Morgunblaðið - 09.05.1995, Page 6

Morgunblaðið - 09.05.1995, Page 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þreytlir Tékkar betri ___________________HM í HAIMPKNATTLEIK__ Juan Antonio Samaranch forseti alþjóða ólympíunefndarinnar íslendingar ráða hvort þeir sameina ÍSÍ og Óí Morgunblaðið/Þorkell Velkominn til íslands! GEIR H. Haarde, formaður framkvæmdanefndar HM, heilsar Juan Antonlo Samaranch á Reykjavíkurflugvelll, er Spánverj- inn kom tij landsins laust fyrir hádegi í gær. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ er lengst til vinstri, og Olafur B. Schram, bróðir hans og formaður Handknattleikssambandsins er í baksýn. JUAN Antonio Samaranch, for- seti alþjóða ólympíunefndar- innar (IOC), segir það alfarið í höndum íslendinga sjálfra hvernig yfirstjórn iþróttamála sé háttað hér á landi og hann sjái þvf ekkert til fyrirstöðu að íþróttasamband Islands og Olympíunefnd íslands samein- ist, svo fremi ólympíusáttmál- inn sé í heiðri hafður. Talsverð- umræða hefur verið innan íþróttahreyfingarinnar hérlend- is um sameiningu ÍSÍ og Óí og menn ekki verið á einu máli. Spánveijinn Samaranch — að öllum líkindum valdamesti íþróttaleiðtogi í heiminum — kom til landsins í gær í einkaþotu sinni frá Svíþjóð þar sem hann var við- staddur úrslitaleik Finna og Svía í heimsmeistarakeppninni í íshokkí. Samaranch lenti á Reykjavíkurflug- velli skömmu fyrir hádegi og_ þar tóku Erwin Lanc, forseti IHF; Ólaf- ur B. Schram, formaður HSI, Geir H. Haarde, formaður HM nefndar- innar og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ á móti honum. Samaranch hitti Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra og starfandi forsætisráðherra og tók síðan á móti fyrir forsvarsmenn IHF í Smár- anum síðari hluta dags í gær. Strax eftir það fylgdist hann með leik Þýskalands og Rúmeníu og hélt síð- an blaðamannafund áður en hann snæddi kvöldverð með íslensku ólympíunefndinni. Morgunblaðið spurði Samaranch, á blaðamannafundinum í Smáran- um, hvort hann teldi éðlilegt að ÍSÍ og ólympíunefnd íslands sameinuð- ust. „Þetta er alfarið vandamál ykk- ar og við hjá IOC munum ekki skipta okkur af því hvernig þið takið á þessu máli,“ sagði forsetinn. „Þið verðið að velja það form sem þið teljið best fyrir land ykkar. A síð- ustu árum hefur svona sameining orðið í þremur löndum í Evrópu. Við hjá IOC erum hvorki með eða á móti sameiningu, viljum aðeins að ólympíusáttmálinn sé haldinn,“ sagði Samaranch. Morgunblaðið spurði forseta al- þjóða ólympíunefndarinnar því næst hvort hann teldi íslendinga eiga möguleika á að eignast fulltrúa í nefndinni á nýjan leik, en svo hefur ekki verið síðan Benedikt Waage féll fyrir nærri þijátíu árum. „Hvers vegna ekki?“ spurði Samaranch á móti. „Vandamálið er að Evrópa hefur of marga fulltrúa í IOC miðað við aðrar heimsálfur. En ég held að á næsta fundi, sem fram fer í Búda- pest, verði kjömir fulltrúar frá öðr- um heimsálfum og þá er vel mögu- legt að í náinni framtíð getið þið eignast fulltrúa á ný.“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Ykkar mál SAMARANCH á blaða- mannafundinum: „Við mun- um ekki skipta okkur af því,“ sagði hann um hugsanlega sameiningu ÍSÍ og Óí. í dag fundar Samaranch með Lanc og síðan er hádegisverður í boði IHF og kl. 14 er fundur með forsvarsmönnum HSÍ, ÍSÍ og ólymp- íunefndinni og kl. 15.30 mun hann gróðursetja tré í Laugardalnum. Það- an verður haldið í móttöku hjá borg- arstjóra og síðan að Bessastöðum þar sem hann ræðir við forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur og um kl. 19 heldur hann af landi brott og mun á næstu dögum fara til Kína þar sem hann mun fylgjast með heimsmeistaramótinu í borðtennis. Tékklendingum tókst að leggja Marokkómenn að velli, 25:16, í D-riðlinum í Hafnarfirði. Það var ekki fyrr en í síðari c. hálfleik að dæmið Stefan , , Stefánsson £ekk UPP enda skrifar Tékkar þreyttir, komu seint til Iands- ins og voru konir á hótel sitt klukk- an hálf tvó aðfararnótt leiksins. Marokkómenn spiluðu varnar- leikinn utarlega en Tékklendingum tókst ekki að nýta sér götin sem mynduðust í vörninni við það. Varn- arleikur Tékklendinga var líka góð- ur og Marokkómenn höfðu ekki lík- amlega burði til að bijóta sér leið að markinu. En nokkrum mínútum eftir hlé, þegar staðan var 13:10, réðust úrslit þegar einbeiting Ma- rokkómanna fór að gefa sig og leik- reynsla Tékklendinga kom þeim til góða, þegar staðan fór í 23:13. „Eg er ánægður með liðið og allir náðu.að spila. Sigur okkar var mjög mikilvægur því við ætluðum að byija mótið með sigri vegna þess að framundan eru erfiðir leik- ir. Stefna okkar er að ná í sæti á næstu Ólympíuleikum," sagði þjálf- ari Tékklendinga á blaðamanna- fundi eftir leikinn. Hann getur varla verið mjög ánægður með spilið því betur má ef duga skal í D-riðli. Stórleikur markvarðarins Slaby Milos gladdi augað langmest þegar hann varði 19 skot úr erfiðum fær- um og Michal Tonar, sem lék með HK hér á landi, kom honum næst. Marokkómenn eru að leika í fýrst sinn á heimsmeistarakeppni. Barátta þeirra var góð til að byija með en þegar þurfti að grípa til leikreynsl- unnar eftir hlé, fór að halla undan fæti. Hvererhann þessi MARC BAUMGARTNER stórskyttan í svissneska liðinu? Fær aldrei hvfld í landsleikjum MARC Baumgartner, rétthenta skyttan ísvissneska landslið- inu, verður án efa mikið i sviðsljósinu á heimsmeistaramótinu eins og hann hefur reyndar verið allar götur frá árinu 1990 er hann lék sinn fyrsta landsleik. Hann varð markakóngur í síðustu heimsmeistarakeppni og hefur ætíð verið drjúgur við að skora. Baumgartner er tveir metrar á hæð, fæddur í Bern 4. mars 1971 og er því 24 ára gamall. Hann er einbirni, ein- hleypur og leikur með með Lemgo í Þýskalandi, liðinu sem Sigurður Sveinsson lék eitt sinn með. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Baumgartner lék knattspyrnu á yngri árum en byijaði að æfa handbolta í Bern sem ungur piltur og var aðeins rúm- lega 19 ára gamall þegar hann var fyrst valinn í landsliðið og hann sló strax í gegn. „Ég var heppinn því allir eldri leikmennirnir voru hættir og Martin Rubin var aðal- stjaman í liðinu hjá okk- ur. Arno Ehret þjálfari var að byggja upp nýtt lið og hann sagði við mig að hann þarfnaðist min í liðinu og ég held ég hafi leikið hveija einustu mín- útu í þeim rúmlega 80 landsleikjum sem ég hef leikið síð- an 1990. Mér var treyst og í raun- inni var ekki mikil pressa á mér því það var enginn annar í þessa stöðu,“ sagði Baumgartner í við- tali við Morgunblaðið í gær. REYKJAVÍK Hver er þín sterkasta hlið í handboitanum? „Ég leik bæði í sókn og vöm og þó 'svo ég sé ekki neinn af- burða varnarmaður þá held ég að ég sé þokkalegur. Ég byijaði eins og svo margir í hominu í vörn- inni, en nú er ég kominn inn á miðjuna. Mín sterkasta hlið er sóknin held ég og ég kann alltaf best við mig í stöðunni maður gegn manni.“ Þú ert einn fárra hand- boltamanna sem leikur með hlíf fyrir tönnunum, svokallaðan góm. Hvers vegna gerirðu það? „Fyrir nokkram áram lenti ég í óhappi. Leikmað- ur skaut og hnefi hans lenti í and- litið á mér með þeim afleiðingum að ég missti tvær framtennur. í kjölfarið ákvað ég að nota svona hlíf enda er algengt að íþrótta- menn leiki með svona, þó svo það Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson MARC Baumgartner, helsta skytta svlssneska landsllðs- ins, fyrlr utan Scandlc hótel Loftleiðlr, þar sem llðið býr. sé sjaldgæft í handboltanum. Þetta háir mér ekkert og ég er orðinn vanur þessu.“ Hefur þú einhver áhugamál, önnur en handbolta? „Ég hef gaman af því að tefla og spila á spil og svo hlusta ég mikið á tónlist — rokk frá áttunda áratugnum er mín uppáhalds tón- list og fólk eins og [Éric] Clapton, Tina Turner og fleiri eru í uppá- haldi hjá mér. Nýlegra rokk höfð- ar ekki eins mikið til mín. Ég hef líka gaman af því að fara á skíði og geri það nokkrum sinnum á ári, en alls ekki eins mikið og ég gerði áður.“ Hver er staða handboltans í heiminum um þessar mundir að þínu mati? „Ég held að framfarirnar verði ekki eins miklar á næstu árum eins og þær hafa verið undanfarin ár. Núna era mörg lið orðin góð og jöfn og komin á það stig að það er erfitt að bæta sig jafn mik- ið og hratt og áður. Ég vona bara að IHF breyti ekki reglunum því þær breytingar sem menn hafa verið að prófa hafa ekki gefist vel.“ Þú leikur með Lemgo þar sem Sigurður Sveinsson lék. Muna menn enn eftir honum þar? „Já, það er alveg ótrúlegt því það eru sex eða sjö ár síðan hann lék með liðinu. Menn tala oft um hann og ég hef heyrt margar sög- ur af honum — Siggi hlýtur að vera sérstakur maður fyrst menn muna enn eftir honum. Fólkið í Lemgo dýrkar hann greinilega ennþá.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.