn var
um 300 lítrar og var aðeins selt í
sérstöku tjaldi. Að sögn afgreiðslu-
fólks fór salan vel fram.
■ ARNDÍS Kristjánsdóttir mark-
aðsfulltrúi stóð í ströngu i minja-
gripasölunni í Höllinni. Henni tald-
ist til að salan hefði verið um hálf
miljón og sú tala væri frekar í lægri
kantinum. „Islendingar eru duglegir
við að fjárfesta og eru helst að
kaupa boli, húfur og veifur en út-
lendingarnir kaupa meira minjagripi
svo sem penna, úr, lyklakippur og
svoleiðis. Asíubúarnir eru hinsveg-
ar mjög hrifnir af Agli og Diddú
og vilja fá allt tengt þeim,“ sagði
Arndís.
■ E1 Ghoul Habib í liði Túnis var
fyrstur til að fá tveggja mínútna
brottvísun á HM 95.
■ GAMLA kempan í liði Ung-
verja, Peter Kovacs, var fyrstur
til að fá rautt spjald í keppninni í
leik Ungveija og Suður-Kóreu-
mánna. Kovacs var í þrígang rek-
inn út af í tvær mínútur vegna leik-
brota, í síðasta skipti á 40. mínútu
leiksins.
■ SIGMAR Þröstur Óskarsson,
Gunnar Beinteinsson, Bjarki Sig-
urðsson og Konráð Olavson hvíldu
í fyrsta leik islenska liðsins gegn
Bandaríkjamönnum á sunnudag.
■ PER Skaarup, fyrrum landsliðs-
maður Dana í handknattleik, lenti
í kröppum dansi í Smáranum á
laugardaginn. Hann starfar sem
aðstoðarmaður hjá Danmarks Rad-
io og var að undirbúa sig meðan
Þjóðveijar voru á æfingu. Þýsku
handknattleiksmennirnir þekktu
handboltakappann og töldu hann
vera að „njósna" fyrir Danina. Þeir
stöðvuðu æfinguna og heimtuðu að
Skaarup færi út úr húsinu meðan
æfíngin færi fram og lá við handa-
lögmálum er hann var að reyna að
skýra það út fyrir þeim að hann
væri á vegum danska sjónvarpsins.
■ JAE-won Kang fyrrum stór-
skytta frá Suður-Kóreu er aðstoð-
arþjálfari landsliðsins, en hann leik-
ur með Winterthur í Sviss. Vegna
meiðsla í öxl bannaði liðið honum
að leika á HM en hann hefði líklega
verið valinn í hópinn hefði hann
fengið leyfi frá liði sínu. Kang varð
m.a. markakóngur á HM í Sviss
1986 og skoraði þá 67 mörk sem
er met á HM.
Hvað sagði Páll Ólafsson um leik Islands?
Svart og hvítt
„ÞAÐ var jafn mikill munur á leik
Islands í fyrri og seinni hálfleik,
eins og á svörtu og hvítu,“ sagði
Páll Ólafsson, fyrrum landsliðs-
maður. „Fyrir leikinn reiknaði ég
með að strákarnir myndu hrista
Bandaríkjamenn af sér eftir tutt-
ugu mínútur, en þeir náðu sér ekki
á strik — léku illa. Það var ekki
fyrr en í seinni hálfleik að íslenska
liðið fór að leika eins og það á að
leika — það var góð barátta í vörn-
inni, þar sem leikmenn léku fyrir
hvern annan og þá komu hraðaupp-
hlaupin og auðveld mörk. Strákarn-
ir nýttu tækifærin sín betur í seinni
hálfleiknum. Eftir erfiðan fyrri hálf-
leik, var mjög gott fyrir íslenska
liðið að ná taktinum strax í byijun
seinni hálfleiksins — ég get ekki
annað séð en að það sé komið gott
stuð í liðið, sem er til alls líklegt.
Áhorfendurnir veittu strákunum
góðan stuðning og ég get ekki ann-
að en verið bartsýnn um framhald-
ið. Patrekur Jóhannesson lék mjög
vel í fyrri hálfleik og þá lék Geir
Sveinsson allan leikinn vel. Sigurð-
ur Sveinsson lék mjög vel fyrir liðið
þegar hann kom inná — átti góðan
sendingar, sem slógu Bandaríkja-
menn út af laginu," sagði Páll 01-
afsson.
Guðjón L. og
Hákon norður
DÓMARARNIR Guðjón L. Sig-
urðsson og Hákon Siguijónsson
munu í vikunni halda til Akur-
eyrar til að vera til taks í dóm-
gæslunni á HM. Þeir voru fyrstu
varadómarar á mótinu en nú
hefur dómararnefnd IHF, al-
þjóðahandboltasambandsins,
ákveðið að þeir skuli halda
norður. Að sögn Gunnars Kjart-
anssonar formanns dómarar-
nefndar HSÍ telur hann mjög
líklegt að þeir muni dæma ein-
hveija ieiki, annars hefðu þeir
ekki verið sendir á staðinn.
Þess vegna valdi HM'95 Xerox Ijósritunarvélar frá Nýherja.
NÁNARI UPPLÝSINGARÁ HEIMASÍÐU NÝHERJA: http://www.nyherji.is
I heimsmeistarakeppni
má ekkert út af bregða
20 eintök á mínútu.
50 blaða frumritamatari (aukabún.).
10 hólfa afritaraðari (aukabún.).
Ljósritar í tveimur litum.
Sjálfvirkur skerpustillir.
Stækkun og minnkun 50-200% í I % þrepum.
Heppileg mánaðarnotkun: 4.000-20.000 eintök.
Mjög hljóðlát.
Myndvinnsla.
Aðgangsnúmer fyrir notendur.
_1\
m
Með hverri Ijósritunarvél
1 fylgja 2 miðar á einn leik íslands
í heimsmeistarakeppninni.
Xerox 5320
Við bjóðum Xerox 5320 Ijósritunarvélina á sérstöku
HM-verði meðan á keppni stendur!
249.900.- stgr.
RANK XEROX
ÖLL LJÓSRITUN Á HM'95
<C^
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 569 7700
Alltaf einu marki yfir
X
RANK XEROX
The Document Company
NÝHERJI / GÉPÉ