Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
II ÍSHOKKI
Bayem berst fyrir
sæti í Evrópukeppni
Bayem Miinchen vann mikilvægan 2:1 sigur á Bayer Uerdingen á laug-
ardaginn. Liðið á ekki möguleika á sigri í þýsku deildarkeppninni
en sigurinn er mikilvægur fyrir þær sakir að liðið heldur opnum möguleik-
anum á að krækja sér í sæti í Evrópukeppninni og ekki spilar síður inní
það sæti gæti reynst agnið til að lokka landsliðsfyrirliðann Jiirgen Klins-
mann frá Tottenham í Englandi.
Borussia Mönchengladbach og Bayem Miinchen eru með jafn mörg stig
í fímmta og sjötta sæti, 37, en Gladbach er með betri markatölu. Fimmta
sætið er síðasti möguleiki á öruggu Evrópusæti.
Celtic burstaði
meistara Rangers
Glasgow Rangers, sem þegar
hefur tryggt sér skoska meist-
aratitilinn steinlá í nágrannaslagn-
um gegn Celtic, 3:0, í úrvalsdeildar-
leik liðanna á sunnudag. Mörkin
komu öll í síðari hálfleiknum; hol-
lenski leikmaðurinn Pierre Van
Hooydonk gerði það fyrsta með þru-
muskoti frá vítateig á 50. mínútu,
varnarmaður Rangers skoraði síðan
sjálfsmark tólf mínútum síðar og
Albaninn Rudi Vara skoraði þriðja
markið úr aukaspymu á 82. mínútu.
Sigurinn var sá stærsti hjá Celtic á
tímabilinu og markvörður Rangers
fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að
fella Brian McLaughlin utan víta-
teigs.
Baráttan á botninum er mun harð-
ari en þar beijast Hearts, Aberdeen
og Dundee United fyrir lífí sínu í
deildinni. Dundee-liðið er nú í botn-
sætinu eftir 1:2 tap gegn Aberdeen
sem við sigurinn færðist upp í næst
neðsta sætið. Dundee United hefur
36 stig, Aberdeen 38 og Hearts 40
þegar einni umferð er ólokið. Neðsta
lið úrvalsdeildarinnar fellur í 1. deild
og næst neðsta liðið leikur aukaleiki
við næst efsta lið 1. deildarinnar.
Reuter
DAVID May, varnarmaðurlnn sterki hjá Unlted, t.h., fagnar
markl sínu gegn Sheffleld Wednesday ðsamt Paul Ince.
Dauðaslys
fyrir leik
í Lissabon
May tryggði United
sigur í Sheffield
PORTO tryggði sér á sunnudag-
inn sigur í portúgölsku 1. deild-
inni með sigri á Sporting Lissa-
bon á útivelli. Einn áhorfendi
lést og 25 slösuðust, þar af sex
alvarlega eftir að öryggisgirðing
á leikvanginum gaf sig áður en
leikurinn hófst.
Domingo Oliveira skoraði eina
mark leiksins á 58. mínútu og
með því tryggði Porto sér titil-
inn. Liðið hefur sex stiga forskot
á Spordng þegar þrjár umferðir
eru eftir. Sporting getur náð
Porto að stigum en sú regla er
í gildi í deildinni að árangur úr
innbyrðis leikjum liðanna gildir
og þar stendur Porto betur að
vígi en liðin gerðu jafntefli í fyrri
leiknum.
Slysið á leikvanginum varð
með þeim hætti að fjöldi áhorf-
enda stóð fyrir ofan innganginn
að búningsherbergjum. Þegar
annað liðið mætti á leikvanginn
ruddist hópur áhangenda fram
til að sjá liðsmenn þess, með fyrr-
greindum afleiðingum. Girðingin
gaf sig og um 20 manns féllu um
tíu metra niður á malbik framan
við Ieikvanginn.
MANCHESTER United á enn
möguleika á að verja meistara-
titil sinn í Englandi eftir 1:0 sig-
ur á Sheffield Wednesday á
sunnudag. Barátta United og
Blackburn um meistaratitilinn
er hörð, en verði liðin jöfn
fagna leikmenn United þriðja
titlinum í röð því markatala
þeirra er mun betri en Black-
burn.
Manchesterliðið á eftir að leika
gegn Southampton á heima-
velli á morgun og á útileik gegn
West Ham á laugardaginn. Black-
bum sem lék gegn Newcastle í
gærkvöldi á aðeins eftir leik á Anfi-
eld, gegn Liverpool á laugardaginn.
Sigurmark Manchester í Sheffíeld
kom strax á 6. mín. Vamarmaðurinn
David May var þar á ferðinni, en
svo skemmtilega vill til að hann að
fyrmm leikmaður Blackbum — var
keyptur þaðan til United fyrri ári
síðan. Hann skoraði af stuttu færi
eftir fyrirgjöf Paul Scholes. May var
svo skipt út af eftir aðeins 23 mínút-
ur; hafði orðið fyrir bakmeiðslum í
upphituninni fyrir leikinn, og Alex
Ferguson þjálfari vildi ekki taka
neina áhættu.
Markaskorarinn mikli hjá Nott-
ingham Forest, Stan Collymore
skoraði eina mark leiksins þegar
Manchester City kom í heimsókn á
City ground. Markið gulltryggði
Nottinghamliðinu sæti í Evrópu-
keppni næsta vetur og verður það í
fyrsta skipti í tíu ár sem liðið tekur
þátt í Evrópukeppni. Forest hefur
gengið allt í haginn upp á síðkastið,
- ekki tapað í síðustu tólf viðureign-
um og hefur fengið 28 stig af þijá-
tíu mögulegum í síðustu tíu leikjum
sínum.
Draumur Tottenham um Evrópu-
sæti fékk skjótan endi í Lundúna-
slagnum gegn QPR sem fyrir leikinn
hafði ekki skorað í þremur síðustu
leikjum sínum. Teddy Sheringham
kom Tottenham yfír á lokasekúndum
fyrri hálfleiksins en Les Ferdinand
skoraði tvívegis fyrir QPR í síðari
hálfleiknum.
Sjöunda tapleikur Norwich í deild-
inni í röð var gegn Leeds og gerði
það að verkum að liðið er fallið í
aðra deild. Norwich komst yfír á 36.
mínútu með marki Ashley Ward en
möguleikar liðsins voru úr sögunni
tíu mínútum fyrir leikslok þegar
dæmd var umdeild vítaspyrna fyrir
brot á Tony Yeboah. Gary McAllist-
er skoraði úr spyrnunni og Carlton
Palmer skoraði síðan sigurmark Le-
eds á lokamínútunni. Leeds hefur
ekki tapað í síðustu sex leikjum sín-
um.
Sóknarleikur Aston Villa hefur
ekki verið til fyrirmyndar í síðustu
leikjum og sóknarmenn liðsins höfðu
fyrir laugardaginn ekki skorað mark
í ellefu leikjum. Breyting varð á
gegn Liverpool sem ekki hafði tapað
leik á útivelli frá því í nóvember.
Dwight Yorke frá Trínidad skoraði
bæði mörk Birminghamliðsins með
skalla en þrátt fyrir sigurinn er liðið
en í bullandi fallhættu.
Crystal Palace heldur ennþá í
vonina að sleppa við fall eftir 1:0
heimasigur á West Ham. Ray Houg-
hton var maður þessa leiks og átti
stóran þátt í markinu. Tékkinn í
marki West Ham, Ludek Miklosko
varði skot Houghtons glæsilega en
hélt ekki knettinum og Chris Arm-
strong fylgdi vel á eftir skoraði.
Finnar urðu
heims-
meistarar
FINNAR unnu einn sætasta
sigur sinn í íþróttum á sunnu-
dag þegar íshokkílið þeirra
varð heimsmeistari f fyrsta
sinn. Finnar sigruðu Svía 4:1 í
úrslitaleik í Stokkhólmi.
Kanada náði þriðja sætinu með
sigri á Tékkum með sömu
markatölu.
Jarmo Myllis markvörður og væng-
maðurinn Ville Pelzonen voru
hetjur Finna í úrslitaleiknum. Myllis
varði oft vel og Pelzonen skoraði
þijú af mörkunum og lagði upp fjórða
markið. „Réttlætið nær alltaf að
sigra að lokum og það var komið að
okkur að sigra í dag,“ sagði Curt
Lindström, hinn sænski þjálfari
Finnanna eftir að sigurinn var í höfn.
„Við stefndum á gullið og þetta verð-
ur ekki okkar síðasti titill. Áhuginn
á íshokkí er gífurlegur í Finnlandi
og áhorfendum fjölgar með hveiju
árinu,“ sagði Lindström sem var
aðstoðarþjálfari Svíanna þegar liðið
varð heimsmeistari 1987. Þjálfarinn
sagði að fleiri Finnar hefðu horft á
útsendingu frá leiknum en á nokkurt
annað dagskrárefni í fínnska sjón-
varpinu frá upphafi. „Finnar kunna
að fagna og ég veit að viðtökumar
verða stórkostlegar þegar við komum
heim,“ sagði Lindström.
Mörk Pelzonen komu á 9., 38., og
40. mín. og lögðu grunninn að einum
sætasta sigri finnskrar íþróttasögu.
Vamarmaðurinn Timo Jutila kom
Finnum í 4:0 á 44. mínútu en Jonas
Bergkvist minnkaði muninn mínútu
síðar.
Finnar fengu stuðning frá fjöl-
mörgum löndum sínum á áhorf-
endapöllunum sem voru vel með á
nótunum. Finnar léku oft einum
færri því þeir misstu leikmenn útaf
í sextán mínútur gegn sex mínútum
Svíanna. Markvörður Finna, Jarmo
Myllis sá til þess að Svíarnir næðu
ekki að nýta sér liðsmuninn, hann
varði nokkru 'sinnum meistaralega.
Finnsku leikmennimir þökkuðu
markverðinum í lokin, þeir fleygðu
frá sér hjálmum sínum og kylfum
og báru markvörð sinn á gullstóli um
ísinn.
Markvörðurinn tryggði
Kanada bronslð
Fyrrum heimsmeistarar, Kanada
tryggðu sér þriðja sætið með sigri á
Tékklandi. Corey Hirsch, markvörð-
ur Kanada átti stórleik i leiknum og
bjargaði hvað eftir annað. Jafnt var
1:1 eftir fyrsta leikhlutann en sókn-
arlína Kanada var beittari þegar leið
á leikinn.
„Það er ekkert lið sem gerir sér
þriðja sætið að góðu en miðað við
ástandið á íshokkí í Norður-Ameríku
getum við ekki annað en verið stolt-
ir,“ sagði þjálfari Kanada, Tom
Renney. Engir leikmenn úr NHL-
deildinni léku á HM að þessu sinni
þar sem keppni í deildinni dróst
vegna verkfalls. Það kom illa niður
á Kanadaliðinu sem lék án margra
lykilmanna.
Gudni og félagar
leika um sæti í
úrvalsdeildinni
MIDDLESBRO er öruggt um sæti í ensku
úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili en
fjögur önnur lið þurfa að leika í aukakeppni
um síðara sætið í deildinni.
Reading sem náði 2. sæti deildarinnar
með sigri á Charlton leikur gegn Tranmere
sem hafnaði í 5. sæti deildarinnar. Bolton,
liðið sem Guðni Bergsson leikur með á einn-
ig möguleika á sæti í úrvalsdeildinni. Bolton
sem hélt jöfnu, 1:1, gegn Burnley á laugar-
daginn með marki Finnans Mixu Paatelain-
en á lokamínútunni leikur gegn Wolves sem
hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. Þau lið
sem sigra í leikjunum tveimur leika svo
úrslitaleik um úrvalsdeildarsæti.
Guðnl
Juventus traust í efsta
sæti þrátt fyrir stórtap
Juventus tapaði 0:3 á heimavelli
gegn Lazio á heimavelli, í ítölsku
1. deildinni á sunnudaginn á sama
tíma og Parma sem er í öðru sæti
gerði márkalaust jafntefli við Genúa.
Þrátt fyrir þetta tap Juventus hefur
liðið enn sjö stiga forystu í deildinni
þegar fjórar umferðir eru eftir af
ítölsku deildinni.
Eftir markalausan fyrri hálfleik í
leik Juventus og Lazio tóku gestirn-
ir til sinna ráða og Roberto Di
Matteo, Krótatinn Alen Boksic og
Diego Fuser skoruðu hver sitt mark-
ið án þess að leikmenn Juventus
gætu svarað fyrir sig. Markvörður
Lazio, Luca Marchegiani, var þeim
fjötur um fór og kom í veg fyrir að
þeir skoruðu.
Leikmenn Parma söknuðu sárt
Gianfranco Zola í viðureign sinni við
við Genúa. Þeir gerðu markalaust
jafntefli og létu þar með gullið tæki-
færi að minnka forskot Juventus enn
frekar, sér úr greipum ganga.
AC Milan festi sig í sessi í þriðja
sætinu með 3:0 sigri á Foggia.
Gianluigi Lentini kom liðinu á bragð-
ið á 44. mínútu, Dejan Savicevic
skoraði annað markið á 56. mínútu
og Marko Simone innsiglaði sigurinn
þegar hann gerði sitt sextánda mark
á tímabilinu.
Argentínski leikmaðurinn Abel
Balbo skoraði fyrra mark Róma og
sitt átjánda á tímabilinu í 2:0 sigri
þeirra á Fiorentina. Sampdoria held-
ur enn í vonina um sæti í Evrópu-
keppninni eftir að David Platt skor-
aði tvö mörk fyrir lið sitt á síðustu
fimm mínútunum í 2:1 sigri gegn
Brescia.