Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 B 7
HM I HANDKNATTLEIK
Morgunblaðið/RAX
DMÍTRÍJ Fillppov, leikmaður Stjörnunnar, var elnna spræk-
astur í heimsmeistarallðl Rússa og markahæstur. Hér skor-
ar hann eitt sex marka sinna gegn Kúbumönnum í gær.
Rúmenar réðu
ekki við þýska
vamamnúrinn
RÚMENAR réðu ekkert við
sterka vörn Þjóðverja í síðari
hálfleiknum í leik liðanna í C-
riðli í Smáranum í gær. Leikur-
inn var í járnum í fyrri hálfleikn-
um en í þeim síðari skellti
þýska liðið og markvörður
þess, Jan Holbert í lás og eftir
það áttu Rúmenar ekki mögu-
leika. Lokatölur urðu 27:19 eft-
ir að jafnt hafði verið í leikhléi
11:11.
Það var mikil pressa á liðinu
fyrir keppnina og ég er
ánægður að þetta skyldi ganga svo
vel. Baráttan var
góð í vörninni og
leikgleðin mikil hjá
liðinu," sagði Arno
Ehret, þjálfari
á fréttamannafundi
Frosti
Eiðssort
skrífar
Þýskalands
eftir leikinn,
Fyrri hálfleikur bauð ekki upp á
mörg falleg tilþrif hjá liðunum,
Rúmenar virtust þungir og þrátt
fyrir einstaka fallega sókn hjá Þjóð-
veijunum voru mistök þeirra mV
mörg, bæði í vörn og sókn.
Rúmenar skoruðu fyrsta mark
síðari hálfleiksins og náðu foryst-
unni 12:11 en eftir það settu Þjóð-
veijar fyrir lekann í vörninni, -
voru mun hreyfanlegri og Rúmenar
fengu miklu minni frið en í fyrri
hálfleiknum. Hetjur Þjóðveija í
leiknum voru þeir Jan Holbert sem
leysti Andreas Thiel af í markinu
í síðari hálfleiknum og tvítugur
hornamaður, Stefan Kretzschmar,
sem fór á kostum í síðari hálfleikn-
um og skoraði þá sex mörk með
fjölbreyttum skotum.
„Við lékum illa og gerðum allt
of mikið af slæmum mistökum.
Við komum ekki hingað fyrr en
Meistaramir gerðu
það sem til þurfti
HEIMSMEISTARAR Rússa
voru ekki að sýna of mikið
þegar þeir spiluðu fyrsta leik
sinn í heimsmeistarakeppn-
inni, gegn Kúbu í B-riðli Hafn-
arfirði í gær. Liðið virkaði
þungt og gerði ekki meira en
til þurfti þegar það sigraði
21:17.
Leikurinn var frekar jafn í upp-
hafi og Kúbumenn áttu í fullu
tréi við Rússana, sem voru þó nokkr-
um mörkum yfir
lengst af í fyrri hálf-
leik. En á síðustu
mínútu fyrri hálf-
leiks tókst Kúbu-
mönnum að jafna 9:9.
Strax eftir hlé sættu Rússar fær-
is þegar andstæðingar þeirra misstu
Stefán
Stefánsson
skrífar
niður baráttuna um tíma og á tíu
mínútna kafla breyttist staðan úr
10:10 í 16:10. Þá tók Andrey Lavrov,
markvörður Rússa, loks við sér og
draumar Kúbumanna voru að engu
orðnir. Undir lokin söxuðu þeir þó á
forskotið gegn þreytulegum Rússum
sem virtust fyllilega sáttir við að ná
ekki betra markahlutfalli.
Það er víst að Rússar geta mun
meira en þeir sýndu í þessum leik,
það hefur oft sýnt sig að þeir gera
það sem til þarf — þegar þörf er
á. Andrey Lavrov varði varla skot
fyrstu 15 mínúturnar en sýndi
meistaratakta eftir það. Stórskytt-
an Vasily Kudinov sást varla eftir
að hafa verið stöðvuð strax í upp-
hafi en línumaðurinn Dimitriy
Torgovanov sýndi góða takta þar
til Kúbumenn lokuðu fyrir þann
leka. Vörnin var ekki árennileg með
þijá tveggja metra menn á miðj-
unni, Atavin, Grebnev og Torgo-
vanov, sem tókst að halda Kúbu-
mönnum að mestu leiti í skefjum.
Einna sprækastur í liðinu var
Dmítríj Filippov, sem leikur með
Stjörnunni, en hann var snöggur í
hraðaupphlaupin og truflaði sókn-
arleik Kúbu, sem „indjáni" í vörn
Rússa.
Kúbumenn fá hrós fyrir að vaða
óhræddir inní vöm Rússa og reyna
sitt besta. Hinsvegar tókst þeim
ekki að halda uppi slíkri baráttu all-
an leikinn og margreynt lið eins og
Rússar refsa strax fyrir öll mistök,
enda komu 8 mörk úr hraðaupp-
hlaupum í 8 tilraunum. Markvörður-
inn Vladimir Rivero Hernandez lét
ekki sitt eftir liggja í markinu og
Reynaldo Hernandez var góður í
skyttuhlutverkinu.
Rimanov og Gopin til
liðs við Rússa í vikunni
RÚSSNESKI þjálfarinn Vladimir Maximov sagði að enn væri
von á tveimur leikmönnum i rússneska hópinn; Alexander Ri-
manov kemur frá Þýskalandi og Valery Gopin, sem leikur á
Italíu, er væntanlegur á miðvikudaginn þegar ítölsku deildinni
lýkur. Það er víst að þessir snillingar munu fríska verulega
uppá rússneska liðið. Annars var Maximov ekki hress með leik
sinna manna og sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir spila
allir saman. „Það kom mér á óvart hversu reynslumiklir leik-
menn geta farið mikið á taugum og þeir gerðu alls ekki það
sem fyrir þá var lagt. Kúbumenn eru líkamlega sterkir og við
megum þakka fyrir að hafa unnið þá,“ sagði Maximov á blaða-
mannafundi eftir leikinn.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
VINSTRI hornamaðurinn Stefan Kretzschmar ðtti stóran
þátt f sigrl Þýskalands á Rúmenum í gær. Hér skorar hann
eitt marka sinna af miklu harðfylgi þrátt fyrlr að fá óblíðar
métttökur frá varnarmanni Rúmena elns og sjá má.
klukkan þijú í gærmorgun og leik-
menn mínir eru enn þreyttir eftir
ferðalagið," sagði Vasile Stinga,
hinn frægi þjálfari Rúmena sem
sagði að féleysi stæði handknatt-
leiknum fyrir þrifum í Rúmeníu
og að liðið hefði ekki komið fyrr
til landsins vegna fjárskorts.
Vinstri handar skyttan Robert
Licu var bestur í liði Rúmena en
hann mátti sín samt ekki mikils
frekar en samlandar hans í síðari
hálfleiknum.
Köttur
og mús
Leikur Frakka og Japana var
leikur kattar að mús í fyrri
hálfleik. Franska liðið sem skipað
■■■■■■ er mörgum leik-
Frosti mönnum sem
Eiösson reynst hafa íslend-
skrífar ingum erfiðir í gegn
um tíðina höfðu al-
gjöra yfirburði og náðu snemma
yfirburðarforskoti en lokatölur
urðu 33:20.
Japanir náðu aldrei að beita sínu
sterkasta vopni, hraðanum, gegn
andstæðingunum sem voru mun
hávaxnari en Japanarnir sem ör-
ugglega tefla fram einu lægsta liði
heimsmeistarakeppninnar. Flest
skot Asíuliðsins höfnuðu í varnar-
vegg Frakka eða framhjá markinu.
Síðari hálfleikurinn var á allt
öðrum nótum og lítil alvara að
baki leik Frakkanna; þeir linuðu
takið á bráðinni og tóku lífinu létt
og reyndu sirkusmörk í tíma og
ótíma.
„Við höfum alltaf tapað fyrsta
leik á heimsmeistaramóti og það
er gaman að byija á þennan hátt.
Við þekkjum japanska liðið vel og
það er alltaf gaman að leika gegn
því,“ sagði Costantini, þjálfari
Frakka.
Maí
Frí
gasfylling
með
hverju grilli. ‘ '•< ’' 0 I ■
ffffl k'15.900
PU FÆRÐ UPPLYSINGAR UM HM'95
5 í VmDARVEFNUM
<v . V
'*0DÍ*S'
ICELAND
1995
ORACLG" W o r I d W i d e W e b I n I e r f a c e K i t
http://www.handball.is
TEYMI
HUCBÚNADUR Á ÍSIANDI