Morgunblaðið - 09.05.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 B 11
HM I HANDKIMATTLEIK
Góð stemmning
meðal áhorfenda
Heimsmeistaramótið í hand-
knattleik hófst með pompi
og prakt á sunnudaginn og
stemmningin á áhorfendapöllunum
var stórkostleg, einna líkust
karnivali. Nokkrir lögðu sérstak-
lega mikið á sig til skapa stemmn-
ingu. Ingi Amarsson og Bjöm
Þorlákur Björnsson úr Garðabæ
vom ekki að tvínóna við hlutina,
mættu í stuttbuxum og höfðu
málað skrokkinn á sér í fánalitun-
um. „Þetta er frábært. Við vildum
fá athygli - og hana fengum við,“
sögðu piltarnir og tóku fram að
þeir ætluðu að mæta á fleiri leiki
eins til fara.
Stuðningsklúbbur landsliðsins
er hópur sem hefur það að markm-
iði að styðja við landsliðið. Hópur-
inn á 5 ára afmæli í maí og teljast
félagar um 170, þar af vom rúm-
lega 80 mættir í Höllina á sunnu-
daginn. Árni Hannesson og Sigrún
Gestsdóttir voru þar á meðal og
skemmtu sér konunglega.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
IIMGI Arnarsson og Björn
Þorlákur Björnsson vildu
athygll og fengu hana.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
ÁRNI Hannesson og Slgrún
Gestsdóttlr skemmtu sér í
Höllinni á sunnudaglnn.
Byung-wook
með 500. HM-
mark S-Kóreu
MOON Byung-wook skoraði
þriðja mark landsliðs Suður
Kóreu í leiknum gegn Ungvetja-
landi á sunnudaginn. Þetta var
500. mark Suður-Kóreumanna
í heimsmeistarakeppninni.
Fyrsti leikur Suður-Kóreu-
manna í heimsmeistarakeppni
var gegn íslendingum og skor-
uðu þeir þar af leiðandi fyrsta
HM-mark sitt í þeim leik. ís-
lendingar máttu sætta sig við
óvænt tap í þeirri viðureign,
21:30, í fýrsta leik HM í Sviss
1986.
Auglýsa fisk
á gólfunum
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús-
anna gerði samning við fram-
kvæmdanefnd heimsmeistara-
mótsins þess efnis að auglýsing
frá fyrirtækinu verður á miðju
gólfi íþróttahúsanna íjögurra
meðan á mótinu stendur. SH
hefur á síðustu áratugum verið
stærsti útflytjandi á fiskafurð-
um og „því vel við hæfí að þeir
komi skilaboðum áleiðis til
þeirra fjölmörgu víðsvegar um
heim sem sjá keppnina," sagði
í fréttatilkynningu. Rúmlega
þrjátíu sjónvarpsstöðvar, sem
taldar eru ná til um 50 milljóna
manna, senda út frá keppninni.
Verðmæti samningsins nemur
u.þ.b. 5 milljónum króna — þar
af fær HSI þijár milljónir og
svissneksa sjónvarpsréttarfyrir-
tækið CWL tvær.
Lanc mjög
ánægður
Forseti alþjóða handknattleiks-
sambandsins, Austurríkismað-
urinn Erwin Lanc, sagði á blaða-
mannafundi fyrir fyrstu leiki HM í
Laugardalshöll á sunnudaginn að
hann væri mjög ánægður með alla
umgjörð mótshaldsins og allt virtist
í stakasta lagi.
„Ég vil þakka skipuleggjendum
þessa móts fyrir frábært starf og
ég vil óska íslensku þjóðinni til
hamingju! Höllin hér hefur tekið
miklum breytingum og er orðin hið
glæsilegasta mannvirki. IHF er í
nokkuð sérstakri aðstöðu núna.
Þetta er fjölmennasta og stærsta
mót á vegum IHF og það er haldið
í einni smæsta aðildarlandinu. Þó
ísland sé ekki stórt þá er það stórt
á sviði handknattleiksins," sagði
Lanc.
Ólafur B. Schram formaður HSÍ
sagði við þetta tækifæri að hann
væri hreykinn af því að hafa alla
þessa erlendu gesti hér á landi. „Is-
lendingar eru ekki margir, en þó
svo við séum fámenn þá þýðir það
ekki að við séum veikburða. Fyrir
svona fámenna þjóð er mikið mál
að halda svona keppni og í raun
meira mál en fyrir stórþjóð að halda
Ólympíuleika. Vonandi verða allir
ánægðir með aðstöðuna hér. Við
höfum gert okkar besta og vonandi
er það nógu gott,“ sagði Ólafur.
TJALDVAGMAR
Hinlr vinsælu
rOMAMCMC. t/agnar.
Erum fluttir úr Lágmúlanum
Sendum bæklinaa um allt land
jpio alla
helgina
EVRO HF
Suðurlandsbraut 20, simi 588-7171.
PÓSTUR OG SÍMI
ÞJÓNUSTUAÐILIHM 199S
jpl
—-------------------------------
i t'if1 Vl'V,' ' i
tuðlum etð góðutn árangri
íslenska landsliðsins á HM1995.
Nú er tækijærið til að styðja
við bakið á okkar mönnum
á heimavelli.