Morgunblaðið - 09.05.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.05.1995, Qupperneq 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -1 j HM I HANDKNATTLEIK Glæsileg setningar- athöfn í Höllinni ÞAÐ var vor I lofti á sunnudaginn þegar fjórtánda heimsmeistara- keppnin í handknattleik var form- lega sett í Laugardalshöll. Athöfn- ■■■■■I in innandyra var í Skúli Unnar góðu samræmi við Sveinsson veðrið úti, í einu skrifar orði sagt glæsileg. Hún var stutt og hnitmiðuð og þeir 5.000 áhorfend- ur sem fylltu Laugardalshöllina skemmtu sér vel. Athöfnin hófst með því að um 400 krakkar hlupu í salinn klædd- ir í hvíta boli og rauðar, grænar, bláar og svartar stuttbuxur. Krakkamir hlupu í hring og fylltu nær gólf Hallarinnar. Síðan komu krakkar með spjöld með nöfnum keppnisþjóðanna og skömmu síðar hlupu 24 krakkar inn með þjóð- fána landanna. 200 manna blandaður kór söngvara úr Karlakór Reykjavík- ur, Kvennakór Reykjavíkur og kammerkór Langholtskirkju, söng eitt lag á meðan meðlimir hans gengu um gólf Hallarinnar og ungmenni héldu á sex upplýst- um boltum, en ljósin í Höllinni höfðu verið deyfð. Tilkomumikil sjón. Þvínæst sýndu 11 fimleika- stúlkur dans og fimleika. Draumur rætist Geir H. Haarde, formaður framkvæmdanefndar keppninn- ar, hélt stutta ræðu þar sem hann ságði meðal annars að draumur fjölmargra íslendinga væri að rætast. Hann þakkaði öllum sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera þessa keppni mögulega og afhenti síðan OIafi B. Schram, formanni HSI, skújptúr sem er tákn keppninnar. Ólafur hélt stutta tölu þar sem hann sagði meðal annars að þetta væri stærsta mót sem haldið hefði ver- ið hér á landi og einnig fjölmenn- asta heimsmeistarakeppni í hand- knattleik sem nokkru sinni hefði farið fram og vildi hann þakka öllum sem gert hefðu þetta mögu- legt. Morgunblaðið/RAX BORN komu mikið vió sögu á opnunarhátíðinni. Hér má sjá hluta þeirra 400 barna sem hlupu um Höllina og geróu alls konar æflngar. Krakkarnir stóðu slg mjög vel og virtust hafa æft atriði sltt vel því varla var hægt að sjá nokkurn hnökra á atriði þeirra. FIMLEIKASTÚLKUR af höfuðborgarsvæðinu sýndu dans og fimleika á opnunarhátíðlnni við fjöruga tónlist og klapp frá áhorfendum. Hluti stúlknanna var nýkominn heim af Norður- landamótinu í Trompi í Danmörku, þar sem llð Gerplu lentl í fimmta sæti og Stjörnustúlkur í áttunda sæti. Þær urðu að hraða sér heim til að ná á opnunarhátíðina. ERWIN Lanc, formaður al- þjóða handknattleikssam- bandsins, tekur við tákni HM95 frá Ólafi B. Schram, formanni HSÍ. Lanc setti svo keppnina með stuttri ræðu. Hann afhenti síðan Erwin Lanc, forseta alþjóða handknattleiks- sambandsins, tákn keppninnar. Lanc lofaði allan undirbúninginn og breytingarnar á Laugardals- höllinni og þakkaði íslenskum skattgreiðendum fyrir. Áhorfend- ur kunnu vel að meta þær þakkir og klöppuðu vel og lengi fyrir Austurríkismanninum. Hann las bréf frá Samaranch, forseta Al- þjóða ólympíunefndarinnar þar sem hann óskaði handknattleiks- mönnum góðs gengis í keppninni og að því loknu lýsti hann því yfir að keppnin væri hafin. Lokaatriðið var einstaklega glæsilegt því þá sundu Egill Olafs- son og Sigrún Hjálmtýsdóttir lag keppninnar, Bræðralagið sem Gunnar Þórðarson samdi og Dav- íð Oddsson, forsætisráðherra, gerði textann við. Kórinn aðstoð- aði Egil og Diddú við sönginn og vakti flutningur þeirra mikla ánægju. INNRITUNARKORT í Litla íþróttaskólann Laugarvatni Stórkostlegt tækifæri fyrir 9 til 13 ára stelpur og stráka fyrir aðeins 16.100,- krónur Kostnaður er 16100,-. Vinir scm skrá sig saman fá 1000 - kr afslátt. Systkini fá 10% afslátl (1610 kr. livcrt). Scndu skráningarkortið til: Lítli íþróttaskóiinn íþróttamiöstöö íslands 840 Laugarvatni ...eða faxar i 98-61255 i Ég hciti.................................Námskeið: kt:................-......... 1.) 18.-24. júní ( ) Hcimili:................................ 2.) 25.-01. júlí ( ) Póstnúmer:............................ 3.) 02.-08. júlí ( ) Nafn ábyrgðarmanns (grciðanda/foreldris): 4.) 09.-15. júlí ( ) Símanúmer:.......... Vinnusími:......... *** Vinur/systkini hcitir: kt:................. BRÆÐRALAGIÐ hljómaðl einstaklega glæsilega í Laugardalshöllinni á sunnudaglnn. Hér hefja Sigrún Hjálmtýsdóttir og Eglll Ólafsson upp raust sína og njóta til þess aðstoðar 200 manna blandaðs kórs. Það var ekki laust við að menn fengju gæsahúð enda flutningurlnn frábær. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.